Fimmtudagur 01.03.2012 - 17:04 - 18 ummæli

Spurning og svör frá stjórn FME

Ég efast um að hér komi fram nokkuð nýtt um mál Gunnars Andersens og Fjármálaeftirlitsins, en finnst rétt að birta þessi póstskipti mín við formann stjórnarinnar.

———————————————————————————————–

Date: 2012/2/18
To: Aðalsteinn Leifsson <al@hr.is>

Til formanns stjórnar FME

Sæll Aðalsteinn

Er rétt skilið að til standi að segja Gunnari Andersen upp störfum (eða honum hafi þegar verið sagt upp störfum) sem forstjóra FME, að það sé gert á grundvelli skýrslu eftir Ástráð Haraldsson (og e.t.v. fleiri höfunda), og að Ástráður sé stjórnarmaður í Arctic Finance?

Ef svo er, heyrir Arctic Finance undir eftirlit FME?  Ef svo er, er eðlilegt að stjórnarmaður úr slíku fyrirtæki sé fenginn til að gera skýrslu um svo mikilvægt mál innan FME, skýrslu sem virðist ætla að hafa svo afgerandi áhrif?

Bestu kveðjur,

Einar Steingrímsson
———-
From: Aðalsteinn Leifsson <al@hr.is>
Date: 2012/3/1
To: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>

Sæll Einar,

Afsakaðu sein svör.

Ákvörðun stjórnar byggir á ítarlegri skoðun á öllum gögnum málsins – ekki á einni álitsgerð umfram aðra.

Ásbjörn og Ástráður unnu frjálsa álitsgerð fyrir stjórnina – og hafa hvorki sértæka né almenna hagsmuni af niðurstöðu málsins.

Pælingar um vanhæfi þeirra til að vinna frjálsa álitsgerð fyrir stjórn eru ákaflega langsóttar, svo ekki sé meira sagt.

Með kveðju / Best regards

Aðalsteinn

———-
From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2012/3/1
To: Aðalsteinn Leifsson <al@hr.is>

Sæll aftur Aðalsteinn

Er ekki augljóst að stjórnarmaður í fjármálafyrirtæki sem heyrir undir eftirlit FME getur haft hagsmuni af því að tiltekinn forstjóri FME hverfi frá störfum?

Bestu kveðjur,

Einar

———-
From: Aðalsteinn Leifsson <al@hr.is>
Date: 2012/3/1
To: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>

Sæll Einar,

Það birtist punktur / smáfrétt í Viðskiptablaðinu áður en álitsgerðin kom fram þar sem fullyrt var hið gagnstæða; að það væru hagsmunir aðila sem situr í stjórn eftirlitsskylds aðila að koma sér í mjúkinn hjá forstjóra með jákvæðu áliti…

Stjórnin fór yfir þetta og það var samdóma álit að þar sem um er að ræða frjálsa álitsgerð fyrir stjórn, engin aðgangur er að trúnaðargögnum eftirlitsins og hvorki eru til staðar sértækir né almennir hagsmunir þá væri ekki ástæða til að draga í efa hæfi til að vinna þetta  verkefni.

Ég undirstrika enn – eins og kemur fram í yfirlýsingu okkar í dag – að stjórnin byggir ekki niðurstöðu sína á áliti Ástráðs og Ásbjörns fremur en áliti Andra Árnasonar. Stjórnin byggir niðurstöðu sína á ítarlegri og vandaðri yfirferð yfir öll gögn málsins – þar með talið frumgögn, álitsgerðir og andmæli Gunnars sjálfs.

Einar, stjórnin hefur leitast við allt frá upphafi að hafa ferli hæfismatsins skýrt, faglegt og gagnsætt. Þannig var tilkynnt um það stax 18 febrúar að ferlið fæli í sér a) að Andri færi yfir hvort og hvað hefði nýtt komið fram og hvort þær upplýsingar hefðu áhrif á hans niðurstöðu, b) að fengnir væru tveir einstaklingar – lögfræðingur og endurskoðandi – til að koma nýjir að málinu og c) að stjórnin myndi að ending taka sjálfstæða ákvörðun á grunni allra gagna málsins. (sjá útprent af frétt um þetta í viðhengi). Við höfum birt álitsgerðirnar strax og gætt þess í hvívetna að standa faglega að málum, með það fyrir augum að endanleg niðurstaða hefði trúverðugleika í reynd og ásýnd.

Bestu kveðjur,

Aðalsteinn


Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

 • Gapandiundrandi

  Stjórn FME er skipuð af Steingrími Jóhanni Sigfússyni.

  Þeim hinum sama og hefur með einbeittum brotavilja
  og margítrekað og með öllum tiltækum ráðum
  reynt að fjötra og múlbinda íslenskan almenning í skuldafjötra
  með Icesave vafningum Björgólfs Thor.
  Skyldi þetta þá allt snúast um Bravó bjórinn og Deutsche Bank og Actavis og hvítþvott mafíupeninga og kannski Sigurmar í Lýsingu og hýsingu?

  Og hverjir njóta þess helst?
  Eru það, eins og Þorvaldur Gylfason hefur orðað það svo vel,
  „smávinir“ ríkisstjórnarinnar sem njóta þess helst?
  Telst kannski Már Guðmundsson líka einn af þeim?
  Er hann kannski búinn að fá launahækkunina? Hverju svarar Jóhanna?

 • Hjalti Atlason

  Það virðist alveg augljóst að fyrst var ákveðið að reka manninn, síðan var farið að finna ástæður.

  Það þarf ekki að koma á óvart að það yrði hjólað í forstjóra FME og ljóst að það þyrfti að vernda hann sérstaklega.
  Hvað varð til þess að Aðalsteinn komst í stjórn síðast sumar og hver stýrði því?

 • Gapandiundrandi

  Stjórn FME er skipuð af Steingrími Jóhanni Sigfússyni.

  Þeim hinum sama og skipaði „smávini“ sína í stjórn Bankasýslu ríkisins.
  Þeirri stjórn fannst sjálfsagt mál, líkt og Steingrími, að Páll Magnússon sem átti drjúgan þátt í leyndarráðum um einkavinavæðingu bankanna, hina fyrri, yrði gerður að forstjóra Bankasýslu ríkisins.

  Skyldi Steingrími nú vera hugsað til Páls, sem forstjóra FME?
  Þegar keisarinn er desperat, þá skítur hann á sig og það sjá allir
  nema „smavinir“ hans í hirðinni.
  ?

 • Hjalti Atlason

  Þú ert að tala um manninn sem nýtur 67,5% stuðnings kjósenda VG. Hversu ömurlegt er það.

  http://eyjan.is/2011/10/27/steingrimur-er-madurinn-nytur-langmest-trausts-flokksmanna-vg-sem-formadur/

 • Jón Jón Jónsson

  Nú fer vel á því að vitna í Guðberg um Dróma og má það og lesast sem um siðspillta „smávini“ sé fjallað og þeirra nánustu fjölskyldur, sem valdníða almúgann (Hver er aftur guðfaðirinn, Svavar Gestsson, sem glotti út í annað, meðan almúginn skyldi krossfestur?):

  „Hvað þurfa margir karlmenn, konur, heimili og börn annarra að falla í skuldafen eða dauðagryfjur, svo ekki verði hægt fyrir hlýðna þjóna að réttlæta sig með því að fjölskylda þeirra gangi fyrir í lífinu?

  Eftir fall kirkjuvaldsins er engin leið að boða skuldugum fagnaðarerindi séra Valdimars Briem og segja þegar allt hefur verið frá þeim tekið:

  „Ég bjart lít blika ský … „ Guðstrúin er dauð, græðgistrúin tók við af henni.“

 • Gapandiundrandi

  @ Hjalti Atlason

  Jú, um blindu hinnar svokölluðu „Vinstri hreyfingar – græns framboð“
  er aðeins þetta að segja – í bili – að þó allt sé vænt sem vel er grænt,
  þá vex hún þar mjög,
  siðblind græðgin,
  í réttu hlutfalli við skinhelgi Svavars ættkvíslarinnar.

 • Andrés Ingi

  Hvers vegna heyrist ekkert frá Þorvaldi Gylfasyni?

  Ekkert viðtal á RÚV við Þorvald, er RÚV að missa taktinn?

 • Hreggviður

  Þetta er hið undarlegasta mál, vægast sagt.
  Ráherrageiflan sem fer með efnahagsmál og því yfir FME er hins vegar ánægður og styður stjórn FME.
  Ég bíð spenntur eftir yfirlýsingum Gunnars, sem koma allra næstu daga.

 • Haukur Kristinsson

  Yfirleitt hafa íslensku plottin verið primitív, augljós, enda sáu menn litla ástæðu til þess að vanda sig. Allt mundi ganga upp eins og vant var.
  Nú virðist þetta vera meira „sophisticated“.
  Er íslenska stjórnsýslan loksins að komast á hærra plan?

 • Hjalti Atlason

  Þegar stór hluti af broddborgurum landsins er komnir með réttarstöðu grunaðs með hjálp þessa manns þá þarf að vanda til verka til að koma honum frá.
  Sérstaklega þegar svokölluð vinstri stjórn er við völd sem ætti að standa með embættismanninum sem vill gera hrunið upp. Svokallaða vinstri stórnin hættir ekki að valda vonbrigðum.

 • Af facebook

  Út af þessu máli hefur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sagt nýverið á fésbók um þau Steingrím og Jóhönnu:

  „Það lýgur og lýgur þetta skítapakk“

  Og hví skyldi Guðmundur bæta svo við lýsingu sína á fésbók, fróður um sovéska sögu og öll þau launráð sem brugguð voru þar (ma. af Björgólfsfeðgum)?:

  „Það er rétt að taka það fram, Jóhönnu hefur ekki verið gefinn kostur á að ljúga um þetta tiltekna mál í fjölmiðlum enn, en ég held að þau Steingrímur ljúgi flestu sem þau segja um hag almennings þessa dagana. Söngur þeirra um batnandi hag með blóm í haga er sem líkastur sovéskum áróðri hér aður fyrr. Aðfarir þeirra gegn sómakærum embættismönnum fylla mælinn, þetta skítapakk er ekki hægt að þola í stjórn landsins lengur. Burt með það.“

 • Grétar Thor Ólafsson

  Jæja, lögmaður Gunnars búinn að segja sig frá málinu.
  Það þarf yfirleitt eitthvað alvarlegt að gerast til að lögmaður segi sig frá máli.
  Þetta lítur verr og verr út fyrir Gunnar.
  http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/02/haettur_ad_verja_gunnar/

  Þetta lítur út fyrir að formsatriðum við uppsögn hafi verið ábótavant en að Gunnar hafi verið með alvarlega bresti samt sem áður gagnvart starfi sínu.

 • Af facebook

  Guðbjörn Jónsson skrifar svo í athugasemd á fésbókinni og hittir hér hugsanlega naglann á höfuðið:

  „Ferlið allt bendir til þess að Skúla hafi verið ógnað á hefðbundinn hátt, með því að ef hann segði sig ekki frá málinu, fengi hann engin af stærri lögfræðiverkefnunum. Þetta er þekkt í svona tilfellum. Skúli er greinilega ekki sá kjarkmaður sem Gunnar þarf á að halda til varnar í svona ódrengilegri árás spillingaraflanna. Ég vona svo sannarlega að Gunnar fái góðan lögfræðing. Það er þjóðinni virkilega nauðsynlegt að losna við þau öfl sem halda heilbrigði samfélagsins í heljargreipum og virðast engu eyra til að halda hulu yfir fyrri myrkraverkum.“

 • http://eyjan.is/2012/03/02/gunnar-th-andersen-yfirheyrdur-hja-logreglu-i-morgun/

  Þorvaldur Gylfa spáði flugeldasýningu. En er þetta bara fruss fyrir flugtak. Nú bíður maður spenntur eftir því að ljósagangurinn hefjist fyrir alvöru og hvaða stjörnur hrapi.

 • Hér eru nokkrar spurningar vegna viðskipta Ástráðs Haraldssonar:

  http://svennip.blog.is/blog/svennip/entry/1224309/

  „Hversu há var skuldin sem þurrkuð var út og vegna hvers konar viðskipta?“

  Getur verið að þetta hafi verið hluti af markaðsmisnotkun bankanna?

 • Fréttastjóri DV í yfirheyrslum á meðan karl faðir hans situr í stjórn Kadeco ásamt Árna Sigfússyni.

  http://asbru.is/kadeco/stjorn/

  Ætli hann sleppi? En Gunnar?

 • Höskuldur Davíðsson

  Hér er virkilega húllumhæ í gangi.
  Lögreglunni beitt óspart.
  Nú skal ganga endanlega frá þessum lýð sem er að
  trampa á tám heiðvirðs fólks.
  Rússland og bjór hvað ?

 • Höskuldur Davíðsson

  Fyrirgfðu Einar að ég kem aftur.
  Ég held að þú sért einn af fáum, sem hefur möguleika á að
  grafa í þessum flór.
  Það verður einhver að gera það.
  Þetta keyrir gjörsamlega úr öllu sem hægt er að kyngja.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur