Laugardagur 30.03.2013 - 12:09 - 13 ummæli

Framboð ættu að sameinast

Útlit er fyrir að það verði óvenjulegur fjöldi framboða í þingkosningum í vor, og því hafa sumir velt fyrir sér hvort ekki væri skynsamlegt að sameina sum þeirra, til að auðvelda kjósendum valið.  Þetta á auðvitað helst við framboð sem hafa keimlíka stefnu í mikilvægustu málunum.
Það er ljóst að nokkur framboðanna hafa í raun sömu eða mjög svipaða stefnu í ýmsum þeim málum sem margir kjósendur telja til þeirra mikilvægustu.  Þetta á við um kvótamálin, stóriðjumál, náttúruverndarmál og stjórnarskrármálið (og almennt um valdakerfið og hlut almennings í ákvörðunum varðandi það), þar sem þessi framboð virðast í raun hafa mjög áþekka stefnu.
Það væri því gustukaverk gagnvart kjósendum að þessi framboð sameinuðust í eitt.  Þau eru: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Vinstri Græn og Björt Framtíð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Steinarr Kr.

    Til hvers þurfa þau að sameinast? Þetta eru þeir fimm flokkar sem skipa munu Alþingi eftir næstu kosningar.

  • Skora á ný framboða að sameinast undir heitinu: NÝTT ÍSLAND !!!

  • Thor Daniel Hjaltason

    Eg er sammala Steinarri. Eitt ROTID epli i sameiningunni er nog til thess ad skemma hin.

  • Haukur Kristinsson

    Góður!

    Og formennirnir, allt Reykjavíkur kids, „close friends“.

  • Thor Daniel Hjaltason

    Thetta er ekki spurningin um flokka. Heldur ad sameina tha einstaklinga sem synt hafa styrk of fordaemi og standa uppur Althingisskruminu. Thar a eg vid til ad mynda Birgittu og Margreti sem daemi.

    Thetta snyst um einstaklinga sem hafa bein i nefinu og hafa synt styrk til thess ad berjast gegn innras graedginnar og faviskunnar, tala fyrir hond folksins og halda gefin kosningaloford.

    Byrja med thvid ad rita thessi nofn a blad og byrja nyja barattu med thvi folki og Althingismonnum sem almuginn getur treyst – Ekki bara i ordi heldur a bordi

  • Thor Daniel Hjaltason

    Gledilega Paska Einar – keep working on it

  • Gleymdir Hægri grænum, ljótt að skilja útundan! 😉

  • Já, aumt er ástandið á fólki sem styður nýju flokkana. Þetta blogg og önnur lík eru dæmigerði fyrir það hvað þessi hópur getur ekki haldið kúrs eða lært á reynslunni.

    Nú ætlar fólkið sem hefur harðlega gagnrýnt fimmflokkinn fyrir skort á hugsjónum og að svíkja loforð á að sjálfsögðu að sameinast eftir því sem skoðanakannanir blása. Svona, bara ef það hentar mér – fyrir kosningar.

  • Guðrún G.

    Ég gæti aldrei hugsað mér að greiða atkvæði með þeim hætti að það gæti endað hjá fulltrúum rasistanna í Frjálslyndaflokknum. Þessvegna gat ég ekki einu sinni leitt hugann að því að kjósa Dögun en sá flokkur er búinn til eftir 2ja ára samvinnu við Frjálslyndaflokkinn og fulltrúar þess flokks fóru mikinn ot töldu sig heim á stofnfundi sem ég fór á hjá Dögun.

    Ég hafði síðustu daga talið að ég myndi kjósa Pírata til að stuðla að því að Birgitta komist aftur á þing — en ef atkvæði greitt Pírötum myndi merkja að það gæti enda sem þingsæti fyrir fulltrúa Frjálslynda flokksins þá er fullkomlega útilokað að ég geti kosið Pírata.
    Sama er með öfaglið sem hefur kynnt forpokaðann rasisma sinn og þjóðernishyggju á Útvarpi Sögu og á ÍNN. Ef eihver þeirra verður í líklegu sæti flokka sem fara í samstarf þá geri það mér ómögulegt að kjós neinn í því bandalagi.

    Þetta er sá þáttur sem Dögun hefur aldrei skilið. Þeir hafa lagt á sig mikla vinnu en þegar fulltrúar þeirra standa fyrir jafn andstæð sjónarmið og þar er þá er útilokað að kjósa þá. Þú veist ekki hvort þú ert að kjósa öfga þjóðernissinna eða rasista þegar þú vilt kjósa réttsýna og víðsýna manneskju sem ber velvilja og ástúð til allra og lætur heilbrigða skynsemi ráða för um samstarf við aðrar þjóðir en ekki hættulegast afl mannkyns sem er þjóðernishyggja eða rasismi.

  • Höskuldur Davíðsson

    Hvað eru framboðin mörg Einar?
    Veit það einhver ?
    Mig langar að bjóða fram klofíð í Hafnarfyrði.
    Hverjir eru með ?

  • “ Þetta á auðvitað helst við framboð sem hafa keimlíka stefnu í mikilvægustu málunum.“

    Hver eru mikilvægusu málin?

    Hvar er svigrúm á meðan AGS stjórnar hér efnahagsmálum?

    Hvaða fíflagangur er í gangi á þessu litla skeri með framboð á við milljóna þjóð?

    THE UNITED STATES CONSTITUTION
    2: This Constitution, and the Laws of the United States which shall be made in Pursuance thereof; and all Treaties made, or which shall be made, under the Authority of the United States, shall be the supreme Law of the Land; and the Judges in every State shall be bound thereby, any Thing in the Constitution or Laws of any State to the Contrary notwithstanding.

  • Þetta ættu flokkar að sameinast gegn.

  • Magnús Björgvinsson

    Veit ekki hvort maður á að hlægja eða eitthvað annað að þessu. Nú er ég t.d. ásamt þúsundum starfandi í þessum flokkum. sem rætt er um hér að ofan. A.m.k. þar sem ég þekki til hefur þó fólk áhrif á störf flokks og fulltrúa hans. Hvað með litlu framboðin þar sem þau samanstanda af þeim sem eru í framboði og fáum öðrum og standa fyrir einhverjar hugmyndir sem engin veit hvort eru framkvæmanlegar en svona leikmönnum hér og þar þykja ægilega sniðugar. Yfirleitt um að skattleggja einhverja útlendinga og dreifa því maðal fólks eða útgerðamenn. Allir búnir að gleyma að ríkð er að sligast úr skuldum. Og hvaða lýðræði var t.d. notað við að velja fólk á lista hjá þeim, við mótun stefnu þeirra og hverning ætla þau að breyta vinnu t.d. á Alþingi þannig að vinnubröðg þar batni. Hef ekki séð það sorry.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur