Fimmtudagur 28.03.2013 - 11:45 - 7 ummæli

Þrjátíu gullpeningar handa Ástu R.

Vegna mikils verðfalls á silfri síðustu tvö þúsund árin hefur verið ákveðið að leysa Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, út með þrjátíu gullpeningum þegar hún lýkur störfum í vor.

Í öðru og þriðja sæti eru Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir.  Þau verða að láta sér nægja silfur í þetta sinn, en á næsta þingi verður Ásta ekki meðal keppenda, svo möguleikar þeirra á gulli ættu að aukast umtalsvert.

Þrjátíu bronspeninga fær Guðmundur Steingrímsson.  Hann er nýliði í bransanum og enn ekki ljóst hvort hann hefur til lengdar þann sálarstyrk sem þarf til að vinna þau verk sem að jafnaði hafa verið launuð með þrjátíu silfurpeningum.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Það ætti að draga af henni 10 gullpeninga fyrir dónaskapurinn sem hún sýndi Birgittu í gær. Þetta flokkast undir einelti.
    Síðan ætti að draga af henni tuttugu fyrir snobbið, gjabbið og hlutdrægnina.

  • ….. þetta á auðvitað að vera „dónaskapinn“ …..

  • Rósa Hannesardóttir

    Fer ekki best á að borga þeim út í kvöld?

  • Magnús Björgvinsson

    Ægilega leiðast mér svona skrif! Svona spruning hvort að Einar er búin að gleyma að Alþingi eru 63 þingmenn kjörnir í kosningum. Engin forseti Alþingis hefur vald yfir skoðunum og gjörðum þeirra. Engin þingmaður, formaður flokks eða ekki hefur einræðisvald og hann getur komið með tillögur út í það óendanlega en þær fara ekki gegn nema að það sé þingstyrkur fyrir því og ég bendi honum á að lesa blogg Marðar frá því nótt þar sem segir m.a. „…..og svo þurfti að eiga við fýlupoka í stjórnarflokkunum sem voru ýmist á móti einstökum pörtum stjórnarskrárinnar, svosem jöfnu vægi atkvæða, eða þótti þetta brölt alltsaman frekar ómerkilegt og allsekki nógu róttækt. Litla leikritið hjá snyrtipinnunum í Bjartri framtíð — og svo Framsóknarflokkurinn – muniði sem veitti hlutleysi fyrir síðustu kosningar með skilyrði um stjórnlagaþing, ja, Framsóknarflokkurinn …“
    Svo má óska Einari til hamingju því eins og hann hefur unnið að síðustu vikur er líklegt að flokkar sem hann styður auðsjáanlega ná völdum næsta kjörtímabil og fá þá sjálfsagt ekki silfur eða gull en kannski banka og fleira gagnlegt í verðlaun fyrir vinnu Einars og fleiri. Að minnsta kosti skrýtið að maður sem segist vera að berjast fyrir nýrri stjórnarskrá ræðst að þeim sem reyndar eru ekki alfarið á móti henni. Til hamingju Einar.!

  • Höskuldur Davíðsson

    Magnús !
    Þú ert fífl.

  • Steinarr Kr.

    Gaman að þessu Höskuldur og Runólfur. Málefnalegir!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur