Þegar þingsætum er úthlutað til lista í hverju kjördæmi fyrir sig, þá er notuð regla D’Hondts. Hún er tiltölulega einföld: Fyrsti maður á tilteknum lista fær stig sem nema öllum atkvæðum listans, annar maður fær stig sem nema helmingi atkvæðanna, sá þriðji fær 1/3, og svo koll af kolli. Þannig er sérhverjum frambjóðanda í kjördæminu […]
Því hefur verið haldið fram síðustu daga að öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fái meirihluta á þingi sé að kjósa Samfylkinguna eða VG, frekar en Dögun eða Lýðræðisvaktina (LV). Þetta er rangt. Samanlagt fylgi Dögunar og LV mælist nú 6,5%. (Vera má að þessar kannanir sýni ranga mynd, […]