Í gær birtist á forsíðu Fréttablaðsins grein um yfirvofandi vopnaleit á gestum í húsi Alþingis. „Fréttin“ er dæmigerð íslensk kranablaðamennska; þetta er löng og nánast samfelld athugasemdalaus tilvitnun í skrifstofustjóra þingsins, sem virðist alveg hafa misst tökin á tilverunni, hvað þá þeirri skynsemi og yfirvegun sem óskandi væri að maður í hans stöðu byggi yfir. […]
Þann 16. nóvember í fyrra var Lárus Páll Birgisson dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn lögreglulögum af því að hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu, sem krafðist þess að hann yfirgæfi gangstéttina fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna þar sem hann stóð með skilti. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lárus er dæmdur fyrir svipað „brot“. […]
Á Íslandi ríkir bændaveldi. Í þúsund ár voru það bændur sem réðu lögum og lofum, kúguðu hjúin og komu í veg fyrir að almenningur gæti um frjálst höfuð strokið, hvað þá að alþýðan gæti starfað við það sem henni sýndist, og engir komust til mennta nema þeir sem áttu ríka bændur að. Allar valdastöður í […]
Af einhverjum ástæðum varð ég óskaplega dapur yfir miklu af umræðunni um þennan pistil Evu Hauksdóttur (og þennan), sem fjallar um höfundarrétt og hvort háskólar eigi að starfa fyrir opnum tjöldum eða vera einhvers konar frímúrarareglur. Umræðan hefur ekki síst snúist um eftirfarandi spurningar (sem annars vegar var beinlínis spurt í ofannefndum pistlum, og sem […]
Skoðið sérstaklega hreyfimyndina fyrir neðan fyrstu tvær myndirnar: http://www.actuary.is/hagur/netto-eignir-og-skuldir-kynsloda/
Nýlega kom út skýrsla stýrihóps hjá Reykjavíkurborg um Kynjaða fjárhags- og áætlunargerð. Hér að neðan rek ég nokkur dæmi úr þessari skýrslu, og geri svolitlar athugasemdir til skýringa. Það er lítil ástæða til að ræða þetta mikið, því geggjunin er svo augljós. Eina spurningin sem ástæða er til að spyrja er hvort Reykjavíkurborg muni fljótlega […]