Össur Skarphéðinsson hefur nú bætt rödd sinni í kór þeirra sem ekki mega til þess hugsa að hróflað verði við klíkuveldinu sem ræður lögum og lofum í íslenska valda- og fjármálakerfinu. Því vanheilaga bandalagi sem mótmælaaldan rís nú gegn víða um heim.
Össur afhjúpar hér ógeðfelldan hugsunarhátt, sem seint ætlar að deyja: Páll Magnússon var í miðju þeirrar atburðarásar sem leiddi til þess að Búnaðarbankinn var gefinn flokksbræðrum hans og yfirmanns hans. Það, með öðru, leiddi svo til hrunsins sem lagði efnahag fjölda saklauss fólks í rúst, og eyðilagði trúna á að við værum samhent samfélag. Að tala um réttindi Páls í þessu samhengi er blaut tuska í andlit þess almennings sem ofbýður subbuskapur Gamla Íslands. Málið snýst ekki um hvort Páll sé góður gæi, heldur hvort halda eigi áfram eins og ekkert hafi í skorist eftir þær hamfarir sem valdaklíkurnar hafa leitt yfir íslenskan almenning.
Auk þess er það óvenju heimskulegt af Össuri að tala eins og stjórn ríkisstofnunar geti ekki gert mistök. Þar er enn á kreiki hugmyndin um hið algera ábyrgðarleysi íslensks valdafólks. Það er að vísu rétt að þetta mál á ekki að leysa með baktjaldamakki stjórnmálamanna. Hins vegar er ljóst að Bankasýslan hefur farið gegn eigandastefnu ríkisins, sem hún á að vinna eftir, en þar segir m.a.:
Ríkið þarf að vera trúverðugur eigandi fjármálafyrirtækja og hlutverk þess hafið yfir vafa um pólitísk afskipti af daglegum ákvörðunum fyrirtækjanna.
Augljós afleiðing af því er að sá sem ber ábyrgð á stjórninni, fjármálaráðherra, á að reka hana, og skipa nýja sem einver von er til að geti notið trausts almennings.
Þessi viðbrögð Össurar eru hins vegar skiljanleg. Hann hefur alið allan sinn aldur innan þess gerspillta valdakerfis sem almenningur er farinn að sjá í gegnum, og án þess að hafa nokkurn tíma reynt að hrófla við sjálfu kerfinu. Skemmst er líka að minnast þess þegar Össur skrifaði meðmælabréf handa Árna Mathiesen, til að Árni gæti fengið feita stöðu hjá Sameinuðu Þjóðunum, sem verðlaun fyrir frammistöðu sína í þeim hildarleik sem leiddi hrunið yfir landsmenn.
Össur er, eins og nánast allt íslenskt valdafólk, algerlega samdauna klíkuveldi Gamla Íslands, og hann getur ekki ímyndað sér tilveruna án þess, ekki frekar en fiskur hefur hugmynd um hvernig líf hans væri án vatns. Það er þess vegna sem þarf að rífa Gamla Ísland upp með rótum, og senda fólk á borð við Össur í ævilangt frí frá valdastöðum.
„Ríkið þarf að vera trúverðugur eigandi fjármálafyrirtækja og hlutverk þess hafið yfir vafa um pólitísk afskipti af daglegum ákvörðunum fyrirtækjanna.“
Er ekki einmitt hægt að túlka þetta líka þannig að ef að ráðherrar eru að beita sé í stofnun sem á að vera sjálfstæð og ráðherra ekki með boðvald yfir henni, þá séu þeir einmitt með pólitísk afskipti? Er til einhver með reynslu af fjármálafyrirtækjum og þekkingu sem ekki tengist annað hvort þessu bönkum eða flokkum fyrir hrun?
Á Íslandi breytist ekkert meðan Össur og hinir fjórflossvarðhundarnir sitja í ráðherrastólum. Burt með þetta gjörspillta lið!
Það er deginum ljósara að ganga þarf af fjórflokknum dauðum.
http://www.visir.is/pall-ihugar-formannsframbod-i-framsokn/article/2008166518420
Hvorki Össur né formenn VG eða Framsóknarflokksins virðast vilja sjá hið augljósa: Að fólk hefur glatað trausti á stjórnmálaflokkunum. Þessi skortur á auðmýkt og ábyrgð fjölmargra stjórnmálamanna hefur gert það að verkum að flokkunum verður að sópa burt. Þeir sjálfir eru orðnir helsta hindrunin fyrir endurreisninni.
Um Sjálfstæðisflokkinn þarf ekki að fjölyrða.
Þannig að pólitísk hefndarfísn er ekki ógeðfelldur hugsunarháttur.
Skinheilagleiki síðueiganda er stundum óbærilegur.
Held að fæstir hafi fárast yfir því að maðurinn er framsóknarmaður, fremur það að hann gegndi trúnaðarstarfi fyrir okkur (öll) í ferli sem flestir eru sammála um að mistókst hrapalega á sínum tíma.
Fyrir mína parta vil ég ekki mann með slíka reynslu í enn mikilvægara hlutverk á sama sviði, jafnvel – eða þrátt fyrir að hann sé- eða hafi verið í eihverjum flokki.
Einar Steingrímsson, var Páll Magnússon ráðinn í gegnum klíku að út af einhverri klíku sem hann tengist?
Málið var bara það að það voru ekki margir sem sóttust eftir þessu starfi.
Forstjórinn sem gegndi starfinu á undan í Bankasýslunni, hætti út af því að henni fannst sú starfsumgjörðin vera broguð, auk þess að það fjármagn sem Bankasýslunni var ætlað vera alltof lítið.
Þar að leiðandi voru ekki margir sem sóttust eftir því að starfa sem forstjóri Bankasýslunnar ekki margir.
Og hvaða „hamfarir“ leiddi fyrrverandi einkavæðingarnefnd yfir landsmenn?
Geturðu bent á eitthvað áþreifanlegt í þá veru, Einar?
Og var það með vilja gert hjá Einkavæðingarnefnd að leiða hamfarir yfir landsmenn?
Átti Einkavæðingarnefnd sem starfaði til ársins 2002/2003 að vita það að bankarnir myndu hrynja árið 2008?
Er það einkavæðingarnefnd að kenna að þeir sem eignuðust banka síðar meir, að þeir sem réðu yfir bönkunum árin 2004-2008 hafi tæmt þá innan frá og skammtað sjálfum sér ótæpilega fjármuni?
Var þessi gjörningur sem varð síðar meir í bönkunum á árinum 2007-2008 við vilja og vitund Einkavæðingarnefndar sem starfaði til ársins 2002/2003?
Þetta er svona svipað og að kenna bílaumboðinu fyrir það að kaupandi bíls hjá þeim ók glæfralega á bílnum langt yfir hámarksfraði sem endaði með stórslysi.
Er það þá bílaumboðinu að kenna?
Svaraðu nú, Einar.
Rólegt fólk, það er bara einn banki sem á eftir að enkavæða sem mun koma upp á borð einkavæðingarnefndar.
Það er búið að einkavæða alla hina bankana tvo. Enginn veit í rauninni hverjir eiga Arion banka eða Íslandsbanka.
Er einhver dómbær á það hvort að einkavæðing Arion banka og Íslandsbanka árið 2009 hafi verið vellukkuð, gagnsæ eða ekki?
Veit einhver þetta?
Stofnfjáreigendur 4-flokksins standa saman í samtryggingu sinni.
Þeir hafa allir sölsað undir sig „fé án hirðis“ og skipt á milli sín.
Afleiðingarnar eru sundruð, hædd og niðurnídd heimili landsins.
En stofnfjáreigendurnir passa upp á samtryggðan feng sinn.
Það verður almenningi augljósara og augljósara með hverjum deginum.
Það hefur akkúrat ekkert breyst á Íslandi, og er ekki í sjónmáli. Það sýnir líka samstöðuleysi almennings í öllum mótmælum, þar er ekki einu sinni mætt, nema af örfáum hræðum. Þetta hlýtur að segja manni að flestir hafi það bara helv. gott, og eru ánægð með þessa spillingu, lygar og ósóma sem gengur yfir landsmenn frá fjórflokkunum. Gamla, nýja? nei allt eins og var. Skömmin liggur hjá landsmönnum að láta þetta viðgangast ár eftir ár. Commentin hjá sumu fólki…. Já það er önnur saga, en sýnir kannski best af hverju við komumst aldrei upp úr hjólförunum.. En Einar, þú ert gersemi…
Össur, ráðherra í Hrunstjórninni,
vill semsagt fyrir hönd Samfylkingarinnar verja einkavinavæðingarferli Davíðs og Halldórs og endurtaka það.
Það er kominn tími á Össur; stofnfjáreigandinn varða af aurum api.
Steingrímur J. er stofnfjáreigandi í Sparisjóði Þórshafnar,
sem Bankasýslan höndlar með. Þar vill ráðherrann hafa hönd í bagga
og telu sig eiga hönk upp í bakið á framsókn og íhaldi, með því að ráða Pál.
Er það einhver furða að fylgið hrynji af Samfylkingu og VG, skv. öllum
nýlegum skoðanakönnunum?
Er það einhver furða að upp undir 45% kjósenda geta ekki hugsað sér að kjósa neinn af samspilltum og samtryggðum Hrunu-runu4-flokkunum?
Traust almennings á Alþingi mælist nú ítrekað að meðaltali um 10%
Í hverra umboði telja alþingismenn í dag að þeir sitji?
Í hverra umboði telja ráðherrar í dag að þeir sitji?
Eru alþingismenn og ráðherrar algjörlega veruleikafirrtir
og gjörsamlega orðnir úr tengslum við almenning?
Telja alþingismenn og ráðherrar sig lifa í einhverjum æðri heimi
þar sem þeir geti og megi valta yfir réttlætiskennd almennings?
Vilja alþingismenn og ráðherrar segja sig úr siðferðislögum við almenning?
Sé svo … þá skal svo verða … og þá munu spilltir þingmenn og ráðherrar lúta í gras … miklu fyrr en síðar.
Mælirinn er fullur.
Venjulegu fólki blöskrar nú einbeittur brotavilji valdhafanna!
Samspillt og samtryggð og ríkis-verðtryggð fjórflokka eftirlaunin og
sendiherradjobbin heilla líka nautnabelgjanna, sem Össurar og fleiri.
Bak-klór, spilling og hreint út sagt ógeðslega viðbjóðsleg samtrygging.
“If it walks like a duck, quacks like a duck, looks like a duck, it must be a duck”
Ætli Yössur hafi skrifað meðmælabréf fyrir Ingibjörgu Sólrúnu vegna starfsins í Kabúl?
Alla hrundólgana út af Þingi.Þar á ég við alla Alþingismenn hvar í flokki þeir standa sem voru á þingi í aðdraganda Hrunsins.
Fyrr verður ekki sátt í landinu.
Össur segir „..langt seilst að hafna honum í starfið aðeins vegna þess að hann hafi verið aðstoðarmaður ráðherra fyrir mörgum árum.“ Svona útúrsnúningur er svo óþolandi algengur hjá stjórnmálamönnum og það versta er að fjölmiðlafólkið gerir nær undantekningarlaust ekkert til að hrekja svona rökvillur. Og villan liggur hér í orðinu aðeins. Ef auglýst væri eftir manni með sérþekkingu í skurðlæknisfræði til starfa og ráðinn væri guðfræðingur út af því að hann kom betur út í persónuleikaprófi er ég ekki viss um að svona rök dygðu til að verja ráðninguna. Það jafnvel þótt guðfræðingurinn hefði staðið sig vel í starfi aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra og ekki einu sinni drepið neinn sjúkling með skurðaðgerð.
Mikið ofstæki og mikið rugl stendur upp úr því ergilega fólki sem stöðugt er að tjá sig um ráðningu Páls Magnússonar. Allir fastir í einhverju rugli um að Búnaðarbankinn hafi verið gefinn þegar hann var einkavæddur og að í einkavæðingunni felist orsök hrunsins. Búnaðarbankinn var seldur hæstbjóðanda um það verður ekki deilt. Hitt hvort einkavæðing bankanna hafi verið orsök bankahrunsins kallar á þá spurningu hverjir einkavæddu þá rúmlega 200 banka í Bandaríkjunm sem farið hafa á hausinn frá árinu 2008 ?
Annars er Frikki Gunn með góðar spurningar hér að framan.
Hvað er rangt við pólitískar hreinsanir eftir áratuga pólitíska spillingu?
Allir núverandi flokkar þurfa að fara í uppjör og ormahreinsun.