Færslur fyrir apríl, 2011

Föstudagur 29.04 2011 - 15:35

Þorsteinn Már og alþjóðlegur rekstur

Þorsteinn Már Baldvinsson segir, í nýlegri grein, farir Samherja ekki sléttar þegar starfsmenn fyrirtækisins þurftu að fá gjaldeyri vegna ferðar á sjávarútvegssýningu erlendis.  Þetta er afleiðing af reglum sem settar hafa verið í tengslum við gjaldeyrishöftin  Vegna þessa spyr Þorsteinn „Eigum við að reka alþjóðleg markaðsfyrirtæki á Íslandi?“ Um þetta er tvennt að segja: Það […]

Föstudagur 22.04 2011 - 15:21

Samtrygging, einelti, Ögmundur og Sigmundur

Það er ekki geðslegt að sjá Ögmund Jónasson taka til varna fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hér, og ömurlegt að heyra íslenskt valdafólk tala eina ferðina enn um réttmætar spurningar fjölmiðla sem einelti.  Ögmundur gengur reyndar skrefi lengra, og líkir fjölmiðlum við morðingja, sennilega af því honum finnst einelti ekki nógu krassandi lýsing á þeim „ofsóknum“ […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 13:40

Leyndarhyggja sjálfhverfra stjórnmálamanna

Í frumvarpi að nýjum upplýsingalögum, sem haldið er fram að muni auka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum hins opinbera, er meðal annars að finna ákvæði um að sumum opinberum upplýsingum megi halda leyndum í 110 ár.  Vel má vera að hægt sé, með frjóu ímyndunarafl, að láta sér detta í hug opinberar upplýsingar sem […]

Mánudagur 18.04 2011 - 22:50

Vilhjálmur bullar og fjölmiðlar lepja upp

Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra „Samtaka Atvinnulífsins“, líst illa á þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins.  Það er skiljanlegt, því hann hefur tekið að sér að vera sérstakur talsmaður þeirra sem vilja halda áfram að ausa ofurgróða í eigin vasa úr þeirri fiskveiðiauðlind sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill nú taka til sín aftur, eftir slæma reynslu síðustu ára. Það […]

Mánudagur 04.04 2011 - 16:59

Gunnar Birgisson ER holdgervingur spillingar og valdhroka

Fyrirsögnin á þessari frétt er röng.   Gunnar Birgisson ER holdgervingur spillingar og valdhroka í augum mjög margra. En, það er refsivert að segja það, samkvæmt nýlegum dómi. Ég efast reyndar um að Hæstiréttur muni staðfesta þetta, hvað þá Mannréttindadómstóll Evrópu,  ef þetta fer svo langt.  Ekki bara af því að fólk í valdastöðum á ekki […]

Sunnudagur 03.04 2011 - 21:02

Priyanka, Jussanam og Ögmundur

Það er gleðilegt að sjá viðbrögðin í fjölmiðlum (og á Facebook) við ákallinu um stuðning til handa Priyanka Thapa, ungri nepalskri stúlku sem búið hefur á Íslandi síðastliðið ár, en á yfir höfði sér brottvísun, samkvæmt ákvörðun Útlendngastofnunar, og síðan að verða gift manni gegn vilja sínum í heimalandinu. Þessi miklu og almennu viðbrögð gera […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur