Páll Magnússon var í dag ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Páll þessi var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, árin 1996-2006. Árið 2003 afhenti Valgerður ráðherra (ásamt fjármálaráðherra) flokksbræðrum sínum Búnaðarbankann. Páll er sem sagt maður með reynslu af að einkavinavæða banka. Er þetta í lagi?
Ákveðið hefur verið að flýta setningu Alþingis á laugardaginn, svo hún hefjist klukkan tíu en ekki hálftvö eins og venja hefur verið. Fáir trúa því væntanlega sem skrifstofustjóri Alþingis segir um þetta, nefnilega að þingmönnum sé svo í mun að geta byrjað helgina snemma. Greinilegt er að hræðsla hefur gripið um sig meðal stjórnvalda. Þetta […]
Í síðustu viku birti ég hér opið bréf til Alþingismannanna Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þar sem ég spurði hvað þær hygðust gera varðandi skuldavanda þeirra sem eru með stökkbreytt húsnæðislán, samtímis því sem bankarnir raka saman ofsagróða. Þær hafa nú báðar svarað, og birtast svörin hér að neðan. Ég er þakklátur þeim […]
Eitt mikilvægasta einkenni réttarrríkis er að dómstólar dæma eftir lögum, og þar er stjórnarskrá æðri öllum öðrum lögum. Á Íslandi hefur það gerst oftar en einu sinni síðustu árin að dómstólar sniðganga stjórnarskrána í málum sem augljóslega varða hana. Í gær var vísað frá frávísunarkröfu í máli ákæruvaldsins gegn Lárusi Páli Birgissyni, sem er ákærður […]
Í bloggpistli sem var að birtast hneykslast Tryggvi Þór Herbertsson á bloggpistli Egils Helgasonar, um böl verðtryggðra lána. Tryggva finnst nóg að svara þessu með því að klippa út tilvitnun í einhverja erlenda skýrslu, sem fjallar um „Public Debt Management“, væntanlega vegna þess að þar kemur fram að verðtrygging á skuldum sé til erlendis. Það […]
Hér fer á eftir póstur sem ég sendi Alþingismönnunum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í gær. Fái ég svör frá þeim mun ég birta þau hér. ——————————————————————————————— Sælar, Sigríður Ingibjörg og Guðfríður Lilja Fjöldi fólks hefur misst eða er að missa heimili sín. Ennþá stærri fjöldi kiknar undan húsnæðislánum sem hækkuðu um tugi […]
Kapítalisminn á sér margar skuggahliðar. Ég er þó ekki alveg búinn að gefast upp á sumum hugmyndum hans, eins og þeirri að einkaframtak eigi ekki að hefta að óþörfu. (Ég er heldur ekki búinn að gefast upp á skástu hugmyndunum sem gjarnan eru kenndar við sósíalismann, um að tryggja velferð allra borgara.) Það er […]
Það er löngu orðin þjóðaríþrótt á Íslandi að setja saman bönnuð nöfn og leyfð, samkvæmt úrskurðum Mannanafnanefndar. Til dæmis má karlmaður ekki heita Elias Arnarr Magnusson, og engin kona Tania Siv Kristínbjargardóttir. Hins vegar hljóta bæði Adíel Arent Aagesson og Abigael Arey Armeníudóttir náð fyrir augum nefndarinnar (svo ekki sé nú farið lengra aftur í […]
Í nýlegri grein á Vísi segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir frá húsnæðislánasögu sinni, m.a. þetta: “Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.“ „Þegar greiðsluvandi blasti við var það því mitt fyrsta verk að […]
Karl Th. Birgisson, ritstjóri Eyjunnar, skrifaði bloggpistil í dag. Þar les hann DV lexíuna vegna nýlegra frétta um persónulegan harmleik. Það er rétt hjá Karli að þetta var illa gert, því um var að ræða, að því er virðist, sjúka manneskju, og þótt nafn hennar væri ekki nefnt voru upplýsingarnar sem gefnar voru nægar til […]