Nýlega gaf Reykjavíkurborg út bækling með titlinum „Klámvæðing er kynferðisleg áreitni“. (Reyndar stóð „ofbeldi“ í stað „áreitni“ á tenglinum þegar bæklingurinn var fyrst settur á netið, og þannig er tengillinn enn í dag neðst á þessari síðu.) Sú „rannsókn“ sem bæklingurinn grundvallast á leiðir alls ekki ljós að klám og kynferðisleg áreitni séu algeng á vinnustöðum borgarinnar, en höfundurinn veifar þrátt fyrir það ákaft stimpli klámvæðingar- og kynferðisáreitni, þótt einu „gögn“ hans séu viðtöl við fimm handvalda starfsmenn.
Höfundur bæklingsins er Thomas Brorsen Smidt, (fyrrverandi?) ráðskona í Femínistafélaginu, en í ritnefnd sátu tveir kynjafræðingar úr Háskóla Íslands ásamt starfsmanni á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, sem er útgefandi. Á ofangreindri vefsíðu er m.a. sagt:
Bæklingurinn varpar ljósi á það hvernig konur upplifa klám á vinnustöðum og umræðu um útlit sitt í stað frammistöðu.
Í bæklingnum er sýnt hvernig umræða um útlit ásamt niðurlægjandi myndbirtingum er beitt til þess að grafa undan trúverðugleika kvenna og styrk.
Bæklingurinn er byggður á „rannsókn“ sem höfundur hans gerði síðasta sumar, og sem hann fjallar um í þessari grein. Skemmst er frá því að segja að hér er tæplega um rannsókn að ræða, heldur túlkanir höfundar á viðtölum við fimm handvalda starfsmenn borgarinnar, en hjá borginni skilst mér að starfi um tíu þúsund manns, þar af fjögur þúsund í fullu starfi. Þetta er rétt að hafa í huga, þótt í bæklingnum séu nefnd örfá dæmi um ósæmilega hegðun (sem við heyrum þó aðeins aðra hliðina á). Þegar ég spurði þann starfsmann Mannréttindaskrifstofunnar sem sat í ritnefnd bæklingsins um hvað vitað væri um algengi kláms á vinnustöðum borgarinnar fékk ég þetta svar:
Eftir að bæklingurinn kom út hafa fjölmargar konur starfandi hjá Reykjavíkurborg rætt atvik sem þær hafa orðið fyrir og tengjast klámvæddri orðræðu. Vonandi svarar það spurningu þinni um algengi.
Sumar af þeim túlkunum sem gerðar eru í umræddum bæklingi eru greinilegar rangfærslur, og aðrar snúast upp í langar „fræðilegar“ útskýringar á því sem viðmælendurnir hafi orðið fyrir. Á bls. 7 er til dæmis viðtal við konu sem talar um yfirmann sem greinilega ætti að fá tiltal fyrir ósæmilega framkomu (ef við gefum okkur að rétt sé frá sagt; við fáum hér bara aðra hliðina á málinu). Höfundur heldur svo fram í næstu setningu að þessi yfirmaður komist upp með „kynferðislega mismunun“ (sexually discriminatory), þótt viðmælandinn hafi ekki sagt orð um það varðandi yfirmanninn í viðtalinu.
Karlkyns viðmælandi segir frá því á bls. 6 að hann passi sig að segja ekki hluti sem hann telur að gætu sært (offended) tiltekna konu, af því að hann beri svo gríðarlega virðingu fyrir henni sem samstarfsmanni og fagmanneskju, en að hann tali stundum um slíkt við karlkyns vinnufélaga sína. Í þessu viðtali er ekki minnst einu orði á klám eða neitt kynferðislegt, bara talað um grófa brandara (offensive jokes). Samt leggur höfundur svo út af þessu að með því sé verið að kynjaaðgreina vinnustaðinn, og að slikt geti haft hrikalegar afleiðingar. Ekki er samt vikið orði að því hvort kvenkyns starfsmenn á „trúnó“ gætu skapað slíka hættu.
Þegar höfundur ræðir við kvenkyns starfsmann slökkviliðsins og segir henni að hann sé að rannsaka klámvæðingu á vinnustöðum borgarinnar (bls. 16) sækir hún strax dagatal með myndum af hálfberum slökkviliðskörlum. Næstu fjórar blaðsíðurnar fara í að útskýra af hverju þetta sé allt annað en nektarmyndir af konum, af því að karlmenn séu alltaf sýndir sem sterkir og drottnandi, en konur sem undirsettar.
Bæklingurinn er fullur af staðhæfingum um að klámtal „geti“ haft alvarlegar afleiðingar, en í næstu setningu er svo fullyrt að afleiðingarnar séu slæmar. Hann er líka fullur af tali um vinnuumhverfi sem sé „gegnsýrt af klámfenginni orðræðu“ (permeated by pornographic discourse), og gefið í skyn að svo sé um vinnustaði borgarinnar.
Þótt bæklingurinn hafi verið kynntur m.a. þannig að í honum sé sýnt hvernig „niðurlægjandi myndbirtingum er beitt til þess að grafa undan trúverðugleika kvenna og styrk“ eru þó einungis tvö dæmi um slíkar myndbirtingar, bæði úr Háskóla Íslands. Fyrra dæmið er af auglýsingu, með nektarmynd, um líkamsrækt, sem óþekktur aðili hefur hengt upp í skólanum. Hitt dæmið eru tvær auglýsingar, frá nemendafélagi, um sloppasölu, þar sem karl og kona eru sýnd, konan á ansi kynferðislegan hátt. Út frá þessum þrem dæmum (þar sem ómögulegt er að vita hvernig það fyrsta tengist nokkrum starfsmanni eða nemanda skólans) er síðan gerð ítarleg „greining“ á þeim hugsunarhætti sem liggi að baki slíkum myndum, án þess að séð verði að þetta komi nokkuð við vinnustaðamenningu Reykjavíkurborgar (né heldur segir þetta mikið um ástandið meðal þeirra fimmtán þúsund nemenda og starfsmanna sem HÍ hýsir).
Það er sem sagt ekki sagt frá einni einustu mynd af klámi sem höfundur hafi séð á vinnustöðum Reykjavíkurborgar, en einu sinni segir viðmælandi frá því að hún hafi komið inn á skrifstofu þar sem var nakin kona á tölvuskjá og dagatöl með nöktum konum á veggnum.
Þrátt fyrir að í þessari grein séu ekki lögð fram nein gögn eða rök sem sýni að klám og klámvæðing sé algengt fyrirbæri hjá borginni leyfir höfundur sér að draga þá ályktun í lokin (bls. 31) að hann hafi sýnt fram á að „rætur feðraveldisins hafi enn sterk tök og haldi áfram að næra klámvæðingu menningarinnar sem vex upp úr því“ (the roots of patriarchy still have a very firm hold and continue to nurture the pornification of the culture that grows above it.)
Eins og fyrr sagði er það Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar sem gaf út umræddan klámvæðingarbækling. Á henni starfa fimm manns. Sé útgáfuefni skrifstofunnar einhver vísbending um áherslurnar í starfi hennar kemur í ljós sérkennileg afstaða. Nánast allt útgáfuefni síðasta árið fjallar um klám eða „jafnréttis“mál, en í síðarnefnda flokknum er t.d. samsafn af tölum um kynjaskiptingu, þ.á.m. í styrkjaveitingum til rithöfunda og myndlistarmanna á Íslandi, án þess nokkuð sé fjallað um kynjahlutföll þeirra sem virkir eru í slíku starfi, eða styrkjahlutföll miðað við fjölda umsókna. Ekki er að sjá af þessu að önnur mannréttindamál fái mikla umfjöllun.
Engar tölur virðast sem sagt vera til um algengi kláms eða kynferðislegrar áreitni hjá borginni, samkvæmt þeim starfsmanni Mannréttindaskrifstofu sem sat í ritnefnd bæklingsins. Á Landspítalanum var hins vegar nýlega gerð starfsmannakönnun. Ég veit ekki hvernig staðið var að henni (nema hvað hér er sagt að 70% starfsmanna hafi tekið þátt), og get því ekki metið áreiðanleika hennar, en það vekur athygli að sjö prósent starfsmanna segjast hafa orðið fyrir einelti, en einungis eitt prósent segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni yfir- eða samstarfsmanna. Sláandi er að engin slík könnun skuli hafa verið gerð hjá borginni, þrátt fyrir fullyrðingar í bæklingnum um alvarleika þeirra mála.
Eins og sagt var frá hér að ofan verður ekki séð að staðhæfingarnar um að vinnustaðamenningin í Reykjavíkurborg sé gegnsýrð af klámvæðingu eigi við nein rök eða gögn að styðjast; bæklingurinn byggist eingöngu á túlkunum höfundar á viðtölum við örfáa handvalda starfsmenn, túlkunum sem sums staðar eru hreinar rangfærslur, auk þess sem höfundur gengur augljóslega til leiks með fyrirfram gefnar skoðanir á eðli og afleiðingum þess sem hann kallar klám, og treður með valdi lýsingum viðmælenda inn í þær kenningar.
Það virðist sem sagt engin ástæða til að ætla að starfsmenn borgarinnar séu með hausinn fullan af ljótum klámhugsunum. Getur verið að það sé fyrst og fremst starfslið Mannréttindaskrifstofunnar sem er með klám á heilanum?
Kærar þakkir.
Þetta fólk er greinilega illa haldið af „obsessive pornographic disorder“.
Sýnir vel hvernig fasísk hugsun er á uppleið í samfélaginu.
Þungur er sá kross að vera kvenkyns.
Svo afskaplega ,,niðurlægjandi“ að eiga það á hættu að vera litin girndarauga á vinnustað eða annarsstaðar.
Meðal annarra orða:
Kaus einhver þetta fólk til þess að klæmast á sínu eigin blæti í vinnutímanum?
Mér sýnist að þetta sé sláandi dæmi um fúsk. Það mun vera nokkuð algengt í stjórnsýslunni.
Svar: Já, alveg örugglega. Og sérstaklega vegna þess að það eru einmitt „ráðskonur“ í femínistafjelaginu og kynjafræðingar sem eru valdir í þetta, en það er alveg magnað hvað hægt er að hugsa og pæla yfir sig í þessum fræðum.
Einnig má nefna nýlega frétt um femínista sem hneykslaðist á því að aðeins 5% hjúkka hafi upplifað kynferðislega áreitni, það væri ekki hennar reynsla. Nefndi hún dæmi um brandara sem einhver læknir á að hafa sagt við sjúkling að hann ætti nú ekkert að vera að láta þær hlusta sig heldur nudda sig. Ef svona karlrembuhúmor, þó að hann eigi stundum alls ekki við, er grafalvarleg kynferðisleg áreitni þá er nú fokið í flest skjól. Gæti verið að téðir femínistar hafi ekkert mótlætisþol gagnvart minnstu karlrembubröndurum (ég segi sennilega nokkra á viku og það er í raun lítið bakvið þá annað en að gera grín að staðalmyndum kynjanna en ekki bókstaflegar staðhæfingar sem á að taka sem árás á kynhlutverk)
p.s. hvar heldurðu annars að mannréttindaskrifstofan sé staðsett, nú túngötu 14, kvennaheimilinu hallveigarstöðum, þar sem er líka kvenréttindafélag íslands, bandalag kvenna í reykjavík, kvenfélagasamband íslands, kvennaráðgjöfin, o.fl , það er stutt að ná í femínistana, reyndar er bara spurning hvort þetta sé bara útibú frá kvenréttindafélagi íslands? Ég held svei mér þá að ég sé að verða sammála pétri gunnlaugs um „jafnréttisiðnaðinn“ (opinber stefna yfirvalda um að skaffa kynjafræðingum djobb… því enginn veit hvað kynjafræðingar myndu starfa annars við í samræmi við menntun sína)
Takk fyrir þetta, Einar!
Það verður að fara að taka á þessari þvælu og einhver þingmaður ætti að láta málið til sín taka til dæmis með fyrirspurn til Jóku um hversu mikið þessi jafnréttisiðnaður, sem virðist byggjast á tómri steypu, kostar skattgreiðendur? Er yfirleitt hægt að meta það?
Góður pistill og umhugsunarvert efni.
Lúxus að sitja og fást við kreddukennd, vitagagnslaus áhugamál sín á kostnað útsvarsgreiðenda. Það myndi skila u.þ.b. jafnmiklu að hafa nokkra á launum við að spila Eve-Online.
Kosturinn við hjávísindi er að maður þarf ekki að standa í því að setja saman rannsókn sem prófar tilgátu.
Tilgátan er fyrirfram sönn. Mjög vinnusparandi.
Rannsóknavinna snýst um að finna dæmi um hversu sönn hún er.
Þessi vinnuaðferð er vel þekkt sem sálfræðilegt fyrirbrigði.
Kallast confirmation bias.
Og er ekki vísindaleg.
Mér finnst allt í læ að þetta lið sé að bauka við þessi hjávísindi sín á eigin kostnað. Þá mætti hlæja að þessu. En, staðreyndin er hins vegar sú að skuldastaða ríkis og sveitarfélaga er þannig að við stöndum ekki undir velferðarkerfinu. Erum að sligast. Samanlagðar skuldir og ábyrgðir hins opinbera eru rúmar 10 milljónir á hvern Íslending. Svo eru menn að bauka við flatan niðurskurð, skorið niður hjá hjúkkum, löggum og kennurum út í það óendanlega en það má ekki svo mikið sem nefna það að skera þessa vitleysu, þetta mjólkurspik, frá! Óttinn við ofstækið í þessu liði, sem hefur flögrað upp alla kanala hins opinbera undanfarin ár enda engin eftirspurn eftir þessu á frjálsum vinnumarkaði, er átakanlegur.
Ef ég þyrfti að velja að giftast, eða bara umgangast annað hvort svona stelpu sem er alltaf að pæla í hvað Beyonce er „photoshopuð til helvítis“ og hvað nýji hárliturinn á Meg Ryan sé mikið tískuslys og etc – eða að giftast (umgangast) femenista…. þá held ég að ég myndi neyðast til að velja femenistann
En með svona valkosti; (þ.e. petty drepleiðindi vs petty drepleiðindi) – þá myndi ég líklega skjóta mig í hausinn áður en ég þyrfti að velja
Vel mælt Jakob Bjarnar!
Rétt val, Ólafur Ágúst.
Það er von til þess að þú getir fengið feministann sem þú giftist til þess að tala um eitthvað annað en feminisma einhverntíma.
Hin er vonlaus.
Takk fyrir þetta Einar.
Það er eitt grundvallaratriði sem ég áttaði mig ekki á fyrr en við lestur greinar þinnar — sökum þess að ég vissi ekki af grein Thomasar, þeirri sem bæklingurinn byggir á. Hvað sem fólki finnst um niðurstöður hans í greininni þá er það í það minnst skýrt tekið fram að einungis fimm viðtöl hafi átt sér stað og greinin byggi á þeim:
„It was through various departments at the City of Reykjavík that I was fortunate enough to find five research participants, who were willing to share their experiences with me.“
Þannig getur sá sem les tekið frekar skýra afstöðu til niðurstaðna Thomasar — út frá þessari staðreynd sem og þeim fræðigreinum og -bókum sem hann vísar í.
Þetta kemur hins vegar hvergi fram í bæklingnum sem þó er líkast til lesinn af mun stærri og fjölbreytnari hópi heldur en greinin. Sá sem les bæklinginn og lætur sér ekki detta í hug eða lætur ekki verða úr því að rannsaka hver bakgrunnur hans er, hefur því enga hugmynd um á hvaða grunni hann er unninn. Viðtalsbútarnir og auglýsingarnar úr Háskólanum gætu því allt eins verið bara örfá af mýmörgum dæmum sem höfundur hefur undir höndum og styrkir sannfæringu hans — sem augljóslega er svo ekki raunin.
Svona upp á forvitnissakir — Hvað telur þú, Einar, að Thomas hefði þurft að hafa marga vitnisburði undir höndum til þess að geta rökstutt þá sannfæringu sína að þessi klámvæðing gegnsýri vinnuumhverfi Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands? Hvað er almennt álitið marktækt úrtak?
Nú gerðu til dæmis The Guardian og London School of Economics úttekt á óeirðunum og gripdeildunum sem áttu sér stað í London og víðar á Englandi í ágúst sl. og talið er að um það bil 15 þúsund manns hafi tekið þátt í. Rannsókn Guardian og LSE byggir á viðtölum við tæplega 300 þátttakendur og samkvæmt henni liggja rætur uppþotanna annars vegar í djúpri andúð á lögreglunni, sem til er komin vegna rótgróinna ofsókna lögreglunnar á hendur ungmennum af lægri stéttum og innflytjendaættum — hins vegar í algjöru vonleysi og skorti á tækifærum.
Er þessi fjöldi viðmælenda marktækur samkvæmt viðurkenndum stöðlum?
Þótt spurningu Snorra Páls sé beint til Einars, og þótt ég geti ekki svarað því hversu stórt úrtak þarf að vera til að teljast marktækt, langar mig að leggja orð í belg.
Munurinn á þessari klámvæðingarrannsókn og uppþotarannsókninni er sá að það er ekkert umdeilt að uppþot og gripdeildir áttu sér stað í London síðasta sumar. Það er hinsvegar skoðun fárra en ekki óumdeild staðreynd að vinnustaðir Reykjavíkurborgar séu gegnsýrðir af klámi.
Eigindlegar rannsóknir eru oft áhugaverðar því þær geta dregið fram sjónarhorn sem ekki koma fram í megindlegum rannsóknum og vakið spurningar sem er þá jafnvel hægt að leita svara við með megindlegum rannsóknum. Eigindlegar rannsóknir sýna hins vegar ekki fram á tíðni og tilgangur þeirra (ef þær eru almennilega unnar) á ekki að vera sá að fullyrða eitthvað um hið almenna út frá þeim.
Til þess að komast að því hvort vinnustaðir Reykjavíkurborgar séu gegnsýrðir af klámi, þyrfti að leggja spurningakönnun fyrir stórt úrtak sem er þannig samsett að það endurspegli þýðið sem best. Þannig ætti t.d. hlutfall kynja og aldurshópa sem taka þátt í rannsókninni að vera í samræmi við hlutföll innan heildarhópsins. Ef niðurstaðan yrði t.d. sú að 35% kvenna undir þrítugu segðust verða fyrir óþægindum í vinnunni vegna kláms en aðeins 0,2% karla yfir fimmtugu, þá væri mjög áhugavert að taka viðtöl til þess að varpa ljósi á það hvernig klámið kemur fram og hversvegna það angar ungar konur meira en gamla karlmenn.
Svör 300 Breta um upplifun sína af atburðum sem koma heim og saman við raunveruleika okkar flestra, segja okkur eitthvað um þau viðhorf sem voru undirrót og afleiðing raunverulegra atburða. Flestir myndu þó telja að svör 300 Breta um upplifun sína af geimverum segðu meira um Breta sem trúa á geimverur en um geimverur. Á sama hátt segir klámrannsóknin meira um fólk sem er upptekið af klámi en klám á vinnustöðum borgarinnar. Sem getur út af fyrir sig verið áhugavert en bæklingurinn ætti þá að vera kynntur sem rannsókn á fólki sem er með klám á heilanum, en sem rannsókn á klámi á vinnustöðum.
Þessu hefði reyndar ekkert átt að vera einungis beint til Einars. Takk fyrir þín í-belg-lögðu orð Eva.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort aðstandendur bæklingsins munu bregðast við með einhverjum hætti.
…en EKKI sem rannsókn á klámi, ætlaði ég að segja. Og rannsóknirnar sem Guardian og London School of Economics gerðu, voru reyndar unnar með blandaðri aðferð og segja því töluvert meira en bara viðtöl.
Nú sé ég reyndar að Thomas hefur brugðist við þessu — hann telur Einar kannast við eigindlegar rannsóknaraðferðir.
Þetta átti auðvitað að vera að hann telur hann telur Einar ekki kannast við eigindlegar rannsóknaraðferðir.
Takk fyrir að taka slaginn! Þú ert heiðursmaður góður og sannur baráttujaxl.
Margir hlæja bara að þessum femínestum, sérstaklega þessum drengstaulum sem hanga í pilsufald mussukellinganna, en þú sérð það sem ég er búinn vera að segja í mörg ár síðan ég flutti frá skerinu. Eftir að var búið berja kommónestanna í spað þá eru það þessir femínestar sem eru að eyðileggja kraftinn í íslenskri þjóð. Þær eru búnar eyðileggja alvöru kallmennsku í hinum norrænu löndunum og þessar fornu háþjóðir afreksmenningar og víkingadugnaðar liggja nú flatar fyrir sandsvertingjaógninni sem þrátt fyrir að vera afætur á samfélaginu kunna að taka á konunum almennilega.
Þú ert ekki einn um að hugsa þetta, Einar! Þær eru búnar að koma í veg fyrir að alvöru kallmenn fá taka konur og gera strákanna að einhverjum mjólkursepum! Þessir ungu strákar eru farnir að raka af sér punginn og halda að kellingarnar vilja einhverja veiklynda kjaftatíkur! Haha en við vitum hvernig þær eru Einar, við sem kippt í þær nokkrar gegnum tíðina.
Svo þetta heilvítis mansal þetta og mansal hitt. Þú hefur átt heima annarsstaðar Einar og veist að þetta stelpur sem væru bara í dópinu eða einhversstaðar á hrísgrjónaakrinum að deyja í sólinni ef þær fengu ekki þennan sjéns að búa til smá pening og skemmta sér ámeðan þær geta verið smá glanspíur.
Það sem þú þarft gera er að stofna flokk sem kann að taka á þessu ástandi. Þær eru alveg snælduvitlausar og stressaðar þegar það er enginn með viti sem segir þeim til syndanna. Hvað er eiginlega með kalla á skerinu í dag, sjá þeir ekki hvað þær eru að drepast úr leiðindum þegar það er enginn sem er alvöru karlmaður. Það vilja engar konur menn sem eru sammála, þær vilja menn sem taka völdin í sínar hendur!
Þú og nokkrir aðrir góðir í flokk og ég mun bókað kjósa þig, þar sem drenglyndi og skynsemi ráða för, stofna flokk þar sem bjartsýn þjóðernishyggja, norræn afreksmannastjórn (ekki þetta heilvítis vinstrivæl um velferð), og ábyrg skattastefna ráða för (skattastefna sem hvetur afreksmenn en ekki aumingja, eins og lækka skatta á alvöru vísendamenn sem kunna búa til pening (tölvumenn, stærðfræði, eðlisfræði þar sem fólk fær ekki einkunn með því að væla heldur þurfa að STANDA Í LAPPIRNAR!), og lækka skatta á framtakssama menn eins og þeir sem standa í sínum fyrstu sporum að taka meirapróf og lækka skatta á bensín! Það eru rannsóknir sem sýna að hærri bensínverð kemur niður á störfum sem búa til alvöru pening og þá verða fleiri karlmenn atvinnulausir og peningarnar koma bara með júdasarlánum frá útlöndum til að styrkja vælubílinn í þessum kenjafræðum og kommonestabullurum og Evrópubandalagalandráðsmönnum og moslímasleikjum.
Ef við stöndum ekki vaktina Einar! á móti þessum femenístum þá verður enginn alvoru kallmaður í þessu landi eftir 10 ár!!! Bara einhverjir kjaftafagstössusleikjarar og einu kallmennirnir sem kunna fá alvöru stannpínu eru moslímar sem fjölga sér eins og flugur. Viljum við það? Nei, við viljum það ekki. Takk, takk fyrir Einar. Þú ert drengur góður! Afburðamaður þinnar þjóðar, Íslands!
Pant ekki vera með Gústafi í liði (frekar en femenistum)
Mig myndi gruna Gústaf Andrésson um græsku ef ég teldi hann vera til í raun og veru. Ég held reyndar að þarna sé á ferð manneskja sem er ósammála Einari og býr þessvegna til ógeðfellda persón sem hann/hún lætur vera sammála Einari til að koma höggstað á Einar og rökfastar skoðanir hans. Þetta er strámannagerð sem felst í að búa til bjána sem er Einari sammála og tíundar síðan eigin sora eins og þær hugmyndir tengjast beint hugmyndum Einars. Og þá er Einar orðinn guilty by association þar sem honum er gert upp skoðanir sem hann sannarlega hefur ekki.
Svona hálfvitaskapur eykur ekki hróður þeirra sem eru Einari ósammála og aukinheldur rennir stoðum undir þá skoðun margra að það sé torfært að rökræða hlutina skynsamlega og skiptast á skoðunum við fólk sem beitir slíkum brögðum.
Fyrsti brandarinn í brandarabók Gústafs og lofar ekki góðu.
Bjarki
Já mig grunaði það líka – væri dæmigert fyrir málflutning femenista , sem gengur allur út á að fara í manninn og nánast aldrei í að koma með betri gögn þegar bent er á hversu dæmalaust loft þær og þeir bera á borð til að „styrkja“ þessa klámvæðingar/feðraveldis samsæriskenningu sína.
Ólafur Ágúst.
Til að byrja með – það eru feministar (eða femínistar) en ekki femenistar. Ágætt að kunna að stafsetja það sem maður er að gagnrýna.
Svo – þá eru þessar alhæfingar um femínista sem þú og fleiri hafa hér uppi ekkert skárri heldur en alhæfingar Thomasar, þess sem gerði bæklinginn. Svar þessa Gústafs, sem hér er rætt um að gæti verið skrifað af andstæðingi Einars til að sverta hann, er ekkert dæmigert fyrir femínista. Má vera að það sé dæmigert fyrir einhverja kreðsu femínista – ég veit það ekki – en eitt og sér og að því gefnu að það sé skrifað til að sverta Einar, segir það ekki neitt um femínista eða femínisma sem heild. Ekki neitt.
En það er rétt. Svar þessa Gústafs hljómar eins og skáldskapur. Ýkt og kaldhæðin framsetning á viðhorfi sem stundum sést í þessari umræðu.
Já fyrirgefðu Snorri, ég veit hvernig á að stafa þetta en puttarnir mínir eru alltaf að ruglast á lyklaborðinu.
Ég hefði eflaust mátt vera skýrari – ég var að mótmæla þessum ný-feminisma sem aðalega er virkur hér og í svíþjóð (eftir því sem ég best veit)
Sá feminismi heldur því fram sem Dogma að klám valdi ofbeldi, án þess að geta sýnt fram á nein gögn – Svipuðum hlutum hefur verið haldið fram reglulega af allskyns kredduhópum, eitt sinn er það tölvuleikir, annað sinn er það ofbeldi í bíómyndum og núna er það klám.
þegar slíkir kredduhópar hafa farið af stað hafa þeir einmitt alltaf hreyðrað um sig í háskólum á allskyns styrkjum og framið allskyns „rannsóknir“ til að sýna fram á orsaka tengsl , en aldrei (taktu eftir: ALDREI) hefur tekist að sýna fram á neitt meira en mjög veika fylgni á milli tölvuleikja/bíó/kláms og ofbeldis.
t.d. er sterkari fylgni á milli ofbeldis og biblíunnar.
Auðvitað getur allt haft einhver áhrif, en kenningar feminista um hvernig klám skapi kynferðislega brenglaða glæpamenn er þverrt á við alla þekkingu úr afbrotafræði. Þessi kenning feminista er pólitískt þvaður með ekkert á bakvið sig annað en confirmation bias.
Fyrir þessa feminista væri það dæmigert að skrifa svona eins og Gústaf í einhverjum skæru-ascii-hernaði, svo ég geri mig skýran – en það mengi btw er annsi stór partur af íslenskum feministum sem hafa sig í frammi – þannig að þú verður að fyrirgefa að ég hafi ekki talið skilgreinungu þarfa í fyrri athugasemd.
En Snorri… ef þú hefur séð mig koma með einhverja aðra alhæfingu sem er jafn rugluð og þetta skrying confirmation bias kukl sem Thomas og flestir íslenskir feministar halda að séu marktækar statistical rannsóknir – þá endilega benda á hvar nákvæmlega ég geri það.
Eigindalegar rannsóknir eru fyrirbæri sem ekki eru til í neinum vísindum öðrum en félags“vísindum“ – þetta fyrirbæri er fyrst og fremst notað af markaðsfólki til að greina langanir focus groups og selja vöru. Nota gildi eigindalegra rannsókna er EKKERT annað en það að finna hvernig landið liggur , varðandi hugmyndir fólks, og hugmyndir fólks segja ekkert til um alvarlega statistical hluti eins og tíðni glæpa og ofbeldis
Ef við ættum tímavél og færum til myrku miðaldanna þá væri ekki mikið mál að fá út að djöfullinn væri sífellt á sveimi að hvetja til glæpa, líkt og að sama skapi er ekki mikið mál að finna út á Íslandi eða í Svíþjóð, að klám sé rót alls ílls.
Eigindalegar rannsóknir eru nytsamlegt tól eingöngu fyrir þá sem vilja plata pöpulinn (hvort sem það er markaðsfólk, eða PR fólk í stjórnmálum) en sem einhverskonar macro económískt greiningartæki eru eigindalegar rannsóknir andvísindalegar þrætubókmenntir í besta falli
Jóhannes Ragnarsson kallar svona handvalda menn … handreði.
Borgargagn kallar hann svo þá sem skrifa og skrifa undir sem búrtíkur.
Frægastur þeirra er Svavar handreður … og öll hans ætt lú-pínur!
Jóhannes er stundum orðljótur, en yfirleitt glöggur á staðreyndir.
Handreðar og borgargögn ættu að míga standandi í saltan sjó
og fara svo að beita eins og ég minnist að Höskuldur Davíðsson
sagði eitt sinn af spöku viti í miðri orrahríðinni um Icesave.
Þetta sagði hann um ójarðtengda handreði og borgargögn,
sem víbruðu þá mjög fyrir hönd Jóhönnu Léttis og Steingríms lífhrædda.
Litlu síðar man ég að Snorri Páll bað þau um að drullast út!
Ég get staðfest að Einar kannast við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Hinsvegar lítur út fyrir að Thomas kannist ekki nógu vel við þær til að beita þeim af skynsamlegu viti.
Nei, líkast til hefur það verið einhver annar og þráður tímans er óræður.
Hér er rætt um rassa prump og það af vænsta fólki. Ég er sorgmæddur.
Með kveðju frá okkur Dimitris Christolous, hinum 77 ára eilífa Grikkja!