Mánudagur 20.02.2012 - 12:59 - 20 ummæli

Áskorun til stjórnar FME

Samkvæmt þessari frétt hefur Ástráður Haraldsson átt í deilum við skilanefnd Glitnis um hundruða milljóna viðskipti vegna framvirkra samninga með skuldabréf Kaupþings. Það gerir Ástráð augljóslega óhæfan til að skrifa álitsgerðir fyrir Fjármálaeftirlitið. Því ætti stjórn FME að henda í snarhasti skýrslunni sem Ástráður skrifaði um forstjóra FME.

Vegna þessara alvarlegu mistaka, og þess fárviðris sem fylgt hefur þeim, ætti stjórn FME síðan að segja af sér. Geri hún það ekki innan fárra klukkutíma þarf ráðherra að reka hana. Það yrði svo verkefni nýrrar stjórnar að ákveða hvort ástæða er til að aðhafast frekar í máli Gunnars.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Það skiptir ekki máli hvort skýrslunni verður hent eður ei. Forstjóri FME tók þátt í því að koma hlutabréfum í VÍS út af efnahagsreikning eftirlitskylds aðila og leyna eignarhaldi á hlutabréfum í Kaupþing. Þessi atriði gefa Gunnari reyndar forskot, hann hefur reynslu af því að fela hluti fyrir eftirlitsaðilum. Ef það er kríterían fyrir því að ná í starfið þá mæli ég nú frekar með því að einn af fyrrum bankastjórum Glitnis, Landsbankans eða Kaupþings verði hreinlega ráðinn fostjóri FME.

  • Ég tek ekki afstöðu til þess hvort rétt sé að víkja Gunnari (þótt mér finnist málatilbúnaðurinn nú veikur), enda hef ég ekki kynnt mér gögn málsins nægilega vel til að mynda mér skoðun. Ég er bara að halda fram að skýrslan sem stjórnin notar sem ástæðu uppsagnar sé ónothæf, og því verði að draga uppsögnina tilbaka, hvað sem síðar gerist.

    Og að vegna þessara mistaka, og þess fjölmiðlafárviðris sem fylgdi í kjölfarið, geti stjórnin ekki notið trausts, og allra síst verið áfram sett yfir forstjóra sem hún ætlaði að reka. Eina lausnin á því máli er að stjórnin víki.

    Svo má vel vera að ný stjórn teldi rétt að reka Gunnar, en það yrði að koma í ljós síðar.

  • Hvorki Mogganum né Smugunni þykja þetta merkileg frétt. Fallegt.

  • Gapandiundrandi

    Hér lætur Þorvaldur Gylfason Ástráð Haraldsson, fyrrv. eiginmann Svandísar Svavardóttur (?), heyra það (já, af hverju þegir nú Smugan og Mogginn?):

    „Ef smávinir ríkisstjórnarinnar eins og Ástráður Haraldsson hrl., álitsgjafi stjórnar FME, fengu kvartmilljarð afskrifaðan í banka eins og fram kemur í DV í dag, hvað fengu þá hinir? Hvers vegna fær hann að halda eignum sínum, meðan þúsundir annarra skuldara eru bornar út af heimilum sínum? Hverju svarar efnahags- og viðskiptaráðherra? Erum við ekki öll jöfn fyrir lögum?“

  • Hreggviður

    Þetta mál á eftir að vinda uppá sig og það rækilega.
    Ég segi eins og Einar að ég get ekki dæmt um hæfi Gunnars, en eftir því sem ég hef komist næst þá hefur hann staðið sig með miklum sóma í starfi, ef undan er skilinn þáttur hans í kúguninni á lántökum í kjölfar Hæstaréttardómsins um gengistryggðu lánin.
    Þeir/þau sem standa að þessum pungspörkum í hann að þessu sinni eru flest með buxurnar á hælunum og ég vorkenni þeim ef Gunnar gerir sig breiðan.

  • Það þegja fleiri en Smugan og Mogginn; mér virðist allir þegja nema DV. Ég sé ekki að Eyjan sé að fjalla um þetta, og þá ekki RUV.

    Það á sjálfsagt að þegja þetta í hel.

  • Gapandiundrandi

    Skyldu þau ekki bara segja „Þegiði“
    þau hrægammahjúin,
    Steingrímur og Jóhanna.
    Það má ekki afhjúpa nekt hirðarinnar,
    sem dansar tossadansinn
    með Magma og Kögun
    í krossbundnum vafningi.

  • Sanngirni

    Mér finnst að Gunnar Andersen ætti að fá réttarstöðu grunaðs meðan málið er svo rannsakað. Bæði FME og Sérstakur Saksóknari hafa sagt að það séu frábær réttindi að hafa réttarstöðu grunaðs í mörg ár. Það er augljóst að Gunnar á að njóta þessara réttinda líka meðan hans mál er rannsakað. Kveðja Eva Joly óvinsælasti stjórnmálamaður Frakklands

  • Hreggviður

    Svolítið skrýtið. Ég hef verið leiðindaljár í þúfu á eyjunni og nú er búið að þurrka mig út þar, er ritskoðunin orðin svona rosaleg? Einar Steingríms og fáir aðrir leyfa gamaldags comment, ekki í gegnum ameríska smástráka sem ráða öllu að öðru leyti, heldur með gamla siðnum þar sem maður getur látið vaða á súðum. Takk Einar, þú ert hetja á svo mörgum sviðum.

  • Leifur A. Benediktsson

    Hreggviður,

    Ég eins og þú hafa ýmigust af Feisbúkkinu sem er í eigu ólígarka.

    Tek undir með þér, Einar er sannur byltingarsinni hér á Eyjunni.

    Ég hallast að því að Gunnar Andersen sé að vinna fína vinnu í FME.
    Ýmsir Garkar vilja hann feigan á stóli ,,Eliott Ness“.

    Þess vegna er ráðist á hann og reynt með öllum tiltækum ráðum að bola honum í burtu. Þar fer fremstur í flokki Ástráður Afleiða Haraldsson.

  • Þetta eru fínar spurningar hjá Sveini Pálssyni:

    http://svennip.blog.is/blog/svennip/entry/1224309/

    Þögn Moggans er mjög athyglisverð.

  • Haukur Kristinsson

    Það heyrist lítið í okkar ágæta Agli Helgasyni varðandi þetta kontroversa mál. Getur kallinn ekki slitið sig frá bollunum?

  • Tek undir orð Einars að það er undarlegt að velja Ástráð til þess að meta hæfi forstjóra FME þegar hann á að hafa fengið 250 millj. króna afskrifaðar. Eflaust er erfitt að finna lögfræðing eða annan álitsgjafa sem ekki hefur unnið fyrir bankana og aðrar fjármálastofnanir og jafnvel fengið stórar upphæðir afskrifaðar. Það þarf auðvitað að tryggja að þeir álitsgjafar sem eru valdir til svona starfa séu kannaðir áður og hvort þeir hafi hæfi til að veita svona álit. Það má heldur ekki gleyma því að stór hluti endurskoðenda á Íslandi vann fyrir banka og fjármálafyrirtæki og þeir eru í engri stöðu til að meta hæfi eins né neins vegna þess. Hefur verið skoðað fyrir hverja Árbjörn Björnsson hefur unnið fyrir síðustu ár, er hann hæfur til að meta Gunnar?
    Varðandi hvort Gunnar forstjóri FME eigi að víkja þá er það ljóst að hann leyndi upplýsingum á sínum tíma og það eitt og sér dregur hæfi hans í efa.
    Það er ljóst að FME þarf forstjóra þar sem ekki ríkir vafi um hæfi og það hefur Gunnar ekki á þessum tímapunkti.

  • Grétar Thor Ólafsson

    Mér finnst þessi Ad Hominem árás á Ástráð undarleg, sérstaklega þegar DV er heimildin. Er það heimildin fyrir þessu innleggi, Einar? DV frétt? Þeir eru meistarar í ljúga, Einar, með því að segja ekki allan sannleikann.

    Eru þá t.d. allir sem hafa fengið lán sín leiðrétt eftir hrun líka óhæfir til allra verka, eins og Ástráður virðist vera orðinn í augum þeirra er taka nokkurt mark á DV? Það eru líka afskriftir, sjáðu til. Þó það henti í þeim tilfellum að kalla það „leiðréttingar“.

  • Gapandiundrandi

    Grétar, Nei
    aðalheimildin er Þorvaldur Gylfason, sem ég treysti betur en Ólafi Arnarsyni, amk. í þessu máli.

    Margt hafa þeir báðir sett fram ágætlega og nú virðast mér þeir mas. sammála um meginmál og kjarna, að Steingrímur J þarf að svara afdráttar- og vafningalaust, enda hefur Ólafur krafist 6 ára fangelsis vegna misgjörða Steingríms í Svavarssamningunum um Icesave. Og nú bætist þetta mál í sarpinn og það frá þeim góða dreng, Þorvaldi Gylfasyni, sem líkist nú meira og meira sínum dáðu bræðrum hvað réttlætismálin varða.

  • Gapandiundrandi

    En hressilegust eru nú orð Guðmundar Ólafssonar um þau Steingrím og Jóhönnu og verður það að segjast að öðru vísi mér áður brá úr þeirri áttinni:

    „Það lýgur og lýgur þetta skítapakk“
    (Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um þau Steingrím og Jóhönnu)

  • Leifur A. Benediktsson

    Gapandiundrandi,

    Satt að segja er ég líka gapandi og undrandi varðandi ummæli Guðmundar ólafssonar í garð ,,gölnu hjónanna“.

    Öðruvísi mér áður fyrr brá svo svakalega.

    Þingkosningar eru handan við hornið og þá verður þessu liði mokað út.
    For good.

  • Gapandiundrandi

    Svo sannarlega Leifur minn. Bjalla bráðum í þig:-)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur