Föstudagur 12.09.2014 - 12:37 - 2 ummæli

Skinkumelluhugmyndafræði í Flensborg

Eftirfarandi grein birtist í Kvennablaðinu í gær.   Þess má geta að ég skrifaði Magnúsi skólameistara í Flensborg í fyrrakvöld og bar upp nokkrar spurningar um þá „hugmyndafræði“ sem hann segir að karakterar skemmtikraftanna umræddu samrýmist ekki.  Magnús vildi ekki svara, en spurði í staðinn í hvaða tilgangi ég kallaði eftir svörum við þessu.  Ég útskýrði fyrir honum (þótt mér finnist ósæmilegt af forstöðumönnum opinberra stofnana að krefja spyrjendur um slíkt) að ég teldi eðlilegt að almennir borgarar grennslist fyrir um hvernig  starfsemi opinberra stofnana er háttað.  Þegar ég svo spurði aftur hvenær ég mætti búast við svörum sagði Magnús þetta:

„Hvað varðar önnur atriði spurning þinna fimm þá eru þetta einmitt mál sem verið er að vinna sig í gegnum í umræðum innan skólans. Ég vil því síður setja þau í umræðu annars staðar fyrr en við höfum náð að vinna okkur lengra áleiðis.“

Magnús hefur reyndar sjálfur sett þessi mál í umræðu í fjölmiðlum, en honum finnst sem sagt sjálfsagt að beita sér fyrir því að Byrgismelluskinkuskáldið Erpur sé fengið í staðinn fyrir aðra tvo skemmtikrafta, án þess að útskýra mismuninn í „hugmyndafræði“ þessara manna.  Magnúsi þótti líka sjálfsagt að vega með alvarlegum hætti,  á opinberum vettvangi, gegn starfsheiðri þeirra sem hann hafnaði, á grundvelli „hugmyndafræði“ sem verið er að „vinna sig gegnum í umræðum innan skólans“, og sem hann treystir sér ekki til að útskýra hver er.

Maður veltir óneitanlega fyrir sér hvort Magnús telji sjálfan sig, með þessari framgöngu sinni,  vera góða fyrirmynd nemendum skólans …



[Hér er greinin úr Kvennablaðinu]

Í frétt í DV í gær var sagt frá því að Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskóla, hefði lagst gegn því að tveir tilteknir skemmtikraftar kæmu fram sem plötusnúðar á nýnemaballi skólans.  Svona útskýrir Magnús þessi ástæðuna:

„Þetta er búið að vera heilmikið umræðuefni frá því að við vissum að þessir listamenn væru ráðnir. Við lögðumst gegn því vegna þess að okkur fannst þessir persónuleikar ekki samrýmast þeirri hugmyndafræði sem við leggjum upp með í sambandi við samskipti kynjanna og annað slíkt.“

„Það sem við töldum okkur standa frammi fyrir var það að þarna væru einhver mörk sem væri verið að fara yfir og við vildum ekki vera að taka þátt í því, …“

Magnús útskýrir hvorki hvaða hugmyndafræði er um að ræða, né heldur hvernig persónuleikar umræddra skemmtikrafta „samrýmist“ henni ekki, eða af hverju „persónuleikar“ skemmtikrafta þurfi yfirleitt að samrýmast einhverri hugmyndafræði.

Auðvitað má giska á að fyrir Magnúsi vaki einhvers konar umhyggja um nemendur skólans og velferð þeirra. En þá má líka velta fyrir sér hvort Magnús telur þessa framgöngu sína vera góða fyrirmynd fyrir nemendur þegar tjáningarfrelsi og önnur borgarleg réttindi eru annars vegar.  Og hvort skólinn ætti kannski að þjálfa þá í að taka afstöðu sjálfir til ýmissa álitaefna, á grundvelli eigin gagnrýnu hugsunar, frekar en með valdboði að ofan.

Hitt er svo annað mál að það er talsverð ráðgáta hvaða hugmyndafræði það er sem Magnús Þorkelsson aðhyllist í þessum efnum.  Að minnsta kosti þegar skoðaðir eru textar annars þeirra sem samið var um að fá í staðinn fyrir hina sem ekki féllu að hugmyndafræði hans. Hér er brot úr einum slíkum texta, sem má finna allan á þessari slóð, og svo í afar lýsandi hugmyndafræðilegu myndbandi hérna.

Hér virðist sem sagt vera komin hugmyndafræði „í sambandi við samskipti kynjanna og annað slíkt“ sem Magnús telur hæfilega fyrir nemendur sína:

Kvótalaus á miðunum
hangi með liðinu,
halaðir á prikinu
skinkur nýfallnar og volgar úr Byrginu
mella er mín kapella
Hnakka slöttt,
sem pakkar skott
og þannig er ‘etta
fokkum í hórum
hómí, við lókum
mitt geim er dörtí
eins og pólskur dólgur

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Haraldur Ingi Haraldsson

    AHH! Hér rifjast upp þeir sælu dagar þegar Einar sagði skólastjóra fyrir verkum í MA fyrir margt löngu. Einar hefur engu gleymt og ég styð hann nú sem þá. 🙂

  • Þetta er náttúrulega bara bilun

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur