Þriðjudagur 18.01.2011 - 13:41 - 20 ummæli

Guardian um Nímenningamálið

Breska blaðið Guardian fjallaði um Nímenningamálið í gær.  Hróður íslenska „réttarríkisins“ berst víða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Eyjólfur

    Já, þetta er frábærlega heppnuð umfjöllun hjá the Guardian. Þeim tekst algerlega að afvegaleiða umræðuna. Kjarni málsins er sá að við búum í einu trausta réttarríki jarðar, þar sem lögin eru skýr, allir eru jafnir fyrir lögunum og refsingar eru hóflega. Níumenningarnir reyndu með ofbeldi að hindra störf lýðræðislega kjörins Alþingis. Að reyna að verja gerðir þeirra og ég tala nú ekki um gera að píslarvottum er aðför að réttarríkinu.

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    „við búum í einu trausta réttarríki jarðar“

    sögulegur tími Björns Bjarnasonar í embætti dómsmálaráðherra
    hefur hlotið einkennisorðin

    „náfrændinn, bridsfélaginn og einkasonurinn“

    Er það vegna þess að íslenska „réttarríkið“ sé til fyrirmyndar ?

    VARLA !!

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    Jón Steinar Gunnlaugsson var 2004 skipaður dómari við Hæstarétt Íslands.

    Tveimur árum áður hafði þessi sami Jón Steinar verið dæmdur við réttinn.

    http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=658565

    Eru það meðmæli með íslensku réttarkerfi að sakamenn séu gerði að dómurum við Hæstarétt ?

    VARLA !!

  • Ef álíka skríll hefði ráðist inn í breska parlimentið, bítandi og lemjandi þingverði og löggur, þá væru þeir enn í gæsluvarðhaldi.

  • Fannar Hjálmarsson

    miðað við hvernig lögreglan í Bretlandi tók á stúdenta mótmælunum þá er líklegra en ekki að ef ráðist hefði verið á Þinghúsið í London þá hefði lögreglan beit skotvopnum.

    alltaf gaman að sjá tilfinningaklám og menn endurskrifa söguna til að passa að eigin hugmyndafræði.

  • Magnus Björgvinsson

    Í Bretlandi var verið að dæma mótmælanda í nærri 3 ára fangelsi fyrir að kasta slökkvitæki af húsþaki. Án þess að það hitt nokkurn:
    „Átján ára gamall breskur námsmaður hefur verið dæmdur í 2 ára og 8 mánaða fangelsi fyrir að kasta slökkvitæki niður af þaki húss í miðborg Lundúna í vetur þegar námsmenn og fleiri voru að mótmæla áformum um hækkun skólagjalda. Litlu munaði að slökkvitækið lenti á hópi lögreglumanna. „

  • Eyjólfur

    Haha, vá, þarna hafa menn lagt mikið á sig til að laga þetta að eigin (mjög svo non-mainstream) heimsmynd…

    Hugsið ykkur t.d. „mótmælin“ við lögreglustöðina sama vetur. Ef áþekkur hlutur (æstur skríll með drumba að reyna að brjóta sér leið inn í lögreglustöð til að skipta sér af handtöku/varðhaldi) hefði gerst í einhverju af nágrannalöndum okkar, hefðu þátttakendur verið kylfaðir í spað (og það réttilega) og þeir sem ekki hefðu náð að hlaupa/skríða burt dregnir burt í járnum.

    Ég veit alveg hvaða skoðanir villta vinstrið hefur á þessum málum. En þær eru yst á jaðrinum og eru svo sannarlega ekki skoðanir allrar alþýðu manna. Þegar þið sláist við lögreglu/þingverði, eruð þið að slást við meirihlutann í gegnum proxy.

  • Eyjólfur

    Aukinheldur vil ég taka fram að ég er ekki hlynntur þessum margumrædda ákærulið í máli nímenninganna. A.m.k. býst ég við (og vonast eftir) sýknu. En fyrr má nú vera píslarvættið.

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    @ Fannar Hjálmarsson // 18.1 2011 kl. 15:54

    @ Magnus Björgvinsson // 18.1 2011 kl. 16:52

    @ Eyjólfur // 18.1 2011 kl. 16:54

    Wikileaks hafa nýlega sýnt fram á að í ólöglegu innrásarstríði
    BNA í Írak hafi blóðþyrstir hermenn stórveldisins banað að
    minnsta kosti 100.000 óbreyttum borgurum.

    Hvaða refsing finnst ykkur passa þessum ódæðismönnum ?

  • Eyjólfur

    Sigmundur,

    http://www.nizkor.org/features/fallacies/red-herring.html

    Að auki virðist þú vera að gera ráð fyrir að allir sem hafa látist með ofbeldisfullum hætti hafi fallið fyrir hendi bandarískra hermanna, sem er önnur rökvilla.

  • Fannar Hjálmarsson

    Sigmundur, hefuru eitthvað farið á mis við sögukennslu?

    stríðið í Írak er og var ólöglegt. það er og var glæpur. þeir sem bera ábyrgð á því eru og verða hafðir yfir alþjóðleg lög því þeir eru og voru valdamestu menn í heiminum. Lögreglan reyndir ekki að handtaka einhvern og færa fyrir rétt ef hún hefur ekki bolmagn til þess.

    þannig er það bara því miður. stór ríki hafa alltaf og munu alltaf getað hagað sér eins þau vilja. fyrir ekki svo löngu síðan voru ríki að innlima nágranna ríki sín eða heilu héröðin og sýslunnar í þeim inn í sitt ríki.

    þetta er kaldur og harður heimur og hefur alltaf verið svoleiðis. núna eiga tilfinningakláms hippar eftir að fara hamförur yfir því sem ég skrifa en það breytir því ekki að þetta er sannleikur.

    Ef ekki er hægt að halda uppi lögum, gilda þá lögin? við ættum nú að þekkja þetta á Íslandi. Það er nú ekki það langt síðan lögreglumenn voru örkumlaðir fyrir lífsstíð og engin sóttur til saka vegna þess að lögreglan og yfirvöld þorðu ekki að taka á vandanum. þarna er ég að tala um Gúttó slagin og hvernig kommar sem þar voru börðu lögreglumenn til óbóta.

    Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur hvernig vilt þú komu lögum yfir hermenn og valdamenn mesta herveldis í heiminum í dag? vondandi geturu svarað því.

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    Ég endurtek spurningu mína:

    Hvaða refsing finnst ykkur passa þessum ódæðismönnum ?

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    @ Eyjólfur // 18.1 2011 kl. 17:45

    „Að auki virðist þú vera að gera ráð fyrir að allir sem hafa látist með ofbeldisfullum hætti hafi fallið fyrir hendi bandarískra hermanna“

    Sem stærðfræðingi sárnar mér þegar mér eru kenndar rökvillur.

    Ég hef hvergi haldið því fram að ALLIR sem hafi látist með ofbeldis-
    fullum hætti hafi fallið fyrir hendi bandarískra hermanna.

    Eða getur þú sannað að svo sé ?

  • Fannar Hjálmarsson

    @ Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur // 18.1 2011 kl. 17:57
    Hvernig ætlaru að koma þessum mönnum undir lagana hendur? hvaða aflsmuni ætti að beita til þess og er það hægt? ef ekki er þetta þá ekki auðsvarað? því miður.

  • Eyjólfur

    Ekkert mál.

    Látum M vera mengi þeirra sem fallið hafa með ofbeldisfullum hætti í Írak frá innrás. Skv Iraq Body Count og öðrum heimildum eru stökin um 100.000.
    Látum N vera mengi þeirra sem fallið hafa fyrir hendi bandarískra hermanna í Írak frá innrás.

    Til er x stak í M sem ekki er jafnframt stak í N.

    Q.E.D.

    Annars er ég að gefa mér að þú hafir verið að taka öllum dauðsföllum almennra borgara af völdum ofbeldis sem gjörningi bandarískra hermanna (út frá 100.000 frá Iraq Body Count) – sem er að sjálfsögðu ekki endilega rétt, þú mátt endilega vísa mér á þau gögn sem þú ert að styðjast við í þessari fullyrðingu þinni. 🙂

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    @ Fannar Hjálmarsson // 18.1 2011 kl. 18:13

    Íslendingar hafa enga möguleika á því að refsa bandarískum stríðsglæpamönnum sem fremja hryðjuverk í Írak.

    Þeir eiga hins vegar að lýsa yfir VANÞÓKNUN sinni á glæpaverkum
    þeirra á alþjóðlegum vettvangi, í stað þess að styðja ólöglega innrásina.

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    @ Eyjólfur // 18.1 2011 kl. 18:22

    Það er greinilegt að þú hefur áhuga á rökfræðinni og það gleður mig.

    „sem er að sjálfsögðu ekki endilega rétt, þú mátt endilega vísa mér á þau gögn sem þú ert að styðjast við í þessari fullyrðingu þinni.“

    Wikileaks hafa birt fjöldan allan af gögnum og ég verð að viðurkenna
    að ég hef ekki lesið allt saman.

    Hins vegar las ég í bresku blaði, sennilega, Guardian, að hermenn BNA hefðu drepið meira 100.000 óbreytta borgara í ólöglegu innrásarstríði
    sínu.

    Ekkert dagblað er alheilagt, en ég trúi frekar Guardian en Morgunblaðinu sem ritstýrt er að hinum geðprúða Hádegismóra !!

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    @ Eyjólfur // 18.1 2011 kl. 18:22

    Það er líka mögulegt að ég hafi lesið þetta í Independent

    http://en.wikipedia.org/wiki/The_Independent

    Bæði Guardian og Independent stunda fagmennsku í fjölmiðlun
    sem aldrei hefur sést á Íslandi.

    Vonandi stendur það til bóta !!

  • Eyjólfur var ekki beðinn um að ,refsa“ neinum.

    Hann var beðinn um að lýsa siðferðilegri afstöðu.

    Það reyndist honum um megn.

  • Eyjólfur

    Skemmtilegt hatur útlaga í Svíþjóð á Jóni Steinari. Mér virðist Jón vera íhaldsamastur dómara í Hæstarétti þegar kemur að sönnunarfærslu í opinberum málum. Það þýðir væntanlega að hann er þeirra ólíklegastur til að dæma níumenningana fyrir brot gegn Alþingi, sem eins og bent hefur verið á er býsna fráleit ákæra. En það er enn fráleitara að ætla að hampa þessum skríl sem hetjum. En sjálfsagt verður alvöru dómurum ekki hleypt í að dæma í þessu máli og níumenningarnir fá einhverja pappakassa. Verði þeim að góðu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur