Sunnudagur 19.06.2011 - 16:17 - 28 ummæli

Stjórnlagaráð, kynjakvótar og jafnt vægi atkvæða

Eins og sjá má í Áfangaskjali stjórnlagaráðs er lagt til að setja megi „í lög ákvæði um lágmarkshlutfall karla og kvenna“ í kosningum til Alþingis.  Svo virðist sem flest stjórnlagaráðsfólk geri sér ekki grein fyrir að með þessu er brotið gegn þeirri grundvallarreglu sem flestir virðast vera sammála um í orði, nefnilega að öll atkvæði eigi að vega jafnt í kosningum til Alþingis.

Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á réttmæti og skilvirkni kynjakvóta.  Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram að kosningar séu frjálsar og atkvæði allra vegi jafnt ef sett eru skilyrði um lágmarkshlutfall kynja (eða yfirleitt nokkurra hópa).  Ef til þess kæmi að lög af þessu tagi yrðu virk þýddi það óhjákvæmilega að frambjóðandi fengi sæti á þingi sem hefði færri atkvæði á bak við sig en sá sem yrði að víkja vegna kynferðis.  Þar með er minnkað atkvæðavægi þeirra sem kusu þann sem var af „réttu“ kyni, og vægi hinna minnkað að sama skapi.

Stjórnlagaráðsfólk verður því að gera upp hug sinn og ætti, í nafni gagnsæi og heiðarleika, að segja hreint út hvort það vill jafnt vægi atkvæða og frjálsar kosningar, eða leyfa kynjakvóta.  Það er ekki hægt að hafa hvort tveggja, og það er ekki heiðarlegt að segja hið gagnstæða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (28)

  • Einar Steingrímsson

    Hér að ofan átti auðvitað að standa eftirfarandi:

    Þar með er AUKIÐ atkvæðavægi þeirra sem kusu þann sem var af “réttu” kyni, og vægi hinna minnkað að sama skapi.

  • Það er þessi hugsun að það þurfi að veita minnihlutahópum forréttindi til að tryggja jafnrétti sem mér finnst ekki ganga upp

  • Sammála Einari og Jóhannesi.

  • Anna María Sverrisdóttir

    Ég er ósammála.
    Ef við viljum ná fram jafnstöðu kynja sýnir reynslan að við verðum að þvinga það fram. Ef okkur finnst það lýðræðislegt yfirhöfuð að kynin hafi jafnmikið að segja þá er þetta nauðsyn í bili.

  • Anna María: Þú virðist ekki skilja hvað lýðræði er. Lýðræði er einfaldlega; meirihlutinn ræður. Ef meirihlutinn kýs að hafa alla þingmenn karlkyns eða kvenkyns þá er það lýðræðisleg niðurstaða.

  • Anna María Sverrisdóttir

    Óli minn. Lýðræði er þegar fulltrúar allra fá að eiga rödd. Ekki bara fulltrúar tiltekins hóps.

  • Ertu þá að segja að karlmenn geti ekki verið fulltrúar kvenna? Að konur geti ekki verið fulltrúar karla? Að samkynhneigðir geti ekki verið fulltrúar gagnkynhneigðra?

    Mega svartir þá bara kjósa svarta sem fulltrúa sína? Þó ég sé trúlaus hvítur karl má ég þá ekki kjósa svartan kvennprest sem minn fulltrúa?

    Er ekki bara réttast að leyfa lýðræði að vera lýðræði. Að leyfa hverjum sem er að kjósa hvern sem er sem sinn fulltrúa?

  • Einar Steingrímsson

    Það er með ólíkindum að nú á dögum skuli fólk komast upp með það að halda fram að það eigi að taka fram fyrir hendurnar á kjósendum, bæði körlum og konum, af því að þeir kjósi rangt.

    Það er líka sérkennilegt að halda fram að það hljóti að vera eitthvað að lýðræðinu ef kjósendur velja ekki fólk á þing í sömu hlutföllum og tilteknir hópar hafa meðal þjóðarinnar.

    Fyrir nokkrum árum gerðist það í forvali VG (á höfuðborgarsvæðinu öllu ef ég man rétt) að kjósendur röðuðu of mörgum konum í efstu sætin, og er líklega óhætt að segja að það hafi verið af því að þær þóttu afar frambærilegar (Katrín Jakobsdóttir, Guðfríður Lilja og einhverjar fleiri). Ef farið hefði verið eftir reglum VG um fléttulista hefði átt að færa eina þeirra niður (og hún hefði þá dottið út af þingi) til að koma að karlmanni sem fæstir kærðu sig um. Hvers konar lýðræði er það sem leyfir slíkt?

    (Reyndar var ákveðið að fara á svig við reglurnar, því greinilega var þeim aldrei ætlað að vernda (ímyndaða) hagsmuni karlmanna, en það er annað mál.)

  • Anna María Sverrisdóttir

    Þið hangið enn á litla stráinu sm gefur ykkur körlunum endanlega valdið. Ég skil ekki hvað þið óttist í raun því vilji kvenna hefur almennt verið vinsamlegur. Mig grunar að það sé ekki af því þið skiljið ekki (held það sé fyrirsláttur). Málið snýst um að þið vitið ósköp vel að áherslur kvenna eru aðrar en karla og þið óttist að þær áherslur verði ofaná. Það eru nefnilga áherður kvenna sem þið óttist. Þær séu of friðsamar til að þið finnið ró í ykkar beinum. Vald óttans ererfitt.

  • Einar Steingrímsson

    Anna: Það eru ekki karlar sem hafa „endanlega valdið“. Það er lítil klíka valdafólks, sem samanstendur nú um stundir af ca. 3% karlmanna landsins, og 1% kvenna. Hverju verða konur bættari þótt við fáum fleiri konur í valdastóla á borð við Valgerði Sverrisdóttur, Ingibjörgu Sólrúnu, Þorgerði Katrínu, Ástu Ragnheiði, …?

    Svo finnst mér ömurlegur málflutningur hjá þér að halda fram við „við“ séum hræddir við áherslur kvenna.

  • Anna María Sverrisdóttir

    Það er nú bara þannig samt hjá þér Einar, að áherslur kvenna virðast vekja mikinn kvíða hjá ykkur mörgum. Ef það væri ekki myndi þessi svakalega andstaða varla vera til staðar eða hvaða skýringar aðrar hefur þú á viljaleysi til að jafna áherslur karla og kvenna í samfélaginu?
    Málið er að allir skilja (sumir í laumi) mismunandi áherslur kynjanna en margir eru hræddir við að konur komi sínum sjónarmiðum á framfæri þannig að völdin séu þeirra ekki síður en karla. Það er það sem þið óttist. Breytingar og þið treystið ekki konum til að hafa það sem til þarf. Sorglegt en satt því konur eru sannarlega ekki ykkur síðri. Við sjáum hlutina oft frá öðrum sjónarhóli en þið og kannski er sá sjónarhóll mjög mikilvægur. Ekki hefur ykkur gengið svo vel. Nú þurfið þið bara að slaka á og lofa konum að komast að með sín sjónarmið. Þið eigið ekki þennan heim prívat, þið elsku karlarnir.

  • Þetta er kölluð jákvæð mismunun og verður vonandi ekki við lýði í marga áratugi. Nauðsynleg eins og málum er háttað í dag

  • Jakobína

    Við búum í samfélagi sem karlar hafa mótað. Við kerfi sem karlar hafa skapað. Við pólitíska menningu sem er afsprengi fortíðar þar sem karlar réðu lögum og lofum.

    Karlar hafa byggt upp kerfi sem tryggir körlum auð og aðstöðu umfram konur. Þetta speglast í því að konur hafa minni tækifæri til frama. Minni tækifæri til þess að hafa áhrif. Þá sjaldan að konur ná einhverjum völdum er það sem viðhengi karla og þær lúta að mestu leikreglum karlaveldisins.

    Karlar eru í meirihluta vegna þess að þeir hafa greiðari aðstöðu að fjölmiðlum og flokksmaskínu ekki vegna sérlegra karlkosta sinna.

    Nú ert þú Einar lýðræðissinni því vil að þú skýrir fyrir mér hvernig þú vilt skapa mótvægi gegn aðstöðumuni karla og kvenna. Hvaða tilllögu er þú með sem tryggir konu mannréttindi og jafna aðstöðu til þess að hafa áhrif og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

  • Einar Steingrimsson

    Tillaga mín er einfaldlega sú að karlar og konur hafi sama rétt til að ráðstafa atkvæði sínu eins og þeim sýnist. Mér líkar vissulega oft afar illa við afstöðu meirihlutans (og honum tilheyrir yfirleitt meirihluti kvenna), en ég er samt fylgjandi þeirri einföldu lýðræðisreglu að sérhver manneskja megi velja sér fulltrúa að eigin geðþótta.

    Auk þess held ég að konur séu a.m.k. jafn færar um að velja sér sína fulltrúa og karlar, og skil ekki af hverju ætti að svipta þær rétti sínum til frjálsra kosninga.

  • Ég vil endilega fá svar við spurningunum sem ég setti fram fyrr í kvöld. Geta karlar undir engum kringumstæðum verið fulltrúar kvenna? Getur ekki verið að fjöldi kvenna kjósi karlmenn sem sína fulltrúa?

    Ég hef kosið fjöldan allan af konum til að vera mínir fulltrúar í gegnum tíðina og það sama gildir um flesta karlmenn.

    Ef það eina sem ykkur finnst skipta máli í vali á fulltrúum ykkar afhverju stofnið þið þá ekki kvennaframboð eins og í gamla daga? Er það kannski af því að meirihluti þjóðarinnar og þannig lýðræðislegur vilji hennar er ekki sá sami og ykkar.

  • Jakobína

    Meðan karlar hafa meiri aðgang að fjölmiðlum og fjármagni gefst fólki ekki tækifæri til þess að kjósa það sem það vill fá. Karlar velja karla sem álitsgjafa og halda konum frá fjölmiðlum. Konur ná ekki athygli kjósenda ekki vegna þess að þær hafa ekki góða kosti og góða nálgun málefnum heldur vegna þess að þeim er gefni kostur á að kynna sig í fjölmiðlum og hafa ekki fjármagn nema þær velji að lúta menningu karlaveldisins.

    Kosningar eru ekki frjálsar í því kerfi sem við búum við og kynjakvóti er þar minnsta vandamálið.

  • Jakobína

    Á að vera: …heldur vegna þess að þeim er ekki gefinn kostur á að kynna sig í fjölmiðlum

  • Gaman að sjá að þú ert sama karlremban og flestir aðrir íslenskir karlar, Einar, þrátt fyrir meinta róttækni.

    Konur eru um 25% viðmælenda í fjölmiðlum og þá oftast um svokölluð mjúk mál. Konur í prófkjörum fá síður umfjöllun fjölmiðla en karlar sem berjast um sömu sæti. Kjósendur taka kvenframbjóðendur ekki eins alvarlega. Þetta hefur verið margsannað í ýmsum rannsóknum.

    Samt koma fram jólasveinar eins og þú og þrugla um frjálsar og lýðræðislegar kosningar. Það er beinlínis hlægilegt, en samt ekki, því að innst inni ertu bara að vernda forréttindi karlmanna eins og allar hinar remburnar.

  • Ekki eru allir vitleysingarnir eins, en að lesa kommentin frá kvenfólkinu hérna þá er ljóst að vitleysingarnir eru oftar en ekki kvenkyns.

    Hvað eru þessir bjánar að hugsa? Skipta út lýðræðinu fyrir alræði möppudýranna, allt í nafni einhvers kjaftæðis um karlaveldi og klíkuskap. Afsakið orðbragðið, en djöfull eru þið fökking stupid.

    Annars er ég orðinn afskaplega langeygur eftir að fá að njóta þessara forréttinda sem ég fékk með kynferði mínu. Gætu þessar fökking stupid kvenrembur bent mér á hvar maður nær í þessi forréttindi?

  • Óháð því hvaða skoðun maður hefur á efninu, og í þessu tilfelli kynjakvóta, er nauðsynlegt að stjórnlagaráð dragi skýrar línur. Ef það treystir sér ekki til þess þarf það að setja fram valmöguleika sem þjóðin kjósi um.

  • Það er ekkert sem segir að fulltrúar á þingi eigi nauðsynlega að hafa jafnt atkvæðavægi. Það má vel hugsa sér að þeir þingmenn sem hafa marga kjósendur á bak við sig hafi meira atkvæðavægi en hinir.

  • Ég er sammála Einari og ég styð jafnt vægi atkvæða, einn maður = eitt atkvæði. Annað er ekki jafnræði.

  • Jákvæð mismunun er mismunun. Það er ekki hægt að berjast gegn mismunun með mismunun. Það á að beita jákvæðum kvötum ekki neikvæðum. Ef kjósendur í prófkjörum, sem eru um helmingur konur og kjósendur í kosningum, sem eru um helmingur konur, velja síður konur til forrystu, þá er eitthvað að konum, ekki kerfinu 🙂 Ég sé nú ekki betur en í flestum stjórnmálaflokkum, sé forrystusveitin svona 50:50 og fer vel á því, sem sýnir að þetta er ekki svo stórt vandamál. Ekki það stórt til að brjóta jafnræðisprinsippið sem Einar lýsir svo vel.

  • Samvkæmt þeim rannsóknum sem ég hef séð, kjósa konur frekar jafnt konur og karla í prófkjörum, en karlar kjósa mun fremur aðra karla.

    Þannig að vandinn er ekki hjá konum, „drýsill“, heldur hjá ykkur körlum, sem kjósið ekki konur, virðið ekki konur og haldið dauðahaldi í þau völd sem þið hafið og kallið það „jafnræði“.

  • Það var áratugum saman ef ekki öldum saman bara eitt valdakyn. Þegar loksins hefur tekist að viðurkenna að til eru tvö kyn, karl og kona, þá má ekki formlega jafna hlut þeirra í stjórn og stjórnsýslu með lögum af því að það brýtur gegn jafnrétti.

    Misrétti kvenna gagnvart karlkyninu er ennþá marktækt og áþreifanlegt. Það er einnig líffræðilegur mismunur sem við þurfum að leiðrétta til að bæta samfélag okkar. Ég lít á rökin þín um að jafnrétti sé ekki í heiðri haft ef stjórnarskrá tiltekur kynjahlutfall á alþingi vera gamaldags karlrembusjónarmið, síðasta hálmstráið sem karlaveldið heldur í til að verja sinn illa feng. Ég er íhaldsmaður á marga hluti en það að viðhalda misrétti kynjanna með því að skírskota til “jafnréttissjónarmiða” er ekki nútíma hugsun samboðin. Það verður ekki framþróun nema okkur takist að brjóta niður gamla hugsanamúra. Það er mismunur á kynjum. Kynin fæðast í jöfnum hlutföllum. Þau eiga bæði rétt á völdum, áhrifum og menntun, ergo verður að tryggja það með lögum. Annars verður jafnrétti orðin tóm.

  • Já, ég hef alltaf kosið konur, virði konur og hef enginn völd! Þannig að þú getur bara lesið þinn alhæfingarpistil, sem kannski endurspeglar þitt eigið svart/hvíta hugarfar, fyrir einhvern annan 🙂 Ég hef reyndar látið mér detta það í hug að leyfa konum bara að kjósa karla og öfugt. Ég er satt að segja farinn að efast um þessa svokölluðu rannsókn á því að karlar kjósi bara karla, kannski komi tími á að finna heimild fyrir þessu og í framhaldi spurning hvort að hægt sé að yfirfæra eitthvað sem gerðist einhvern tímann, einhverstaðar yfir á íslenskan raunveruleika í dag. En ef svo er, þá er það áhyggjuefni og ef svo er væru það vissulega rök því til stuðnings að auka hlut kvenna með valdbeitingu.

  • Einar Steingrímsson

    Það væri auðvitað gott að sjá þessar meintu kannanir sem sýna að karlar kjósi frekar karla en konur bæði kynin jafnt. Þótt svo væri breytir það hins vegar ekki því að það ætti að vera grundvallaratriði að hver kjósandi fái að kjósa eins og honum sýnist, án íhlutunar annarra. Ef karlar kjósa frekar karla en konur er það þeirra mál, þ.e.a.s. sérhvers karlkyns kjósanda, alveg eins og það er mál sérhverrar konu hvern hún kýs. Að ætla að „leiðrétta“ val kjósenda af því það hugnast manni ekki er hugsunarháttur sem á ekki heima í lýðræðisríki.

  • Ákvæði af þessu tagi getur aldrei verið raunhæft í lýðræðissamfélagi.
    Kjósendur kjósa hæfustu einstaklinga óháð kyni.

    Ef kynjakvóti á að gilda verður að kyngreina alla frambjóðendur til að ganga úr skugga um kyn þeirra.
    Láta þá gangast undir læknisrannsókn, þuklun og hormónarannsókn.
    Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Gender_verification_in_sports

    Það geta komið upp mál eins og hjá íþrottakonunni Caster Semenya sem var útilokuð frá keppni á meðan rannsókn á kyni hennar stóð yfir.
    Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Caster_Semenya

    Til þess að skera úr um vafaatriði við kyngreiningu frambjóðenda verður að setja á stofn sérstakan kyngreiningardómstól!

    Það er einnig til hópur fólks sem tilheyrir því sem oft er nefnt „þriðja kynið“.
    http://en.wikipedia.org/wiki/Third_gender

    Þessi frávik gera það ómögulegt að fylgja reglum um kynjaleiðréttingu með bara 2 kyn án þess að brjóta mannréttindi.

    Í Svíþjóð og í fleiri löndum er umræða um að afnema kynjaskilgreiningu.
    Skilgreining í kyn er of óljós og ekki hægt að byggja á henni,
    Allir hafa sama rétt. Kynjaskipting verður úrelt hugtak.
    http://www.newsmill.se/artikel/2010/03/22/vi-kraver-att-det-tredje-konet-respekteras

    Á Indlandi hefur þriðja kynið verið skráð á vegabréf.

    ‘Third sex’ finds a place on Indian passport forms
    http://infochangeindia.org/200506144298/Human-Rights/News/-Third-sex-finds-a-place-on-Indian-passport-forms.html

    Pakistan allows transsexuals to have own gender category
    http://www.bbc.co.uk/news/world-south-asia-13192077

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur