Síðan ríkissaksóknari lagði fyrir lögreglustjórann í Reykjavík að gera lögreglurannsókn á lekamáli innanríkisráðuneytisins (þ.e.a.s. sakamálarannsókn, öfugt við það sem ýmsir ráðherrar hafa haldið fram) hef ég velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum nánast engir lögfræðingar tjái sig um þetta mál á opinberum vettvangi.
(Jú, Brynjar Níelsson gerði það í Pressupistli, en sagði tóma þvælu, þar sem hann gaf í skyn að það væri engin sakamálarannsókn í gangi. Sem er auðvitað til skammar fyrir hann, þar sem hann er ekki bara þingmaður heldur líka hæstaréttarlögmaður og veit því að hann var að segja ósatt.)
Alveg sérstaklega er ég hissa á því að heyra ekki í neinum af þeim fjölmörgu háskólalögfræðingum landsins sem maður gerir ráð fyrir að finnist það áhugavert hvernig staðið er að rannsókn á einstöku sakamáli þar sem ráðherra er meðal hinna kærðu. Ekki síst vegna þess að hér er ekki bara um einhvern ráðherra að ræða, heldur innanríkisráðherra, sem er æðsta vald yfir öllu réttarkerfinu í landinu.
En, af því að það er grafarþögn meðal lögfræðinga skrifaði ég á endanum smá pistil, sem birtist í Fréttablaðinu í dag, um það sem mér sýnist vera augljóst vanhæfi lögreglustjórans sem á að rannsaka lekamálið.
Ég vona samt að einhverjir af öllum þeim skara lögmanna sem ættu að vita talsvert um mál af þessu tagi tjái sig. Alveg sérstakega er háskólasamfélagið ekki að standa sig ef það uppfræðir ekki almenning í prinsípmálum eins og þetta er. Því varla eru lögfræðingar landsins hræddir við að tjá sig um mál sem snýst um meint hegningarlagabrot ráðherra og undirmanna hennar í ráðuneytinu?
Las ég ekki eitthvað um þetta haft eftir sjálfum Sigurði Líndal -nestor íslenzkrar lögfræði ?
Það er rétt, Þorsteinn, að SIgurður tjáði sig um spurninguna hvort Hanna Birna þyrfti að víkja. Því miður kom hann ekki með nokkur lagaleg rök, og minntist reyndar ekki á nein lög, ekki einu sinni vanhæfisákvæði stjórnsýslulaga. Þess vegna var nákvæmlega ekkert að græða á þessu framlagi hans, eins og ég fjallaði um hér:
http://blog.pressan.is/einar/2014/02/09/bull-sigurdar-lindal-timavel-stefaniu/
Lögfræðingarnir eru varkárir, ef ekki hræddir.
„Erst kommt das Fressen, dann die Moral“, sagði Brecht kallinn og hann vissi hvað hann söng.
Ég þekki lögfræðing á höfuðborgarsvæðinu sem sagði mér að lögfræðingastofa skipuð mönnum Flokksins, sjöllum, hefði gífurlegt forskot á aðrar stofur. Gæti skipt sköpum. Í engri annarri stétt samfélagsins er klíkan eins veigamikill faktor og hjá lögfræðingum.
Sem sagt, litla íslenska klíkusamfélagið í hnotskurn.
WELCOME TO ICELAND !!!
***************************************
Íslendingar eru of fáir til þess að reka nútímasamfélag.
Ég legg til að Ísland verði lén í Noregi.