Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 04.12 2013 - 12:18

Rannsóknarnefnd manndrápa lögreglu

Þegar flugvél ferst á Íslandi fer strax á staðinn rannsóknarnefnd samgönguslysa (áður rannsóknarnefnd flugslysa).  Mikilvægt þykir að sérhvert flugslys sé rannsakað til hlítar, hvort sem manntjón hefur orðið eða ekki. Markmiðið  með starfinu er að fækka slysum og auka öryggi.  Því er reynt að greina eins og frekast verður unnt orsakir slyssins, í þeirri von […]

Þriðjudagur 03.12 2013 - 11:38

Segir Hanna Birna satt?

Í gær sendi ég eftirfarandi fyrirspurn til innanríkisráðherra vegna þess sem virðist vera minnisblað frá ráðuneytinu sem lekið hafi verið til fjölmiðla.  (Ég hef ekki fengið svar enn.)  Greinilegt er að þessu minnisblaði hefur verið dreift víða, en svo virðist sem ráðuneytið hafi ekki ansað lögmönnum þess fólks sem fjallað er um og sem fóru […]

Föstudagur 29.11 2013 - 11:29

Að mismuna börnum

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu í gær. ——————————————————————— Að mismuna börnum Árið 1896 féll dómur í Hæstarétti Bandaríkjanna í málinu Plessy gegn Ferguson, sem er eitt af þekktustu málum bandarískrar lögfræðisögu. Ekki síður þekkt er sú hugmynd sem birtist í dómnum og hlaut nafngiftina „separate but equal“, en það gæti á íslensku útlagst sem „aðskilin […]

Föstudagur 08.11 2013 - 09:00

Epli og gerviepli í Háskóla Íslands

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 7. nóvember 2013. Hér er grein Eiríks Smára sem þessi er svar við.  Og hér er pistillinn sem Eiríkur var að svara. ———————————————————– Til að bregðast við frétt í Fréttablaðinu um bloggpistil sem ég birti 25. október skrifaði Eiríkur Smári Sigurðarson grein í blaðið 30. október með yfirskriftinni „Epli og […]

Fimmtudagur 31.10 2013 - 12:58

Gauta Kristmannssyni svarað aftur um HÍ

Gauti Kristmannsson birti nýlega annað „svar“ við pistlum mínum um íslenska háskólakerfið, og gagnrýni minni á Háskóla Íslands.  Nýjasti pistill minn um þetta er hér. Merkilegt nokk reynir Gauti ekki að hrekja beinlínis neitt af því sem ég hef sagt, auk þess sem hann skýtur sér hjá því að svara þeirri ábendingu minni, þegar talnasamanburðurinn […]

Föstudagur 25.10 2013 - 10:25

Sláandi tölur um Háskóla Íslands

Ég hef fjallað í nokkrum pistlum um íslenska háskólakerfið, þar sem er víða pottur brotinn. Síðasti pistillinn er hér, en fleiri hér og hér. Ég hef fyrst og fremst fjallað um Háskóla Íslands, af því að hann er um 75% háskólakerfisins að umfangi, og 90% af ríkisháskólakerfinu. Margt af því sem ég hef gagnrýnt á […]

Fimmtudagur 17.10 2013 - 10:51

Apar í búri og aðrir á lausagangi

Í gær sagði ég örlítið, á Facebook, frá samskiptum mínum við Vodafone á Íslandi í framhaldi af kvörtunum mínum vegna viðskiptahátta fyrirtækisins (breytinga á skilmálum og framkomu fyrirtækisins í sambandi við það).  Einn Facebook-vinur minn, sem hafði svipaða reynslu, sagði að fyrirtæki af þessu tagi væru yfirleitt með það sem hann kallaði „apa í búri“ til að fást við […]

Mánudagur 14.10 2013 - 11:17

Lygasagan um gæði íslenskra háskóla

[Breytt kl. 21:55, 7. apríl 2015:  Mér hefur verið bent á að staðhæfing mín í þessum pistli um samband Háskóla Íslands og Vilmundar Guðnasonar, forstjóra Hjartaverndar, sé röng. Ég vil ekki breyta pistlinum svo löngu eftir að hann er skrifaður, en set athugasemd við þetta í honum sjálfum líka. Og biðst hér með afsökunar á […]

Mánudagur 14.10 2013 - 11:14

Gauta svarað, um gæði íslenskra háskóla

(Þetta er mjög langur pistill.  Hér er hins vegar stutt samantekt á aðalatriðunum: Lygasagan um gæði íslenskra háskóla) Síðastliðinn föstudag birti Gauti Kristmannsson grein á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, sem nefnist „Ritrýning á grein eftir Einar Steingrímsson“.  Grein mín, bloggpistill á Eyjunni, var gagnrýni á meðferð ríkisháskólanna á því fé sem þeir fá til rannsókna. […]

Þriðjudagur 08.10 2013 - 11:53

Þarf að reka 80% háskólakennara á Íslandi úr 40% af starfi sínu?

Það er best að taka fram strax að þær tölur sem hér eru nefndar eru alls ekki nákvæmar.  En þær eru nógu nálægt lagi til að gefa raunsanna mynd af fáránleika málsins.  Það er líka rétt að taka fram að þótt ég fjalli ekki um Háskólann í Reykjavík, þá er ekki allt í sómanum þar, […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur