Föstudagur 30.09.2011 - 21:20 - 27 ummæli

Bankasýslan og spillingin

Páll Magnússon var í dag ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins.  Páll þessi var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, árin 1996-2006.  Árið 2003 afhenti Valgerður ráðherra (ásamt fjármálaráðherra) flokksbræðrum sínum Búnaðarbankann.  Páll er sem sagt maður með reynslu af að einkavinavæða banka.  Er þetta í lagi?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (27)

  • Hér átti auðvitað að standa: „Páll er sem sagt maður með reynslu af að einkaVINAvæða banka.“ 🙂

  • Best að ég breyti því bara í færslunni; það getur varla verið mikil sögufölsun. En, svo allt sé uppi á borðinu: Ég skrifaði sem sé fyrst „Páll er sem sagt maður með reynslu af að einkavæða banka.“

  • Páll er sjálfsagt besta skinn inn við beinið. Ágætlega menntaður og vænn fjölskyldumaður. En hann er óhæfur til æðri embætta vegna spillingar og nægir að nefna störf hans fyrir lastabælið Kópavog og hlut hans í rekstri ríkisins á viðsjárverðum tímum og þar af leiðandi bankahruninu. Allt er þetta heilagur sannleikur úr ekki minni og spámannlegri munni og trúverðugri en siðapostulans Einars Steingrímssonar og þarf þá ekki að efast.
    Nú er því miður svo komið að sárafáir Íslendingar eru nægilega syndlausir; aldrei gert mistök og aldrei orðið uppvísir að afglöpum og samkvæmt þeirri skilgreiningu hæfir til að gegna ábyrgðarstörfum.
    En þegar verst gegnir verður Íslands hamingju ýmislegt að vopni. Við eigum Einar Steingrímsson. Strangheiðarlegur og tilbúinn til verka og liggur svo mikið á hjarta að hann er farinn að svara sjálfum sér; ekki einu sinni heldur tvisvar.

  • Páll Magnússon og Árni Magnússon.
    Hafa þeir einhvern tímann tengst spillingu…?
    .
    Hafa þvert á móti staðið sem táknmynd fyrir hreinlyndi og heiðarleika í stjórnsýslu.

  • Leifur A. Benediktsson

    Helv. kæfuvörnin &%/($_)*#&………………Pistillinn horfinn út í buskann.

    En ég reyni bara aftur Einar. Fyrirgefðu orðbragðið hér að ofan.

    Þetta er plott sem ógerlegt er að ráða í,þessi Páll er ráðinn, sem klárlega er Frammari. Þessi ráðning vekur upp fleiri spurningar en svör. Var hann handvalinn af Fjára? Eftir faglegt og opið umsóknarferli að hætti hússins?

    Hvað er það í Páli sem Fjári er að sækjast eftir? Upplýsingar um einkaVinavæðinguna,er ekki öllum ljóst hverning það ferli var? Dabbi og Dóri skiptu ríkiseignum lesist: herfangi ,á milli FLokksgæðingana. Þetta vita allir Íslendingar ,en þetta verður aldrei rannsakað, fyrirstaðan er of mikil innan Kerfisins.

  • Klíkuklúbbar ráða hér öllu !

    Hvert fór fólkið sem var kosið til að laga það vonda og lélega í þessu þjóðfélagi ?

    Er það fólkið , sem dansar útum allt og segir í sífellu, það erum við sem stjórnum núna ?

  • Pétur Örn Björnsson

    Það er fjórFLokka samtryggð og kerfislæg skítalykt af þessu.

    Steingrímur sem er með haug af fjármálagjörningum og „alla undir borði“
    í „voða-miklu leyndó“- td. Sjóvá, Byr, SpK. og Saga Capital –
    vill fá þræl-vanan skítabixara, til að eldri, núverandi og framtíðar gjörningar séu fullkomlega innmúraðir og samtryggðir í fjórFLokka leyniskúffu.

    Það er kominn tími til að afnema BANKALEYND
    og hleypa fersku lofti inn á skítakamarinn!!!!

  • Pétur Örn Björnsson

    Til viðbótar við pistil Einars, má benda á þetta blogg líka um málið:

    http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/1194798/

  • Gapandiundrandi

    Finnið Finn og Óla Ól.

    „Þá hefur einn af nánustu samstarfsmönnum Finns Ingólfssonar
    verið ráðinn yfir Einkavæðingarbankastofnun ríkisins.“

  • Leifur A. Benediktsson

    Pétur Örn Björnsson,

    Mikið rétt félagi, 4FLokkaógeðið er samansúrrað í bakviðluktardyr samkomulaginu. Bankaleyndin er EKKI til neins nema að fela viðbjóðin sem ekki þolir dagsbirtuna. Allt upp á borðið slagorð stjórnarinnar er ekki pappírsins virði frekar en fyrri daginn. Helv. íhaldið hvað.

    Morgundagurinn verður vonandi upphaf vonarinnar um að við stöndum loksins saman gegn auðvaldsinnum 4FLokksins á Alþingi samtryggingarinnar ógeðslegu.

    Vanhæf Ríkisstjórn!!
    Vanhæft Alþingi!!

    Viva La revolución.

  • Pétur Örn Björnsson

    Leifur A. Benediktsson

    Tek heilshugar undir orð þín, félagi Leifur.

  • Leifur A. Benediktsson

    Pétur Örn Björnsson,

    May the force be with you!

  • Um Bankasýslu ríkisins:

    „Bankasýsla ríkisins er í starfsemi sinni ætlað að leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings.“

    Bankasýslan heyrir undir ráðuneyti Steingríms J. Sigfússonar

    Leyniklásúlan: Endurvirkja skal tæra snilld Björgólfa, Baugara,
    Finns, Óla Ól. og til þrautavara fh. Halldórs Ásgrímssonar mömmukvóta,
    Þórólf Gíslason, hinn Gift uga.

  • Ferilskrá Þorsteins Þorsteinssonar, stjórnarformanns Bankasýslu ríkisins
    (upplýsingar sóttar frá Lánasjóði sveitarfélaga, þegar ÞÞ var ráðinn sem framkvæmdastjóri sjóðsins):

    „Þorsteinn hefur lengstan hluta starfsferils síns unnið á fjármálamarkaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og Búnaðarbanka Íslands í Reykjavík og sem bankastjóri Búnaðarbankans í Lúxemborg. Þá hefur hann talsverða reynslu af vettvangi sveitarfélaganna, t.d. var hann bæjarstjóri á Sauðárkróki um skeið.“

    007, JB
    bendir sérstaklega á tengsl Þorsteins við Búnaðarbankann, hvort heldur er í Reykjavík eða í Lúxemborg, auk tengsla við Sauðárkrók, heimavöll Þórólfs Gíslasonar, hinn Gift uga.

  • JB fékk sér núna áðan „shaked, but not stirred“
    og fletti svo upp í danskri orðabók og sá að Gift = Eitur.

  • JB er núna að hugsa hvort hann heiti James Bond eða Jón Bjarnason.

  • Það er óneitanlega framsóknarfnykur af þessu!
    Kveðja að norðan.

  • Magnus Jonsson

    @ Leifur A. Benediktsson
    Það er búið að rannsaka skiptingur herfangsins, það komu út þykkar skýrslur um það frá RNA.
    Málið er að kerfið hunsar niðurstöður rannsóknarinnar og því þarf að handstýra kerfinu á rétta braut með valdi. Ekkert annað virðist duga.

  • Hvaða rugl er þetta? Fjórir sóttu um stöðuna og einn fékk. Er hann óhæfur vegna þess að hafa tekið þátt í pólitísku starfi í eina tíð? Er orðið svo langt gengið heima á Íslandi að nú á að taka í gildi „berufsverbot“? Hver er glæpur Páls Magnússonar nákvæmlega?

    Var einhver hinna þriggja umsækjanda augljóslega hæfari?

    Þetta er ekki sérlega málefnalegt.

  • Já, Friðrik, ég tel að maður sem var aðstoðarmaður ráðherra sem gaf flokksbræðrum sínum ríkisbanka sé með öllu óhæfur í svona starf, og að það sé blaut tuska framan í almenning að skipa hann í embættið.

    Það er svo önnur spurning hvort setja eigi beinlínis lög eða reglur sem komi í veg fyrir það, en ég var ekki að leggja það til. Það er mikill munur á því að eitthvað sé ósiðlegt og að það eigi að banna það með lögum.

    Það er heldur ekkert óeðlilegt við það að útiloka fólk frá ákveðinni tegund af vinnu, ef það hefur áður verið viðriðið mjög vonda hluti í svipuðu starfi. Það þarf heldur ekki alltaf að gerast með lögum (eins og gert er t.d. með kynferðisbrotamenn sem ekki fá að vinna á leikskólum, þótt þeim standi önnur störf opin þegar þeir hafa tekið út refsingu).

    Það gildir sama um þetta og Árna Johnsen eða Björgvin G. Sigurðsson. Mér finnst ekki að það eigi með lögum að banna þeim að bjóða sig fram til alþingis, en ég hika samt ekki við að segja að þeir flokksfélagar þeirra sem láta það óátalið séu að stuðla að spillingu, og slíkt finnst mér sjálfsagt að gagnrýna mjög harðlega. Mér finnst rangt að túlka slíkt sem tilraunir til að koma á „atvinnubanni“ (berufsverbot).

  • Friðrik Jónsson

    það má vel vera að það sé LÖGLEGT og undir vökulu auga hrunavalda
    sem setja lög um fjármálagjörninga, en SIÐLAUST er það.
    Ertu nokkuð með blinda augað á kíkinn núna Friðrik?

    007 er með öll bestu upplýsingatækin og veit hvernig í pottinn er búið.

  • Varúð að gefnu og síendurteknu tilefni:

    Ekki kaupa hlutabréf í þessu bankadrasli, nema þið séuð innvígð
    og búið yfir innherjaupplýsingum frá löggjafar- og/eða framkvæmda-
    og/eða dómsvaldinu.

    Það er GJÁ á milli innvígðra og úthýsts almennings.

    Ekki kaupa stofnfjárbréf í öllum spronunum, nema þið séuð
    ná-skyld Árna Þór og Össuri og viðlíka kauðum undir pilsfaldi ríkisins.

  • En nr. 007, finnið Finn, Þóró, Dóró og Óló.

    Þeir fela sig nú undir pilsfaldi Bankasýslu ríkisins.

  • „Hrædd stjórnvöld eru hættuleg“
    Þau eru reyndar: Stór-hættuleg !

    Það mætti reyndar kveða enn fastar að orði og segja að þannig
    stjórnvöld séu lífs-hættuleg fyrir land og þjóð, því þau fara að
    dæmi sjériffans í Nottingham -sem drap leiguliða, smábændur
    og vinnuhjú- og hirða allt góssið með sköttum og gripdeildum.

    Er ekki kominn tími til að þessu helvíti linni;

    The autumn wind stirs the leaves and
    the trees will become naked
    as the truth will draw the real profiles
    of the silhouettes of the rotten state.

  • Rúnar Vernharðsson

    Ótrúlegt.
    Spunaprins og aðstoðarma…. Völlu kominn aftur.
    Maður bíður bara eftir að sjá Helga herska og Kjartan í Landsbankann aftur.

    Ég hélt að tala ætti til í stjórnsýslunni.

    Það fer að líða að því að við þurfum á lækni að halda.

  • Guðrún J.

    Þið sjáið ekki í gegnum þetta ennþá.
    Nú er Guðmundur Steingríms orðinn skilyrtur stuðningsmaður stjórnarinnar og vinur hans og Evrópusinninn fær embættið að launum fyrir stuðninginn! Eina logic skýringin…EINAKVINAVÆÐING

  • Gapandiundrandi

    Nú þegar nær dregur áramótum er að byrja að koma betur og betur í ljós
    að 007 er hér greinilega að segja sannleikann um Krókinn, KS og Gift

    og um það hvernig Jón Bjarnason seldi sig KS veldinu og FISK,
    sem og Steingrímur, Björn Valur, Kristján Möller og Sigmundur hikkhikk
    seldu sig Brim-Samherja. Þessir menn eru mellur kvótagreifa!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur