Í dag birtist athyglisverð grein í Fréttablaðinu, eftir Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur. Greinin er athyglisverð af því að hún segir einfaldan sannleika á einfaldan hátt. Það er alltaf sláandi þegar maður hefur sjálfur hugsað svipaðar hugsanir, án þess að geta fært þær í svona einfaldan búning. Afhjúpanir af þessu tagi eru náskyldar sögunni um Nýju fötin keisarans, og nú þegar Ólöf er búin að benda á nektina get ég ekki stillt mig um að endursegja örlítið af því sem hún sagði:
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er nátengdur þeim sem settu Ísland á hausinn, bæði pólitískt og fjárhagslega. Þetta lið stundaði hrikalegt eiturlyfjasukk árum saman, þar sem helsta fíkniefnið var peningar. Afleiðingarnar voru hörmulegar fyrir fjöldann allan af fólki sem ekkert hafði til saka unnið, og ekki naut góðs af því „góðæri“ sem félagar Bjarna mökuðu krókinn á, hvað þá að það hafi verið með í partíinu. Sama fólkið þarf nú að greiða dýru verði dópskuldir Bjarna og félaganna. Og nú vill Bjarni meira dóp.
Það var víst misskilningur hjá mér að grein Ólafar hafi birst í Fréttablaðinu sjálfu; hún er bara á visir.is. Sem er slæmt; það birtist ansi margt á síðum blaðsins sem hefði átt að víkja fyrir þessari snörpu grein Ólafar. Mér skilst að fleiri greinar eftir hana hafi birst bara á visir.is.
Nýlegar greinar Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur sem allar birtust aðeins á netinu:
Seki skuldarinn:
http://www.visir.is/seki-skuldarinn/article/2011706249973
Greinargerð um skuldavanda til umboðsmanns skuldara:
http://www.visir.is/greinargerd-um-skuldavanda-til-umbodsmanns-skuldara/article/2011708099999
Eiturlyfjasprauta í efnahagskerfið:
http://visir.is/eiturlyfjasprauta-i-efnahagskerfid/article/2011708169999
Það lýsir Eyjunni prýðilega að vera með skíthæl eins og Einar Steingrímsson á sínum snærum!
Hvað í ósköpunum meinarðu með þessu, Halldór?
Það er merkilegt hvað Halldór Halldórsson , úr vogahverfinu en núna í Hafnafirði , getur meðtekið mikið af ruglinu úr herbúðum sjálfstæðisflokksins !
Er að velta því fyrir mér hvað hann fær að launum ?
Halldór, er endaþarmurinn ekki aumur ?
Samlíkingin um ,,dópskuldina“ er fjári góð, en það sem er sennilega merkilegast er hvað lífeyrissjóðirnir hafa þurft að gjalda verka Bjarna Benediktsonar ??????
Ritbleyður, sem verða að fela sig á bak við einhverja stafi eru ekki svara verðir! Púnktur!
Svo skil ég aldrei hvað fólki verður uppsigað, jafnvel fyrir annarra hönd, þegar gripið er til sams konar „tals“máta gegn þeim og þess sem höfundarnir nota gegn öðrum einstaklingum. Þeir sem hafa lesið örðu af því sem ég hef skrifað um Sjálfstæðisflokkinn (sem ég var einu sinni í) og alveg sérstaklega Bjarna Benediksson undanfarið, ættu að vita að mér er ekkert í mun að verja það stóð!
Einar Steingrímsson notar hins vegar orð eins og „dóp“ og „dópskuldir“ í einum tilgangi og það er ýta undir HATUR á viðkomandi. Mér er nokk sama hvert fórnarlamb skíthælsins er; ég gæti allt eins brugðist á þennan hátt við óviðeigandi orðanotkun um, tja!……. Jóhönnu og Steigrím Joð!!
Það má til sannsvegar færa, að það sé óþarfi að tengja þetta öðrum glæpaverkum. Sem fyrr, missir þá oft hinn upprunalegi boðskapur marks. Hinsvegar, er athyglisverðara en það að BB sé augljóslega ekki rétti maðurinn til starfans, að meirihluti flokksins og meirihluti þjóðarinnar virðast telja hann rétta manninn. Það bendir til að þessir meirihlutar (já eða mjög stóru hlutar) hafi ekkert lært og muni kannski aldrei læra.
Eða náttúrulega að þetta fólk, vilji gera hvað sem er, svo að það sem það náði að krækja sér í fyrir hrun, verði ekki skattað af því 🙂
Mér finnst leitt að hafa valdið Halldóri þessu hugarangri, en langar að benda á, þótt það sé e.t.v. of seint núna, að hér var talað líkingamál, eins og Ólöf gerði í grein sinni. Mér datt ekki í hug að nokkurri manneskju dytti í hug að ég ætti við að Bjarni væri eiturlyfjafíkill í bókstaflegri merkingu.
Hins vegar tel ég fíknina sem hér um ræðir vera mun skaðlegri fyrir samfélagið, og umfram allt fyrir saklaust fólk, en þá fíkn sem eyðileggur heilsu og líf venjulegra fíkla.
Mér er illa við að ritskoða ummæli á bloggsíðu minni (og hef aðeins gert það einu sinni), en ég frábið mér persónumeiðingar af því tagi sem birtast hér að ofan hjá JR um Halldór.
Hvað sjálfan mig varðar þoli ég ágætlega að vera kallaður skíthæll, en held að slíkt orðbragð sé ekki til þess fallið að halda uppi áhugaverðri umræðu. Ég bið því þá sem setja inn ummæli að reyna að hafa hemil á slíku, enda er það líklegt til að trufla umræðuna, eins og þetta dæmi sýnir.
Tek heilshugar undir síðustu orð þín, Einar. Hrollurinn er viðtenging Bjarna við hagsmunaöfl og viðskiptablokkir sem brenna alla okkar akra. Orðlaus yfir fálæti sjálfstæðismanna á eigin forystu og hrollvekjandi sú tilhugsun að Bjarni setjist í ráðherrastól. Held hann ekki slæman mann en sýn hans á þjóðmálin glórulítil. Haltu áfram að skrifa og benda á samfélagsmein, Einar Steingrímsson.
LÁ
Ég er fyllilega sammála Einari um að „tals“máti geti „truflað umræðuna“, en það gildir á báða bóga. Það sem einum er morgunljóst líkingamál verður oft rógur og hatursáróður í annarra augum, þegar því er beint að nafngreindum einstaklingum. Í þessum tilfellum hef ég ákveðið að segja mitt álit á þeim höfundum „í sömu mynt“; þrátt fyrir fullkomna hneykslan þeirra yfir að mér detti í hug að viðhafa slík orð um þá!? Þannig verður það áfram þótt það hendi að skinhelgir hræsnarar ritskoði og hendi því út sem ég pára.
Réttast væri að leggja niður SjálfstæðisFLokkinn gjörspilltan !!
Það er einkennandi fyrir málflutning þeirra sem engin hafa rökin að reyna að leiða athyglina frá aðalatriðinu og þykjast misskilja eitthvað í textanum. Einar tekur skýrt fram að aðal fíkniefnið hafi verið peningar og það þarf einbeittan vilja til að túlka þetta sem annað en líkingamál.
Halldór þyrfti að fá duglegt spark í afturendann og mæli ég með því að hann noti sinn eigin Akkilesarhæl (þ.e. vorkunnarverðan málflutning) til að veita sjálfum sér verðskuldaða áminningu.
Ég held að Halldór Halldórsson sé dulnefni. Hverskonar fullt nafn er þetta eiginlega? Það eru margir sem heita Halldór Halldórsson og hvers eiga þeir að gjalda að liggja undir grun um að vera ritsóðar á netinu? Ég held hann ætti bara að kalla sig HH því hann verður alveg sama nóboddíið fyrir vikið og málflutningurinn sá sami.
Gott hjá þér Einar að halda uppi skeleggum málflutningi á Eyjunni þó að í þetta skiftið hafirðu einungis bent á grein annars ritara og því alsaklaus af skoðunum viðkomandi. Þess þá heldur er þetta fáránlegri árás á mannorð þitt.
Vaðandi líkingarmálið um peninga sem eiturlyf og hagkerfi Íslands rekið sem heróín hagkerfi las ég fyrst hjá Andra Snæ Magnasyni en hann kann að hafa fengið líkinguna að láni líka.
Græðgin var orðin að fíkn hjá mörgum, kannski líkari spilafíkn en eiturlyfjafíkn. Og hún var orðin bráðsmitandi. Fólk var varla maður með mönnum nema það spilaði með og fylgdist með gengi nasdac, dow jones og svoleiðis í tíufréttunum í sjónvarpi allra landsmanna.
Nú veit ég ekkert hver Gísli Ingvarsson er? Er það læknirinn? Eða kannski bara sá í Breiðholtinu eða á Egilsstöðum?
Einmitt til að koma í veg fyrir að saklausir nafnar mínir yrðu fyrir hnjóði; þá hef ég alltaf birt öllum að ég er Halldór Halldórsson og bý að Eyrarholti 5 í Hafnarfirði og allir mega segja mér áliat sitt á hahaha@simnet.is
Hvað með þig, Gísli????
Satt að segja er makalaust hvernig þessum Halldóri (á Eyrarholti 5) hefur tekist að snúa þessarri umræðu um eigið ágæti (og netfang).
Hverjum er ekki skítsama…
Það, að honum takist ekki að skilja einföldustu líkingar, bendir til að hann sé ekki svaraverður.
Hér er verið að ræða það, að stjórnmálaforingi, sem hefur augljóslega skaðað íslenskt samfélag, krefst nú þess að fá að halda uppteknum hætti.
Það má einnig geta þess að annað mannsbarn hefur nú stigið fram undan sínum Kögunahóli, með einhverjar 600 millur, og þykist þess umkominn að segja okkur hinum fyrir verkum.
Einar Steingrímsson vinsamlegast rökstuddu að Bjarni Benediktsson hafi sett Ísland á hausinn?
„Einfaldur sannleikur“ segir þú
Sig Gunnarsson: Ég sagði reyndar að Bjarni væri „nátengdur þeim sem settu Ísland á hausinn, bæði pólitískt og fjárhagslega.“ Þar má t.d. nefna, meðal fjölda annarra, Weernersbræður sem tæmdu bótasjóð Sjóvár, og forystu Sjálfstæðisflokksins, sem bar ekki minnsta ábyrgð á að ekki var gripið inn í atburðarásina fyrr en bankarnir voru komnir í þrot.
Tengsl Bjarna bæði við pólitíska og fjárhagslega hrunvalda eru auðvitað miklu umfangsmeiri en þetta, en ég tel ekki ástæðu til að fara út í langa upptalningu, því ég á erfitt með að skilja að hægt sé að rengja þessa staðhæfingu miðað við það sem gerst hefur á Íslandi síðustu árin.
Andri Snær hefur tekið þessa sömu líkingu aðeins lengra og talar um Heróínhagkerfið, -fixið sem kemur strax.
Ágætur mælikvarði á tilveru heróínhagkerfisins eru fréttir af fyrirhugaðari málmbræðslu í Helguvík:
-Ráherra talar um störf og hagvöxt.
-Sveitarstjóri talar um mörg störf á framkvæmdatíma og hjól atvinnulífsins
-Forstjóri Landsvirkjunar talar um afl og gígawattstundir.
Enginn ræðir hinsvegar:
-Orkuverðið.
-Arðsemi orkusölunnar.
-Auðlindagjald af nýtingu orkulinda í almannaeigu.
Hér er umfjöllun Andra:
http://www.andrisnaer.is/frettir/2014/03/101-tiu-a-moti-einum/