Færslur fyrir mars, 2012

Laugardagur 31.03 2012 - 19:34

Tilkynning til fjölmiðla um LÍÚ

Vegna síendurtekinna „frétta“ í fjölmiðlum síðustu daga og vikur hefur Umboðsmaður Almennings beðið mig að koma eftirfarandi á framfæri: „Við vitum öll að LÍÚ telja að minnsta röskun á núverandi kvótakerfi muni grafa undan kaupmætti, veikja gengi krónunnar, setja sjómenn á vonarvöl, leggja sjávarþorp í eyði, auka atvinnuleysi, grafa undan siðgæði, auka alkóhólisma, fjölga sjálfsvígum, […]

Föstudagur 23.03 2012 - 21:18

Maltflöskuaxlir: Hrunverji hannar Nýja Ísland

Í dag kynnti efnahags- og viðskiptaráðherra ríksstjórninni skýrslu sína til Alþingis um „framtíðarskipan íslenska fjármálakerfisins og opinbert eftirlit með því.“ Það er athyglisvert, og fremur sorglegt, að með í kynningunni, væntanlega vegna hlutverks hans í þessu starfi á næstunni, var Jón nokkur Sigurðsson. Jón er meðlimur í þriggja manna hópi sem, samkvæmt  tilkynningu frá Efnahags- […]

Miðvikudagur 21.03 2012 - 20:04

Ólafur Ragnar, Messías og Dalai Lama

Að gefnu tilefni sendi ég áðan eftirfarandi póst á forsvarsmenn Fletcher-skólans við Tufts University.   ———————————————————————— From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu> Date: Wed, Mar 21, 2012 at 19:57 Subject: The Dalai Lama and His Holiness the President of Iceland To: miranda.fasulo@tufts.edu, Stephen.Bosworth@tufts.edu Dear Ms. Fasulo and Dean Bosworth I just saw your ad for a talk by […]

Sunnudagur 18.03 2012 - 15:43

Öfgar í virkjanamálum

Öfgarnar í virkjanamálum eru tvenns konar: Annars vegar að vilja rífa helminginn af þeim stórvirkjunum sem byggðar hafa verið. Hins vegar að vilja virkja meira, þótt búið sé að virkja sjöfalt það sem þarf til innanlandsnota, það er að segja ef stóriðjan er undanskilin. Hófsemdarfólkið vill fara bil beggja: Láta hér staðar numið, en ekki […]

Fimmtudagur 15.03 2012 - 11:48

Rannsóknir og forréttindafemínismi

Ef fimm konur og fimmtán karlar í hundrað manna úrtaki reyndust hafa tiltekinn sjúkdóm dytti manni ef til vill í hug að sjúkdómurinn legðist fremur á karla en konur.  Fengi maður að vita að í úrtakinu væru 25 konur og 75 karlar lægi hins vegar beinna við að álykta að sjúkdómurinn væri jafn algengur meðal […]

Þriðjudagur 13.03 2012 - 20:52

Hræðsluáróður um kynlíf unglinga

Í gær var þáttur í Íslandi í dag sem bar yfirskriftina „Kláminu að kenna?“ Þar sagði ung stúlka ófagra sögu af sambandi sem hún hafði verið lengi í. Einnig kom fram kennari í kynjafræði sem hélt fram ýmsum staðhæfingum um klám og samlíf unglinga. Kennarinn sagði meðal annars að þetta (sem stúlkan lýsti) væri algengara […]

Fimmtudagur 08.03 2012 - 20:58

Er RÚV verjandi Geirs?

Íslenskir fjölmiðlar eru, með fáum undantekningum, drasl. Undantekningarnar eru vissulega til staðar, eins og Sigrún Davíðsdóttir og Helgi Seljan (og þær eru fleiri, þótt ég tíundi þær ekki hér). Þess vegna átti ég ekki von á frábærri umfjöllun um Landsdómsmálið. Samt varð ég fyrir gífurlegum vonbrigðum, aðallega með RÚV, sem ég hafði leyft mér að […]

Fimmtudagur 01.03 2012 - 17:04

Spurning og svör frá stjórn FME

Ég efast um að hér komi fram nokkuð nýtt um mál Gunnars Andersens og Fjármálaeftirlitsins, en finnst rétt að birta þessi póstskipti mín við formann stjórnarinnar. ———————————————————————————————– Date: 2012/2/18 To: Aðalsteinn Leifsson <al@hr.is> Til formanns stjórnar FME Sæll Aðalsteinn Er rétt skilið að til standi að segja Gunnari Andersen upp störfum (eða honum hafi þegar […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur