Föstudagur 8.4.2011 - 12:03 - FB ummæli ()

Michael Hudson sendi bréf

Við fengum bréf frá Micheal Hudson hagfræðingi og sagnfræðingi. Hann fjallar um Icesave málið í víðu samhengi og tel ég að sem flestir ættu að gefa sér tíma til lesa greinina hans.

Greinin kemst ekki öll fyrir á blogginu en ég set viðhengi með og nokkra valda hluta úr greininni.

What is the rational of Iceland and other debtor countries paying, especially at this time? The proposed agreements would give Britain and Holland more than EU directives would. Iceland has a strong legal case. Social Democratic warnings about the EU seem so overblown that one wonders whether the Althing members are simply hoping to avoid an investigation as to what actually happened to Landsbanki’s Icesave deposits. Britain’s Serous Fraud Office recently became more serious in investigating what happened to the money, and has begun to arrest former directors. So this is a strange time indeed for Iceland’s government to agree to take bad bank debts onto its own balance sheet.

——————

One would think that the normal response of a government in this kind of foreign debt negotiation would be to appoint a Group of Experts to lay out the economy’s position so as to evaluate the ability to pay foreign debts – and to structure the deal around the ability to pay. But there has been no risk assessment. The Althing has simply accepted the demands of the UK and Holland without any negotiation. It has not even protested the fact that Britain and Holland are still running up the interest clock on the charges they are demanding.

—————-

Iceland’s government seems to have become decoupled from what is good for voters and for the very survival of Iceland’s economy. It thus challenges the assumption that underlies all social science and economics: that nations will act in their own self-interest. This is the assumption that underlies democracy: that voters will realize their self-interest and elect representatives to apply such policies. For the political scientist this is an anomaly. How does one explain why a national parliament is acting on behalf of Britain and the Dutch as creditors, rather than in the interest of their own country accused of owing debts that voters in other countries have removed their governments for agreeing to?

Iceland¹s NO Vote April 2011 Michael Hudson

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 7.4.2011 - 21:48 - FB ummæli ()

Icesave og einíngarbönd

Það er einhver hluti Íslendinga sem ætlar að segja já á laugardaginn vegna samviskubits, við erum svo vond þjóð, við kusum svo vondar ríkisstjórnir sem einkavæddu bankana. Þess vegna er það ekki nema sanngjarnt að við borgum sem mest. Ef engin neyðarlög hefðu verið sett hefðu Icesave innistæðueigendur í Bretlandi og Hollandi bara fengið 674 milljarða. Vegna neyðarlaganna munu þeir fá 1175 milljarða ef við segjum nei. Aftur á móti ef við segjum já þá munu þeir fá enn meira, hversu mikið veit enginn því það er blancó tékki.

Neyðarlögin valda því að Icesave innistæðueigendurnir fá meira en reglur ESB gera ráð fyrir. Hugsanlegt er að aðrir innistæðueigendur á sama markaði finnist þeir sviknir því þeir sem settu inn á Icesave fá mest til baka vegna bankahrunsins haustið 2008.

Það er svolítið sérstakt fyrir mig sem hef alltaf kosið þá sem hafa lent í stjórnarandstöðu s.l. 30 ár að ég beri ábyrgð á því að Davíð Oddson hafi einkavætt íslensku bankana. Einnig að þjóðin hafi dirfst að sniðganga andstæðinga Davíðs í pólitík og á því ekkert annað skilið en að borga Icesave er rugl. Það er hámark ruglsins að núverandi stjórnvöld sem skömmuðust yfir einkavæðingunni eru núna að ríkisvæða tap nýfrjálshyggjunnar.

Um alla Evrópu er verið að skella tapi einkabanka á skattgreiðendur. Á liðnum áratugum hefur alda einkavæðingar gengið yfir Evrópu undir tryggri stjórn ESB. Núna er sama samband að ríkisvæða tapið með fyrirmælum um niðurskurð á velferðarkerfinu. Eftir seinna stríð kom alda samstöðu meðal þjóða Evrópu. Þá náðust mörg af þeim réttindum sem við göngum að sem gefnum í okkar daglega lífi. Fjármálaöflin og stórfyrirtækin hafa markvisst unnið að endurheimt valda sinna og orðið vel ágengt.

Stór hluti þjóðarinnar virðist ætlar að stuðla að því að mistökin sem einkavæðing bankanna hafði í för með sér verði lögð á almenna skattgreiðendur á Íslandi. Rökin eru þau að við vorum svo vond að leyfa einkavæðinguna að við eigum ekkert betra skilið. Við sjáum afleiðingarnar í Lettlandi, Grikklandi, Bretlandi og Írlandi. Þar er mistökum einkavæðingarinnar dælt yfir þjóðirnar miskunnarlaust. Þessar þjóðir hvetja okkur til að segja Nei. Okkar NEI mun gefa þeim viðspyrnu í réttindabaráttu þeirra og okkar. Þá baráttu kjósum við aldrei í burtu með Já-i því henni lýkur aldrei. Er ekki full þörf á einíngarböndum á nýjan leik?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 6.4.2011 - 20:31 - FB ummæli ()

Spilafíkillinn

Vonandi verður þjóðin upplýstari um hag sinn og stöðu að loknum Icesave kosningunum vegna umræðunnar sem er í gangi vegna kosninganna. Í aðdragenda bankahrunsins 2008 mátti ekki segja henni neitt og hún vaknaði síðan upp við ákall landsföðursins um hjálp til æðri máttarvalda. Það hefði verið nær að snúa sér beint til þjóðar sinnar löngu fyrr þegar vitað í hvað stefndi. Í stað þess var þjóðin meðhöndluð sem óviti og í dag eru þeir sem eru að reyna að skilja tilveruna meðhöndlaðir sem baldnir unglingar. Ef illa fer er hætta á því að þjóðin flytji að heiman og þá mun verða einmannalegt í kotinu hjá gömlu hjúunum.

Sjálfsagt eru þeir til sem trúa því að með auknum skuldum þá aukist lánshæfismat Íslands í augum erlendra lánastofnana. Í raun er það della og það skilja flestir enda mun vinsemd erlendra lánadrottna ekki byggjast á þeirri röksemd. Lánadrottnar eru sennilega ekki einslit hjörð og því munu sjálfsagt ýmsir lána til arðbærra verkefna núna sem og hingað til. Bönkum er aftur á móti lífsspursmál að fólk treysti þeim fyrir innlánum sínum. Ef Icesave fer fyrir dómstóla þá gæti komið í ljós að innistæðutryggingakerfið er ekki gallalaust. Ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum er þannig að öll nákvæm og djúp umræða um innistæður er ekki bönkum hagstæð. Það er bönkunum mjög mikilvægt að almenningur trúi því að bankabækur séu jafn traustur geymslustaður fyrir peninga og bankahólf. Auk þess að ef um allt þrýtur komi ríkissjóður og bæti mönnum tap sitt.

Sennilega á lang stærstu hluti almennings meiri verðmæti í húsnæði eða bílnum sínum en inn á bankabókum sínum. Við tryggjum öll húsnæði okkar eða bílinn okkar sjálf. Þess vegna finnst mér að fólk geti tryggt sínar innistæður sjálft. Þeir sem ættu mjög lítið á bankabók þyrftu ódýra tryggingu og hinir sem eiga milljarða kaupa þá dýrar tryggingar. Það sem bankarnir vilja alls ekki er að það yrði þá gerð tryggingafræðileg útekt á því hversu traustir bankar eru. Þá kæmi í ljós að bankakreppur eru sífellt að gerast með nokkurra ára millibili. Varla er alltaf því um að kenna að einhver keypti sér flatskjá.

Bankabók er ekki bankahólf. Þegar við leggjum peningana okkar inn á bankabók erum við að lána bankanum peningana okkar. Bankinn getur gert hvað sem honum sýnist með þá. Íslensku bankarnir „týndu“ ölllum peningunum sem við lánuðum þeim. Núna eru bankarnir eins og einstaklingur sem misst hefur alla ábyrgðarkennd sökum fíkniefnaneyslu, neitar allri sök og vill ekki borga en bendir bara á aðra.

Afrakstur Icesave umræðunnar gæti orðið eldfimur. Er það ekki rangt að hafa innistæðutryggingu á innistæðum almennings í bönkum? Bankabókin er skuldaviðurkenning bankans.  Innistæður eru í raun bara lán almennings til einkabanka, síðan endar innistæðutryggingin alltaf á ríkissjóði að lokum, eingöngu til þess að fólk treysti einkabanka fyrir peningum sínum. Er einhver almenn trygging á einhverjum öðrum lánveitingum milli aðila?

Ef almenningur lánar banka pening sem bankinn svíkst um að endurgreiða á þá sami almenningur að setja enn meiri peninga inn í bankann svo bankinn geti staðið í skilum? Ef við verðum að valda atvinnuleysi, niðurskurði í heilbrigðis- og menntamálum til að borga okkar eigin innlán, til hvers eru þá eiginlega bankar? Datt einhverjum í hug spilavíti?

Icesave umræðan bæði innanlands og á heimsvísu gæti orðið til þess að afhjúpa „spilafíkilinn“ í þjóðfélögum okkar. Sú umræða gæti orðið almenningi til góða. Sú umræða mun aldrei verða fugl né fiskur ef við samþykkjum Icesave á laugardaginn. Þess vegna er það skylda okkar við mannkynið að segja nei.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 5.4.2011 - 21:17 - FB ummæli ()

„there is no alternative“

Í Icesave umræðunni hafa menn fært rök fyrir því að óæskilegt sé að setja Íslendinga í skuldafangelsi. Bent hefur verið á að siðaðar þjóðir hafi afnumið skuldafangelsi úr löggjöfum sínum fyrir löngu. Sumir Íslendingar telja Icesave lítið mál. Ólafur Margeirsson hagfræðingur metur afleiðingarnar þær að JÁ er gjaldþrot og með NEI-i er fræðilegur möguleiki á því að hagkerfi Íslands geti reist sig upp úr þeim rústum sem það er í. Hvernig er hægt að segja að Icesave sé smámál í þessu samhengi? Hvernig er hægt að leggja slíkar byrðar á samlanda sína vegna þess að maður er fullur sektarkenndar vegna hátternis nokkurra útrásarvíkinga. Sérstaklega þegar líkur eru á greiðslufalli Íslands, dýr syndaaflausn til handa alþjóðasamfélaginu það.

Þegar varað er við því að heil þjóð lendi í skuldafangelsi hafa menn í huga m.a.  land eins og Haítí. Árið 1804 brutust þeir undan yfirráðum Frakka. Frakkland hafði áður auðgast vel á auðlind landsins, „svarta gullinu“, þ.e. þrælunum,  íbúum Haítí. Frakkar voru að vonum ekki sáttir. Þess vegna settu þeir ásamt vinum sínum Bandaríkjamönnum,  Spánverjum og Bretum verslunarbann á Haítí. Í dag er slíkt ástand kallað; „að vera ekki hluti af alþjóðasamfélaginu“. Þess vegna neyddist Haítí til að skrifa undir samning við Frakka árið 1825. Þeir samþykktu að borga bætur til franskra þrælaeigenda, þ.e. þrælarnir sem brutust undan þrældómnum voru neyddir til að greiða bætur til þrælahaldaranna! Upphæðin var risastór, 150 milljónir franka í gulli, sem tekin var að láni hjá bönkum í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þeir samþykktu að borga kröfuna í þeirri von að verða gjaldgengir á mörkuðum heimsins. Það tók þá 122 ár að borga skuldina. Um aldamótin 1900 fór um 80% af ráðstöfunarfé þeirra í afborgun af þessari skuld.

Síðan frönsku skuldinni lauk, 1947, hafa vesturveldin, alþjóðasamfélagið, haldið áfram að kúga Haítí. Skuldsetning Haítí er gífurleg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar endurheimtum skuldanna. AGS krafðist afnáms verndartolla á hrísgrjónum og þar með flæddu bandarískt ríkisstyrkt hrísgrjón yfir Haítí. Hrísgrjónabændur á Haítí fóru þá á hausinn og landið er ekki sjálfbært með mat lengur. Atvinnuleysi er um 75%. Laun duga varla fyrir mat. Einræðisfeðgarnir Papa Doc og Baby Doc stofnuðu til 45% af skuldum Haítí og megnið lenti í einkabankabókum þeirra, með góðfúslegu leyfi alþjóðasamfélagsins. Í þessu tilfelli er alþjóðasamfélagið sammála um að skuldir sem vanhæfir stjórnendur Haítís stofnuðu til skulu greiddar af skattgreiðendum.

Íslendingar sem hluti alþjóðasamfélagsins, ennþá, berum ábyrgð á neyð Haítí. Við getum sjálfsagt samþykkt að við höfum ekki farið vel með Haítí. Sjálfsagt fórnarkostnaðurinn af því að vera þjóð meðal þjóða. Núna er röðin komin að Íslandi, okkur er boðið inn í sama klefa og Haítí hefur verið í frá 1825. Sömu lönd hóta okkur verslurnabanni og einangrun. Er uppgjöf valmöguleiki þrátt fyrir ofurefli, ekki ef örlög Haítís verða okkar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 4.4.2011 - 20:39 - FB ummæli ()

Er Icesave refsing guðs

Margir óttast að ef við höfnum Icesave þá muni fjármálamarkaðurinn hafna okkur. Markaðurinn er oft persónugerður eins og um manneskju sé að ræða en mun frekar er honum komið fyrir á guðlegum stalli. Sagt er að ekki sé til neins að reyna að binda markaðinn með lögum því hann er sterkari en lögin, þ.e. almáttugur(omnipotent). Ekki reyna að stjórna niðurstöðum því markaðurinn veit alltaf betur, þ.e. alvitur(omniscent). Gerðu hið rétta og markaðurinn mun verðlauna þig, þ.e. blessunarríkur(beneficent). Þar með hefur hann alla eiginleika guðs. Því sé það ekki bara tilgangslaust að reyna að andæfa honum heldur beinlínist rangt og meðlimum sértrúarflokksins finnst það nánast ósvinna að þurfa að rökstyðja það að markaðurinn eigi sér tilverugrundvöll í samfélagi manna.

Til eru ýmsir markaðir þar sem menn geta prúttað og hætt við ef svo ber undir án þess að það komi nokkrum manni í koll. Þar er frelsi til staðar. Fjármálamarkaðurinn snýst um að útvega peninga eða fjármagn. Fyrir kreppuna 2008 var markaðurinn örlátur en síðan skrúfaði hann fyrir og allt hrundi. Þessa hegðun hefur markaðurinn marg sinnis sýnt af sér og ætíð með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning. Ef við rifjum upp helstu ártölin:

1637  1720  1772  1792  1796  1813  1819  1825  1837  1847  1857  1866  1873  1884  1890  1893  1896  1901  1907  1910  1929  1973  1980  1983  1987  1989  1990  1992  1994  1997  1998  2001  2007

Markaðurinn er að sjálfsögðu ekki guðleg vera, honum er stjórnað af mönnum. Áhrifamáttur fjármálamarkaðarins er mjög mikill og hann veldur skaða oftar en ekki. Um er að ræða einokun banka á framleiðslu peninga sem gerir fjármálamarkaðinn svo valdamikinn og skapar þann ótta sem margir finna fyrir þegar rætt er um að hafna Icesave.

Erum við sátt við að lítill hópur manna sem hafa einokun á framleiðslu peninga og magni peninga í umferð á hverjum tíma hafi örlög þjóða í hendir sér. Eigum við að óttast þá svo mikið að við samþykkjum hvað sem er. Þegar afrekaskrá þeirra er könnuð og afleiðingarnar af öllum kreppunum eru kannaðar er augljóst að um er að ræða ótamið villdýr mun frekar en alvitra, almáttuga góðhjartaða veru.

Áður fyrr var sagt að það væri refsing guðs þegar pestir gengu yfir heimsbyggðina. Jafnvel á okkar tímum er guði kennt um AIDS. Í því felst að eina vonin um bata er meinlæti og tilbeiðsla. Margir hafa lagt á sig mikla fyrirhöfn til að útskýra hið raunverulega eðli sjúkdóma og smitleiðir og oftar en ekki verið sakaðir um guðlast. Í dag er tilbeiðsla á markaðnum á svipuðu stigi og okkur sem segja eitthvað annað er hótað spænska rannsóknarréttinum.

Spænski rannsóknarrétturinn var verkfæri valdsjúkra manna en ekki guði neitt viðkomandi. Á sama hátt er refsings fjármálamarkaðarins ekkert mannlegum samskiptum viðkomandi heldur verkfæri valdsjúkra manna. Án einstaklinga sem segja nei við órétti hefði mannkynsagan orðið allt önnur.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 3.4.2011 - 22:42 - FB ummæli ()

Hvað rekur Íslendinga í faðm lánadrottna Evrópu

Þjóðir í Evrópu skulda mikið en mismikið. Taflan hér fyrir neðan veldur yfirmönnum í ESB miklu hugarangri. Hún sýnir skuldastöðu nokkurra landa í Evrópu. Grikkir og Írar eru núna í gjörgæslu ESB og Portúgalar í dyragættinni. Samkvæmt töfluninni hér stöndumst við Íslendingar inntökuskilyrðin í gjörgæslu ESB.

Skuldir sem hlutfall af VLF
Skuldir ríkissjóðs Heildarskuldir
Portúgal 99% 232%
Írland 113% 1305%
Grikkland 137% 167%
Ísland 117% 260%

Talnaglöggir menn telja að afskrifa verði skuldir hjá viðkomandi löndum. M.a. Kenneth Rogoff heimsþekktur hagfæðipófessor frá Harvard. ESB vill ekki fara þá leið. ESB myndar neyðarsjóð sem fær fjármuni frá stærstu bönkum Evrópu. Sá sjóður lánar viðkomandi þjóðum peninga sem síðan eru notaðir til að endurreisa gjaldþrota banka. Þessir bankar geta því endurgreitt skuldir sínar til stóru bankanna sem lánuðu í stóra neyðarsjóð ESB. Þessi hringrás í boði yfirmanna ESB tryggir bankakerfinu líf en setur samtímis allan kostnaðinn á herðar almennings í viðkomandi löndum. Núverandi bankakreppa hefur afhjúpað ESB sem verkfæri bankakerfisins en ekki almennings. Þúsundum saman mótmæla verkalýðsfélög og almenningur um víða Evrópu en hafa takmarkaðann snertipunkt við hið ólýðræðislega valdakerfi framkvæmdavalds ESB. Þing þjóðlandanna hafa afsalað sér völdum til framkvæmdavaldsins í ESB og Evrópuþingið er nánast valdalaust í þessu tafli.

Átökin eru hörð á milli skuldara og lánadrottna. Hugsanlega mun evrusvæðið bresta vegna þess að almenningur í Evrópu mun ekki sætt sig við afarkjör bankanna. Hvað er það sem heillar íslenska vinstri stjórn til að leggja ríkustu bönkum Evrópu lið við innheimtu á misheppnaðri lánastarfsemi þeirra? Samtímis samþykkir sama vinstri stjórn að rústa áratuga baráttu verkalýðsfélaga í velferðarmálum. Ekki er raunhæft að ætla að um sé að ræða hugsjónir hjá „vinstri“ stjórninni og því er um annað hvort að ræða þrælsótta eða einhver hlunnindi þeim til handa.

Rök almennings í Evrópu eru að mistök bankakerfisins eigi ekki að lenda á skattgreiðendum. Það eru sömu rök og andstæðingar Icesave á Íslandi hafa. Rök framkvæmdavaldsins í ESB eru þau að veröldin fari til fjandans ef bönkunum sé ekki bjargað. Já-sinnar á Íslandi eru því sammála framkvæmdavaldinu í ESB og tala því máli lánadrottna en ekki skuldara, almennings.

Þessi grein birtist í Morgunbalðinu í gær.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 2.4.2011 - 00:02 - FB ummæli ()

Bankahólfið-Icesave

Það er sagt að af tvennu illu séu skárra að samþykkja Icesave en að hafna Icesave. Lánshæfismat landsins muni versna verulega og enginn vilji lána okkur nema á okurvöxtum ef við höfnum samningunum. Auk þess mun höfnun hafa mikla óvissu í för með sér fyrir Ísland. Það er kynnt undir kvíða og ótta sem er auðvelt á þessum óvissutímum þegar bankar um alla Evrópu valda miklum vandræðum. Reynt er að telja okkur trú um að við komumst á lygnan sjó ef við samþykkjum Icesave.

Það er ekki vandræðalaust að koma með rök sem byggjast á skynsemi og réttlætiskennd gegn þessum hræðsluáróðri. Óttaslegið fólk hrekst undan og á erfitt með að hugsa rökrétt.

Fyrir þá sem greiða ekki skuldir annarra né láta kúga sig til þess er lítil hjálp í því að reyna að skilja hvers vegna sumir vilja endilega gera það.

Það er munur á bankabók og bankahólfi. Það eru tveir lyklar að hverju bankahólfi og það er ekki opnað nema báðir lyklarnir séu notaðir samtímis. Leigjandi bankahólfsins geymir annan lykilinn. Sá sem hefur bankahólf á leigu í banka getur geymt þar ýmis verðmæti og það bankahólf er aldrei opnað nema eigandinn mæti á staðinn með sinn lykil.

Bankabók virkar ekki á sama hátt þó margir vilji trúa því. Þegar þú leggur peningana þína inn á bankabók þá lánar þú bankanum peningana og bankinn getur gert hvað sem er við þá. Það er eðlilegasti hlutur í heimi því þú lánaðir bankanum peningana og ekki ferð þú að skipta þér af því hvernig aðili ráðstafar peningunum sínum. Þú ert í raun og veru að lána bankanum peningana þína þegar þú stofnar bankabók. Það hefur fylgt lánastarfsemi all tíð að endurheimtur eru ekki alltaf 100%.

Bankabók er skuldaviðurkenning bankans um að hann skuldi þér peninga.

Innistæðutryggingakerfi er tryggingasjóður fyrir bankana ef þeir geta ekki staðið í skilum.

Icesave er ríkisábyrgð á vanefndum banka við skuldunauta sína.

Mikill fjöldi fólks lánaði Landsbankanum mikið af peningum þ.e. lagði inn á bankabók. Landsbankinn sólundaði þeim peningum og að lokum stóð ekki í skilum við lánveitendur sína, fólkið sem lánaði Landsbankanum peningana sína. Þegar það gerist eru vanskilamenn venjulega dregnir fyrir dómstóla til að krefja þá um greiðslu.

Þessi lánasamningur, bankabókin, var á milli lánveitenda-almennings og skuldara-bankans. Núna segja bankarnir að þeir geti ekki endurgreitt lánin sem þeir fengu hjá almenningi. Þess vegna finnst bönkunum að almenningur eigi að leggja stórfé inn í bankana svo að bankarnir geti endurgreitt skuld sína við almenning. Er þá ekki almenningur að endurgreiða sjálfum sér það sem sá sami almenningur lagði inn á bankabók sína í upphafi?

Okkur sem finnst það vera rugl að kóa með bönkunum skiljum ekki þá sem nota hræðsluáróður til að bjarga bönkum sem hafa stundað meinta glæpastarfsemi. Hvernig er hægt að hafa samúð með málpípum sem hafa hingað til þóst standa með lítilmagnanum en berjast af alefli fyrir hagsmunum banka gegn almmenningi.

Það hjálpar ekki lúbarinni konu að segja henni í sífellu að annað hvort eigi hún að sætta sig við ofbeldið eða þá að það sé rangt að hún sé barin. Það verður að fjarlægja ofbeldismanninn, það er eina lausnin.

Fyrsta skrefið er að hætta að kóa með og segja Nei við Icesave.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 31.3.2011 - 00:19 - FB ummæli ()

Bréf til José

Að frumkvæði Gunnars Tómassonar, hagfræðings og fyrrverandi ráðgjafa hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og fleiri Íslendinga var meðfylgjandi bréf sent til Dominiques Strauss-Khans, framkvæmdastjóra Alþjóðagaldeyrissjóðsins, og José Manuels Barrosos, forseta Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Bréfið var sent til þeirra í ljósi þess lykilshlutverks sem AGS og ESB skipuðu í nóvember 2008 þegar samningaviðræðurnar vegna Icesave hófust.

Á þessum tíma setti AGS fram spár um efnahagshorfur Íslands og gengið var frá samkomulagi um að ef efnahagsþróun landsins yrði umtalsvert verri en þessar spár gerðu ráð fyrir þá gæti Ísland farið fram á viðræður við Bretland og Holland vegna þeirra þátta sem liggja til grundvallar frávikinu og um sjálft viðfangsefnið Icesave. Nýlegt mat AGS á þróuninni á árunum 2009 til 2010 og spár fyrir 2011 til 2013 gefa mun verri mynd en fyrri spár.

Bréfritarar hafa áhyggjur af því að núverandi frumvarp um Icesave-samninginn, sem verður lagt fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl n.k., endurspegli ekki þessa neikvæðu þróun. Því fara bréfritarar þess á leit við AGS og ESB að þessar stofnanir „geri ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands annars mun vanhugsuð úrlausn Icesave-málsins þröngva Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru.“

Hér fylgir bréfið til José;

Mr. José Manuel Barroso

President of the European Commission

1049 Brussels, Belgium

Kæri, Mr. Barroso.

Eftir hrun íslenska bankakerfisins í október 2008 féll verg landsframleiðsla (VLF) um 25% á næstu tveimur árum eða úr 17 millörðum bandaríkjadala niður í 12‚8 milljarða bandaríkjadala (USD). Ef spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um 14,8% vöxt vergrar landsframleiðslu næstu þrjú árin gengur eftir mun hún nema 14,7 milljörðum bandaríkjadala árið 2013 og vera 13% lægri en árið 2008.

Horfurnar eru aðeins skárri ef mið er tekið af vergri landsframleiðslu á stöðugu verðlagi í íslenskum krónum. AGS spáir að árið 2013 verði verg landsframleiðsla um 2-3% lakari en árið 2008 sem þýðir að hún verður 4-6% lægri en AGS spáði í nóvember 2008.

Með öðrum orðum þá eru efnahagshorfur Íslands umtalsvert lakari en gengið var út frá við gerð svokölluðu Brussels viðmiða fyrir ICESAVE samninga sem aðilar málsins samþykktu undir handleiðslu viðkomandi stofnunar Evrópusambandsins (ECOFIN) í nóvember 2008.

Jafnframt telur AGS að vergar erlendar skuldir Íslands í lok ársins 2009 hafi verið um 308% af vergri landsframleiðslu. Það þýðir nærri tvöfalt það 160% hlutfall sem sjóðurinn spáði í nóvember 2008. Í skýrslu AGS um Ísland, dagsettri 22. desember 2010, er því spáð að vergar erlendar skuldir Íslands muni nema 215% af vergri landsframleiðslu í árslok 2013 (sjá töflu 3, bls. 32 í umræddri skýrslu) eða liðlega tvöfalt það 101% hlutfall sem spáð var í nóvember 2008 (sjá töflu 2, bls. 27 í sama riti).

Vergar erlendar skuldir Íslands í lok 2009 voru langt umfram það 240% hlutfall  af vergri landsframleiðslu sem starfsmenn AGS mátu sem „augljóslega ósjálfbært” í skýrslu þeirra sem er dagsett 25. nóvember 2008 (sjá bls. 55 í þessari skýrslu).

Meginmarkmið þess samningaferils um ICESAVE sem hleypt var af stokkunum í nóvember 2008 var að tryggja uppgjör á flóknum málum sem viðkomandi aðilar, að meðtöldum ESB og AGS, voru einhuga um að leiða til farsællar lausnar samhliða endurreisn íslenska hagkerfisins.

Við undirritaðir Íslendingar höfum verulegar áhyggjur af því að fyrirliggjandi drög að samkomulagi um ICESAVE samrýmist ekki þessu meginmarkmiði, og vísum í því sambandi til umsagna AGS um þróun og horfur varðandi innlendar hagstærðir og erlenda skuldastöðu Íslands hér að ofan.

Því förum við þess virðingarfyllst á leit við ESB og AGS að þessar stofnanir takist á hendur ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands svo að vanhugsuð úrlausn ICESAVE-málsins þröngvi ekki Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

Ásta Hafberg, háskólanemandi

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Helga Þórðardóttir, kennari

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna

Rakel Sigurgeirsdóttir, framhaldsskólakennari

Sigurjón Þórðarson, formaður Frálslynda flokksins

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar

Þórður Björn Sigurðsson, varamaður í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

Svör sendist til;

helgatho@gmail.com

Helga Thordardottir

Seidakvisl 7

110 Reykjavik

Iceland

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 27.3.2011 - 20:01 - FB ummæli ()

imagine

Hugsið ykkur veröld án peninga, bara í smá stund. Veltum fyrir okkur Evrópu. Þar eru allir að framleiða eitthvað og án peninga væru menn að skiptast á vörum. Tímafrekt en virkaði vel í den. Vöruskiptin höfðu engan sérstakan kostnað í för með sér nema óhagræðið við að finna sér viðskiptafélaga sem vildi það sem þú hafðir upp á að bjóða. Peningar komu síðan sem millistig í verslun með verðmæti. Peningar eru því ávísun á verðmæti. Ef Jón lætur t.d. kaupmanninn hafa 100 kindur þá getur kaupmaðurinn skrifað á pappír að Jón eigi inni hjá sér andvirði 100 kinda. Í dag leggjum við fram vinnuframlag okkar til atvinnurekandans og er það okkar kindur, okkar framleiðsla. Í staðinn fáum við ávísun á framleiðslu okkar, vinnutímana. Ávísunin á framleiðslu okkar eru peningarnir og á Íslandi heita þeir krónur.

Nú hagar því svo til að ef atvinnurekandi hefur mann í vinnu hjá sér, segjum í 10 klst. á 1000 kr. hvern tíma, þá skuldar hann honum laun fyrir vinnuna, þ.e. 10 þúsund krónur. Atvinnurekandinn gæti greitt með öðrum vörum eða þá unnið eitthvað fyrir launamanninn sinn, bónað bílinn hans eða eitthvað annað. Atvinnurekandinn gæti líka skrifað á miða að launamaðurinn hefði unnið fyrir sig sem jafngilti 10 þúsund krónum. Launamaðurinn gæti því farið í Bónus með miðann og keypt vörur þar fyrir 10 þúsund krónur. Einfalt og ódýrt.

Atvinnurekendur geta ekki búið til peninga á þennan hátt að vild heldur er það hlutverk banka. Til að fá fyrfram prentaða pappírsmiða til að greiða launamannininum laun þarf atvinnurekandinn að fara í bankann og fá papírsmiðana eða peningana þar. Til þess að fá 10 þúsund krónurnar þarf atvinnurekandinn að taka þær að láni hjá bankanum. Hann þarf ekki bara að endurgreiða bankanum 10 þúsund krónurnar heldur vexti að auki. Af þeim sökum þarf hann að lækka laun launamannsins sem nemur vöxtunum eða selja vinnu hans þeim mun dýrar.

Allur peningur er búinn til á þennan hátt að einhver tekur lán hjá banka. Ef þú átt mikinn pening þá er einhver annar mjög skuldsettur. Hvers vegna eru peningar ekki ókeypis? Peningar eru bara ávísun á verðmæti, kindur eða vinnustundir. Peningar eru í raun eining á verðmæti eins og metri er eining fyrir lengd. Ekki þarf maður fyrst að fara á banka og kaupa sér 10 metra til að kaupa 10 metra af timbri í Húsasmiðjunni. Metrinn sjálfur er verðlaus en ekki timbrið. Krónan er verðlaus en ekki kindurnar eða vinnustundirnar.

Bankar og skuldir eru að fara með heimsbyggðina til fjandans, peningar sem einstaklingar og fyrirtæki fengu að láni hjá bönkum í þeim tilgangi að geta skipts á raunverulegum verðmætum. Er ekki komin tími til að nema staðar og hugsa hlutina upp á nýtt?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 24.3.2011 - 12:08 - FB ummæli ()

Viðbrögð alþjóðsamfélagsins við bréfi íslensks almennings til forseta ESB.

Hópur Íslendinga sendi Herman Van Rompuy, forseta ESB, bréf með spurningum varðandi Icesave sl. föstudag.  Í kjölfarið voru fréttatilkynningar sendar á innlenda og erlenda fjölmiðla ásamt bréfinu. Hér heima voru það Morgunblaðið og Svipan sem birtu það (sjá hér og hér) og Smugan fjallaði um það líka (sjá hér) Nokkrir þeirra sem settu nöfn sín undir það birtu bréfið á bloggsvæðum sínum í upphafi vikunnar.

Eins og er höfum við rekist á bréfið á þremur erlendum miðlum. Þ.e. Irish Left Review, á síðu Max Keiser’s og bloggi Dave Harrisson’s. Þetta eru þó ekki einu viðbrögðin sem bréfið hefur fengið. Sendandi bréfsins hefur verið að fá svör og viðbrögð við bréfinu víða að síðastliðna daga m.a. frá einum þingmanni Evrópupingsin og, Michael Hudson. Hann hefur óskað eftir leyfum þeirra til að birta það sem frá þeim hefur komið opinberlega.

Svörin sem hafa borist eru öll til vitnis um mikinn stuðning bréfritara við málstað þeirra Íslendinga sem setja sig upp á móti því að hérlendur almenningur þurfi að bera þungan af skuldum einkarekinna banka. Sumir taka það fram að þeir vænta mikils af  viðspyrnu íslensku þjóðarinnar og sjá fyrir sér víðtæk og jákvæð áhrif í þeirra heimalöndum ef okkur ber gæfa til að hafna þessum samningum.

Hér fyrir neðan fara fjögur fyrstu svörin sem við birtum:

Hressileg baráttukveðja að utan frá einum lesanda bréfsins:

I agree… why should the UK & NL hold the IS people hostage, on behalf
of dodgy banksters!!

Graham Kelly CEO

Michael Hudson, hag- og sagnfræðingur, ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur. Hann hafði þetta um bréfið að segja:

Thank you for this letter.

Actually, Iceland has the authority NOT to pay these debts. It is a basic principle of eocnomic law — and indeed, of moral society — that no economy should be forced into a situation where the public takes such great responsibility for lawbreakers that it must submit to emigration to escape debt.

There is no reason for Iceland to revert to feudalism, depopulation, emigration. The basic economic principle is that “A debt that cannot be paid under normal circumstances, should not be paid.”

There also is a basic principle that creditors should take responsibility for bad loans.
So what amazes me is how Iceland is not pressing its natural rights in this case — not to speak of its legal rights, that already exist.

Evidently that requires a replacement of many current members of the Althing. I wish I could be brought there to help you.

Sincerely,
Michael Hudson

Kveðja frá Portúgal:

Hello,

Greatings from Portugal, Madeira Island.

I support your cause and I hope you can see in the attached document what portuguese politicians are doing to portuguese People in the last 10 years: they spent more that the Law of the Budget 90.000 bilion euros (between 2000 and 2009).

They call it „international crisis“.
The Icelend’s People mouvement is censored in Portugal.

Please give notice.

Kind regards,
Pedro Sousa

Kveðja frá Havaí:

good luck, the world is watching your bravery and standing up against the bankers

aloha from hawaii,

what iceland has done….without fighting so far is remarkable on the world scene.
iceland shows peace is possible

if the responsible parties take their responsibilities of greed and dishonesty
so NOT paying back is your best policy.

please see if max keiser or stacy herbert can give you an interview about both:

standing up and not being afraid

being peaceful in your actions

thanks for your bravery
mahalo nui loa carley

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur