Færslur fyrir mars, 2013

Fimmtudagur 07.03 2013 - 12:37

Árni og Ásta ein eftir í dauðasveitinni

Samkvæmt þessari síðu hafa nú 30 þingmenn lýst yfir að þeir styðji stjórnarskrárfrumvarpið.  Það þýðir að einungis þarf tvo í viðbót til að frumvarpið verði samþykkt, þótt allir aðrir greiði atkvæði gegn því.  Á já-listann vantar bæði Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur þingforseta.  Þegar Árni talar um að ekki sé hægt […]

Miðvikudagur 06.03 2013 - 17:04

Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur

Eftirfarandi póst sendi ég Katrínu Jakobsdóttur, ráðherra og formanni VG, fyrr í dag. _______________________________________________ Sæl Katrín Sé það rétt, sem sagt er í þessari frétt, http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/03/06/stjornarflokkarnir-reyna-ad-skera-a-hnutinn-i-stjornarskrarmali-ny-tillaga-logd-fram-i-dag/, þá er það ljótt að heyra: Formaður Samfylkingarinnar leggur fram á Alþingi í dag ásamt Katrínu Jakobsdóttur formanni VG og Guðmundi Steingrímssyni formanni Bjartrar framtíðar frumvarp til breytingar á stjórnarskrá […]

Miðvikudagur 06.03 2013 - 11:49

Þingmaður lýgur

Allir þingmenn vita að hendur næsta Alþingis verða ekki bundnar á nokkurn hátt (umfram það sem gildandi stjórnarskrá gerir hverju sinni).  Þess vegna er varla hægt að líta á það sem annað en einskæra lygi þegar Magnús Orri Schram heldur fram að hægt sé að „kveða á um“ annað eins og hann gerir hér: Málamiðlun […]

Þriðjudagur 05.03 2013 - 18:26

Það sem Árni Páll myndi gera, vildi hann afla sér virðingar

Því hefur verið haldið fram að ekki sé „hægt“ að koma stjórnarskrárfrumvarpinu gegnum þingið.  Þetta er rangt; það snýst um vilja.  Þeir þingmenn sem helst eru nefndir sem líklegir til að standa í vegi fyrir málinu innan Samfylkingarinnar eru Ásta Ragnheiður þingforseti, Össur og Kristján Möller.  Svo vel vill til að sá síðastnefndi mun verða […]

Mánudagur 04.03 2013 - 21:35

Hverjir eru svikararnir?

Margt innanbúðarfólk í Samfylkingunni sem reynt hefur að verja fótaskot formannsins síðustu sólarhringa hefur haldið fram að það sé einfaldlega ekki meirihluti fyrir því á þingi að samþykkja nýja stjórnarskrá.  Karl Th. Birgisson sem gjarnan tjáir sig um slík mál eins og hann viti meira en almennt er þekkt (en tilheyrir þeim málefnalega veikburða hópi […]

Sunnudagur 03.03 2013 - 16:05

Árni Páll, foringjaræði, flokkshollusta

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að ekki væri hægt að koma nýrri stjórnarskrá í gegnum þingið fyrir kosningar.  Margir hafa orðið æfir yfir þessu, þar á meðal sumt flokksbundið Samfylkingarfólk.  Flestir stuðningsmenn flokksins virðast hins vegar algerlega ráðvilltir, þótt sumir reyni af veikum mætti að bera í bætifláka fyrir formanninn, en nokkrir […]

Laugardagur 02.03 2013 - 14:41

Skreytilist hins djöfullega

Stjórnarflokkarnir hafa þegar svikið illilega í kvótamálinu.  Nú virðist endanlega ljóst að þeir ætli líka að svíkja í stjórnarskrármálinu.  Náðarhöggið veitti Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem þar með sýnir hvað vakir fyrir honum með yfirlýsingum um að láta af „tilgangslausu stríði“ í pólitíkinni.  Hann ætlar að „ræða málið við formenn annarra stjórnmálaflokka“.  Allir vita hver […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur