Fimmtudagur 18.10.2012 - 12:27 - 47 ummæli

Klámstjarnan Gail, Guðbjartur og Skúli

Það er unnið að því hörðum höndum þessa dagana að auka til muna stríðsreksturinn í „stríðinu við klámið“.  Helstu fréttir síðustu daga hafa verið af klámráðstefnu  sem haldin var af  velferðar- , innanríkis- og menntamálaráðuneytinu.  Aðalstjarnan á ráðstefnunni var Gail Dines, sem kynnt er sem fræðimaður (sem virðast miklar ýkur, ef ekki hreinn þvættingur, sjá hér að neðan), en sem hikar ekki við að ausa úr sér staðhæfingum um klám og skaðsemi þess, án þess að benda á áreiðanleg gögn máli sínu til stuðnings.  Í þessari frétt er til dæmis haft eftir henni að fullorðinsklám leiði karlmenn út í barnaklám.  Í þessu myndskeiði (ca. 18:20) gefur hún í skyn að rökuð kynfæri kvenna í klámi í dag muni leiða karla sem eignast dætur nú á dögum til að níðast kynferðislega á þeim.  Ekkert af þessu er stutt minnstu gögnum, né heldur neinum rökum (eru konur á kafi í kynferðislegri misnotkun á sonum sínum af því að karlar raka sig og líta því út eins og börn í framan?).
Gail rekur líka  fyrirtæki sem fæst við baráttu gegn klámi, sem aðallega virðist snúast um að koma henni sjálfri á framfæri.  Fletti maður hins vegar upp fræðistörfum hennar í kemur  ljós að   hún hefur nánast aldrei stundað nein slík störf.  Á Web of Science, sem er gagnagrunnur yfir nánast allar ritrýndar fræðilegar greinar í heiminum, fann ég bara þrjár greinar eftir Gail (efstu þrjár á þessari síðu), þar af er ein (sem ég hef ekki aðgang að) bara örstutt svar við annarri grein.  Önnur hinna er svar við gagnrýni á  tiltekna bók eftir Gail.  Í þeirri grein segir hún strax í upphafi að afstaða hennar byggi á „sögum þúsunda kvenna“ en ekki er sem sagt minnst á nein áreiðanleg gögn eða fræðimennsku („a set of theoretical positions that grew out of listening to the stories of thousands of women who are not credentialed, who do not publish in academic journals, and whose experiences are all too often dismissed as anecdotal.“)
Tveir  stjórnmálamenn hafa haft sig í frammi nýlega um klám  og meintar hræðilegar afleiðingar þess, þeir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Skúli Helgason þingmaður.  Þar er því miður sama uppi á teningnum; þeir styðjast, í afar dramatískum yfirlýsingum sínum, við ekkert annað en staðhæfingar ýmissa hagsmunaaðila, engar rannsóknir, engin áreiðanleg gögn.   Ef til vill finnst einhverjum þessi hystería bara hlægileg.  En, þótt það verði ekki rakið hér virðist eðlilegt að setja þetta í samhengi þess heiftúðuga áróðurs sem gerir karla sem hóp að ógeðslegum kúgurum sem beiti konur og börn kynferðislegu ofbeldi til að viðhalda „völdum“ sínum.  Sá áróður hefur skapað viðurstyggilegt andrúmsloft lyga og haturs.  Kannski eru þeir Guðbjartur og Skúli bara „nytsamir sakleysingjar“ í þessu ógeðfellda stríði, en slíkt er varla hægt að afsaka þegar fólk í valdastöðum á í hlut.
Guðbjartur sagði þetta í frétt í DV:
„Á að láta klámvæðinguna, sem verður sífellt áleitnari í daglegu lífi okkar, afskiptalausa eða á að skera upp herör gegn henni ekki síst til að verja börn fyrir óæskilegum ranghugmyndum um samskipti kynjanna og kynlíf?“
Og svo eftirfarandi í frétt í Mogga:
„Hjá ungum piltum hefur skapast óraunverulegur heimur og það er áhyggjuefni,“
Ég sendi honum í pósti eftirfarandi spurningar (lauslega umskrifað):
  • Hvað áttu við með klámvæðingu?
  • Hvað hefurðu fyrir þér í því að „klámvæðingin“ verði „sífellt áleitnari í daglegu lífi okkar“.
  • Hver er þessi „óraunverulegi heimur“ og af hverju telur þú að hann „hafi skapast“, þar sem ég geri ráð fyrir að þú eigir við eitthvað sem gerst hafi tiltölulega nýlega?
Svarið sem ég fékk frá honum var þetta:
„Sæll Einar
Ábengingar mínar um að unglingar, geti fengið ranghugmyndir um kynlíf af klámsíðum netsins, eru byggðar á samtölum mínum við ungt fólk, en eins og þú veist eflaust vann ég til margra ára með ungu fólki.
Bkv“
Ég skrifaði um hæl:
„Takk fyrir svarið. Hefurðu einhvers staðar gert grein fyrir niðurstöðum þínum, svo hægt sé að meta áreiðanleika þeirra?“
Hann svaraði því svo:
Sæll
Nei…
Bkv
Skúli sagði þetta í Speglinum, í viðtali um um feril kæra um kynferðisbrot:
„Það er mjög margt sem ég held að við þurfum að fara í gegnum; við þurfum að skoða auðvitað allt frá forvörnum í grunnskólum og upp í að takast á við klámvæðinguna sem allir eru sammála um að er örugglega áhrifaþáttur í því hve mörg kynferðisbrotamál eru á Íslandi, og síðan þurfum við að takast á við það að þolendur í kynferðisbrotamálum að þeir fái betri þjónustu í kerfinu hjá okkur, bæði á rannsóknarstigi og í dómskerfinu, til þess að tryggja það að þessi erfiða reynsla hún verði ekki enn erfiðari en þörf er á.“
Ég spurði hann þessa:
  • Hvers konar „forvarnir“ í grunnskólum telurðu að geti haft áhrif til bóta hér?
  • Hvað er þessi klámvæðing sem þú talar um?
  • Af hverju heldurðu fram að „allir“ séu sammála um að þessi meinta klámvæðing sé „örugglega áhrifaþáttur í því hve mörg kynferðisbrotamál eru á Íslandi“?
  • Á hverju byggirðu það sem virðist vera skoðun þín að þessi meinta klámvæðing komi kynferðisbrotum við?
Skúli svaraði ítarlega og hér eru svör hans og framhaldsspurningar mínar:
———————————————————————————–

Sæll Einar,

Hér koma mín svör við þínum ágætu spurningum.

1.  Við þurfum að tryggja að börnin okkar og ungmenni fái kynfræðslu sem gerir þeim kleift að þróa sína eigin kynvitund og sjálfsmynd í kynferðismálum í stað þess að sú mynd sem þau fá að kynlífi sé fyrst og fremst í gegnum klámefni sem byggir á grófu ofbeldi og misþyrmingum.

Hefurðu eitthvað fyrir þér í því að sú mynd sem börn og ungmenni fái „sé fyrst og fremst í gegnum klámefni sem byggir á grófu ofbeldi og misþyrmingum“?  Ef svo er, hvað?

2.  Klámvæðingin vísar í þá þróun að ungt fólk í dag hefur greiðari aðgang að klámefni fyrir tilstilli netsins en nokkur dæmi eru um í sögunni.

Veistu eitthvað áreiðanlegt um neyslu ungs fólks á slíku efni?  Hvað?

 Þetta framboð á klámefni er orðið svo mikið og aðgengið svo auðvelt að vel má halda því fram að klámið sé orðinn helsti vettvangur „kynfræðslu“ fyrir ungmenni í samtímanum.

Nei, það má ekki halda því fram nema maður búi yfir áreiðanlegri þekkingu um það.  Býrð þú yfir henni?

 Annað sérkenni klámvæðingarinnar er að efnið er miklu grófara en það var, að því er virðist til að svara eftirspurn markaðarins  eftir stöðugt ágengara efni.  Sú mynd sem þetta grófa klámefni dregur upp af veruleikanum er hins vegar kolbrengluð því hún miðlar fyrst og fremst upphafningu á pyndingum og grófum misþyrmingum.

Hversu algengt er efni af þessu tagi (upphafning …)? Veistu eitthvað um algengi þess að ungt fólk sæki í slíkt efni?  Veistu um einhver áreiðanleg gögn sem benda til að þetta hafi neikvæð áhrif á kynhegðun?

3.  Það vakti athygli okkar á fundunum að það var samdóma álit fulltrúa lögreglu, Neyðarmóttöku, Stígamóta, Drekaslóðar og réttargæslumanna að klámneysla ungmenna væri beinn og vaxandi áhrifavaldur í kynferðisbrotamálum á Íslandi, ekki síst þar sem gerendur eru ungir (á aldrinum 12-17 ára).

   Í mörgum tilvikum væru gerendurnir að líkja eftir aðstæðum sem þeir hefðu séð í klámmyndum á vefnum.

Áttu við að þessir hagsmunaaðilar séu annars vegar hlutlausir í afstöðu sinni, og hafi hins vegar eitthvað áreiðanlegt til að byggja á (annað en „álit“ sitt)?

4.  Þessir sérfræðingar og erlendir fræðimenn á borð við Gail Danes hafa að auki vísað í erlendar rannsóknir til staðfestingar á þessum tengslum klámneyslu og kynferðisbrota, en þær eru reyndar að stórum hluta 10-15 ára gamlar og ná því ekki að fanga til fulls þann veruleika sem við okkur blasir í dag, þar sem klámefnið er orðið miklu grófara og ofbeldisfyllra.  Það má því leiða getum að því að sambandið á milli kláms og kynferðisbrota kunni að vera enn sterkara í dag en áður.

Hvaða sérfræðinga áttu við hér?  Á hverju byggirðu það að Dines sé áreiðanlegur fræðimaður?
Nei, það má ekki leiða getum að einhverju ef Gail Dines þóknast að segja það, ef ekki er vísað í áreiðanlegar og umfangsmiklar rannsóknir.
Veistu um einhver áreiðanleg gögn sem benda til að það sé samband á milli kláms og kynferðisbrota (þ.e.a.s. að klámneysla stuðli að kynferðisbrotum)?    Ef svo er, veistu þá um gögn sem benda til þess að þessi áhrif „kunni að vera sterkari í dag“.
Bestu kveðjur,
Einar
Skúli svaraði þá þessu:
Ég hef bent þér á að allir þeir aðilar sem við fengum til fundar við okkur eru sammála um þessi vaxandi tengsl milli kláms og kynferðisbrota.   Ég hef reyndar eins og þú óskað eftir því að fá aðgang að erlendum rannsóknum sem styðja þeirra fullyrðingar og er tilbúinn að senda þér þær þegar þær hafa borist nefndinni.
Þá sagði ég eftirfarandi, en hef ekki fengið fleiri svör:
Ég vil hins vegar benda þér á að aðilarnir sem þið fenguð til fundar eru langt frá því að vera hlutlausir, og Stígamót eru reyndar með yfirlýsta stefnu sem fer þvert á þá afstöðu að styðjast eigi við áreiðanlegar rannsóknir en ekki pólitíska stefnu, auk þess sem samtökin gera sig sek um afar ógeðfellda hluti þegar þau tala opinberlega um drengi allt niður í tíu ára aldur sem kynferðisofbeldismenn, og byggja það eingöngu á frásögnum meintra þolenda.
Auk þessa vil ég spyrja þig:  Fenguð þið til fundar við ykkur einhverja kynfræðinga?  (Ekki kynjafræðinga, heldur kynfræðinga.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (47)

  • Valgarður Guðjónsson

    Þetta er einmitt dæmi um umræðu sem virðist fara á flug en byggir á flökkusögum, kjaftasögum og upphrópunum.

    Það er góð og gild skoðun að vilja ekki klám – amk. hver fyrir sig.

    En það er ekki boðlegt að staglast á að rannsóknir og fræðimenn haldi einhverju fram nema sýna fram á ritrýndar rannsóknir.

    Það vill nefnilega svo til að þau gögn sem eru í boði sýna þveröfuga mynd en verið er að draga upp.

  • Kári Kristinsson

    Gott hjá þér Einar! Því miður eru fræðimenn í íslenskum háskólum allt of værukærir og segja lítið sem ekkert þegar óvandaðir ,,fræðimenn“ vaða hér uppi.

  • Við þökkum þér enn, Einar.

    Þú sýnir lofsvert hugrekki að ganga gegn ríkjandi rétthugsun og gervifræðum.

    Gutti skáti er og verður bara hlægilegur.

    Skúli þessi er greinilega haldinn ranghugmyndum um eigið mikilvægi og framlag til mannkynssögunnar.

    Svör hans eru ömurlegt yfirklór manns sem kærir sig ekkert um rök eða staðreyndir.

    Hann telur þetta vafalaust líklegt til vinsælda.

    Það er yfirleitt mótívið hjá svona fólki.

  • Sigríður Hjaltested aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var líka meðal fyrirlesara, ásamt tveimur lektorum lagadeildar, þar eð ráðstefnan var haldin í samvinnu við lagadeild HÍ. Þú nefnir það ekki í þessari samantekt.
    Er lögreglan líka að fara með fleipur að þínu mati þegar hún ljær máls á því sem hún metur sem augljósa eftiröpun úr klámi í mörgum málum sem koma á borð lögreglunnar, eins og Sigríður komst að orði?
    Eða telurðu að lögreglan sé ekki til þess bær að meta hvernig kynferðisbrot sem kærð eru til hennar hafa þróast á liðnum árum og áratugum?

  • Guðjón Örn

    HKE segir:

    „Er lögreglan líka að fara með fleipur að þínu mati þegar hún ljær máls á því sem hún metur sem augljósa eftiröpun úr klámi í mörgum málum sem koma á borð lögreglunnar, eins og Sigríður komst að orði?
    Eða telurðu að lögreglan sé ekki til þess bær að meta hvernig kynferðisbrot sem kærð eru til hennar hafa þróast á liðnum árum og áratugum?“

    Það væri ekki í fyrsta skipti sem lögreglan fylgir pólitískum rétttrúnaði (reyndar er lögreglan aldrei langt frá í neinskonar sögulegum histeríum)

    Lögreglan á íslandi er líka þekkt fyrir að halda uppi allskyns alarmisma og samsæriskenningum, um netið, og mótmæli og glæpaklíkur og fleira.

    Auk þess hefur glæpatíðni farið minnkandi í öllum vestrænum ríkjum síðustu rúmlega 30 ár (þar með talið nauðganir) – eða á nákvæmlega sama tíma og klámvæðingin á að hafa heilaþvegið alla unga karlmenn.

    Það er því ekki ekki bara engin fylgni á milli útbreyðslu kláms og ofbeldis, það er öfug fylgni.

  • HKE: Ég hef engin gögn eða rök séð frá lögreglunni um þetta. Staðhæfingar einstakra lögreglumanna um mál af þessu tagi eru nákvæmlega einskis virði, því hér er verið að halda fram að einhver tiltekin þróun hafi orðið (miðað við það sem þú segir). Slíkt er aldrei hægt að gera á áreiðanlegan hátt nema hafa áreiðanleg gögn.

    Það er gott að muna í þessu sambandi að því er iðulega haldið fram, m.a.s. oft af lögreglufólki, að ofbeldi sé að aukast, og að verða grófara. Þegar lögreglan hefur hins vegar sagt frá gögnum sínum um slík mál kemur ekkert slíkt fram.

    Maður á einfaldlega aldrei að trúa blint staðhæfingum neins fólks um tölulegar staðreyndir nema viðkomandi leggi fram gögn sem styðji þær. Það gildir líka um fræðimenn; þeir verða að leggja fram gögn til að styðja slíkar staðhæfingar, og það er einmitt hlutverk ritrýningarkerfisins að tryggja slíkt. Það kerfi er ekki fullkomið, en það sem fræðimenn láta ekki fara gegnum slíka rýni er ekki hægt að byggja neitt á þegar um er að ræða staðhæfingar um tölulegar staðreyndir.

  • Gutti er hlægilegur kjáni.

    Ótrúlegt að þessi maður hafi verið nefndur sem formaður heils stjórnmálaflokks.

    Skúli þessi er það líka en er ekki í sömu aðstöðu og skátinn til að valda tjóni.

    Þakka Einari fyrir þörf og góð skrif.

  • Ummæli Sigríðar voru í fréttum og höfð eftir henni í gæsalöppum og þar að

    auki er hún ekki einstaka lögreglumaður heldur saksóknari hjá lögreglunni

    á höfuðborgarsvæðinu og hefur þar af leiðandi yfirsýn yfir sinn málaflokk.

    Tölfræði má svo nota til þess að sýna fram á hvað sem er, sbr. orðtakið

    lygar, bölvaðar lygar og tölfræði og því engin ástæða til þess að trúa henni

    í blindni, frekar en nokkru öðru.

    Annars sýnist mér að langafi minn, Matthías Einarsson, hafi verið afabróðir þinn.

  • Hvað sagði Sigríður Hjaltested til stuðnings fullyrðingum um tengsl kláms og kynferðisglæpa?

    Ég hef skoðað alla dóma í kynferðisbrotamálum sem eru finnanlegir á netsíðu dómstólanna og ég finn ekki mörg dæmi þar sem lýsingarnar eru í ætt við það sem Gail Dines segir dæmigert klám. Hvar eru öll þessi hópnauðgana og pyntingamál?

  • Mér sýnist ég engu þurfa að bæta við það sem Eva sagði.

    Og já, ef þú ert Helga Kristín Einarsdóttir, þá erum við skyld með þeim hætti sem þú nefndir, frænka. 🙂

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Mjög góður pistill hjá þér sem sýnir að þú þorir að synda á móti rétttrúnaðarstraumnum þegar kemur að svona málum.

    Ég dáist að þér og þinni flotta betri helmingi, henni Evu, fyrir að standa uppi í hárinu á rétttrúnaðarliðinu sem telur sig hafa einkarétt á sannleikanum, auk þess að telja sig hafa einkarétt á því að skilgreina hvað sé rétt og rangt hér í heimi.

    Þið fáið stórt LIKE fyrir þetta.

    Þessi klámráðstefna virðist hafa verið haldin á vafasömum forsendum og þeir sem stóðu fyrir henni hafa skotið sig sjálfa rækilega í fótinn og almennt orðið sér til minnkunnar, sérstaklega þessi gervi-fræðimaður,Gail Dines, sem þau fluttu inn á kostnað skattborgaranna.

    Maður spyr sig bara; hversu stórt er þetta vandamál sem ráðstefnuhaldarar telja að klámnotkun sé?

    Er þetta bara ekki snart-gelt lið og kynlaust fólk sem veit ekki hvað kynlíf er og almennt kynferðislega svelt, og telur að einungis eigi að stunda kynlíf til að fjölga mannkyninu?

    Hefði ekki verið vit hjá þessu fólki að koma fram með rannsóknir sem sýna fram á raunverulega vandamál út af klámi, í staðinn fyrir að alhæfa og gefa sér niðurstöður fyrir fram?

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Og hversu góð er reynsla Svía og Norðmanna af þeirra púritanisma í sambandi við kynferðismál?

    Hún er slæm.

    Þeir hafa bannað vændiskaup og klám og hver er reynsla þeirra af þessu?

    Stórlega fjölgun kynferðisafbrota, barnaníðs og nauðgana.

    Á það hefur verið bent að t.d. karlmenn sem eru einmanna og hafa ekki aðgang að kynlífi eru síður líklegir til að fremja kynferðisafbrot hafi þeir aðgang að klámi eða geti t.d. keypt sér aðgang að kynlífi.

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Og að lokum vil ég benda þeim sem eru á móti klámi og vændi á eftirfarandi:

    Til að ná árangri í baráttu ykkar geng þessari heimsvá sem þið skilgreinið að klám og vændi séu, þar að svara þessari stóru spurningu:

    Af hverju er eftirspurn eftir klámi eða vændi til staðar? –
    eða öllu heldur, hvers vegna er eftirspurn eftir klámi eða vændi til staðar?

    Hvaða líkamlegu, andlegu eða tilfinningalegu þarfir eru það sem menn eru að leita eftir til að fá fullnægt? – og hversvegna?

    Er það vegna þess að menn eru einhleypir/einmann, og geta ekki fundið sér maka, t.d. vegna þess að þeir eru ekki gjaldgengir á frjálsa kjötmarkaðinum?

    Eða er það vegna þess að makinn er hættur að hafa áhuga á kynlífi, svo að hinn aðilinn leitar á önnur mið?

    Stóra spurningin er; hvers vegna sækja menn í klám/vændi?

    Verði þessari spurningu aldrei svarað, er baráttan gegn klámi eða vændi óvinnanleg.

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Hér áður fyrr var það oft svo að þeir sem börðust hatramlegast gegn hommum, voru í raun hommar sjálfir í felum sem voru að reyna að leyna þessari hneigð sinni með því að þykjast vera á móti hommum.

    Hvað vitum við um þessa Gail Dines?

    Kannski leynist í þessari Gail Dines svokölluð dominans-þrá, þrá til að hafa vald og stjórna karlmönnum?

    Kannski á hún „leikherbergi“ heima hjá sér fullu af kynlífleikföngum, svipum, handjárnum og aðstöðu til að tjóðra menn til að fá útrás á fýsnum sem hún er með? Hvað vitum við?

    Og svo predikar hún yfir öðrum eldmessur gegn klámi af miklum móð.

    Hverra hagsmuna er hún að gæta?

    Hvað vitum við hana?

    Er hún sannfærandi?

  • Davíð Ólafsson

    Sæll Einar.

    Tvær spurningar:

    Lítur þú svo á að fulltrúar lögreglu, Neyðarmóttöku, Stígamóta, Drekaslóðar og réttargæslumanna séu „hagsmunaaðilar“ í þessari umræðu? Ef svo, hvernig skilgreinir þú þá hagsmuni?

    Hvað finnst þér um svona innlegg: „Er þetta bara ekki snart-gelt lið og kynlaust fólk sem veit ekki hvað kynlíf er og almennt kynferðislega svelt, og telur að einungis eigi að stunda kynlíf til að fjölga mannkyninu?“

    Kv. Davíð

  • Frábær pistill, enn og aftur sýnir þú ruglið og hvernig þetta klámstríð á ekki við rök að styðjast. Hvernig væri þetta ef ekki væri fyrir þig og Evu, vil ekki hugsa þá hugsun til enda.

    Ótrúlega ólógísk og hreint út sagt barnaleg svör sem bárust, þetta minnir mig á stríð klerka og presta gegn hinu og með sýnar fullyrðingar sem standast svo aldrei þegar skoðað er.

    Ég er svo auk þess svekktur yfir því að skattpeningar fara í að borga þessa vitleysu.

  • 25 ára Efnafræðinur

    HKE segir:

    „Er lögreglan líka að fara með fleipur að þínu mati þegar hún ljær máls á því sem hún metur sem augljósa eftiröpun úr klámi í mörgum málum sem koma á borð lögreglunnar, eins og Sigríður komst að orði?

    Eða telurðu að lögreglan sé ekki til þess bær að meta hvernig kynferðisbrot sem kærð eru til hennar hafa þróast á liðnum árum og áratugum?“

    Með vísun í eðli máls samkvæmt, er auðvitað einhver eftiröpun úr klámi í kynferðisbrotum td. káf, sleikjur, fórnarlambið látið fróa geranda, sjúga geranda. Yfirleitt samanstanda nútíma kynferðisbrot einmitt af þessari upptalningu.

    Og því spyr ég. Eru kynferðisbrot framin á svæði þar sem ekkert klám er skoðað, og eingöngu er riðið í trúboðsstellingunni, eitthvað betri en nútíma kynferðisbrot? Er eitthvað betra að verða fyrir kynferðisbroti á svona klámlausu svæði? Getur verið að kynferðisbrotið á svona svæði sé þá ríðing í trúboðsstellingunni? Þ.e.a.s nauðgun? Eins og svo oft var á árum áður þegar fólk fékk ekki fróun úr klámi.

  • Kjartan Eggertsson

    Góð grein hjá Einar. Og hún sýnir að yfirvöld eru á villigötum í baráttunni við kynferðisafbrot. Kynhvötin verður ekki bæld eða frá nokkrum tekin og mun halda áfram að gera vart við sig á réttum tíma hjá drengjum jafnt sem stúlkum. Vilji yfirvöld koma í veg fyrir kynferðisafbrot þá er fræðsla um „rétta“ hegðun eina leiðin sem til er. Eltingaleikurinn við kynferðisafbrotamenn og klámmyndir mun aldrei skila nokkrum árangri.

  • Grétar Thor Ólafsson

    Þetta er ákaflega góður pistill hjá þér, Einar, eins og svo oft. Og þú kemur einmitt inn á eitt atriði sem svíður mér hvað mest, sem karlmanni, í umræðunni um klám.
    “ En, þótt það verði ekki rakið hér virðist eðlilegt að setja þetta í samhengi þess heiftúðuga áróðurs sem gerir karla sem hóp að ógeðslegum kúgurum sem beiti konur og börn kynferðislegu ofbeldi til að viðhalda „völdum“ sínum. Sá áróður hefur skapað viðurstyggilegt andrúmsloft lyga og haturs.“

    Þetta er einmitt meinið í jafnréttisumræðunni, oft á tíðum, hvort sem verið er að fjalla um ofbeldi eða klám. Karlmenn eru útlistaðir, sem heild, sem óalandi og óferjandi illmenni, sem virðast ekki vita neitt skemmtilegra en að nýðast á konum. Það er staðalímyndin sem verið er að teikna upp. Af fólki sem lítur á það sem skildu sína að berjast GEGN staðalímyndum.

    Hér er t.d. vísun í samantekt á rannsóknum sem sýnir hversu röng sú staðalímynd, sem sett er fram alla daga af ákveðnum aðilum, að karlmenn séu alltaf gerendur og aldrei fórnarlömb í heimilisofbeldi.

    Takk Einar, og takk Eva H. (ef þú lest þetta) fyrir ykkar þörfu og verðmætu greinar.

    http://www.csulb.edu/~mfiebert/assault.htm
    SUMMARY: This bibliography examines 286 scholarly investigations: 221 empirical studies and 65 reviews and/or analyses, which demonstrate that women are as physically aggressive, or more aggressive, than men in their relationships with their spouses or male partners. The aggregate sample size in the reviewed studies exceeds 371,600.

  • Davíð Ólafsson

    Getið þið, Einar og Grétar, bent mér á dæmi um þetta:

    “ … samhengi þess heiftúðuga áróðurs sem gerir karla sem hóp að ógeðslegum kúgurum sem beiti konur og börn kynferðislegu ofbeldi til að viðhalda „völdum“ sínum. Sá áróður hefur skapað viðurstyggilegt andrúmsloft lyga og haturs.“ (ES)

    og

    „Karlmenn eru útlistaðir, sem heild, sem óalandi og óferjandi illmenni, sem virðast ekki vita neitt skemmtilegra en að nýðast á konum.“ (GTÓ).

    Kv., Davíð

  • Guðjón Örn

    Davíð Ólafsson

    Dæmið við fyrri spurningunni er þegar feministar settu af stað auglýsingarherferð undir slogan-inu „Karlmenn nauðga“

    Dæmið við seinni spurningunni er þegar sagt er að þeir sem horfi á klám leiðist útí barnanýð = eða semsagt að mikill meirihluti karlmanna séu líklegir til að vera barnanýðingar.

    Ég hef séð feminista flokka það sem kvenhatur að segja að, ekki konur í heild sinni, heldur bara feministar séu húmorslausir…. þannig að þessi tvö ofangreind dæmi ættu fyllilega að flokkast undir hatur samkvæmt feminískum viðmiðum.

  • Guðjón Örn

    p.s. fyrir utan hversu augljóslega svona fullyrðingar eru lygi

  • Sæll Davíð.

    1. Já, ég lít á umrædda aðila sem hagsmunaaðila. Stígamót gera beinlínis út á fjárstuðning frá hinu opinbera til að fjármagna starfsemi sem byggir á pólitískri afstöðu en ekki á viðleitni til að gera hlutlausa greiningu (þetta má sjá á heimasíðu þeirra). Þess vegna eru það hagsmunir samtakanna að gera sem mest úr þeirri ógn sem kynferðisofbeldi er. Eitt ljótasta dæmið um þetta er að samtökin tala um drengi allt niður í tíu ára aldur sem kynferðisofbeldismenn (og sumir þessara drengja vita án ef að átt er við þá), og byggja þar eingöngu á samtölum við meinta þolendur. Lögreglan er heldur ekki hlutlaus aðili. Það er sterk tilhneiging hjá henni að gera mikið úr þeim vandamálum sem hún fæst við, samtímis því sem hrópað er á meira fé.

    2. Mér finnast þessi ummæli sem þú nefnir afar ógeðfelld. Þau eru algerlega ómálefnaleg, og ekkert skárri en ofstækið sem einkennir tal dólgafemínista.

  • Brynjar Jóhannsson

    Æji, Einar af öllum pistlum þínum gegnum tíðina (sem flestir eru mjög góðir) þá verð ég að segja að þessi pistill er frekar pirrandi og yfirlætisfullur. En þér hefur tekist hinsvegar á sannfærandi hátt að sýna fram á að þessi Gail er ekkert sérlega trúverðugur „vísindamaður“. Ok, gott og vel. Ég er líka sannarlega sammála t.d. Valgarði sem talar um hversu leiðigjarnt það er að margir benda á að rannsóknir hafa sýnt þetta og hitt án þess að benda á neinar rannsóknir. Þetta er vissulega ódýrasta röksemdarfærsla sem til er.

    En pirringur minn beinist fyrst og fremst út á það að Gail þessi er að segja mjög mikið af kommon sense hlutum sem ekki allir eru að tala um og þarf að segja, en þú skýtur niður af tæknilegum ástæðum Aðalatriðin eru:

    – Er gróft klám ávanabindandi? Já. Ef þú ert í vafa með þessa fullyrðingu, bíddu í nokkur ár. Flettu upp á þessum pistli þínum einn góðann vetrardag árið t.d. 2018 og athugaðu hvort þú verðir enn jafnsannfærður um að þetta hafi mest allt verið móðursýki (þó ég viti að þú notaðir ekki þá lýsingu)

    – Er það alvarlegt mál að í hinum versnandi heimi af grófu klámi sé talað um konur sem cum dumps, slut holes osfrv? Já, grafalvarlegt vegna þess að þetta eru ekki bara einn og einn skápaperri úti í heimi sem horfa á þessar vefsíður. Ef svo væri, þá væru þessar vefsíður ekki svona margar.

    Einu sinni heyrði maður þá staðhæfðingu að fyrir hverja eina „venjulega“ vefsíðu sem til er, þá eru til 5 klámsíður. Vel má vera að þetta sé stórlega ýkt, en ljóst er að þessar vefsíður eru viðbjóðslega margar. Það væri ekki leiðinlegt að sjá alvöru tölfræði í kringum hversu margar IPtölur hafa sótt dæmigerða vefsíðu af grófu klámi.

    EN… á þá að banna þessar síður með því að búa til einskonar eldvegg kringum landið? Nei, hliðarverkanirnar yrðu alltof slæmar og þetta er vond lausn. En má þá alls ekki benda á hættur þessa efnis? Því fleiri sem eru upplýstir um þennan viðbjóð, því meiri líkur á að hægt sé að uppfræða okkar unga fólk að það sé ekkert eðlilegt við þennan heim. Mér finnst t.d. meiningin með þessari staðhæfingu Gail einkar áhugaverð „Þessi þróun hlýtur að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framtíðina því ef ekki, þá er allt sem við höfum lært um sálfræði og félagsfræði fram til þessa beinlínis rangt.“

  • Brynjar spyr:

    „- Er gróft klám ávanabindandi…“

    Kynlöngun er þriðja mikilvægasta þörfin í Maslov píramíddanum, ein af frumþörfum mannsins. Að efni sem höfðar til þessarar kenndar sé skilgreint „ávanabindandi“ ef einhver horfir reglulega á það er svipað og að segja að food-network þættir séu „ávanabindandi“ (eru það vissulega fyrir sumum)
    Bæði klám og food-network þættir, og mellowdrama þættir og hryllingsmyndir og adrenalin kick í íþróttum og sykur og fleira og fleira; er auðveldlega hægt að kalla ávanabindandi… en það er ekki það sem feministar eru að segja, Þeir eru að halda því fram að klám sé svo ávanabindandi að líkja megi því við heróin, af því að „notandinn“ sé líklegur til að breytast í andfélagslegan brjálæðing við að horfa á það.

    Það er ekki bara bull, það er þverrt á þekkingu félagsvísindanna því í hvert skipti sem komið hefur upp svona Oprah Winfrey kenninga histería um að t.d. ofbeldi eða klám í sjónvarpi hafi ægileg áhrif – þá hafa tölfræðilegar kannanir aldrei sýnt meira en mjög veika fylgni (veikari en fylgnin á milli biblíulesturs og ofbeldis t.d.)

    „- Er það alvarlegt mál að í hinum versnandi heimi…“

    Glæpatíðni hefur farið niður í öllum vestrænum samfélögum síðustu 35 ár samkvæmt WHO og FBI. (sömu löndum og eru liberal varðandi tjáningafrelsi og klám)

    „Þessi þróun hlýtur að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framtíðina því ef ekki, þá er allt sem við höfum lært um sálfræði og félagsfræði fram til þessa beinlínis rangt.“

    Slippery slope „rök“ –
    Ég veit ekki hvaða félagsfræði eða sálfræði Gail er að vísa í, en fullyrðingar um slippery slope þar sem klámneysla leiðir karlmenn yfir í barnaklám eru þverrt á consensus sálfræðinnar (barnagirnd er ekki smitandi sjúkleiki).

    Og hvað varðar félagsfræðina; þá, á nákvæmlega sama tíma og aðgengi að klámi hefur aukist (klámvæðing síðustu áratugi) hafa allir glæpir fallið (þar á meðal nauðganir). Þannig að það er ekki bara engin fylgni á milli kláms og ofbeldis, það er öfug fylgni.

  • P.s. Ég hef aldrei séð „rannsókn“ frá kynjafræðingi um hvort klám sé ávandabindandi – án þess að rannsóknin sé byggð á viðtölum

    Kynjafræðingar virðast ekki vita hvað double-blind experiment er.

    Að kynjafræðingar haldi að það sé vísindalegt að gefa sér „staðreyndir“ um macro-þjóðfélag útfrá viðtölum og túlkunum sínum á því sýnir svart á hvítu að þessi grein eru pseudo-science.

    Hin vísindalega aðferð er ekki bara eins og bókmenntafræði : bara viðtöl og huglægar túlkanir og svona.

  • Gunnar Waage

    Það þýðir ekkert að vísa í persónur eins og oft er reynt, það skiptir engu hvort fólk gegnir einhverri stöðu svo sem ráðherrastöðu, saksóknaraembætti ect. Allt þarf þetta fólk að gera grein fyrir máli sínu og vísa eftir atvikum í töluleg gögn máli sínu til stuðnings. Það að gefa bulli einhvern gæðastimpil einungis út á að einhver sómamaður eða kona hafi fellt þau, það er ekki boðlegt hugarfar.

    Þær rannsóknir sem ég hef rekist á á undanförnum dögum sýna áhorf kynferðisglæpamanna á klám. Þær tölur segja manni bara ekkert um möguleikann á því að klám geti þróað upp barnagirnd hjá heilbrigðum einstaklingum, því miður. Það hefur einfaldlega ekki verið sýnt fram á þau tengsl.

    Ég tek undir með Einar og þykir mér það vítavert ábyrgðarleysi af ráðherra og starfsmönnum lögreglu að gefa í skyn að um þessi tengsl sé að ræða án þess að vísa þá í rannsóknir sem sýna það. Það einfaldlega stenst engar kröfur í nútímalegri umræðu, að vitna í persónur eða eða ummæli.

  • Ég er svo þakklát fyrir fólk eins og Skúla, sem lætur sér annt um þjóðina og framtíð hennar. Sem þorir að spyrja sig erfiðra spurninga, og ýta greinilega á veikan blett hjá klámhundum eins og þér.
    Er klám fullt af virðingu við konur? Endilega googlaðu það. Það þarf ekki fræðimann til að sjá að konum er mysþyrmt og niðurlægðar áhorfendum til skemmtunar. Er það hvað við viljum ala þjóðina á? Er það ekki það sem um sirka 70% drengja eru að horfa á í dag? Að segja að klám hafi engin áhrif á þann sem horfir á er fáranlegt. Þú ættir kannski líka að kíkja á næsta bókasafn og lesa nokkrar fræðimannabækur um félagsmótun, og herramennsku.

  • Áttu við að þessir hagsmunaaðilar eins og þú og aðrir siðblindir menn séu annars vegar hlutlausir í afstöðu sinni, og hafi hins vegar eitthvað áreiðanlegt til að byggja á (annað en „álit“ sitt)?

    Ég er með nokkrar spurningar til þín:

    1. Heldur þú að það sé hollt fyrir manneskju að horfa á klám þar sem konum er misþyrmt af fleirum en einum karlmanni á sama tíma?

    2. Heldur þú að það hafi engin áhrif á þann sem horfir á þetta?

    3. Er þér sama um þær konur sem er nauðgað, misþyrmt og lítilækkaðar í þessum athöfnum?

    4. Finnst þér skrítið að fólk með réttlætiskennd berjist fyrir rétti þessara kvenna og berjist fyrir heilbrigðu samfélagi án þessa sora? Og finnst þér skrítið að foreldrar vilja koma í veg fyrir það að börnin sín sjá þetta ofbeldi?

    5. Það eru meira en 20 milljónir karla, kvenna og barna sem eru föst í mannsali á hverju ári. Helduru að það séu engin tengls á milli mannsals og klámiðnaðarins?

    Ég sem giftur maður og sem sonur mun vegna þeirrar virðingu og þakklæti sem ég hef fyrir konum, aldrei leggja klámiðnaðinum lið með því að samþykkja það sem er verið að gera og allra síst með því að taka þátt í því, með því að horfa á þennan viðbjóð!

  • Brynjar: Mér finnst yfirlæti yfirleitt ömurlegt, svo ég yrði þér þakklátur (já, í alvöru) ef þú vildir útskýra fyrir mér hvað þér fannst yfirlætislegt hjá mér.

    Ég hef ekki hugmynd um hvort gróft klám er ávanabindandi (og sé ekki alveg hvernig hægt er að mæla það), en ég sé ekki hvernig það tengist umræðuefninu.

    Það er margt sem líta má sem alvarlegt í menningu okkar, t.d. urmulinn af ógeðslegum ofbeldismyndum (og dýrkunina aldalöngu á ofbeldismönnum í Íslendingasögunum). Það er hins vegar ljóst að þetta verður ekki stoppað nema með ritskoðun á netinu sem ég efast um að margir séu tilbúnir að samþykkja (og sem samt er hægt að komast fram hjá).

    Ég hef engin gögn séð sem benda til að klámsíður séu umtalsverður hluti vefsíðna, en það er heldur ekki málið, heldur hitt, hvort horf á klám leiði til ofbeldis. Enn sem komið er hafa ekki verið lögð fram nein gögn sem sýna fram á það.

  • Gerður: Mér sýnist afstaða þín til málefnalegrar umræðu vera slík að það sé tilgangslaust að svara því sem þú segir.

  • Berið þið enga virðingu fyrir kvenþjóðinni?
    Þetta er eins og að segja; ,,Já, ég ber mikla virðingu fyrir blökkumönnum, en mér finnst samt allt í lagi að fólk geti horft á myndbönd af öðrum karlmönnum/fólki misþyrma þeim og lemja þá í klessu, pissa á þá og niðurlægja. Það er allt í lagi. En í alvöru ég ber sko mikla virðingu fyrir blökkumönnum.“
    Þetta kemur ekki heim og saman! Nútímaklám er ekkert öðruvísi. Með því að horfa á klám ertu líka að taka þátt í verknaðinum og samþykkja hann, og með því að tala með klámi ertu ekki að bera virðingu fyrir konum.

  • Stefán, þú segir:

    „Þetta er eins og að segja; ,,Já, ég ber mikla virðingu fyrir blökkumönnum, en mér finnst samt allt í lagi að fólk geti horft á myndbönd af öðrum karlmönnum/fólki misþyrma þeim og lemja þá í klessu, pissa á þá og niðurlægja.“

    Áður en þú slúttaðir þessu með „pissa…og niðurlægja“ þá var ég að fara að segja: „ertu að meina box og MMA?“

    Og lets face it, hlutfall kláms þar sem er pissað á fólk og etc – Vs. annað klám – er svona svipað og hlutfallið á milli MMA myndbanda og götuslagsmála-myndbanda á netinu.

    Það er enginn hópur af kynjajöfnuðum karlmönnum að berjast gegn vondri meðferð á íþróttamönnum sem fæstir fá vel borgað miðað við hversu ílla þeir fara með sig, (íþróttir eru nefnilega ekkert sérlega hollar á atvinnumannastigi).

    Það eru til dæmi úr boxi um að boxarar hafi fengið short end of the stick og verið misnotaðir fjárhagslega og sálrænt af umbjóðendum sínum. Ég efast að sjálfsögðu ekki um að slíkt fynnist í klámbransanum (og fleiri brönsum)…

    Ég skil ekki hver eiga að vera viðmiðin þegar kemur að því að skilgreina hver er undir og hver er yfir í klámi. Eina sem ég heyri frá kynjafræðingum þegar þær tala um drottnunarklám er að ef karlmaður er í stöðu þar sem hann myndi auðveldlega getað yfirbugað konuna, ef þau væru á annað borð að slást, að þá sé það drottnunar tilbrygði?

    Ég horfi á sama myndband og sé ekkert nema casual sport fucking? .

    Flestar stellingar sem ég hef prufað krefjast þess að ein/n sé ofar en hin/n í centimetrum frá jörðu talið? .

    Mér fynnst reyndar það lýsa frekar flippuðu hugarfari að láta eins og guilty pleasure yfirgnæfandi meirihluta manna hafi ekkert með þriðju hæstu löngun mannskepnunar (í Maslow piramídanum) að gera, “heldur sé einhverskonar undirliggjandi leið til að drottna yfir öðrum”… Ég gapi blikkandi á fólk sem fullyrðir svona.

    Klám er eins og hryllingsmyndir, 90% af þeim eru drasl, 9% áhorfanlegt og 1% Snilld.

    Og varðandi blessaðar ógurlegu staðalímyndirnar sem ungar stúlkur geta víst varla hreyft sig útaf. Ef hópur kynjajafnaðara karla væru vælandi yfir að slúður og kjaftasögur kvenna væru í raun leið til að drottna yfir karlmönnum og stinga þá í bakið, og því ætti að banna konum að tala saman í síma klukkustundum saman, því gögn sýndu að konur eru með margfalda símreikninga að meðaltali miðað við karla…, og því þyrfti að banna slíkt, þvi að það væri leið Mæðraveldisins til að stjórna samfélaginu. Þá myndi ég segja; Life suck´s, get a helmet.

    Afhverju halda alltaf messtu teprunar og veimiltítlunar að eðli þeirra sem fjörugari eru sé einhverskonar afmyndun á því sem þau telja eðlilega náttúru; sýna eigin?

    Alveg eins og til er fullt af fólki sem langar að vera lokað í hring og slást í UFC, þá er til fólk sem vill stunda harkalegt kynlíf – einhver prósenta af þeim er tilbúið að gera það fyrir pening, alveg eins og einhver prósenta af slagsmálahundum vilja slást fyrir pening, og örugglega færri sem fá borgað heldur en vilja – sem myndi þá útskýra öll amateur slagsmála (og klám) videoin á netinu. Bunch af slíkum götuslagsmála myndböndum eru á youtube; sem „ungir áhrifagjarnir karlmenn” eigi jafnvel auðveldar með að komast í.
    Það er reyndar sterk tenging á milli testosterón flæði og allskyns ærslagangs (í báðum kynjum) , þeir einstaklingar sem eru með meira testosterón flæði í blóðinu eru líklegari til að vera kynferðislega aktífir og lifa viltara kynlífi , og einnig líklegari til að hafa gaman af contact sports, auk þess sem slíkt fólk er líklegara til að vera með sýniþörf (exhibitionist) Aftur á móti eru þeir sem eru með minna flæði af testosteróni, líklegari til að vera teprur og að vera ílla við ofangreind læti.

    Er testosterón þá kannski rót allrar þeirrar „ónáttúru“ sem feministar (pjúritanar) berjast gegn.? Er testosterón kannski eitthvað sem við eigum að reyna að minnka í samfélaginu, af því að það veldur svo miklum usla? Er á annaðborð hægt að segja að að eitt virkasta hormón þróunarsögunnar sé ónáttúrulegt óeðli og pervertismi?

    Hvorki ég né taugavísindi getum afskrifað eða neitað því að það er fylgni á mill allskyns galsafulls “pervertisma” og testosterone magni í blóði. Og ekki getum við neitað heldur að það er töluverð fylgni á milli magn testosteróns í líkama, og af hvaða kyni maður er.

    Að verja Klámbransann er soldið eins og að verja nammi. Auðvitað er nammi óhollt í óhófi , og auðvitað getur klám verið það líka. En allt nammi er ekki einhverjir amfetamín Monster drykkir, og fyrir utan það; eins manns eitur er samt annars manns ráðlagður dagskammtur.

    Hugmyndir púritanana um hvað best sé að gera í þessum perraskap er að banna hann. Pjúrítanar eru ansi einsleitir þegar það kemur að ráðum; allir virðast þeir halda að siðferði verði tryggt með því að taka ábyrgð af þegnum og setja hana á leynilöggur.

  • Tek undir með Brynjari. Vissulega er þessi Gail að skjóta sig í löppina með svaðalegum fullyrðingum sem engar rannsóknir virðast styðja.
    En þið sem gerið sem minnst úr klámvæðingu og heimtið ritrýndar rannsóknir og greinar áður en þið viðurkennið klámbylgjuna — kommon krakkar! Hafið þið ekkert farið á Internetið síðustu 15 árin eða svo?
    Mín kynslóð drengja (fæddur 64) komst í stöku klámblað og starði stórum augum á berar konur. Ungir krakkar í dag slá inn örfá orð í tölvuna eða iPadinn og skjárinn fyllist af harðasta ofbeldis- og niðurlægingarklámi á video í HD . Þetta er engar Playboy myndir – eða Samúel – það er leikur einn fyrir 10 ára krakka að finna svo óheyrilega subbulegt efni – myndskeið sem ekki er hægt að þurrka út úr kollinum, hafi þau séð þau einu sinni. Ég man enn í dag eftir myndum sem ég sá í árdaga Internetsins af slysum og afleiðingum slysa sem einhver vildi endilega sýna mér. Ég get ekki þurrkað þær myndir úr kollinum – ég get ekki „afséð“ þær. Þannig er áreiðanlega með marga krakka sem þora ekki að segja „Oj, ég vil ekki horfa“ þegar félagarnir mana hver aðra í að leita uppi netklám.
    Við skulum endilega gera kröfur þegar fólk heldur fram rosalegum fullyrðingum eins og þess erlendi gestur. En í guðanna bænum, ekki sveifla pendúlnum alveg í hina áttina og afneita staðreyndum sem blasa við hverjum manni sem nennir að opna augun og horfa í kringum sig.
    Ef þið efist – væruð þið þá til í að svara þremur spurningum með mér? Mitt svar fylgir – en svari hver fyrir sig.
    1. Er aðgangur barna í dag að klámi þúsund sinnum auðveldari og greiðari en hjá okkar kynslóð? Já.
    2. Er klámið sem þessir krakkar geta nálgast fyrirhafnarlaust oft á tíðum hreinn viðbjóður, ekki endilega út frá kynjafræðum eða feminisma, heldur bara mannleg niðurlæging og ljót samskipti fólks? Já.
    3. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því að börn allt niður í tíu ára eða yngri horfi á slíkt efni? Já.
    Segið mér nú endilega hvaða JÁ af þessum þremur viljið þið draga í efa, þangað til niðurstöður tvíblindrar ritrýndrar rannsóknar liggja fyrir.

  • spurning 1: Já, sammála (en það á við um MMA, ofbeldi, sprengjuárásir í beinni, náttúruhamfarir og fl og fl, – ekkert af því viljum við banna)

    Spurning 2: Já, en hversu stórt hlutfall það er er stórlega ýkt.

    Spurning 3: Já, fyrir foreldra (þeir eiga að bera ábyrgð á siðsæmi barna sinna, ekki ríkið eða skólakerfið). En börn sem eru tíu ára eru mis viðkvæm – ég hafði séð nóg af hryllingsmyndym og klámi á þeim aldri – það skaðaði mig ekki neitt, en hafði vissulega áhrif.

    Ég skil ekki afhverju fólk heldur að það sé gott argument að tala um hversu mikið áhrif þetta hafi – Allt sem er þess virði að horfa á hefur áhrif á fólk. Það er enginn í Hollywood að reyna að búa til mynd sem höfðar ekki til sterkra tilfinninga. Kynlöngun er 3 æðsta löngun mannsins í Maslov píramíddanum. Hellingur af strákum (þar á meðal ég ) eru komnir með villta kynlöngun langt fyrir 10 ára aldur, og langt áður en þeir eru líklegir til að fá tækifæri til að kynnast sjálfum sér og öðrum í kynlífsleikjum. Og „kynlífsfræðsla“ frá einhverum kaffi-andremu kennara undir fyrirskipan námskrár, hönnuð af heimsins messtu lúðum (stjórnmálamönnum) er ekki að fara að setja tappa á eðli stráka sem hafa þróast svona í milljónir ára fyrir tíma samfélaga – vegna þess að á þeim tíma dó fólk rétt yfir tvítugt og þurfti að vera búið að fjölga sér langt fyrir þann aldur sem nú telst siðsamlegt að fara að hugsa um og þrá kynlíf. Klám kemur sér vel, útaf því að samfélagið samþykir ílla eðli stráka nema að þeir feli það. Það verður eflaust hægt að genatískt breyta fólki þannig að það sé ekki með þessar fornaldrar þrár og passi betur að yfirborðslegu samfélagi (ritalin only goes so far) , en þá komum við að því að pjúritananir (sem flestir eru vinstri menn) eru líka á móti öllum genabreytingum. þeir setja standarda sem passa fullkomlega við sig og blammera svo alla sem passa ekki inní það postulíns mót.

    Sumt klám er ógeðslegt hinsvegar, og ef málstaður feminista væri að sumt klám væri ekki nógu fallegt, þá væri enginn ósammála þeim. En það er bara alls ekki það sem verið er að segja; Feministar segja að allt klám sé misþyrming á bæði þeim sem framleiða það og þeim sem horfa á það.

    Slíkt sýnir bara svart á hvítu að þeir vita ekkert hvað þeir eru að tala um.

  • Einar, mér þætti áhugavert að sjá svör þín við spurningum Arons? Ég skil þær eftir hér aftur.

    „Áttu við að þessir hagsmunaaðilar eins og þú og aðrir siðblindir menn séu annars vegar hlutlausir í afstöðu sinni, og hafi hins vegar eitthvað áreiðanlegt til að byggja á (annað en „álit“ sitt)?

    Ég er með nokkrar spurningar til þín:

    1. Heldur þú að það sé hollt fyrir manneskju að horfa á klám þar sem konum er misþyrmt af fleirum en einum karlmanni á sama tíma?

    2. Heldur þú að það hafi engin áhrif á þann sem horfir á þetta?

    3. Er þér sama um þær konur sem er nauðgað, misþyrmt og lítilækkaðar í þessum athöfnum?

    4. Finnst þér skrítið að fólk með réttlætiskennd berjist fyrir rétti þessara kvenna og berjist fyrir heilbrigðu samfélagi án þessa sora? Og finnst þér skrítið að foreldrar vilja koma í veg fyrir það að börnin sín sjá þetta ofbeldi?

    5. Það eru meira en 20 milljónir karla, kvenna og barna sem eru föst í mannsali á hverju ári. Helduru að það séu engin tengls á milli mannsals og klámiðnaðarins?

    Ég sem giftur maður og sem sonur mun vegna þeirrar virðingu og þakklæti sem ég hef fyrir konum, aldrei leggja klámiðnaðinum lið með því að samþykkja það sem er verið að gera og allra síst með því að taka þátt í því, með því að horfa á þennan viðbjóð!“

    Og Nafnlaus: Ég held að eðli flestra karlmanna sé ekkert í líkingu við þitt, þannig að vertu ekki að alhæfa fyrir restina af okkur.

  • Gunnar. 70% drengja alls staðar í vestrænum heimi segjast horfa einu sinni eða oftar á klám í viku (segjast btw, wink wink)

    Þannig að alhæfingin er þín , ekki mín

  • Það sem við gerum er ekki endilega eðli okkar, heldur það sem við lærum oftar en ekki af samfélaginu.

  • „Það sem við gerum er ekki endilega eðli okkar, heldur það sem við lærum oftar en ekki af samfélaginu.“

    Þú ætlar ekki að fara að segja mér að kynkvöt drengja undir lögaldri sé tilkominn vegna þess að samfélag manna hefur verið við lýði í 12000 ár plús?

    Þannig að við ætlum bara að hoppa yfir hin 250 milljón árin þar sem kynlíf þróaðist og var stundað, og mæður eiginuðust yfirleitt börn í kringum 12 ára aldur.

    Félagsmótun er vissulega faktor, en það sem ég er að benda á er að þó samfélög þróist hratt, þá er líkami okkar og frumlanganir langt á eftir, því þróunn lífvera tekur margfallt lengri tíma en þróun hugmynda og samfélags-sáttmála.

    Eða m.ö.o taugaboðefni í blóðinu okkar í dag eru 99% með samskonar virkni og þau voru langt fyrir tíma mannlegra samfélaga.

    Það er margfallt nærtækara að tala um „eðli“ í samhengi við þróun lífvera, heldur en þróun siða, þó vissulega sé víxlverkun þar á milli.

  • Gunnar, Aron

    Þessar spurningar eru bara vitleysa, við erum ekki að ræða einstka skoðun Einars eða annarra hérna á því hvort þeim finnst í lagi að einhver sé misnotaður eða ekki. Það er verið að ræða hvort að gróf myndbönd á netinu hafi raunverulega áhrif til hins verra eða ekki og þær staðreyndir sem að postular eins og þið berið fram.

    Nauðgangir og misnotkun var margfalt verri fyrr á öldum LÖNGU áður en internetið varð til. Misnotkun og nauðganir er tíðastar í löndum sem ekki einu sinni hafa aðgang að netinu.

    Ég eins og flestir er búinn að sjá óragrynni kláms og hef haft gaman af, í dag lifi ég eðlilegu lífi og ég get ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkt að ég sé ekki normal eða verði barnaperri einn daginn.

    Þið eruð á villigötum og þetta er ekki lógískt sem þið haldið fram, þetta er saumaklúbburinn kominn í mainstream. Þetta eru eldklerkar sem vilja banna klám eins og sumir vilja banna homma því þeir hafa svo slæm áhrif á okkur hin, banna vestræna menningu því hún er svo slæm og svona mætti lengi telja.

    Þið hafið ekki leyfi til að hefta frelsi okkar hinna eða val fólks fyrr en þið getið sýnt fram með afgerandi hætti að eitthvað verulega slæmt sé í gangi og það er enn ekki búið að því. Þið lendi svo alltaf í því að ráðast á persónuna með spurningum sem ekki er verið að ræða eins og hér.

    Enn og aftur, ofbeldi er mest þar sem net aðgengi er jafnvel ekkert, þetta eitt og sér ætti að segja ykkur að þið eruð ekki á réttri braut og þetta er orðið trúarlegs eðlils.

    Simon

    Simon

    Simon

  • Rakvélar eru bannaðar víða um lönd til þess að karlmenn fari ekki á mis við sanna karlmennsku.

  • Simon:

    „Það er verið að ræða hvort að gróf myndbönd á netinu hafi raunverulega áhrif til hins verra eða ekki“
    Akkúrat. Lestu yfir spurningarnar aftur og segðu mér að þær snúist ekki um það.

    „Nauðgangir og misnotkun var margfalt verri fyrr á öldum LÖNGU áður en internetið varð til. Misnotkun og nauðganir er tíðastar í löndum sem ekki einu sinni hafa aðgang að netinu.“
    Hefuru heimildir fyrir þessu? Eða ert þú bara svona aldagamall?

    „Ég eins og flestir er búinn að sjá óragrynni kláms og hef haft gaman af, í dag lifi ég eðlilegu lífi og ég get ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkt að ég sé ekki normal eða verði barnaperri einn daginn.“
    Nei, en þér finnst allt í lagi að horfa á karlmenn niðulægja konur eins og 80% nútíma kláms í dag er. Ég myndi segja að þú sért lifandi dæmi um að klám hefur áhrif.

    „Þið hafið ekki leyfi til að hefta frelsi okkar hinna eða val fólks fyrr en þið getið sýnt fram með afgerandi hætti að eitthvað verulega slæmt sé í gangi og það er enn ekki búið að því.“
    Með því að horfa á klám ertu að taka þátt í því að hefta frelsi þúsunda kvenna. Það er enginn réttur að fá að horfa á aðrar manneskjur niðulægðar og mysþyrmt. Ef við eigum að berjast fyrir rétti einhvers, þá er það einmitt þessara kvenna sem eru margar hverjar haldnar þarna nauðugar án nokkurra réttinda.

  • Símon,
    þér finnst þessar spurningar kanski vitleysa því þær eru óþæginlegar og ef þeim er svarað kemur í ljós staðreindir sem þú og fleiri vilja ekki sjá. þessar spurningar mínar eru ekki bara um persónulega skoðun Einars! þessar spurningar eru til allra þeirra sem eru að verja og horfa á gróft klám. Endilega svara þú þeim líka, væri áhugavert að sjá svörin. Þá kemur líka kanski í ljóst hvort að þetta mikla klámáhorf þitt hafi haft einhver áhrif á þig…

    Er það réttur þinn að fá að horfa á gróft klám? Sérðu ekkert að þesari staðhæfingu þinni? Mér finnst svo sjálfselskt og skammarlegt að þú sért að reyna að berjast fyrir þínum rétti að fá að horfa á konur verða beitt grófu ofbeldi, misnotkun og niðurlægingu. Þú ættir að vera að berjast fyrir rétti þessara kvenna og frelsi þeirra!

    Endilega svaraðu þessari spurningu líka:
    Hvort er mikilvægara: Að þú fáir að horfa á gróft klám þar sem konum er beitt ofbeldi og er misþyrmt eða að þessar konur eignist betra líf án ofbeldis og niðurlægingar?

    Þú ættir að skammast þín og ég er viss um að ef móðir þín sæi hvað þú værir að skrifa og hver skoðun þín er á þessum málum myndi hún flengja þig!

  • María Hjálmtýsdóttir

    http://www.thepinkcross.org/ – Hér er síða til að gramsa í…

  • Fann nokkra kvóta frá klámframleiðendum og klámstjörnum. Áhugavert. Meira að segja þeir viðurkenna að þetta er farið úr böndunum.

    „Where else but in porn can you see a guy who just met a girl that day crack her around, choke her out.“ – Brandon Iron, porn producer

    Max Hardcore
    „I’m not here to apologize. I’m just here to say, ‘We make entertainment and let’s see how far we can take it.'“ – Max Hardcore, former porn performer/producer

    Khan Tusion
    „Degradation drives the business. … There are things going on right now that are way over the line.“ – Khan Tusion, porn producer

    Paul Thomas
    „Even the mildest pornography is shocking to the average person. I’m surprised it’s legal.“ – Paul Thomas, porn producer

    Vince Vouyer
    „The girls get torn up like usual.“ – Vince Vouyer, porn producer

    Lexington Steele
    „I find myself not that much unlike the slaves and slave traders of some 400 years ago. I participate in the most heinous of ALL trades- THE BUYING AND SELLING OF HUMAN FLESH. I trade my own flesh for monetary compensation and I sell the flesh of others for the same.“ – Lexington Steele, porn performer/producer

    John Stagliano
    „I was the first to shoot Rocco. Together we evolved toward rougher stuff. He started to spit on girls. A strong male-dominant thing, with women being pushed to their limit. It looks like violence but it’s not. I mean, pleasure and pain are the same thing, right?“ – John Stagliano, porn producer

    Julie Meadows
    „This industry is full of people that hate – literally HATE women.“ – Julie Meadows, former porn star

  • Steel Rocco og fucking max hardcore, nice, þú ert að qouta einhvera verstu mennina í öllum bransanum, myndir Max Hardcores eru álíka mainstream klám og Cannibal Holocaust er venjuleg hrollveikja , það er bókstaflega bara einn aðili verri en Max og það er khan og þá ertu kominn út í fringe fyrirbæri.

    Myndir John Stagalinos,Steeles og Roccos eru langt frá því að vera mainstream.
    Ef venjuleg hryllingsmynd er The RIng þá eru myndir þeirra Hostel

  • Steel Rocco og fucking max hardcore, nice, þú ert að qouta einhvera verstu mennina í öllum bransanum, myndir Max Hardcores eru álíka mainstream klám og Cannibal Holocaust er venjuleg hrollveikja , það er bókstaflega bara einn aðili verri en Max og það er khan og þá ertu kominn út í fringe fyrirbæri.

    Myndir John Stagalinos,Steeles og Roccos eru langt frá því að vera mainstream.
    Ef venjuleg hryllingsmynd er The RIng þá eru myndir þeirra Hostel
    NEi úps þú fucking qoutaði Khan náungan sem er álitinn scum of the world í klámbransanum og er án efa aðilinn sem framleiðir það versta klám sem framleitt er í Bna , meina þetta er gaur sem Rocco vil ekki ekki eini sinni vinna með,
    Max Hardcore sat inni í fangelsi fyrir að gera vægari hluti í klámmyndum sínum en Khan gerir

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur