Þriðjudagur 10.12.2013 - 18:05 - 12 ummæli

Frekja að vilja fatla umræðuna

Sögnin að fatlast hefur nokkrar merkingar, þar á meðal að forfallast (fatlast frá verki) og að skaðast eða meiðast.  Það er væntanlega það sem Vigdís Finnbogadóttir átti við þegar hún sagði að RÚV hefði fatlast svolítið.  Að orðið þýði líka að missa einhverja hæfni sem venjuleg er meðal fólks gerir ekki að verkum að orðið geti ekki lengur haft hinar merkingarnar, auk þess sem það getur með engu móti verið niðrandi fyrir fatlað fólk að talað sé um að stofnanir fatlist.
Það er þess vegna hrein og klár frekja að ætlast til að fólk hætti að nota þetta orð öðru vísi en sjálfskipuðum rétttrúnaðarlöggum þykir við hæfi.  Fatlað fólk getur verið frekjur eins og annað fólk, og það er hið besta mál.  Það er hins vegar vont ef svoleiðis frekjum tekst að fatla umræðuna með þeirri frekju sinni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Af hverju verður mér hugsað til ákveðinnar þingkonu þegar ég les fréttir af þessu máli. Mér var kennt að fatlað þýddi; ekki heilt.

  • Sammála hverju orði Einars.

    Er ekki annars að verða komið nóg af sjálfskipuðu rétttrúnaðarlöggunum?

    Ha?

    Fer þetta bara ekki að verða nokkuð gott?

    Ég tek eftir breytingu í mínu umhverfi – fólk er búið að fá nóg af þessari rétthugsun sem leitast við að kæfa allt sem fellur ekki stranglega að þeim normum sem réttrúnaðarlöggurnar setja og þröngva síðan upp á alla hina.

    Í raun er þetta ýmist þöggun og kúgun.

  • Það er deginum ljósara að Ríkisútvarpið hefur fatlast frá því sem áður var.

    Eða vill einhver að segja mér annað?

    Hélt ekki.

    Ætli það sé þá ekki í lagi að nota móðurmálið til að lýsa því sem fyrir ber.

  • Þetta er spurning um virðingu. Ef þið viljið ekki sýna fötluðu fólki virðingu að nota orðið fötlun ekki í niðrandi samþykki þá er það ykkar mál. Finnst það samt segja meira um ykkur en meintu mannréttindafrekjurnar.

    Rósa þú talar um þöggun og kúgun. Ef þú gefur þér augnablik og reynir að setja þig spor í annarra, svo sem Freyju, hvað annað myndir þú upplifa þetta en sem þöggun og kúgun. Tala nú ekki um þar sem um minnihlutahóp er að ræða, sem hefur orðið fyrir endalausri þöggun og kúgun í gegnum tíðina.

  • *Ef þið viljið ekki sýna fötluðu fólki virðigu að nota orðið fötlun ekki í niðrandi merkingu… átti þetta að vera.

  • Mikinn og einbeittan vilja þarf til að skilja þessi orð Vigdísar sem niðrandi tal um fatlað fólk.

    Ekki er sjálfgefið að tilteknir hópar geti tekið sér lögregluvald í málnotkun annarra.

    Fatlaðir njóta mikils stuðnings í þjóðfélaginu og það er vel. Ég fæ ekki séð að fatlaðir sæti þöggun eða kúgun.

    Öðru nær eins og fréttir af viðbrögðum Freyju eru til marks um!

    Í raun er það svo fráleitt að taka orðum Vigdísar með þessum hætti að það vekur furðu mína að ég skuli vera að tjá mig um þetta.

    Öll þessi umræða er komin út í hreina vitleysu eins og flest annað í þessu þjóðfélagi. Vilji menn rangtúlka ummæli fólks og leggja út á versta veg er það bæði auðvelt og ódýrt. Þar með koma menn á þöggun og kúgun.

    Og kannski er það einmitt það sem stefnt er að.

  • Elín Sigurðardóttir

    Flokkast þessi pistill undir hatursorðræðu? Er ekki best að láta sérvalið sómafólk stjórna umræðunni á RÚV?

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/10/netmennin_myrk_i_athugasemdum/

  • @Rakel:

    ,, sýna fötluðu fólki virðigu að nota orðið fötlun ekki í niðrandi merkingu …“

    Mótorhjólið mitt er bilað og kemst ekki milli bæja. Má ég segja að það sé farlama?

    Eða má ég það kannski ekki?

  • Guðni Karl Harðarson

    Nenni ekki að fara út í umræður um þetta.

    Ég er svo algjörlega sammála henni Rakel um þetta! Það snýst um virðingu og tilfynningar.

    Fyrst það er verið að skrifa áfram um þetta. Að fatlast á að snúast að persónum en ekki hlutum!

    Beint upp úr orðabókinni:

    fatlast -aðist s * e-r fatlast
    1. e-r forfallast af e-m ástæðum > fatlast frá verki
    2. verður öryrki > hann fatlaðist snemma og lifði síðan lengi blindur
    3. skaðast, meiðast osfrv.

  • Í tilefni allrar umræðunnar um orðið „FÖTLUN“ og merkingu þess, ætla ég hér að skrifa nokkur orð.

    Pínu misskilnings hefur gætt á muninn á orðunum „FÖTLUN“ og „FATLAST“ eða „FATLAÐUR“

    Sjálfur er ég fatlaður (mænuveiki á öðru ári) og hef farið fjórum sinnum í aðgerð vegna fötlunar minnar.

    Í íslenskri Orðabók Forlagsins stendur:

    FÖTLUN = fötlunar, fatlanir – KVK það að vera fatlaður

    Sem fatlaður maður hef ég dálítið kynnst öðru fólki sem samskonar er ástatt um. Ég hef tekið eftir því að „fatlaðir“ vilja síður að fötlun þeira sé nefnd á nafn. Sama er með mig. Það helgast af því að þeir sem hafa einverja skerta hreyfigetu vilja hljóta viðkenningu þjóðfélagsins á að það fólk séu venjulegar persónur. Að aðrir sjái persónna á bak við en ekki útlit hennar. Að þeir sem kallast venjulegir geti horft á manneskjuna framhjá fötlun hennar. Hver svo sem hún er. Það snýst því um viðurkenningu.

    Ég þekki nokkra með skerta hreyfigetu sem hafa svo sannarlega sannað getu sína með þátttöku sinni í þjóðfélaginu.

    Tökum dæmi: Ein facebook vinkona sem ég kannast við síðan við vorum börn, hérna hefur verið ötul við vinnu við útsaum og er aðdáunarvert að sjá verkin hennar.
    Ef sá möguleiki er fyrir hendi að hún hafi einhversstaðar (alls ekki segja að hún hafi gert það) gert feilspor í eitt verkið, væri þá hægt að kalla verk hennar Fötlun af því að það mistókst?

    Tökum önnur dæmi úr orðabók:

    fyrst hér orðið FATLAST í Orðaókinni

    * fatlast -aðist s . e-r fatlast
    1. forfallast af einhverjum ástæðum (viðbót mín í sviga = persónan) > fatlast frá verki

    2. e-r verður öryrki (persónan) > hann fatlaðist snemma og lifði síðan lengi sem blindur
    3. skaðast, meiðast > á heimleið fatkaðist einn Klyfjahesturinn / tvö Skip sem höfðu fatlast urðu að lenda (eina skýringin í orðabókinni um hluti en ekki persónur eða dýr og mjög sjaldgæft að sé notað)
    / e-m fatlast við e-ð /honum fatlaðist sumt / þeim fatlaðist um vörnina
    /e-ð mistekst (sem persóna gerir), e-ð fer úr handaskolum > söngurinn fatlaðist eitthvað hjá ÞEIM

    FATLAÐUR = LH ÞT
    1. sem hefur takmarkaðar getu líkamlega eða andlega (þroskaheftur, geðsjúkur) osfrv.

    Misskilnings gætir með notkun orðanna FÖTLUN – FATLAST – FATLAÐUR

    Í huga fatlaðs fólks hefur því örðið FÖTLUN neikvæða niðrandi merkingu.

  • Einar Steinn Valgarðsson

    Það að nefna að manneskja sé fötluð þarf engan veginn að fela í sér neitt niðrandi. Ekki fremur en að það er niðrandi í garð gamals fólks að nefna að það sé gamalt eða hörundsdökks fólks að það sé hörundsdökkt. Nema þá kannski að maður gefi sér að það sé niðrandi að vera fatlaður, gamall eða hörundsdökkur.

  • Einar Steinn Valgarðsson

    Guðni, þú segist á móti örðinu „fötlun“ en notar samt orðið „fatlaður“ til að lýsa skertri hreyfigetu þinni?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur