Sæll Róbert. Ég ætla ekki að tjá mig um þessa frétt í sjálfri sér: http://eyjan.is/2011/03/30/milljardamaeringar-vilja-islenskt-rikisfang-ekki-sagdir-asaelast-audlindir/ Hún er hins vegar tilefni þess að mig langar að spyrja þig hvort þú þekkir til máls Jussanam Dejah, sem búið hefur lengi og unnið á Íslandi, en missti dvalar- og atvinnuleyfi sitt þegar hún skildi við íslenskan mann sinn. […]
… að gerð verði vönduð úttekt á því hvernig OR gat breyst úr stöndugu fyrirtæki, með pottþéttar og fyrirsjáanlegar tekjur, í að vera nánast gjaldþrota.
Í bloggpistli í dag varar Tryggvi Þór Herbertsson við fólki sem „hljómar eins og hagfræðingar“. Ég held að slíkt fólk sé upp til hópa mun hættuminna en þeir „alvöru“ hagfræðingar sem, eins og Tryggvi, bæði spiluðu með í bóluhagkerfinu og lýstu í sífellu yfir hvað það væri traust. Tryggvi bítur höfuðið af skömminni með því að […]
Af hverju dettur fólki í hug að borga íslensku bankastjórunum svona há laun? Skýring varaformanns stjórnar Arionbanka í hádegisfréttum RÚV í dag var engin skýring, nefnilega að það hefði þurft að borga svona mikið til að ráða þennan mann. Spurningin er hvort það ætti ekki að leggja blátt bann við því að ráða í bankastjórastöðu […]
Það var stórkostleg framför þegar farið var að brenna gott kaffi á Íslandi, og gera það vel, eins og sumar af litlu kaffibrennslunum með metnað gerðu í upphafi, í kringum 1990. Það var sorglegt að sú kaffibrennsla sem náði undirtökunum á markaðnum (Kaffitár) og sem átti drýgstan þátt í að stórbæta kaffimenninguna hér, skyldi á […]
Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað nýlega að krefjast sérstakrar greiðslu fyrir sorphirðu í þeim húsum þar sem meira en 15 metrar eru að sorptunnunum frá þeim stað sem sorpbílarnir komast næst. Uppgefin ástæða er sparnaður, þ.e.a.s. útgjaldaminnkun hjá borginni. Almennt séð er sjálfsagt að borgin innheimti gjöld fyrir þann kostnað sem hún verður fyrir vegna þjónustu við […]
Í hádegisfréttum útvarps í dag sagði Ástráður Haraldsson að það væri eðlilegt að hann tæki aftur sæti í Landskjörstjórn, af því að hann nyti trausts Alþingis. Hann minntist ekki á að þetta sama Alþingi nýtur trausts um tíu prósenta þjóðarinnar, og því er traustsyfirlýsing þess engin yfirlýsing um traust þeirra sem þurfa að treysta honum, […]