Þau eru orðin mörg dómsmálin á Íslandi þar sem fólk hefur verið sakfellt fyrir að segja skoðun sína á mönnum og málefnum, og jafnvel fyrir að segja sannleika sem áður hafði birst í fjölmiðlum. Ég hef fylgst nokkuð vel með fjölmiðlum í tveimur öðrum löndum í langan tíma, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Þessi lönd eru gerólík varðandi það hvað fjölmiðlar leyfa sér að birta um fólk. Í Bandaríkjunum er nánast hægt að birta hvað sem er sem ekki eru hreinar lygar viðkomandi fjölmiðils, án viðurlaga. Í Svíþjóð er frelsi fjölmiðla líka mikið, en þar fara þeir þó yfirleitt varlegar í sakirnar en í Bandaríkjunum, og þeir fá stundum tiltal af hálfu siðanefndar fjölmiðla, sem þykir ekki gott. Í báðum löndum er þó einfaldlega litið svo á að tjáningarfrelsið, og þá ekki síst frelsi fjölmiðla, sé svo mikilvægt lýðræðislegu samfélagi að það megi ekki skerða, og því verði borgararnir að þola eitt og annað til að vernda þennan mikilvæga rétt.
Ísland virðist vera í sérflokki hvað þetta varðar meðal nágrannalandanna. Fyrir tuttugu árum vann Þorgeir Þorgeirson mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, en dómstóllinn úrskurðaði að það bryti í bága við tjáningarfrelsisákvæði að veita opinberum starfsmönnum sérstaka vernd gagnvart tjáningarfrelsi almennings. Um þetta má lesa dálítið hér.
Á Íslandi er hins vegar ennþá refsivert að tjá sig opinberlega um ótrúlegustu mál, jafnvel á Facebook og lítið lesnum bloggsíðum, og það þótt fjallað sé um mál sem birst hafa fréttir um í fjölmiðlum og viðkomandi geri ekki annað en að endurtaka það sem þar hefur staðið. Dæmi um það er nýlegt dómsmál sem meðal annars er fjallað um hér. Þar er Andrés Valgarðsson sakfelldur fyrir ummæli um svokallað Aratúnsmál, á bloggsíðu og á Facebook. Það er fljótlegt að kynna sér ummælin sem sakfellt er fyrir; þau eru talin upp í upphafi dómsins, og var sakfellt fyrir þau öll nema lið 1D. Ummælin eru þess eðlis að ef ætti að stöðva alla tjáningu af þessu tagi á netinu yrðu það endalok skoðanaskipta um samfélagsmál. Lög sem hefðu slíkar afleiðingar, væri þeim framfylgt skipulega, eru ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi. Ég hvet þá sem vilja vinna gegn þessum hættulegu takmörkunum á tjáningarfrelsinu til að taka þátt í að borga himinháan kostnað Andrésar af málarekstrinum (sjá hér í lokin).
Það sem er að í íslenskri meiðyrðalöggjöf er að hún sniðgengur þá grundvallarhugsun sem flest lýðræðisríki líta á sem ófrávíkjanlega: Tjáningarfrelsið er svo mikilvægt fyrir gott samfélag, að það má ekki skerða nema í algerum undantekningartilfellum, þar sem hagsmunir almennings eru í húfi. Það sem margir, þar með talinn hinn sljói íslenski löggjafi, átta sig ef til vill ekki á er að allt frelsi af þessu tagi kostar. Kostnaðurinn sem við berum af tjáningarfrelsinu er að við eigum það á hættu að einhver tali illa um okkur á opinberum vettvangi. Það er kostnaður sem lýðræðisþjóðfélög líta svo á að þau verði að bera, til að tryggja tjáningarfrelsið.
Það er löngu kominn tími til að ganga skrefi lengra en tókst með máli Þorgeirs, þegar Mannréttindadómstóllinn þvingaði íslensk stjórnvöld til að afnema lög sem fóru freklega í bága við tjáningarfrelsið. Enn er því miður langt í land í þessum málum á Íslandi, og það væri þjóðþrifaverk að stofna samtök sem berðust fyrir auknu tjáningarfrelsi og gegn öllum tilraunum til að skerða það. Eitt af því sem slík samtök gætu tekið að sér, auk þess að berjast fyrir breyttri löggjöf, er málarekstur í máli eins og því sem nefnt er hér að ofan. Einnig gætu þau e.t.v. safnað fé til að standa straum af málarekstri og til að greiða sektir vegna slíkra dóma, þegar augljóst þykir að um sé að ræða óeðlilega skerðingu á tjáningarfrelsi. Vonandi komast slík samtök bráðum á legg. Þangað til ætla ég að hvetja þá sem annt er um tjáningarfrelsið til að taka þátt í að greiða kostnaðinn við ofangreint mál. Með því að sýna slíka samstöðu er ef til vill hægt að vekja meiri athygli á því ólíðandi ástandi sem ríkir í þessum málum á Íslandi. Það er hægt að gera með því að leggja inn á eftirfarandi reikning, sem er í eigu Andrésar þess sem dóminn fékk (Hæstiréttur neitaði því miður að fjalla um dóminn):
Reikningsnúmer: 0513-14-403842, kennitala: 180883-4019
Á Íslandi ríkir enginn skilningur á inntaki lýræðis.
Enginn skilningur á inntaki umburðarlyndis.
Stjórnlyndi og yfirgangur eru helstu einkenni Íslendinga. Þar eru stjórnmálamenn verstir og því ekki von á góðu þegar kemur að almenningi.
Bókstaflega hlýtur að tengjast einangrun þjóðarinnar og ónýtu menntakerfi.
Ef maður á við einhvern að sakast þá borgar sig frekar að berja viðkomandi heldur en að tala ílla um hann – Lægri dómur fyrir það
Stórhættuleg þróun
Kærar þakkir fyrir greinina. Ég vona að sem flestir lesi hana. Ég hef búið í Svíþjóð í 22 ár og þekki vel hversu alvarleg Svíar líta á tjáningarfrelsið. Mér hefur í mörg ár blöskrað hvernig dómstólar fara með frjálsa orðið. Vegna þess eru varla til frjálsir fjölmiðlar sem er undirstaða lýðræðis og besta vörn gegn þöggun í þjóðfélaginu!
Frábær punktur hjá nafnlausum @ 11:35.
Sorglega nærri sanni ef maður rýnir í löggjöfina, dóma sem fallið hafa síðustu misserin og ber saman við dóma fyrir líkamsárásir.
Það virðist líka vera mikil fylgni á milli þess að dómar séu hærri, því meiri fyrirmenni sem verða fyrir barðinu á meiðyrðum (þó þetta aratúns pakk séu engin fyrirmenni þá njóta þau góðs af öllum fordæmunum sem alþingismenn og fyrirmenn í viðskiptalífinu hafa sett í meiðyrða málum)
Þannig að ef við viljum leiðrétta hlutfallið – þannig að barsmíðar séu dæmd alvarlegari heldur en meiðyrði – þá þarf einhver að bjóða sig fram og berja nokkur fyrirmenni
Það er ekki síður hættuleg þróun
Þó hún sé óskrifuð ríkir hún ofar öllum skrifuðum stjórnarskrártextum, reglan um tilgang ríkisvald, en það er friður. Önnur regla er að án réttlætis er engin friður. Dómur Hæstaréttar Íslands í „Aratungumálinu“ gengur þvert á þessar reglur. Dómurinn er beinlínis glæpur gegn samfélaginu.
Fyrir utan það þá situr illræmd fjölskylda enn illræmdari á eftir í níunda lið. Brennimark þjófa og illræðismanna fór með þeim í gröfina á meðan brennimerkingar tíðkuðust en orðin sem „dæmd vóru dauð og ómerk“ lifa á meðan íslensk tunga verður lesin. Hver va þá tilgangurinn? Varla að endurheimta mannorð sitt.
Ef löggjafinn væri skipaður fólki sem væri bara ofurlítið meiri menn en td. bleiutelpan sem nú er ráðherra mundi þetta vera lagað.
@Nafnlaus: ,,Ef maður á við einhvern að sakast þá borgar sig frekar að berja viðkomandi heldur en að tala illa um hann …“
Tala illa um hann?
Það er nóg að segja sannleikann.
Sem kveðinn var upp fyrir dómi.
Og þú færð fyrir ferðina.
frelsi og réttur eru ekki til nema að það sé barist fyrir því. Við skulum ekki gleyma hvar við búum , hér hefur aldrei verið önnur hugmynd um frelsi önnur en sú sem yfirvaldið kneprar oní þegnana, þessi dómur speglar í grunnin allt sem segja má um íslenskt yfirvald og hroka þess gagnvart þegnunum. Hugmyndir þeirra um málfrelsi er einungis dreginn upp í 17 júní ræðum og yfir moldum stórmenna þar sem það er mært og lofað sem hornsteinn lýðræðisins. Við höfum núna forseta sem ekki opnar á sér kjaftinn öðruvísi en að ropa upp endurteknum frösum úr löngu gleymdum tillidagaræðum og það er akkúrat til þess sem það var sett á pergament, til að sýnast gagnvart þegnunum undir fánaborg og lúðrafreti, lengra átti það aldrei að ná.
Þetta mál Garðbæinganna vs. Andrés Valla „frelsaða“ var einkamál – deila milli tveggja prívat aðila.
Þá er dómstóll fenginn til að skera úr um deiluna.
Andrés þessi, skv. dómnum, skrifaði óttalegt bull um einhverja fjölskyldu sem hann þekkti augljóslega ekkert til – hann skrifaði af mikilli fávisku. Hann nafngreindi einstaklingana, sagði þá ofbeldisfólk á sakaskrá etc.
Hann neitaði að biðjast afsökunar eða draga til baka orð sín – það var bara ógeðslega heimskulegt af honum – og af myndinni að dæma, þá er þetta ekki akkurat skarpasti hnífurinn í skúffunni, svo ekki sé tala um af verkunum að dæma.
Einkamálinu lýkur augljóslega með því að strákurinn er dæmdur til að bera kostnað af opinberri birtingu á eins konar afsökun.
Cry me a river.
Einar Steingríms talar hér um málfrelsi, og hafnar því á sama tíma að frelsi fylgi ábyrgð. Það er fullkomin peningasóun á að henda krónum á reikning þessa kjána sem hefði betur bara kynnt sér staðreyndir málsins aðeins betur áður en hann fór að blogga og draga svo vitleysuna til baka og biðjast bara afsökunar – því Andrés laug, þrátt fyrir allt.
Það er ekki eins og Andrés þessi hafi verið að fara með satt mál. Hefði svo verið, nú þá hafi varla verið tilefni til að dæma orð hans «dauð og ómerk», enda sannleikurinn aldrei dauður og síst af öllu ómerkur.
Það er nú kjarni málsins VTIG, Andrés sagði satt. Það kemur fram í dómnum. Alveg eins og það kemur fram í dómnum að Andrés var ekki dæmdur til að bera kostnað af birtingu á eins konar afsökun.
Koma svo – kynna sér málið fyrst – vera svo með töffarastæla.
Matti, ekki vera auli, Andrés þessi fór með tóma vitleysu og notaði sömu afneitunartakta og þú ert að gera hér og nú og var dæmdur fyrir það.
«þykir ekki hafa verið sýnt fram á af hálfu stefnda að stefnandi hafi sýnt af sér ofbeldi í þeirra garð. Þá liggur fyrir samkvæmt framburði Brynju hér fyrir dómi að það var ekki stefnandi sem réðist að henni og dóttur hennar með úðabrúsa.»
«Með ummælum sínum ýjar stefndi að því að stefnandi hafi gerst sek um refsivert athæfi. Kærur sem lagðar voru fram vegna deilnanna beindust ekki að stefnanda. Í ummælunum felst aðdróttun um hegðun sem ósannað er að stefnandi hafi sýnt af sér.»
« Eins og rakið hefur verið hefur ekki verið sýnt fram á að stefnandi hafi gerst sek um ofbeldisverk eða hrottalegar ofsóknir gagnvart nágrönnum sínum. Ekki liggur fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur stefnanda vegna umræddra nágrannadeilna. Stefnandi er með hreint sakavottorð.»
«Þegar framanritað er virt þykja miskabætur til handa stefnanda hæfilega ákveðnar 300.000 krónur.» og «Samkvæmt þessari niðurstöðu ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað sem ákveðst 650.000 krónur. »
Jæja, þú hafði eitt rétt fyrir þér, Andrés lúser þurfti ekki að birta afsökunarbeiðni, bara borga 950 þús. af því að hann blaðraði út í eitt, án þess að vita nokkuð um hvað málið snérist, stóð í tómri afneitun og situr nú uppi með skömmina – en hefur hann lært?
Sennilega ekki, fyrst sértrúarsöfnuðurinn er farinn að senda sína menn á netið til að bera í bætifláka fyrir strákinn hans Valla, eh Matti?
Munurinn á Scientology og Vantrú: Scientology getur ráðið góða lögfræðinga, annars er þetta sama költ-ruglið.
„Ummælin eru þess eðlis að ef ætti að stöðva alla tjáningu af þessu tagi á netinu yrðu það endalok skoðanaskipta um samfélagsmál“
…segir Einar. Sem er náttúrlega bara bull.
Einhver strákur geisist fram á völlinn með gífuryrði sem hann getur ekki stutt, nema sem eigin tjáningarfrelsi.
Það má einu gilda hvort Aratúnsfamilían sé skítapakk eður ei. Skiptir ekki nokkru minnsta máli.
Það sem skiptir máli er að stráklingurinn geti stutt ásakanir sínar.
Punktur.
Ef hins vegar strákurinn hefði verið sýknaður af þessum ávirðingum, þá myndi það jafngilda frípassa til allra netnotenda að níða skóinn af nágranna sínum.
Bættur sé skaðinn.
VTIG, m.ö.o. þá hafði ég rétt fyrir mér. Geturðu ekki einfaldlega játað það.
Það að konan sé stikkfrí vegna þess að það var karlinn hennar og sonur sem réðust á fólkið, jafnvel að eggjan konunnar, sýnist bara að dómarinn er sturlaður.
Ertu ruglaður Matti?
Skiptir engu máli að konan sé ásökuð, vegna þess að karlinn hennar og sonurinn gerðu eitthvað að áeggjan hennar?
Er þetta svona „ská-ásökun“ sem einhver strákur getur bullað í von um að dómarinn sjái aumur á honum?
Eins og ég hef marg sagt, Einar er einn af okkar al-bestu samfélagsrýnum. Þessi grein hans er engin undantekning þar á, síður en svo, og ég er sammála honum út í ysta millimeter í nöglunum á mér.
Þessi Hæstaréttardómur er smánin ein, jafnvel verri en þeir dæmdu í mínu máli og er þá langt til seilst.
Takk fyrir góðan pistil Einar…
VTIG (eða hver sem þú ert)… það myndi bæta umræðuna hér á Eyjunni talsvert ef fólk kynnti sér málin áður en það dælir inn athugasemdum. Góð byrjun er að lesa dóminn og sjá innbyrðis ósamræmið, fráleita hugtakanotkun og hvað dómarinn samþykkir.
Jóhann, sama hér, kynna sér málið.. ég þori ekki að segja það augljósa, en aftur er góð byrjun að skoða hvað dómarinn samþykkti og hvað dómarinn dæmdi ómerkt.
Tvennt annað kemur til…
Færslan var í loftinu í nokkra klukkutíma og lesin af innan við 10 manns – þetta kostar tæpar 2,5m.
Og hæstiréttur neitar að fjalla um málið þrátt fyrir að hafa snúið við sams konar dómi, upp á sömu upphæð, frá sama dómara.
Það er kannski fráleit krafa að allir séu jafnir í réttarkerfinu – „einhver strákur“ er auðvitað réttlaus en allt í lagi að fyrrum ráðherra fái að áfrýja sams konar máli, þó upphæðin sé lægri hjá honum.
Mikil ofboðsleg rangtúlkun er það að segja að þessi dómur sé einhver aðför að tjáningafrelsinu. Enn meira rugl er að halda því fram að þessi dómur marki einhver „endalok skoðanaskipta um samfélagsmál“.
Eins og glögglega má sjá í dóminum hóf Andrés sitt eigið persónulega stríð gegn Margréti og fjölskyldu hennar og viðhafði m.a. afar meiðandi ummæli um hana (siðblint ofbeldisfólk t.d.) auk fullyrðinga sem áttu sér enga stoð í veruleikanum eins og t.d. að hún ætti langan brotaferil að baki. Það er einfaldlega ósatt eins og sjá má í dóminum. Andrés var með orðum sínum og aðgerðum (m.a. með því að stofna sérstaka síðu með fyrirsögninni „Ofbeldisfólkið í Aratúni bak við lás og slá – Réttlæti fyrir fórnarlömbin“) að hvetja til grófrar aðfarar að Margréti og fjölskyldu hennar með afar ósmekklegum hætti, svo ekki sé meira sagt.
Þessi dómur er ekki aðför að tjáningarfrelsi og markar á engan hátt endalok skoðanaskipta um samfélagsmál.
Hann tekur hins vegar á því að tjáningafrelsinu fylgir að menn beri ábyrgð á orðum sínum og gerðum og að frelsið þýði ekki að menn geti sagt hvað sem er um hvern sem er og notað um þá grafalvarleg, ærumeiðandi ummæli sem byggð eru á engu nema eigin hefndarþorsta.
Andrés reyndi þarna að gerast dómari og böðull Margrétar vegna þess að honum fannst vinafólk sitt hafa farið illa út úr samskiptum sínum við hana. Ef hann hefði verið sýknaður í þessu máli væri verið að opna fyrir að hver sem er geti af hefnigirni einni saman ráðist á hvern sem er og um leið egnt aðra til þess líka eins og Andrés reyndi að gera með Facebook-síðunni sem hann opnaði.
Ég þakka fyrir að dómstólar landsins skuli ekki líða þá hegðun sem Andrés sýndi þarna og vorkenni honum ekki neitt að þurfa að borga þessar 300 þúsund krónur. Og hann hefði miklu frekar átt að draga ummæli sín til baka strax, biðjast afsökunar og sleppa því að stofna til meiri málskostnaðar sem hann var svo auðvitað dæmdur til að greiða.
Með því hefði hann orðið maður að meiri. Með því að halda málinu til streitu og stofna síðan til þessa dramaklúbbs um að dómurinn hafi verið ranglátur og sé einhver aðför að frelsi hans til að ráðast á fólk hefur hann og aðrir sem að þessu standa orðið sér til enn meiri minnkunnar.
Mín vegna má fólk alveg senda honum pening svo hann geti borgað fyrir skaðann og kostnaðinn sem hann olli en mér þætti meira virði ef hann og þeir sem telja hann saklausann lærðu það á þessu að þeir hafa rangt fyrir sér. Aðför eins og þá sem Andrés stofnaði til gegn Margréti og fjölskyldu hennar má aldrei líða, sama hvaða „skoðun“ hann hefur á viðkomandi.
Valgarður Guðjónsson segir hér fyrir ofan:
„Og hæstiréttur neitar að fjalla um málið þrátt fyrir að hafa snúið við sams konar dómi, upp á sömu upphæð, frá sama dómara.“
Hvaða „sams konar dóm“ ertu að vísa í?
> Er þetta svona „ská-ásökun“ sem einhver strákur getur bullað í von um að dómarinn sjái aumur á honum?
Jóhann, ef þrjár manneskjur koma veitast að mér en tvær þeirra sjá um að berja mig – er ég þá sekur um róg gagnvart þriðju manneskjunni ef ég ásaka þær allar um að vera ofbeldisfólk?
> Eins og glögglega má sjá í dóminum hóf Andrés sitt eigið persónulega stríð gegn Margréti og fjölskyldu hennar
Bergur, eins og glögglega má sjá í dómnum, þá hóf Margrét og fjölskylda hennar ofsóknir gagnvart nágrönnum sínum töluvert fyrir það. Það eru vitni að því.
Skiptir það engu máli?
Bergur Ísleifsson af öllu fólki ætti að óttast svona dóma.
Matti skrifar: „Bergur, eins og glögglega má sjá í dómnum, þá hóf Margrét og fjölskylda hennar ofsóknir gagnvart nágrönnum sínum töluvert fyrir það. Það eru vitni að því.
Skiptir það engu máli?“
Þessi dómur varðar meiðyrði Andrésar. Honum var stefnt fyrir þau og um það snýst málið hér en ekki aðrar kærur.
Matti skrifar líka: „Bergur Ísleifsson af öllu fólki ætti að óttast svona dóma.“
Dæmigert skítkast frá Matta. Getur bara ekki verið málefnalegur og gagnrýnir svo aðra fyrir rökvillur og strámenn. Barnalegt.
Bergur ég ætla ekki að tjá mig um efnisatriði bloggfærslu Andrésar, það hefur reynst ansi dýrkeypt.
En ef þú hefðir aulast til að lesa dóminn áður en þú eyddir tíma í að skrifa þessa athugasemd þá kemur í ljós að fullyrðingar þínar standast ekki.
Þvert á dómi samþykkir dómarinn afdráttarlaust tilefni skrifanna. Þú tekur kannski eftir að það er aðeins konan sem höfðar meiðyrðamál, ekki aðrir í fjölskyldunni.
Þetta eru tæpar 2,5m ekki 300 þúsund. Vegna færslu sem væntanlega enginn las sem viðkomandi.
Það hefur sams konar dómur fallið frá sama héraðsdómara, hæstiréttur sneri þeim fyrri við. Ég er ekki í nokkrum vafa að hæstiréttur hefði snúið þessum dómi við.
Þetta þýðir nokkurra ára bið hjá mannréttindadómstól Evrópu. En þetta leysist.
Bergur, ég veit að þú hefur lengi deilt við Matta (og mig) á öðrum vettvangi, en þarftu nauðsynlega að vera að rífast við hann um þetta, bara til að rífast við hann?
Þú segir: „Þessi dómur varðar meiðyrði Andrésar. Honum var stefnt fyrir þau og um það snýst málið hér en ekki aðrar kærur.“
Skrýtin fullyrðing, ummæli Andrésar voru einmitt um þessar kærur, þess vegna snýst málið nákvæmlega um þær…
Valgarður, ég hef lesið dóminn vel og vandlega, oftar en tvisvar, og byggi mál mitt á því.
Og ég spurði í hvaða dóm þú værir að vísa sem væri „sams konar“. Getur þú ekki svarað því? Ef ekki þá hlýtur þú að vera að skálda þetta.
Og ég er ekkert að rífast við Matta hér, bara svara honum því hann beindi til mín fyrirspurn. Það hefðir þú séð ef þú hefðir aulast til að lesa kommentið hans. Annars kemur þér það nákvæmlega ekkert við hvort ég svari Matta eða ekki, Valgarður. Þú ert enginn ritstjóri hér.
Ég er að vísa í mál Ómars Valdimarssonar og Gauks Úlfarssonar annars vegar og Jóns Ásgeirs og Björns Bjarnasonar hins vegar. Það hefði nú ekki tekið þig langan tíma að finna þetta… Google er svolítið sniðugt verkfæri.
Hafir þú lesið dóminn þá sérðu væntanlega hvað dómarinn staðfestir og hvað ekki. Og með lágmarks lesskilningi má sjá að þetta gengur ekki upp, það er ekki innbyrðis samræmi í dóminum. Ég læt þér eftir að finna út úr því.
Þú kemur hér inn með athugasemdir áður en Matti beinir til þín nokkurri fyrirspurn.
Annars ætla ég ekki að tjá mig frekar um þetta að sinni. Við getum rætt þetta þegar endanlegur dómur er fallinn. Það tekur einhver ár að klára þetta hjá mannréttindadómstólnum en það verður að hafa það. Þetta klárast á endanum.
Á meðan vil ég þakka þeim sem hafa stutt Andrés.
Og Einari sérstaklega fyrir góða færslu.
Ég vil líka hvetja þá sem áhuga hafa til að lesa dóminn í heild og láta sér ekki nægja samhengislausar tilvitnanir sem hafa dottið inn hér í athugasemdum.
„Skrýtin fullyrðing, ummæli Andrésar voru einmitt um þessar kærur, þess vegna snýst málið nákvæmlega um þær…“
Nei, Valgarður, málið snýst um meiðyrði Andrésar, óhróður hans og ósannar fullyrðingar. Ég held þú ættir sjálfur að lesa dóminn. Hann er hér
Annars ert þú auðvitað eins hlutdrægur og hægt er að vera og það byrgir þér sennilega sýn. Skiljanlega.
„Jóhann, ef þrjár manneskjur koma veitast að mér en tvær þeirra sjá um að berja mig – er ég þá sekur um róg gagnvart þriðju manneskjunni ef ég ásaka þær allar um að vera ofbeldisfólk?“
Erm – ef þú ætlar að standa við það að þriðja manneskjan sé ofbeldisfull, þá verður þú barasta að sanna það!
Það nægir ekkert: „Hún var í liði með hinum“ væl.
Ég ætlla rétt svo að vona að þú skiljir sanngirnina í því…
Nei Jóhann, ég skil það ekki. Ég skil ekki heldur fólk sem telur þann sem hvetur til verks saklausan af verkinu.
Lestu hægt:
Með ummælum sínum ýjar stefndi að því að stefnandi hafi gerst sek um refsivert athæfi. Kærur sem lagðar voru fram vegna deilnanna beindust ekki að stefnanda. Í ummælunum felst aðdróttun um hegðun sem ósannað er að stefnandi hafi sýnt af sér
Eins og rakið hefur verið hefur ekki verið sýnt fram á að stefnandi hafi gerst sek um ofbeldisverk eða hrottalegar ofsóknir gagnvart nágrönnum sínum. Ekki liggur fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur stefnanda vegna umræddra nágrannadeilna. Stefnandi er með hreint sakavottorð
Lestu þetta svo aftur.
Þú skilur þetta mál kannski betur Matti þegar þú ert orðinn stærri. Og Valgarður þegar hann hefur öðlast lágmarks lesskilning. Hinir þegar þeir lesa dóminn.
Jóhann. Lestu þetta sjálfur hægt. Lestu svo staðreyndir málsins.
Dómurinn stangast á við *raunveruleikann*.
Yfirleitt er óheppilegt þegar atburðir sem skipta máli, eins og t.d. dómar dómstóla, stangast á við raunveruleikann.
Berguir, það eru engar ýkjur að segja að þú hafir sjálfur gerst sekur um mun grófari ærumeiðingar á netinu heldur en Andrés var dæmdur fyrir þarna.
Matti, reyndu nú einu sinni að halda þig við efni pistilsins sem verið er að ræða um í stað þess að fara alltaf í manninn. Minni þig á þínar eigin reglur á Vantrú. Hvernig væri að fara eftir þeim sjálfur? Ef þú vilt segja eitthvað um mig, segðu það þá á eigin bloggi. Þú ert þar með þráð tileinkaðan mér.
… og þótt ég væri sekur um einhverjar ærumeiðiingar, sem ég er ekki þótt þú ljúgir því hér, þá myndi það ekki breyta neinu um ærumeiðingar Andrésar. Þær yrðu þær sömu og fyrr. En þú skilur það sennilega ekki heldur.