Sunnudagur 18.03.2012 - 15:43 - 17 ummæli

Öfgar í virkjanamálum

Öfgarnar í virkjanamálum eru tvenns konar:

  • Annars vegar að vilja rífa helminginn af þeim stórvirkjunum sem byggðar hafa verið.
  • Hins vegar að vilja virkja meira, þótt búið sé að virkja sjöfalt það sem þarf til innanlandsnota, það er að segja ef stóriðjan er undanskilin.

Hófsemdarfólkið vill fara bil beggja: Láta hér staðar numið, en ekki rífa neitt af því sem fyrir er.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Gunnar S Gylfason

    jú maður, endilega látið rífa virkjanir og aukið á atvinnuleysið hérna og sýnið að það er ekkert í hausnum á ykkur.

    Maður er búin að vera atvinnulaus síðan nóv 2008, er dottin út af rétti til bóta, reyni að fara í skóla og kemst að því að lín er handónýtt kerfi, svo skilst manni að ríkisstjórnin finnist ástandið í atvinnumálum bara fínt – en eftir situr að fólk í minni stöðu er ekki að fá neinar úrbætur sinna mála. og skilst ég geti yfirhöfuð farið til fjandans og átt mig.

  • Hefur einhver talað um að það ætti að rífa virkjanir?

  • Höskuldur Davíðsson

    Hvað er í gangi ?
    Erum við að verða rafmagnslaus ?

  • Ómar Harðarson

    Hvaða náttúruverndarsamtök hafa það á stefnuskrá sinni að rífa niður helminginn af virkjunum sem þegar hafa verið reistar? Ef þetta er ekki á stefnuskrá neinna, hverjir aðrir hafa lagt það til og hvenær? Ef skilgreina á hvar öfgarnir liggja er sjálfsagt að það sé rökstutt og byggt á heimildum.

    Umræðan snýst vissulega um hvar eigi að segja stopp, að komið sé nóg. Það mark hefur hingað til ekki verið sett við það sem þegar hefur verið virkjað. Ef sannfæra á virkjanasinna að þeir hafi misst af lestinni og geti ekki lengur vandað sig við virkja síðustu virkjunina (síðasta virkjunin var í Kárahnjúkum), þá er eins gott að það sé vel grundað.

  • Pétur Örn Björnsson

    Tek undir snaggaralegt tilsvar Höskuldar:
    „Hvað er í gangi?
    Erum við að verða rafmagnslaus?“:-)

    En svo vil ég einnig benda á öfgalausan, yfirvegaðan og málefnalegan pistil um þessi mál:

    http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1229617/

  • Eiríkur S. Þorláksson

    Tek undir með Gunnari S Gylfasyni hérna að ofan.

    M.ö.o. hófsemdarfólkið vill STÖÐNUN.

    Er bara ekki málið að flytja alla landsmenn af brott frá Íslandi og gera Ísland að Galapagoseyjum norðursins?

    Tel að svokölluðum umhverfis- og verndarsinnum ætti að hugnast það.

  • Sveinbjörn

    Eiríkur og Gunnar, þetta er nú meiri þvælan í ykkur. Atvinnuástandið á Íslandi í dag er þokkalegt, þótt það sé mikið atvinnuleysi í sögulegu samhengi (6,8% miðað við svo að segja 0% 2007). En ekki gleyma því að hlutirnir eru verri meira og minna alls staðar annars staðar, að hinum Norðurlöndunum undanskildum. Það er heimskreppa í gangi.

    Ég hef nýlega verið á vinnumarkaðinum og get sagt að hér er nóg af vinnu hér að fá fyrir fólk sem á annað borð getur starfað við eitthvað annað en byggingarbransann, sem gráðugir verktakar eyðilögðu stórfenglega til næstu tíu ára á meðan á uppganginum stóð.

  • Pétur Örn Björnsson

    En ég tek einnig undir neyðaróp Gunnars S Gylfasonar!

    Skeytingarleysi stjórnvalda í garð þeirra sem höllum fæti standa er viðurstyggilegt!
    En vandinn verður ekki leystur með virkjana-æði og enn einni bólunni
    með óheyrilegri skuldasöfnun, sem klafa til framtíðar.
    Hér þarf að höggva á hnúta vistarbanda og stökkbreyttra okurlána!

  • Eiríkur S. Þorláksson

    Sveinbjörn, á þetta að vera brandari hjá þér?

    Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta yfir ummælum þínum?

    Já, byggingabransinn er deyjandi bransi hér á landi.
    Þekking sem var til innan þessa geira hér áður fyrr hefur flust úr landi.

    Þökk sé stjórn Jóhönnu sem hefur ofnæmi fyrir öllum verklegum framkvæmdum m.a. vegna þess að karlmenn eru í meirihluta þeirra sem starfs í þessum geira.

    Ef ekki kemur til verulegra verklegra framkvæmda hér á landi á næstunni, mun atvinnuleysi haldast hátt næstu árin með meiri kostnaði til velferðarmála og þar af leiðandi hærri sköttum.

  • Pétur Örn Björnsson

    Varðandi þessi orð Sveinbjarnar:
    „… byggingarbransann, sem gráðugir verktakar eyðilögðu stórfenglega til næstu tíu ára á meðan á uppganginum stóð“

    þetta er einungis hálfur sannleikur hjá þér Sveinbjörn og hann er oft skyldur lyginni … því voru það ekki einkavinavæddu bankarnir sem mötuðu stór-verktakana og stórgræddu sjálfir mest, með því að hleypa öllu upp í þeirra gull-étandi og snargeggjuðu hæðir og senda svo nú almenningi reikninginn í gegnum reiknistofu endureistra banka og ríkis-verðtryggðra kerfisliða?

    Og um hina endurreistu kennitöluflakkandi banka sló „vinstri velferðarstjórnin“ skjaldborg um undir vökulu auga AGS og kastaði síðan óbreyttum almenningi og smáfyrirtækjum sem fóðri fyrir hrægammana!

    Stjórnvöld og banksternir lifa hins vegar … enn … í samtryggðu sældarlífi.

  • Hreggviður

    Ég held mér ekki, verð að leggja hér orð í belg þó þau orð séu á skjön við þráð síðuhaldara.
    Sveinbjörn segir að gráðugir verktakar hafi eyðilagt markaðinn og hann hefur að nokkru leyti rétt fyrir sér. Pétur Örn dregur réttilega gullétandi bankstera til ábyrgðar hvað þetta varðar og þá fer heildarmyndin að skýrast.

    Það voru fluttir inn „fagmenn“ í þúsundatali ótalandi á öll tungumál nema sitt eigið austurevrópska, og þeir látnir nánast eftirlitslaust byggja heilu hverfin af blokkum og hvað eina. Þessum „fagmönnum“ var hrúgað inn á verkstæðin og jafnvel í verkfæraskúrana til að búa á meðan á framkvæmdum stóð. Eftirtekjan er síðan að annað hvert hús er ónýtt og því ætti „bransinn“ að geta lifnað við aftur þegar þarf að fara rífa draslið.

    En svo að síðustu spurning til Einars síðuhaldara; hver vill rífa niður virkjanirnar?

  • Eftir allar þessar „hagkvæmu“ virkjanir eru Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og ríkissjóður nánast gjaldþrota. Svo eru það sveitarfélögin sem áttu að blómstra af álverum! Hafnarfjarðarbær er samasem gjalþrota eftir áratuga sambúð við álver!

  • Það var loft í Þingeyingum þá

    En nú væla þeir bara ál, ál, ál
    Það eina sem þeir biðja um er ál, ál, ál
    og kína, kína, kína-kál.

  • Hafliði G.

    Viðar Ingvarsson,

    Ekki veit ég til þess að Landsvirkjun sé gjaldþrota, amk. sýnir ársuppgjör LV ekki fram á það.

    Vissulega skuldar LV tölvuvert eftir miklar fjárfestignar undanfarinna ára, en þessar skuldir eru sjálfbærar, auk þess að tekjur LV eru mestmegnis í erlendum gjaldeyri.

    Hvað áttu annars við um að LV sé gjaldþrota?

    Og Orkuveitan er ekki nánast gjaldþrota.
    Hinsvegar eru skuldir OR miklar eftir alla tilraunastarfsemina undan farin ár t.d. Lína.net, risrækjueldi, safnarekstur, rekstur félagsheimila, o.fl. sem ekkert á skylt við kjarnarekstur OR.
    Þar fyrir utan var OR orðið að einskonar félagsmálastofnun í tíð Reykjavíkurlistans, þar sem allir sem vildu gátu fengið vinnu.

    En nú er að birta til hjá OR eftir að tekið var til í rekstrinum hjá þeim.

    Hafnarfjarðarbær er illa staddur vegna mikillar uppbyggingar í bænum undanfarin ár, enda hefur bærinn vaxti mikið á undanförnum árum. T.d. var byggð sundlaug þar sem kostaði 4 mia.kr. svo eitthvað sé nefnt.

    Ef álversins nyti ekki við hefði Hafnarfjörður ekki vaxið og dafnað svona mikið upp úr 1970 og fram til dagsins í dag.

    Þar fyrir utan má nefna það Hafnarfjörður værri enn verra statt sveitarfélag nú í dag hefði álversins ekki notið við.

  • Hafliði G.

    Viðar Ingvarsson:

    Þetta stóð í Morgunkorni Íslandsbanka, mánudaginn 19. mars:

    „Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, birtu bæði ársreikninga sína síðastliðinn föstudag.
    Þrátt fyrir að margt sé ólíkt með stöðu þeirra hefur undirliggjandi staða þeirra beggja batnað á síðasta ári miðað við nýbirta reikninga þeirra. Landsvirkjun er á ágætu róli og hefur mjög góða lausafjárstöðu en Orkuveitan á enn á brattann að sækja þó að vel hafi gengið undanfarið ár að laga reksturinn, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

    Fjárhagsstaða Landsvirkjunar batnaði nokkuð á árinu 2011. Lausafjárstaða er sterk en í lok árs hafði Landsvirkjun aðgang að 645,7 milljónum dala. Handbært fé var 230 milljónir dala, óádregin veltilán 286 milljónir dala og óádregin langtímalán 130 milljónir dala. Til samanburðar eru afborganir langtímalána 129 milljónir dala árið 2012, 142 milljónir dala árið 2013 og 163 milljónir dala árið 2014.

    Heildareignir Landsvirkjunar í árslok 2011 voru 4.622 milljónir dala dala (585 milljarðar króna) og eiginfjárhlutfall 35,9%. Í lok ársins 2010 voru heildareignir 4.837 milljónir dala og eiginfjárhlutfallið 34%. Nettó skuldir lækkuðu á árinu um 171 milljónum dala og voru skuldirnar í árslok 2011 2.503 milljónir dala. (317 milljarða króna.“

    Viðar, ekki verður séð á þessum afkomutölum LV og OR að þessi tvö stærstu orkufyrirtæki landsins séu á hvínandi kúpunni.

    Þú ert greinilega úti á þekju í þessum málum.

  • Nú á að fara að byggja virkjun í Bjarnarflagi. Affallið mun renna í Mývatn. Hvaða áhrif munu efnin í affallinu hafa á lífríkið?
    Hvaða áhrif mun brennisteinsvetnið í útblæstrinum hafa á lífríkið í nágrenninu? Byggðin í Reykjahlíð er í rúmlega kílómeters fjarlægð.
    Virkjunin fór í gegnum umhverfismat af gömlu gerðinni, árið 2003, a la Kárahnjúkar. Þar er m. a. talað um að búast megi við talsverðu magni af Arseni og kadmium. Hvernig fjallað er um þetta í matinu virðist í skötulíki.
    Ætla Landsvirkjun og Hörður að „gambla“ með Mývatn, Laxá og það einstaka lífríki sem þar er?
    Kísiliðjan, Miðkvíslarstíflan og Laxárstíflurnar gætu reynst smámunir hjá áhrifum Bjarnarflagsvirkjunar. Er mikið fuglalíf í Bláa lóninu?
    En hverjum er sosum ekki sama um Mývatn og Laxá???

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur