[Þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu]
Hugsum okkur að A beri B þeim röngu sökum að hafa framið alvarlegt brot. Þannig hefur A framið alvarlegt brot en B ekki. Þá er auðvitað eðlilegt að ekkert verði aðhafst í rannsókn á broti A, fyrr en rannsókn, og hugsanlega réttarmeðferð, á brotinu sem B var ranglega sökuð um er lokið. Sú meðferð tekur marga mánuði, hugsanlega meira en ár.
Að vísu verður næsta vonlaust að rannsaka hið raunverulega brot, sem A framdi, þegar sú niðurstaða hefur fengist að ekki sé fótur fyrir upphaflegum sakargiftum. Ýmiss konar gögn sem varpað gætu ljósi á það mál eru nefnilega löngu horfin, svo sem símaskýrslur og símaminni viðkomandi, auk þess sem minni fólks um hver sagði hvað, eða hver gerði hvað, fyrir ári er yfirleitt afar óáreiðanlegt.
En það er samt fullkomlega eðlilegt að sakargiftirnar, sem voru eina brotið í málinu, verði til þess að ekki megi rannsaka þær fyrr en það er of seint. Eða …?
,,Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, frjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“
Spái því að þessi tilvitnun verði eina athugasemdin hér um slóðir.