Föstudagur 29.04.2011 - 15:35 - 8 ummæli

Þorsteinn Már og alþjóðlegur rekstur

Þorsteinn Már Baldvinsson segir, í nýlegri grein, farir Samherja ekki sléttar þegar starfsmenn fyrirtækisins þurftu að fá gjaldeyri vegna ferðar á sjávarútvegssýningu erlendis.  Þetta er afleiðing af reglum sem settar hafa verið í tengslum við gjaldeyrishöftin  Vegna þessa spyr Þorsteinn „Eigum við að reka alþjóðleg markaðsfyrirtæki á Íslandi?“

Um þetta er tvennt að segja:

Það er vel hægt að taka undir með Þorsteini að skrifræðið sem hann lýsir hér sé óbærilegt.  En gæti verið hollt að minnast þess að gjaldeyrishöftin voru sett á í kjölfar hruns íslensku bankanna, sem árum saman höfðu byggt upp spilaborg lyga og svika, spilaborg sem hrundi haustið 2008.  Bankinn sem hrundi fyrst hét Glitnir.  Stjórnarformaður hans var Þorsteinn Már Baldvinsson.

Miðað við þessa reynslu af forystu Þorsteins í rekstri alþjóðlegs markaðsfyrirtækis á Íslandi ætti svarið við spurningu hans að vera nokkuð ljóst:  Nei, Þorsteinn, þú ættir greinilega ekki að reka nein alþjóðleg fyrirtæki á Íslandi.  Það hefur þegar reynst þjóðinni of dýrkeypt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

 • Gunnar Gunnarsson

  Einar, um leið og ég þakka þér eiturskarpar greiningar á ástandi, þá er niðurstaða þessa pistils „skeytin inn“.

 • Einar,
  Lastu greinina hans Þorsteins?
  Mér sýnist hann benda á galla í framkvæmd gjaldeyrishafta með mjög gildum rökum.
  .
  Ekki mjög málefnalegt að tengja Glitni við þetta gjaldeyrismál.
  .
  Þú hefur oft verið skarpari.

 • Hrafn Arnarson

  Það vantar eitthvað í þetta. Allt bankakerfið hrundi og dýrast fyrir þjóðina er gjaldþrot Seðlabankans. Um stefnu og gjaldþrot Seðlabankans hafa 2 austurrískir hagfræðingar skrifað áhugaverða bók. Hitt er hrun krónunnar. Gengið var ekki látið falla heldur var örmyntin fórnarlamb alþjóðlegs fjármálamarkaðar. Gerendur á þeim markaði voru m.a. íslenskir bankar sem stjórnað var að glæpamönnum sem stefndu bönkunum markvisst í þrot og tæmdu þá að innan. Svar við spurningu Þorsteins er flóknara en Einar virðist halda. Við verðum að taka upp alvöru mynt. Við verðum að láta heiðarlega fagmenn stjórna bönkunum. Við verðum að hafa alvöru eftirlit með bönkunum í samvinnu við erlenda aðila. Ef þessar forsendur eru til staðar getum við rekið alþjóðleg markaðsfyrirtæki hér á landi. Ef ekki munu þau hverfa úr landi.

 • Einar Steingrímsson

  Rétt er að benda á að ég tók undir með Þorsteini að það sem hann lýsir er óbærilegt skrifræði (og já, ég las greinina). Mér finnst sjálfsagt að „blanda Glitni í þetta mál“ því hann var einn af bönkunum sem féllu og ollu þeirri stöðu gjaldeyrismála sem við erum í í dag. Alvarlegast finnst mér þó að fólk sem sat í æðstu stöðum fyrirtækja og stofnana sem bera höfuðábyrgð á hruninu komist upp með að rífa kjaft um smáatriði í þeim hörmungum sem það hefur sjálft komið til leiðar. Það lýsir hryllilegu ástandi í þjóðfélaginu, sem ekki gerir mann bjartsýnan á framtíð landsins.

 • Einar.
  Yfir 70% af vinnufæru fólki á Íslandi,
  eru á jötunni sem ég og þú klömbruðum saman.
  Hvernig er hægt að framfleyta fjölskyldu
  með því að meðlimirnir séu á launum
  föðurins, við það að passa að ekki sé
  migið útfyrir ?

 • Væri ekki nóg að hvetja Þorstein Má til að halda sig við útgerð en frá bankarekstri?

 • Það væri fróðlegt að sjá einhverja greiningu á því hvað Þorsteinn hefur grætt á hruni krónunnar frá því Glitni var siglt í strand, á hans vakt, versus það sem hann tapaði. Mig grunar að að Þorsteinn sé búinn að vera staddur í svona „financial sweet spot“ og grætt yfirgengilega á öllu draslinu.
  Kannski er þetta væl í honum til þess að dreifa athyglinni frá þeirri staðreynd, það er altént rétt hjá Einari að það kemur úr hörðustu átt, en þá er þess að minnast að Þorsteinn hefur ekki beint orð á sér fyrir smekkvísi í orði og æði. Þetta er frekasti durtur landsins, og sennilega sá ríkasti.

 • Skrækur Tittur

  Æ’tli maður fari ekki að drífa sig í Austurísku Alp hana.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur