[Birtist fyrst í Kvennablaðinu]
Í viðtali við erlenda fréttastofu í gær sagði Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki líklegur til að geta myndað stjórn eftir næstu kosningar:
„Sjálfstæðisflokkurinn er andsnúinn öllum kerfisbreytingum. Í ljósi þess að krafan um slíkar breytingar er gríðarlega sterk hjá flestum öðrum flokkum gæti það reynst erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mynda stjórn,“ sagði Guðni.
Sjálfstæðismenn eru að vonum margir reiðir og telja að með þessu sé forsetinn að blanda sér í flokkspólítísk átök sem hann ætti alls ekki að gera. Benda þeir á að ef Guðni standi frammi fyrir því eftir næstu kosningar að velja milli þess að veita Pírötum eða Sjálfstæðisflokknum stjórnarmyndunarumboð, og veiti það Pírötum, muni augljóslega vakna grunsemdir um að hann láti fordóma sína þar ráða för. Auk þess er hann með þessu að leggja andstæðingum Sjálfstæðisflokksins lið með því að letja kjósendur til að kjósa flokkinn, því augljóslega forðast margt fólk að kjósa flokk sem það telur eiga litla möguleika á að hafa áhrif gegnum ríkisstjórnarsamstarf.
Það er hávær krafa meðal Sjálfstæðismanna, og reyndar margra fleiri, að forsetinn biðjist afsökunar á þessum ummælum, útskýri að hann hafi með þeim gert alvarleg mistök, og viðurkenni að það hafi verið fráleitt að halda fram að hann geti vitað fyrirfram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn muni haga hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum.
Ekki náðist í Guðna við vinnslu þessarar fréttar.
PS. Nei, þessi „frétt“ er uppspuni. En Guðni var einmitt að ráðast með rakalausri gagnrýni á annan flokk, sem ætla verður að hann líti hornauga, og að hætt sé við að hann muni láta gjalda fordóma sinna eftir næstu kosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga ástæðu til að kvarta því að forsetinn hefur áður haft uppi ummæli um að Píratar gætu átt erfitt með að mynda stjórn. Hlutur beggja flokka í þessu samhengi er því nú orðinn jafn.
Ég trúi því að Guðni láti flokkana sjálfa um að mynda meirihluta. Ef það tekst ekki er eðlilegt að Píratar fái umboðið ef úrslitin verða eitthvað i líkingu við niðurstöðu skoðanakannana.
Jafnvel þó að fylgi Pírata verði minna en Sjálfstæðisflokksins réttlætir gífurleg fylgisaukning þeirra að þeir fái umboðið. Þannig fékk SDG umboðið síðast.
Birgitta hefur lýst því yfir að hún vilji ekki verða forsætisráðherra. Smári McCarthy er því augljóst forsætisráðherraefni og verður að teljast líklegastur til að gegna þeirri stöðu á næsta kjörtímabili. Ég tel hann betur til þess fallinn en Birgittu.
Ég sé núna að fréttin er uppspuni. En þarf ekki Guðni einmitt að halda þessu fram til að jafna hlut Pírata gagnvart Sjálfstæðisflokknum?
Þetta er náttúrulega allt „spuni“?
http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/02/07/birgitta-i-eyjunni-thad-verdur-enginn-afslattur-gefinn-vardandi-stutt-kjortimabil-og-breytingar-a-stjornarskra/
http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2016/08/05/omoguleiki-thess-ad-mynda-stjorn-med-pirotum-hin-erfida-krafa-um-stutt-kjortimabil/
http://kvennabladid.is/2016/07/29/stutt-kjortimabil-eda-ekki-thrjar-leidir-ad-nyrri-stjornarskra/
http://kvennabladid.is/2016/02/03/birgitta-vard-undir/
http://www.visir.is/leid-ad-nyju-islandi/article/2016160809131
http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/08/09/piratar-hamra-a-nyrri-stjornarskra-mikid-uppnam-vegna-fullyrdinga-ossurar/
http://blog.piratar.is/thingflokkur/2015/07/02/birgitta-a-eldhusdegi-1-juli-2015/