Þriðjudagur 13.03.2012 - 20:52 - 44 ummæli

Hræðsluáróður um kynlíf unglinga

Í gær var þáttur í Íslandi í dag sem bar yfirskriftina „Kláminu að kenna?“

Þar sagði ung stúlka ófagra sögu af sambandi sem hún hafði verið lengi í. Einnig kom fram kennari í kynjafræði sem hélt fram ýmsum staðhæfingum um klám og samlíf unglinga. Kennarinn sagði meðal annars að þetta (sem stúlkan lýsti) væri algengara en við höldum, og að strákar væru gjarnan með ranghugmyndir um kynlíf sem stelpurnar gæfu eftir fyrir. Enn fremur að stelpur séu oft með laskaða sjálfsmynd, og fréttamaðurinn segir að þeim fari fjölgandi stelpunum sem lendi í þessari stöðu sem stúlkan lýsti. Engin gögn voru nefnd sem styddu nokkrar af þessum staðhæfingum („algengara en við höldum*, „fer fjölgandi“ eða hversu algengar „ranghugmyndir“ um kynlíf væru).

Í þættinum var sterklega gefið í skyn að klámhorf drengja leiddi af sér ofbeldisfulla hegðun gagnvart stúlkum. Ekki var bent á neitt sem styður þessa staðhæfingu, enda veit ég ekki til að nokkurn tíma hafi tekist að sýna fram á slík tengsl, ekkert frekar en tekist hefur að sýna fram á að það hafi skaðleg áhrif á unglinga að horfa á aragrúa mynda sem snúast fyrst og fremst um ofbeldi og manndráp, oft á upphafinn hátt. Kennarinn talaði líka um að munnmök og endaþarmsmök væru „ekki eðlileg á þeim aldri“ (meðal unglinga), án þess að útskýra af hverju, né heldur var útskýrt hvað væri eðlilegt kynlíf fyrir þennan aldurshóp. Gera má ráð fyrir að kennarinn telji þetta „óeðlilega kynlíf“ algengt því annars hefði hún varla talið þetta svo mikilvægt mál, en hér var ekki heldur bent á neitt sem styddi það.

Ekkert virðist liggja til grundvallar staðhæfingum kennarans annað en meint reynsla hennar (þótt við fengjum ekkert að vita um umfang þeirrar reynslu), og svo þessar venjulegu flökkusögur um munnmök og endaþarmsmök sem ungar stúlkur séu þvingaðar í. Fyrir utan auðvitað að þetta heimsósómastef um hegðun unglinga er a.m.k. þrjú þúsund ára gamalt, og hefur lítið breyst nema hvað varðar útfærslu sagnanna.

Þessi sami kennari var í löngu viðtali í þættinum Sirrý á sunnudagsmorgni þann 22. janúar, þar sem hún talaði meðal annars um tengsl á mili píkuraksturs og barnagirndar, án þess að nefna nokkur gögn eða rök máli sínu til stuðnings. (Því miður er vefur RÚV bilaður sem stendur, svo ég get ekki haft þetta orðrétt eftir, en hér er tengill á þáttinn, sem vonandi verður lagaður.)

Auk þess hversu vafasamt það hlýtur að teljast að úthrópa drenginn sem stúlkan ræddi um sem nauðgara í sjónvarpsþætti, var hér í stuttu máli um að ræða hræðsluáróður kennara sem ekki virðist geta stutt mál sitt nokkru sem hönd á festir. Það er sjálfsagt að taka hart á hvers konar kynferðisofbeldi (eins og öðru ofbeldi). Það er líka sjálfsagt að gera það sem hægt er til að styrkja unglinga í því viðhorfi að þeir eigi ekki að láta þvinga sig til að gera neitt sem þeim líkar ekki. Það er hins vegar ekki „fræðsla“ af ofangreindu tagi sem unglingar þurfa á að halda frá kennurum sínum. Kennarar ættu að halda slíkum krossferðum fyrir sjálfa sig.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (44)

  • Það væri áhugavert að vita hvort umræddur kennari telji munnmök og endaþarmsmök samkynhneigðra unglinga einnig vera óeðlileg „á þessum aldri.“ Og á hvaða aldri er það þá orðið „eðlilegt“? Er til einhver algildur mælikvarði á það hvenær einstaklingar hafa öðlast þroska til að stunda kynlíf, hvort sem það er í endaþarm eða ekki?

  • Meira níðið í garð karlmanna daginn út og inn, jafnvel þeirra sem eru kornungir.

    Abuse.

  • Andrea Ólafs.

    Ég skrifaði reyndar skýrslu árið 2006 minnir mig um viðhorf unglinga til kláms og þar í skýrslunni sem byggði að mestu leyti á viðtölunum við unglingana, þá fórum við Hjálmar Sigmarsson í gegnum heimildir um hvernig klám getur haft áhrif á ofbeldiskenndar hugsanir/langanir manna og viðhorf þeirra til kvenna. Ég finn hins vegar ekki skýrsluna hjá mér núna í tölvunni, en hún er til hjá RIKK, rannsóknarstofu HÍ í kvenna- og kynjafræðum.

  • Sigurður

    var þetta ekki stutt með reynslu stígamótakvenna, þ.e. fjölgunin. Annars trúi ég heldur ekki að slæmt klám stýri því hvað fólk gerir, fólk þar fyrirfram að vera illa gefið ef það nýtir sér e-ð vont úr klámheimnum, það fær kannski hugmyndir þaðan en það eru eflaust fleiri sem hafa séð slæmt klám og það hefur ekki haft slæm áhrif á það fólk.
    p.s. var drengurinn úthrópaður nauðgari, ekki sá ég það, stúlkan vildi ekki kalla hann það, veit ekki hvað er hægt að kalla þetta, brenglaða misnotkun með meðvirku samþykki?

  • „Það er sjálfsagt að taka hart á hvers konar kynferðisofbeldi (eins og öðru ofbeldi).“

    Gott og vel, Einar.
    En segðu mér eitt; heldur þú að stóraukið gengi unglinga að grófu klámi, sé til þess fallið að einhverjir drengir leggi ríkari áherslu á að eiga endaþarmsmök við kornungar stúlkur?

    Eða kemur það kannski ekki málinu við?
    Viltu tölfræði?

  • @bugur

    síðuhöfundur gaf hvergi í skyn að hann vissi hinn eina sannleika um hvernig kynlíf unglinga gangi fyrir sig, eða áhrif kláms þar að lútandi. Það gerði hinsvegar kennarinn í þessari frétt, án þess að styðja það rökum eða rannsóknum. Sönnunarbyrðin hvílir á þeirri fullyrðingu.

  • Engilbert

    Æ hvað hægt er að rembast við að setja lífið í Excel – Auðvitað er margt óeðlilegt í gangi og það var líka einu sinni! Og verður alltaf.

    Rót vandans er ekki unga fólkið, oftast strákarnir, miklu frekar það sem við leyfum og það sem við seljum eða látum yfir okkur ganga.

  • „Sönnunarbyrðin hvílir á þeirri fullyrðingu.“
    ..er það?

    Þegar ég var að verða kynþroska þá hafði ég aðgang að Tígulgosanum og álíka fræðum. Rétt eins og Einar.
    Nú eru aðrir tímar, og augljóst að gróft klám er aðgengilegt ungum drengjum sem feta sig á brautinni til „karlmennsku“.

    Viltu að Capacent útskýri þetta fyrir þér?

  • Sigurður: Stúlkan talar um að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi (sem skýrðist fyrir henni eftir að starfsfólk Stígamóta sagði henni hverjar væru afleiðingar slíks ofbeldis). Það er það sem ég átti við með að drengurinn sé kallaður nauðgari.

    baugur: Ég held ekki að „stóraukið gengi unglinga að grófu klámi, sé til þess fallið að einhverjir drengir leggi ríkari áherslu á að eiga endaþarmsmök við kornungar stúlkur?“ Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé, en ég fullyrði auðvitað ekkert um hið gagnstæða. Hins vegar var kennarinn umræddi með ýmis konar fullyrðingar um þessi mál, sem styðjast ekki við neitt.

    Alls konar staðhæfingum af þessu tagi hefur verið haldið fram, um hnignun ungdómsins, í mörg þúsund ár, þótt stefin breytist öðru hverju. Það hefur hins vegar ekki tekist að sýna fram á neitt í þessum dúr, ekkert frekar en að horf á ofbeldismyndir leiði til ofbeldishegðunar.

  • „Ég held ekki að „stóraukið gengi unglinga að grófu klámi, sé til þess fallið að einhverjir drengir leggi ríkari áherslu á að eiga endaþarmsmök við kornungar stúlkur?“ Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé, en ég fullyrði auðvitað ekkert um hið gagnstæða. “

    pft… er þetta svar þitt?

    Er þetta allt og sumt: „Ég fullyrði ekki neitt, en ég hafna ekki neinu“?

    Þú hljómar eins og hrunverji í siðferðilegum efnum…

  • Nei, bugur, það ert þú sem hljómar þannig.

    Því þú skilur ekki prinsip.

    Og flýtir þér að fara í fýlu þegar bent er á þau.

  • Þetta mörg þúsund ára tuð um hnignun ungdómsins er jafn ástæðulaust og það er leiðinlegt.

    En áður fyrr var þó talað niður til allra krakkanna.

    Nú hamast talibanar við að eitra hug annars kynsins í garð hins.

  • Þessi umfjöllun stenst enga skoðun.

    Segir sitt um hjáfræðin sem vaða uppi og þá ömurlegu fjölmiðlun sem hér þrífst.

  • Það stendur upp á foreldra og e.t.v. skólakerfið að einhverju leyti að fræða unglinga um kynlíf og tilfinningarflækjur sem því fylgir oft, og styrkja þá í að standa með sjálfum sér. Ég segi hið sama og einhver hér fyrir ofan: Hvers eiga samkynhneigðir unglingar að gjalda, að kynlíf sem þeir sækjast eftir sé útmálað sem sjúklegt ofbeldi? Aðalatriði hlýtur að vera að enginn taki þátt í athæfi sem hann kærir sig ekki um. En það er að sjálfsögðu ekki útilokað að tískubylgjur í kláminu breyti viðhorfum og væntingum unglinga, stráka og stelpna, um hvað „eðlilegt“ og „heilbrigt“ kynlíf er.

  • Þörf ábending hjá þér, Einar.

    Svona konur eins og þessi kynjafræðingur sem var í Íslandi í dag koma fyrir eins og ofstækisfullir fórnarlambafemínistar sem líta svo á að öll vandamál kvenna séu karlmönnum að kenna, og að allir karlmenn kúgi konur sér til ánægju.

    Ég tel að innst inni sé það markmið femínista að hafa alla karlmenn eins og þæga hunda í bandi sem þær halda í og stjórna.

  • Skandenavískt kynjafræðikjaftæði í bland við bandaríska spjallþáttaspeki.

  • Eru munnmök og endaþarmsmök óviðeigandi eða óeðlileg fyrir samkynhneigða unglinga?

    Það er einmitt spurning sem mér finnst að þeir sem halda þessari klámvæðingargrýlu á lofti, verði að svara.

  • Staðreyndin er sú að löndin í Skandinavíu eru miklu frjálslyndari og opnari en Ísland er kemur að kynferðis- og samlífsmálum.

    Hér á landi hafa ofstopafullir femínistar tekið þessi mál í gíslingu og skilgreint þau sem klám og kvenfyrirlitningu.

    Miklar nornarveiðar standa nú yfir hér á landi og alls staðar er reynt að finna og afhjúpa einhverja karlmenn sem eiga að hafa níðst kynferðislega á konum og hengja þá út öðrum karlmönnum til aðvörunar.

    Þetta gengur svo langt að nú vilja margir femínistar snúa sönnunarbyrði við í kynferðisbrotamálum og láta meintan geranda sanna sakleysi sitt.
    Geti hann það ekki einhverra hluta vegna, skal hann að sjálfsögðu dæmdur til þyngstu refsingar og gerður útlægur úr samfélaginu.

    Ofstæki leiðir aldrei neitt gott af sér og alhæfingar um að karlmenn vilji þetta og að þeir vilji hitt og séu yfirleitt demóníseraðir sem kynóð skrímsli eru oft á tíðum út í hött.

  • Virkilega kjánalegur pistill hjá þér.

    Álíka merkilegur og þegar verjendur tóbaks reyndu áratugum saman að halda því fram að tóbak væri skaðlaust.

    Skynsemin tekin úr sambandi og síðan bara bullað.

    Ég trúi ekki að Eyjan borgi fyrir svona aulaskrif.

  • Sveinn Ómar

    Ocram

    World Health Organization sýnir fram á að í hinum vestræna heimi hefur allt ofbeldi minnkað á sama tíma og klámvæðingin á að hafa átt sér stað (síðustu 30 ár)

    Það er með öðrum orðum öfug fylgni á milli aðgengi að klámi og tíðni ofbeldis.

    En kynjafræðingar sitja eflaust á betri upplýsingum ?

  • Sveinn Ómar

    Mikið hefur verið reynt af alls kyns hópum að sýna fram á að „lágmenning“ hvetji til ofbeldis – hvort sem um ræðir tölvuleikir, ofbeldisfullar kvikmyndir eða klám.

    Aldrei hefur tekist að sýna fram á slík orsakatengsl umfram skekkjumörk tilviljanna.

    Augljóst er að trú og pólitískur rétttrúnaður er margfallt alvarlegari og algengari sökudólgur þegar kemur að hvötum til ofbeldis eða nýðs (95% fanga eru trúaðir, og næstum allir með sterkar pólitískar skoðannir… og þá ekki sýst púrítanískar)

    Kynjafræði er um margt merkileg grein, en mér sýnist íslenskir femenistar (og sjálfsagt fleiri) vera að snúa þeirri grein upp í einhverskonar scientology

  • Sveinn Ómar.

    Ertu að segja mér að t.d. barnaníð sem kært er hafi farið minnkandi síðustu 30 árin?

    Hér var líka fjallað um ofbeldi innan sambanda. Erfitt að gera áreiðanlega staistík úr því eftir opinberum gögnum.

    Ótrúlegt hvað margir vilja verja klámið fram í rauðan dauðann. Sjaldnast af skynsemi en þess meira af þrasgirni.

  • Sveinn Ómar

    Ocram

    Ég er ekki að segja þér það, WHO er að því

    – allir glæpir – þar á meðal nauðganir (inní því eru allar tegundir nauðganna, líka barnanýð) hafa minnkað á heildina litið síðustu þrjátíu ár.

    Það koma að sjálfsögðu uppsveiflur og niðursveiflur, þannig að fréttamenn geta gert sér mat úr því t.d að eitthvað eitt ár hafi verið verst í einhvern tíma og svo framveigis – en trendið er án efa niður á við.

    Það er í raun skömm fyrir blaðamannastéttina í öllum hinum vestræna heimi að common sense segir fólki að þetta geti ekki verið, vegna þess að það sé alltaf að lesa um aukningu í blöðunum. Málið er að engin kaupir blað eða klikkar á link sem talar um minnkun ofbeldis – og slíkt er augljóst þegar sama fréttin (að ákv frægt fólk séu ofbeldismenn eða nauðgarar) er sögð á hverjum degi í heilt ár og fær tugi þúsunda klikka í hvert skipti sem hún er endursögð

    Steven Pinker skrifaði ágætis bók, þar sem hann tekur saman ýmsar staðreyndir frá helstu yfirlitsstofnunum heims – ef þig langar að skoða þetta betur

    http://en.wikipedia.org/wiki/The_Better_Angels_of_Our_Nature

  • Sveinn Ómar

    p.s Ocram

    Ég lýt ekki svo á að ég sé að verja „klám“ þó ég gagnrýni sýn kynjafræðinga á kynlíf unglinga

    Ég missti sveindóminn 14 ára (með munnmökum og alles) og lít bara á það sem heilbrygðan hlut (allavega í mínu, og kærustu minnar tilfelli).

    Eins manns kynlíf er annars kynjafræðings klám (ofbeldi)

  • Ég hef bara þín orð fyrir þessu Sveinn Ómar. Ef menn ætla að sækja visku eitthvað annað þá er nauðsynlegt að vísa til nákvæmra heimilda. Beinar tivitnanir eru náttúrulega bestar.

  • Sveinn Ómar

    Ocram

    Ég er náttúrulega ekki að fara að number crunch-a fyrir þig allar skýrslur síðustu 30 ára frá WHO hér og nú. Síða þeirra og skýrslur eru jafn aðgengilegar þér og mér.

    En þessi bók sem ég vísaði í er nokkuð ground-breaking hvað varðar að skoða og greina gögn um ofbeldi í heild sinni world wide

  • Torfi Stefán

    Áhugaverð umræða og um að gera að gagnrýna það sem fram kemur. Stígamót hafa verið að tala um fjölgun kynferðisbrota og aukin alvarleika þeirra. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur almennt talað um að ofbeldisglæpum (man ekki eftir að hann hafi skilgreint þá) hafi fækkað en þeir þó orðið mun alvarlegri. Undir þetta hefur lögreglan tekið, það er með alvarleikann.

    Fyrst að Sveinn Ómar er að vitna í WHO þá má einnig benda á þetta:
    “ Sexually violent men… may misread cues given out by
    women in social situations and may lack the
    inhibitions that act to suppress associations between
    sexual fantasies, generally encouraged
    by access to pornography, and overall are
    more hostile towards women than men who are not
    sexually violent.“ http://www.who.int/violence_injury_prevention/violence/global_campaign/en/chap6.pdf

    Þarna er einkum verið að benda á Bandaríska menningu. En það er talað um að áhrifavaldar eru margir og þessi sem ég vísa í er sá sálræni. En einnig er bent á lágt menntunarstig, misnotkun áfengis, sterk feðraveldismenning og nokkrir fleiri þættir.
    Í raun nær þessi rannsókn þó út um hvippinn og hvappinn í heiminum.

    Til að vinna gegn kynferðisbrotum, hvort sem er alvarlegum (nauðgunum) eða þar sem kynlífið var fengið fram af nánum aðila með kúgun og blekkingum, eða sem sagt ekki með beinu líkamlegu ofbeldi að þá bendir WHO á leiðir: Þar sem meðal annars er talað um, það sem ég myndi skilgreina sem kynjafræði, í skólum gender courses og gender training og draga úr ójafnrétti kynjanna. Einnig er bent á að styrkja lagarammann og microfinance-námskeið í skólum, ætli það megi ekki túlka það sem fjármálalæsi.
    http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs239/en/

    Athugið samt að þetta er gróft klippt út hjá mér og best að lesa skýrsluna til að sjá alla heildarmyndina. Því málefnið er flókið og verður að varast að umræðan detti í það að feministar vilji hafa karlmenn í hundaólum eða annað slíkt.

  • Klám er ekki ein skepna.

    Það er til t.a.m. viðurstyggilegt klám á netinu.

    Óharðnaðir unglingar hafa nú aðgang að netinu. Það höfðu þeir ekki í Mesópótamíu.

    Vísindalegar tölfræðilega marktækar kannanir geta ekki sagt okkur nokkurn skapaðan hlut um áhrif þess á krakka nú á dögum.

    Sú krafa, líkt og Einar heldur fram, að vísindi séu einhver endanlegur úrskurðaraðili um áhrif þessa aukna aðgangs krakka að grófu klámi, er einskis virði.

    Mögulega munu næstu áratugir færa okkur sanninn, þegar trámatíseraðar konur fara til Stígamóta, eða álíka samtaka, til að greina frá reynslu sinni.

  • Unglingar í Mesópótamíu höfðu myndletrið.

    Klámvæðingin náði áður óþekktum öfgum.

    Þá var nú steinöldin betri.

    Og Venus frá Willendorf.

  • Sveinn Ómar. Þú ert s.s. að sítera í einhverja skýrslu eftir minni og þá einhverjar glefsur úr fjölmiðlum.

    Trúðslegt.

  • Ef að líkum lætur, þá er Marylin karlmaður.

    „Unglingar í Mesópótamíu höfðu myndletrið.“

    Og heldur því væntanlega fram að Cromagnon- maðurinn hafi verið á sama siðferðistigi og þeir sem skópu Venus frá Willendorf.

  • Sveinn Ómar

    Ocram

    Það þarf nú ekki mikið minni til að muna bottom line niðurstöðu heillar bókar

    Og ég veit ekki hvar þú sérð mig vera að „sítera“ glefsur úr fjölmiðlum (sem kaldhæðnislega er einmitt uppistaða þeirrar röksemdar að heimur versnandi fari útaf klámi)

    En það sést langar leiðir að þú ert true beliver og ég gæti alveg eins eytt orku minni í að sannfæra Tom Cruise um að Scientology sé bull

  • Ef að líkum lætur er Marilyn Manson karlmaður.

    Annars er það ekki gott að segja.

    En ætli þeir sem ,,skópu“ (afsakið tilgerðina) Venus frá Willendorf hafi rennt grun í að seinna yrði klámmyndasmíðin þeirra kölluð list?

    Margar myndir Picassos eru svo æsilegt klám að jafnvel hann þorði ekki annað en fela þær.

    Skyldi hann hafa grunað að þær yrðu hafnar upp til skýjanna þegar þær fyndust?

  • „Ocram

    Ég er ekki að segja þér það, WHO er að því

    – allir glæpir – þar á meðal nauðganir (inní því eru allar tegundir nauðganna, líka barnanýð) hafa minnkað á heildina litið síðustu þrjátíu ár“.

    Á þetta s.s. að hafa verið bottom line allra skýrslna WHO síðustu 30 árin?

    Álíka líklegt og Scientology sýnist mér.

  • Meðal annarra orða, mikið er annars hlægilegt þegar piparmeyjar (ef að líkum lætur þá er bugur piparmær) fara að rugla teprunni í sér saman við siðferði.

  • Sveinn Ómar

    Ocram

    Ég sagði „heillar bókar“

    Þú gerir ekkert annað en að snúa útúr (scientology style) af því að þú hefur ekki áhuga á málefninu (ofbeldi) heldur villt bara fá útrás fyrir þinn rageaholism-a , og sjálfumgleði ; Eins og flestir sem tileinka sér púrítanisma.

    Þá er ekki þar með sagt að ofbeldi og nauðganir séu ekki alvarlegt mál og ekkert eigi að gera í þeim – en samsæriskenning kynjafræðinga um tengsl kláms og ofbeldis, og að klám sé fundamentally að breyta samfélaginu – er eins og flestar samsæriskenningar; uppskafningur með smá glimmer af sannleika hér og þar

  • Okei. Ég ruglaðist aðeins. Fannst eins og WHO væri þín aðalheimild en þú færðir þig yfir í einhverja eflaust ágæta bók sem þú hefur að minnsta kostið lesið kápuna á.

    „ú gerir ekkert annað en að snúa útúr (scientology style) af því að þú hefur ekki áhuga á málefninu (ofbeldi) heldur villt bara fá útrás fyrir þinn rageaholism-a , og sjálfumgleði ; Eins og flestir sem tileinka sér púrítanisma.“

    Vá. Ef þú lest texta og túlkar svona yfirleitt með þessum hætti þá er ekki von á góðu.

  • Fyrst þegar klámblaði var otað að okkur stelpunum í grunnskóla fyrir um 30 árum, fannst mér ekkert fallegt við þetta og finnst ekki enn.
    Það er alltaf einhver undirokun í svip kvenna í þessum blöðum sem fer í taugarnar á mér þá sjaldan sem þetta verður á vegi mínum.
    Annars er alveg magnað hvað þetta getur poppað upp í ruslpósti og út um allt. Hef heyrt í krökkum nú til dags að þau eigi erfitt með að forðast þetta, þrátt fyrir að þau hafi ekki áhuga. Ég er ekki að tala um ljósbláar senur í bíómyndum á rúv! Annars er ég ekki sammála um hnignun ungdómsins. Ungir krakkar núna eru að mörgu leyti heilbrigðari en þau voru í gamla daga. Þau tjá sig frjálslegra en áður og eru almennt skemmtilegri.
    En klámið sem bylur á þeim er ekki til að fræða það verðum við að horfast í augu við.
    Ég man að mér fannst þetta klám sem var klínt framan í okkur varð þess valdandi að í mörg ár á eftir var ég að hugsa um að ganga í klaustur svo niðurlægjandi fannst mér þetta fyrir kvenþjóðina.

  • Baldur Heiðar Sigurðsson

    Ég nenni nú ekki að lesa öll þessi komment, þannig að þessi punktur gæti nú alveg hafa komið fram, Einar hefur minnst á helminginn af honum. Ég vil bæta við að mér sýnist að ef maður kannast við stúlkuna t.d. úr skólanum eða eitthvað, þá er sennilega ekki mjög erfitt að bera kennsl á hana í þessu innslagi. Röddin virtist lítið sem ekkert brengluð og myndin ekkert rosalega blörruð heldur. Maður sá t.d. hárgreiðsluna og höfuðlag nokkuð vel og heyrði nokkurnveginn nákvæmlega hvernig röddin var. Hafi þó einhver verið í vafa, þá ætti sá vafi að hafa horfið þegar rætt var við móðurina sem var álíka auðkennanleg. Ég fæ ekki betur séð, en að þetta innslag sé næsti bær við umfjöllun um kynferðisofbeldi nanfngreinds manns. Í ljósi þess að hvorki meintur gerandi né meintur þolandi virðist hafa vitað það á meðan á því stóð, finnst mér það vægast sagt vafasöm blaðamennska.

    Svo var stelpan spurð hvort hún ætlaði að tala við hann og segja honum frá sinni upplifun. Hún sagði nei, ekki í bili. Ég held að hún þurfi þess ekki, hann er sennilega búinn að komast að því, og allir vinir hans líka. Bömmer fyrir hann ef stígamótakonur hafa hrapað að ályktunum.

  • Svo þetta var Marylin Manson!
    Svo flókinn, samsettur úr Charles Manson og Monroe.

    Og segir fyrstur:

    „Meira níðið í garð karlmanna daginn út og inn, jafnvel þeirra sem eru kornungir. “

    Tepruskapur minn kemur þessu máli ekki við. Það eru til staðar margvíslegar frásagnir um hvernig aukið aðgengi ungra drengja að mjög grófu klámi (já, kallinn/kellingin mín, þá er ég ekki að tala um Picasso), hefur mögulega áhrif á hvernig strákar nálgast stelpur. Ekki mikið flóknara en það…
    En þið Einar viljið fá vísindalegar rannsóknir, tölfræðilega marktækar, ekki satt?

    Jæja, þið fáið þær ekki. Þær eru ekki til. Það er of skammt um liðið.

    Þannig að þú Marylin mín, skalt bara bæta á þig hvíta faðranum og mála varirnar á þér blóðrauðar.

  • Ef stelpan í þessum þætti var ekki þvinguð út í þetta, þá er þetta ekki ‘kynferðisofbeldi’.
    Það er engin spurning að klám vekur áhuga á því að prófa ýmislegt sem kemur fram í því. Það er allt annað en að nauðga fólki.

    María – Konur í klámi eru einstaklingar. Þær koma ‘kvenþjóðinni’ ekki við.

    Ég tók eftir því í þáttinum að það var ýtt undir þá hefðbundnu hugmynd að klám geti ekki höfðað til kvenfólks. Það er ekki rétt. En það er mismunur á því hvað höfðar til einstaklinga.

  • Hmm.

    Circa 25.000 ár síðan steinaldarmenn ,,skópu“ Venus frá Willendorf og aðrar klámmyndir henni líkar.

    En ekki er nógu langt um liðið til þess að rannsóknir séu marktækar.

    Skerum samt upp herör gegn kláminu áður en það nær að spilla unga fólkinu.

    Vindum að því bráðan bug.

    Teprur allra landa sameinist.

  • @Enginn:

    ,,Ég tók eftir því í þættinum að það var ýtt undir þá hefðbundnu hugmynd að klám geti ekki höfðað til kvenfólks. Það er ekki rétt. En það er mismunur á því hvað höfðar til einstaklinga.“

    Vel mælt, Nemo.

    Í sápuóperum og ástarsögu-seríum er klæmst á hverri tilfinningu sem bærist í mannlegu brjósti.

    Þetta klám höfðar til kvenna og þær eru stórneytendur.

    Allt í lagi með það.

  • Ég vil taka það fram að ég veit ekki hvort að þessi stelpa varð fyrir kynferðislegu ofbeldi. En það er óljóst miðað við hvað ég hef lesið á þessari síðu (sá líka byrjun þáttarins). Það er eins gott að það sé ekki verið að tala um ‘kynferðislegt ofbeldi’ ef það er ekki um slíkt að ræða.

    Marilyn – ‘Alvöru’ klám getur höfðað til kvenna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur