Besti flokkurinn var frábært framtak sem veitti fjórflokknum ærlega ráðningu í borginni, og sýndi að gömlu valdaklíkurnar höfðu nákvæmlega enga sérstaka þekkingu á því hvernig eigi að reka borg, enda eru þær drifnar áfram af öðrum hagsmunum, nefnilega að sanka að sér sem mestum völdum. Guðmundasti flokkurinn er hins vegar, því miður, skilgetið afkvæmi fjórflokksins, […]
Samkvæmt þessari frétt hefur stjórn Bankasýslunnar neitað að birta upplýsingar um umsækjendur um stöðu forstjóra, þótt umsóknarfrestur sé löngu liðinn. Erfitt er að sjá annað en að það fari í bága við 4. tölulið 4. greinar Upplýsingalaga, þar sem stendur: … þó er skylt að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur […]