Mánudagur 04.04.2011 - 16:59 - 2 ummæli

Gunnar Birgisson ER holdgervingur spillingar og valdhroka

Fyrirsögnin á þessari frétt er röng.   Gunnar Birgisson ER holdgervingur spillingar og valdhroka í augum mjög margra. En, það er refsivert að segja það, samkvæmt nýlegum dómi.

Ég efast reyndar um að Hæstiréttur muni staðfesta þetta, hvað þá Mannréttindadómstóll Evrópu,  ef þetta fer svo langt.  Ekki bara af því að fólk í valdastöðum á ekki að njóta verndar réttarkerfisins gagnvart svona ummælum — það fer í bága við allar sæmilegar hugmyndir um skoðana- og tjáningarfrelsi — heldur líka vegna þess að það er fráleit hugmynd að dómstólar geti tekið að sér að úrskurða, út frá gögnum, hvaða valdamanneskjur séu holdgervingar spillingar og valdhroka.  Ætti þessi dómur að standa hlyti það að leiða til þess að aldrei mætti segja  neina valdamanneskju holdgerving spillingar og valdhroka.  Það virðist óhugsandi afstaða í lýðræðisríki.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Rétthugsun

    Hefur Gunnar Birgisson ekki sagt ýmislegt um aðra? Þess vegna ber að finna öll hans ummæli og nota þessi lög gegn honum.

  • Grétar Thor Ólafsson

    Aldrei mun ég verja Gunnar Birgisson né hans verk. Aftur á móti býr hann í, að ég vissi síðast, réttarríki. Og í réttarríki er tjáningarfrelsi en menn verða þó að bera ábyrgð á sínum orðum.

    Það er fín lína þarna milli meiðyrða og að lýsa skoðun sinni. Ef Þórarinn hefði sagt „Mér FINNST Gunnar holdgerfingur…..“, s.s. sett fram sína skoðun í stað fullyrðingar („…ert orðinn holdgervingur spillingar og valdhroka“) þá hefði dómurinn líklega fallið öðruvísi.

    Allir eru jafnir fyrir lögum. Gunnar Birgisson er jafn mér og þér fyrir lögum, alveg burtséð frá skoðun fólks á hans verkum. Þetta er hornsteinn í réttarríkinu. Ef við ætlum að gefa afslátt af þessu þá erum við að bjóða heim enn frekara niðurbroti og málefnalegu gjaldþroti lýðræðislegrar og efnislega málefnalegrar umræðuhefðar. Í dag „vinnur“ sá sem hæst öskrar, burtséð frá staðreyndum mála. Ef við hendum þarna inn algeru ábyrgðarleysi á meiðandi orðum þá er voðinn vís. Bréf til DV um 20 ráðherra er ágætis dæmi um hversu hátt sumir vilja „öskra“ til að hafa „rétt fyrir sér“.

    Það er mitt álit allavega. 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur