Fimmtudagur 08.03.2012 - 20:58 - 24 ummæli

Er RÚV verjandi Geirs?

Íslenskir fjölmiðlar eru, með fáum undantekningum, drasl. Undantekningarnar eru vissulega til staðar, eins og Sigrún Davíðsdóttir og Helgi Seljan (og þær eru fleiri, þótt ég tíundi þær ekki hér). Þess vegna átti ég ekki von á frábærri umfjöllun um Landsdómsmálið. Samt varð ég fyrir gífurlegum vonbrigðum, aðallega með RÚV, sem ég hafði leyft mér að vona að liti svo á að hér væri um slíkan stórviðburð að ræða að öllu yrði tjaldað til. Reyndin er önnur; umfjöllunin hingað til hefur verið eins og í menntaskólablaði árgangs með enga hæfileikakrakka.

Satt að segja hefur umfjöllunin verið talsvert verri en slæm, því Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður hefur bókstaflega tekið að sér að tala sem verjandi Geirs og annarra hrunkvöðla. Í Kastljósi fyrsta kvöld réttarhaldanna át hún upp, með sannfæringar- og aðdáunarhljóm í röddinni, það sem sagt hafði verið af Geir og stuðningsmönnum hans, að „hann gat bara ekkert gert“. Engar gagnrýnar vangaveltur um hvort þetta væri rétt, hvað þá hvort það væri í sjálfu sér saknæmt af forsætisráðherra að gera ekkert.

Í gærkvöldi tók Jóhanna langt viðtal við Davíð Oddsson, þar sem ekki var spurt neinna þeirra erfiðu spurninga sem hún hefði spurt væri hún metnaðarfullur fréttamaður og hefði undirbúið sig. Jóhanna beit svo höfuðið af skömminni með því að spyrja Davíð, í lokin, hvaða skoðun hann hefði á núverandi ríkisstjórn. Allt saman með óblandinn aðdáunarhreim í röddinni.

Í gærkvöldi birtist líka sérkennileg frétt í RÚV þar sem m.a. má lesa þetta: „Sex vitni gáfu skýrslu fyrir landsdómi í dag. Allt voru þetta hátt settir embættismenn árið 2008. Skýrslur þeirra voru Geir Haarde frekar í hag.“ Þetta á væntanlega að útskýrast af því, sem kemur fram í fréttinni, að þessi vitni héldu fram að „ekkert hefði verið hægt að gera“ og að vinnan í samráðshópnum „hafi verið markviss og árangursrík.“ Þannig virðast fréttamenn RÚV telja sig vita að þetta sé góð málsvörn fyrir Geir (aðgerðaleysi vegna getuleysis), og að þannig hljóti dómararnir að hugsa. Engin (gagnrýnin) hugsun hér á ferð, hvað þá að mönnum detti í hug að það geti verið einhver alvara með ákvæðunum í þeim lögum sem kært er út af, um að aðgerðaleysi ráðherra geti verið í saknæmt.

Spegillinn, sem oft hefur verið með góða umfjöllun um þjóðmálin, hefur svo sett í þetta mál fréttamenn, sem sjálfir hafa greinilega ekkert undirbúið sig. Það sem verra er, þar er á hverjum degi talað við „góðkunningja“ Spegilsins sem á vanda til að tala í löngu máli, með afar hægum og „virðulegum“ talanda um … ekki neitt. Sú er líka raunin hér. Spegillinn virðist ekki telja það koma að sök að viðkomandi var ekki einu sinni viðstaddur réttarhöldin fyrstu tvo dagana, þótt rætt væri við hann þá daga líka, en hann „lét svo lítið að fara þangað í heimsókn í eigin persónu í dag“. Þetta er fimm mínútna viðtal, þótt texta þess megi flytja á skikkanlegum hraða á helmingi þess tíma. Hefði viðmælandinn þar að auki einskorðað sig við það sem voru einhverjar upplýsingar í máli hans hefði viðtalið hins vegar tekið um átján sekúndur. Þá hefði hann meðal annars sleppt fyrstu þrem mínútunum af þessum fimm, þar sem hann flutti eftirfarandi innihaldsríku ræðu, sem bregður óvenju björtu ljósi á þessi merkustu réttarhöld Íslandssögunnar, og útskýrir fyrir okkur hinum það sem annars hefði verið okkur hulið um alla eilífð. (Til að stytta textann hef ég klippt út allar kúnstpásur, sem eru um helmingur tímans):

„Þetta er náttúrulega heilmikil upplifun, þetta er auðvitað heimssögulegur viðburður sem þarna á sér stað, að þarna sé dreginn og látinn svara til saka forsætisráðherra þjóðarinnar fyrir, ja, fyrir stórfellda vanrækslu, ja það er það sem honum er borið á brýn, í aðdraganda efnahagshrunsins sem að við urðum fyrir. Þetta er mikil upplifun að sitja þarna og fylgjast þarna með hvernig þetta fer fram, hvernig saksóknari og verjandi bera sig við spurningarnar og hvernig hvernig vitnin haga sínum orðum og og sömuleiðis hvernig, hvernig dómarar, eftir atvikum, spyrja eftir því sem að þeim þykir efni til. Auðvitað má svona velta því fyrir sér sko, hvort að þessi leið til þess að draga fram atburði í aðdraganda hrunsins er sú skilvirkasta, þarna náttúrulega beinast spurningarnar náttúrulega að því að leiða í ljós atvik sem að tengjast þessum ákæruefnum, þannig að önnur aðferð, til að mynda einhvers konar sannleiksnefnd eða eitthvað, hefði náttúrulega verið með allt öðrum hætti.

[stutt spurning fréttamanns um Hreiðar Má Sigurðsson]

Jú, það bárust af því fréttir að annars vegar hefðu þarna, að minnsta kosti sést þarna öryggisvörður, og síðan að í salnum hefðu setið, meðan skýrslutakan yfir honum fór fram, menn frá sérstökum saksóknara. Það auðvitað minnir á það að þar sem hann fer er náttúrulega maður sem að af mörgum er talinn einn af helstu gerendum hrunsins, og sömuleiðis fer þar sem hann er maður sem að sætir ákæru fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun, ásamt fleiri mönnum. Þannig að hann náttúrulega hefur út af fyrir sig sýniiega verið í í ákveðinni aðstöðu þarna sem einkennist af því að hann þarf að gæta mjög að því hvað það er sem hann lætur sér um munn fara þannig að hann, ja, mögulega skaði ekki sjálfan sig í því máli sem fyrir liggur að verði höfðað gegn honum.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (24)

  • Framganga Jóhönnu Vigdísar sem fréttamaður RUV um réttarhöldin er hreinlega sjokkerandi.

    Getur þetta virkilega verið að gerast árið 2012 ?

    Og þá eftir alla þá gagnrýni sem fjölmiðlar hafa fengið í kjölfar hrunsins þar sem m.a. þeir eru nefndir til ábyrgðar ?

    Geðveikin virðist endalaust geta tekið á sig súrealískari myndir…..

  • Sammála ykkur með Jóhönnu Vigdísi.
    Hún er algerlega óhæf til að fjalla á hlutlausan hátt um málið. Vandræðalegt fyrir RÚV.
    .
    Þorbjörn Þórðarson er hinsvegar skarpur og skeleggur.

  • Hannes I. Hallgrímsson

    Hægan, hægan.

    Eru síðuhaldari nú búinn að ákveða að Geir sé sekur, og vill því að hann verði grillaður og niðurlægður á hreinlega tekinn af lífi í fjölmiðlum?

    Einar ertu virkilega svona illa innrættur að þú viljir að fjölmiðlar hefðu rakkað Geir niður, gert lítið úr honum og almennt harksmánað hann?

    Er gremja þín virkilega af þessum sökum?

    Hvað vildir þú sjá í staðinn að meðferð fjölmiðla væri?

  • „Sex vitni gáfu skýrslu fyrir landsdómi í dag. Allt voru þetta hátt settir embættismenn árið 2008. Skýrslur þeirra voru Geir Haarde frekar í hag“

    Að vitnin skuli vera sammála Geir Haarde er s.s. skandall?

  • Ómar Kristjánsson

    Jú, það er mikið til í þessu. þetta er lélegt.

    Staðreynin virðist hinvegar vera, að það eru sárafáir sem hafa nennt að setja sig inní þessi hrunmál að gagni. þ.e. a.s. að það eru sárafáir á landinu sem hafa nennt að lesa eða kynna sér þær upplýsingar sem gerðar hafa veri opinberar frá hruni. Td. skýrslu RNA. Sárafáir sem hafa lesið hana.

    Fyrir utan þetta, þá sýnist manni af Twitterstraumi fjölmiðla að Landsdómsspyrlar séu ekki nærri nógu einbeittir, ekki nægilega vel undirbúnir eða ekki nægilega skipulegur rammi um spurningarnar og eftirfylgni þeirra. þetta virkar allt of mikið sem almennt chatt.

    Fyrir utan þetta skil eg ekki alveg afhverju þarf alltaf að vera að tíunda það í twitterstraumi hverjir eru að koma í þjóðmenningarhús til að horfa á yfirheyrslurnar. Td. er RUV alltaf að upplýsa að eiríkur stefánsson kvótaandstæðingur sé að ganga í salinn – eh só?

  • Er hættur að horfa á RÚV. Ég veit bara að Sigrún Davíðsdóttir var afbragðs kennari í MH og finnst hún frabær pistlahöfundur. Það skiptir ekki nokkru máli hvort ég sé sammála henni eða ekki. Lélegir fréttamenn eru ekki bara lélegir þegar þeir segja eitthvað sem ég er ósammála.

  • Fyndið að vera hrósa Sigrúnu sem fréttamanni þegar hún hefur flutt eina frétt á RÚV. Frétt sem reyndist svo léleg að hún varð að draga hvert einasta orð í henni tilbaka daginn eftir.

    Og ekki sést síðan.

  • Hannes og Gunnar: Ég sagði nú reyndar ekki orð um sekt eða sakleysi Geirs. Né heldur hef ég nokkra skoðun á því sem umrædd vitni sögðu.

    Ég hélt satt að segja að ég hefði skýrt það nokkuð vel hvað það var sem ég var ósáttur við. Sem sagt að umfjöllun RÚV hefur verið fyrir neðan allar hellur.

    Ég hefði vilja sjá góða greiningu fólks sem hefur innsýn í þetta ferli og bakgrunn þess, og getur sagt frá og bent á áhugaverðar hliðar þess. En fremur væri ágætt að fá fólk úr báðum „herbúðum“, þ.e.a.s. annars vegar einhvern sem telur að sakfella eigi Geir og hins vegar einhvern sem telur að eigi að sýkna hann. Rökvíst fólk með þekkingu báðum megin frá gæti varpað ljósi á þætti í málinu sem erfitt er fyrir okkur hin að átta okkur á.

  • Sæll Kalli. Ég var að tala um pistla Sigrúnar sem eru óteljandi.

  • Benedikt, ég skil. Hélt að þú værir að mæra Sigrúnu sem fréttamann. Hún er eflaust ágætur pistlahöfundur.

  • Sé ekki betur en að frú Jóhanna Vigdís hafi verið tekin út úr umræðunni og annar fréttamaður settur inn í hennar stað. Og annað það eru núna í Kastljósi alltaf tveir viðmælendur annar frá stöð2 og hinn frá Ruv. það er í sjálfu sér ágætt. En ég tek undir með þér að þetta eru svona sýndarréttarhöld, einsýnt að Geir verður sýknaður og elítan stendur öll saman um að halda því fram að allt hafi verið gert og allir gert þetta svo rosalega vel að manni flökrar við. Þetta er skrípaleikur frá A til Ö.

  • Sjáandinn

    Það er svo undarlegt að enginn innan stjórnkerfisins og allra stofnana þess ber ábyrgð á einu né neinu.
    Þá læðist hún að manni spurningin:
    Til hvers er þá verið að borga þessu hyski ofurlaun, ef ábyrgðin þess er engin?
    Til hvers yfirleitt er þetta hyski, allt með millu eða meira í laun og ríkis-verðtryggðan lífeyri, ef það getur bara sagt…öööö við gerðum okkar besta, en gerðum það með því að gera nákvæmlega ekkert, nema að ljúga að almenningi.

    Ríkið það er ekki þjóðin; ríkið er hyskið sem nýtir sér vald sitt til að hanga á lygaspuna sínum. Pereat!

  • Sjáandinn

    Allir hinir háttsettu eru fyrirlitlegar skækjur auðræðisins og mála sig í framan með plútó varalit.
    Er undarlegt að þjóðin treystir þessu hyski ekki lengur?

    NEI! Ekkert er skiljanlegra og fréttastofa RÚV ohf. er uppfull af vesalingum sem dansa tossadansinn … ber enga ábyrgð, bara dansar tossadansinn og þakkar fyrir að vera í launaáskrift og malar sem slíkt.

  • Jón Óskarsson

    Sagði ekki Þorvaldur Gylfason eitthvað á þá leið að Jóhanna Vigdís væri fjölmiðlafulltrúi ákærða?

  • Skjálftavaktin

    Sé RÚV ohf. verjandi Geirs, þá er það vegna hræðslubandalags og samtryggingar RÚV ohf., fyrir hönd Jóhönnu, Össurar, Ingibjargar Sólrúnar og Steingríms. Nýtt fólk er komið í útvarpsráð: Björg Eva Erlendsdóttir, smugusleikja Steingríms og svo Halldór Guðmundsson, Samfylkingar-snati.

  • Skjálftavaktin

    Jón Óskarsson, Þorvaldur sagði nú það merkast nýverið að „smávinir“ ríkisstjórnarinnar væru þar allir á mála og feldu sína smáglæpi, en hann boðaði „flugeldasýningu“ í anda Ghostbusters.

  • Skjálftavaktin

    En auðvitað vita allir að Jóhanna Vigdís er Hjaltadóttir, líkt og bróðir hennar er Hjaltason og er einn af Exista bossunum sem rændu og rupluðu öllu steini léttara og því er furðulegt að systirin flytji fréttir af ræningjunum.
    En, RÚV ohf. er spunaveita hinnar samtryggðu elítu.

  • NennusSiggi

    Já ég hætti að lesa þegar þú nefndir Helga Seljan sem góðan fjölmiðil. Í fyrsta lagi er hann ekki fjölmiðill heldur hluti af þeim fjölmiðli sem þú ert að gagnrýna og í öðru lagi er hann einn sá þverasti leiðinlegasti og þröngsýnasti fréttamaður sem ég hef nokkur tíma séð í sjónvarpi. Hann er virðist kannski vera góður fréttamaður í augum þeirra sem eru sammála honum í einu og öllu þar sem hann tekur engum sönsum þegar hann talar við fólk sem stendur gegn hans skoðunum. Datt nú einungis hingað inn þar sem ég sá að einhver hafði sett þetta á facebook, annars myndi ég aldrei leitast eftir góðum pistlum eða nokkru öðru á eyjunni.

  • Þetta er circus elítunar, passað að venjulegur íslendingur geti alls ekki fylgst með ! Fyrirspyrjendur og ,,dómarar“ eru allir skipaðir af elítunni úr ákveðni átt ! Áhorfendur eru bara vinir elíturnar á launum hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum ! ,,Fréttamennskan“ hjá RUV og 365 getur aldrei verið betri en fólkið sem er látið segja frá ! Trúir einhver Jóhönnu Vigdísi á RUV ???
    Trúir einhver Þorbirni Þórðarsyni á Stöð 2 ????

    Við þurfum erlenda aðila til að segja okkur satt og rétt frá !!!

    Já, hvers vegna er elítan með milljónir í laun þegar hún gerir ekkert ???

    Hvers vegna er ekki búið að loka háskolunum sem útskrifa bara glæpagengi ??? Okkur er sagt að lögreeglan sé að fylgjast sérstaklega með þessum glæpagengjum !!!!

  • Var að horfa á útsendingu frá RUV og þar er fulltrúi elítunar að segja okkur frá því að vitnin eru bara stödd í réttarsal eins og hver annar , áður en þau fara fyrir ,,dómstólinn“ !

    Hvaða glæparannsókn leyfir slíkt ?

    Getur Spaugstofan ekki fengið aðstöðu með elítunni og spurt viðstadda út úr ?
    Örugglega miklu gáfulegra en þessi skrautsýning elítunar !

  • Birna kúla & bankagengið
  • Birna kúla & bankagengið

    Þetta er dásamlegt líf hjá okkur.

  • Það eru ekki margir nú til dags sem eru tilbúnir að kvitta undir að RUV tali máli Sjálfstæðisflokksins. Reyndar eru eiginlega allir sammála um að RUV sé orðið að ríkisútvarpi allra vinstrimanna í landinu. Hinir nenna ekkert lengur að hlusta á Silfur Egils, Spegilinn eða hvað þessir fréttaskýringaþættir heita. Þeir eru allir á fullu að bakka upp óvinsælustu ríkisstjórn íslandssögunnar, og tekst það þó ekki einu sinni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur