Fimmtudagur 13.10.2011 - 18:44 - 7 ummæli

Bankasýslan, Capacent og „ráðningafræðin“

Í tilefni réttlætingar stjórnar Bankasýslu ríkisins á ráðningu Páls Magnússonar, fyrrum einkavinavæðara, sem forstjóra Bankasýslunnar:

Hvaðan kemur sú hugmynd að til séu fræði um það hvernig eigi að ráða fólk í stöður af þessu tagi?

Hverjir skyldu hafa samið þau „fræði“?

Og, hvernig stendur á því að Capacent er orðið einhvers konar Hæstiréttur í slíkum málum á Íslandi?

Og svo spurninginin augljósa sem hnýta má við flestar fréttir íslenskra fjölmiðla:  Af hverju spyrjið þið aldrei augljósu spurninganna?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Ekki gleyma „the pop quiz“.

    Hverjir voru meðmælendur Páls? Voru það Valgerður, Finnur og Halldór?

  • Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir

    Koma einhverjir aðrir til greina?

  • Hefur Steingrímur J. ekki sagt að hann geti ekki setið hljóður hjá
    ef ekki sé friður um nýjan forstjóra?

    Það var ákvörðun stjórnar Bankasýslunnar um að ráða Pál.
    Sú ákvörðun var ekki til friðar.
    Að sú sama stjórn Bankasýslunnar sé fengin sem sáttasemjari í málinu,
    mun vitaskuld aldrei duga til sátta og friðar.

    Hvað gerir nú Steingrímur J. sem skipaði þessa stjórn?

  • Málið er á sama stað og fyrr.
    Það lyktar illilega af samtryggðri spillingu.

  • Jón Ólafs.

    Nú verður fjármálaráðherra að víkja allri stjórn Bankasýslu ríkisins frá eins og hún leggur sig, því trúverðuleikinn er að engu orðin, og láta Fjármálaeftirlitið sjá um eftirlit með eigum ríkisins.

  • Einar Guðjónsson

    Steingrímur tekur Pál Pétursson á þetta eins og alltaf; gerir ekki neitt.

  • Vegna þess að á íslandi virðist 80% blaðamanna/fréttamanna vera smábörn. Við höfum ekki þessa reynslubolta á blöðunim. Og ef einhver er yfir 20 ár ! Davíð Oddsson, hahaha. hann á að skammast sín þessi páll mag að sækja um þessa stöðu, oj

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur