Fyrir tæpum tveim mánuðum skrifaði ég innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og ráðuneytisstjóranum Ragnhildi Hjaltadóttur, og spurði um tilurð og dreifingu minnisblaðs sem fjallað var um í þessum pistli og sem mikið hefur verið í fréttum undanfarna mánuði. Ég fékk „svar“ daginn eftir frá Ragnhildi, en það var bara útúrsnúningar og engu svarað af því sem ég spurði um. Þrátt fyrir nokkrar ítrekanir, þar sem ég benti á að ég hefði spurt um allt annað en það sem „svarað“ var, hef ég ekkert heyrt frekar frá þeim stöllum.
Ég skrifaði svo öðrum aðstoðarmanna Hönnu Birnu, Þóreyju Vilhjálmsdóttur rétt fyrir jól og spurði hvort hún hefði haft þetta minnisblað undir höndum eða afhent það aðilum utan ráðuneytisins. Hún svarað því neitandi tveim vikum síðar, þann 7. janúar, eftir að ég hafði ítrekað spurninguna nokkrum dögum áður. Sama dag skrifaði ég hinum aðstoðarmanninum, Gísla Frey Valdórssyni, með sömu fyrirspurn. Hann hefur enn ekki svarað, þrátt fyrir ítrekun fyrir tæpri viku. Því skrifaði ég honum aftur í gær, bréfið sem hér fylgir á eftir.
Eins og rakið er í því bréfi berast böndin í þessu máli ekki síst að Gísla. Hitt er annað mál að ótrúlegt virðist að Gísli (eða Þórey) hefði komið þessu minnisblaði út úr ráðuneytinu án vitneskju ráðherra. Að minnsta kosti virðist trúlegast að í því tilfelli hefði Hanna Birna umsvifalaust rekið hann þegar hún áttaði sig á alvarleika málsins. En, hafi hún vitað um þetta sjálf hefði það auðvitað verið áhættusamt.
Það er sláandi að í frétt Morgunblaðsins frá 22. nóvember er haft eftir ráðuneytinu að embættismenn þess virðist ekki hafa afhent þetta minnisblað aðilum utan ráðuneytisins. En ráðherra og aðstoðarmenn eru einmitt ekki embættismenn, samkvæmt 22. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Morgunblaðið hefur heldur ekki lýst yfir að það hafi farið rangt með þegar það sagðist hafa þetta óformlega minnisblað undir höndum. Því liggur beinast við að álykta að ráðherra eða aðstoðarmenn hennar hafi sett saman þetta blað og lekið því í fjölmiðla. Enda virðist það ótrúlegt að ráðuneytið hefði ekki kært til lögreglu að dreift hefði verið til fjölmiðla fölsuðu minnisblaði sem látið er líta út fyrir að samið sé í ráðuneytinu og sem Morgunblaðið heldur fram fullum fetum að sé þaðan.
Allar spurningarnar kringum þetta ljóta mál munu lifa svo lengi sem ráðherra svarar ekki skýrt og skorinort hvernig í pottinn er búið. Eða að minnsta kosti þangað til hún segir af sér.
———————————————————————
Sæll enn Gísli
Í þessari frétt segir ráðuneytið um hið „óformlega minnisblað“ sem Morgunblaðið hafði undir höndum að „ekkert bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins“: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/11/22/ekki_fra_embaettismonnum_raduneytisins/
Mér skilst að aðstoðarmenn ráðherra séu ekki embættismenn. Hinn aðstoðarmaður innanríkisráðherra, Þórey Vilhjálmsdóttir, hefur svarað mér því að hún hafi ekki „haft þetta minnisblað“. Þá ert þú einn eftir af þeim sem helst koma til greina, ef embættismenn eru undanskildir, enda virtist þú vita til þess að „einhverjir gætu verið að búa til einhverja punkta hjá sér“ samkvæmt þessari frétt: https://www.dv.is/frettir/2013/11/21/fordaemalauslekiraduneytisapersonuupplysingum/
Því spyr ég þig enn:
1. Hefur þú haft þetta minnisblað, eða minnisblað með svipuðum texta, undir höndum?
2. Hefur þú afhent aðilum utan ráðuneytisins þetta minnisblað eða minnisblað með svipuðum texta um mál Tony Omos?
Bestu kveðjur,
Einar
Þetta mál, hversu lítið eða stórt það kann að verða, er með ólíkindum. Þá aðalleg frétta og nálgurnarbann þingsins á því. Þetta er hvergi rætt, hvorki á Bylgjunni (Í bítinu, á Sprengisandi),ekki á Rás 2 og það merkilega alls, alls ekki á Þinginu. Hvað er að frétta….. Hæstvirt Ásta Ragnheiður Elín værimnú aldeilis búin að Snúa sér úr roðinu ef þetta væri ráðherra Samfó og hún sjálf í stjórnarandstöðu. Heilög þöggun í gangi hér, ógeðfellt á alla kanta, alveg saa hver niðurstaðan kann að vera.
Spillingin á skerinu er hreint og beint viðbjóðsleg.
Málið er ekki aðeins vandræðalegt fyrir ráðuneytið, heldur algjört fiasko.
Aumingjaskapur og óheiðarleiki einkennir hvert það skref sem ráðherrann og hennar aular taka.
Eða vill kellingin verða dregin fyrir Landsdóm eins og hennar mentor Geir Haarde?
Alveg sama sagan með ykkur vinstra lið og kommúnista eruð stöðugt að koma höggi á Sjálfstæðisflokkin þetta mál er stormur í vatnsglasi.
Stjórnarandstaðan er allt of lin í þessu grafalvarlega máli, sem hefði átt að vera komið á dagskrá Alþingis fyrir löngu.
Hvar er Ögmundur, fyrrverandi innanríkisráðherra? Upptekinn við að bulla við Brynjar Nielson?
Mikið sé ég eftir Birni Vali. Hann var einn af okkar bestu þingmönnum, en of góður fyrir veikgeðja kjósendur.
Sjalli, vertu kurteis ef þú hefur áætlanir um að vera meðal fólks. Ég óska eftir afsökunarbeiðni frá þér um að ég sé „vinstri liði og kommúnisti“.Fyrir það fyrsta þá er ég það ekki og tel mig mega skrifa hér óáreittur um málefni dagsins.
Varðandi þetta mál, þá er það grafalvarlegt ef rétt reynist að minnisblöðum sé dreift í þágu ráðherra, skiptir þá engu máli hver ráðherrann sé.
Sjalli, þú ættir að styrkja þig í samskipta hæfni
Það hefur verið augljóst frá byrjun að Gísli Freyr er líklegastur til að hafa sent minnisblaðið úr ráðuneytinu, eins margsaga og ótrúverðugur hann hefur orðið um þetta mál. Hvort hann viðurkennir það einhverntímann er hinsvegar vafasamt. Endilega ekki hætta að halda málinu vakandi, svona mál eru litin afar alvarlegum augum í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við og ráðherrar hafa orðið að segja af sér fyrir minna.
Biðst afsökunar á því að segja fólk kommúnista.En tel þetta mál vera stormur í vatnsglasi og verið að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn og fólk tengt honum.
Er það stormur í vatnsglasi ef ráðherra eða aðrir starfsmenn ráðuneytis eru sekir um alvarleg lögbrot, Sjalli, og neita að svara spurningum um rökstuddan grun um slíkt?
Takk fyrir þetta Sjalli, líklega rétt hjá þér en minni bara á að ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar fengu nú ekki Beint silkihanskana ef þeim varð á, er það ekki? Flókið að kvarta um mikinn hraða ef menn slógust um miðann í rússíbananum…….