Laugardagur 31.03.2012 - 19:34 - 15 ummæli

Tilkynning til fjölmiðla um LÍÚ

Vegna síendurtekinna „frétta“ í fjölmiðlum síðustu daga og vikur hefur Umboðsmaður Almennings beðið mig að koma eftirfarandi á framfæri:

„Við vitum öll að LÍÚ telja að minnsta röskun á núverandi kvótakerfi muni grafa undan kaupmætti, veikja gengi krónunnar, setja sjómenn á vonarvöl, leggja sjávarþorp í eyði, auka atvinnuleysi, grafa undan siðgæði, auka alkóhólisma, fjölga sjálfsvígum, eyðileggja rekstrargrundvöll Morgunblaðsins og valda því að börnin okkar fari grátandi og svöng í háttinn um alla framtíð. Plíííííís, ekki segja okkur frá þessu einu sinni enn.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Nei auðvitað eiga fjölmiðlar bara að segja frá því sem þú vilt heyra og staðfesta þínar skoðanir.

  • Bjánaleg hæðni í þessu.
    Lesið þetta, þarna er þó reynt að rökstyðja málin: http://www.visir.is/rettlat-thjodareign-med-ardi/article/2012703319993

  • Háðið hitti bersýnilega í mark.

  • Núna koma launaðir ,,pennar“ og atast í skrifum þínum !

    Auðvitað sér venjulegur íslendingur þetta !

    Þetta er allt rétt hjá þér !

    Klíklúbbarnir eru á fullu að borga fjölmiðlum og fjölmiðlafólki peninga fyrir að koma áróðri sínum á framfæri !

    Mogginn er alveg sérdæmi !

  • Magnús Björgvinsson

    Alveg sammála Einari! Þetta er svona sama umræðan og LÍÚ kemur með í hvert skipti sem að þeir eru að koma í veg fyrir breytingar! Þetta er t.d. af vef LÍÚ frá því 2001:
    „Niðurskurður og atvinnuleysi
    En hvar skyldi áðurnefndur framkvæmdastjóri skera niður í rekstri til að mæta veiðigjaldinu? Líklega starfrækir hann bæði veiðar og vinnslu því um 80% útgerða tengjast landvinnslunni beint. Árslaun starfsmanna í sjávarútvegi eru að meðaltali ríflega 2 milljónir króna. Og við getum stillt upp líkani af tilverunni eins og veiðigjaldssinnum er tamt. Ef veiðigjald, sem næmi t.d. einum milljarði króna, yrði lagt á sjávarútveg og Því yrði alfarið mætt með uppsögnum, þá myndu yfir 400 störf leggjast af á landsbyggðinni. Á móti yrðu álíka mörg störf til hjá ríkinu innan höfuðborgarsvæðisins þar sem 80% gjaldsins yrði ráðstafað. Þetta er auðvitað stílfærð mynd af þeim tilflutningi fjármuna sem veiðigjaldið hefði í för með sér en segir samt sína sögu. Að sjálfsögðu myndi niðurskurðurinn bitna á fleiru en störfum í sjávarútvegi og jafnvel frekar á störfum í þjónustugreinum við sjávarútveg. Enginn veit hversu mikil áhrifin yrðu af veiðigjaldi en framkvæmdastjóri sem ekki reynir að skera niður á móti nýjum skatti er lélegur framkvæmdastjóri. Það eru ekki margir lélegir framkvæmdastjórar í íslenskum sjávarútvegi í dag og ég er sannfærður um að áhrifin af veiðigjaldi yrðu víða umtalsverð. Það yrðu til ný uppsagnarbréf vegna þessa skatts. Almennt má fullyrða að veiðigjald er hugmynd um hreinan tilflutning á fjármunum út úr sjávarútvegi til ríkisins; frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Og maður spyr sig: Er hægt að halda því fram að hér sé góð hugmynd á ferðinni? Skilar þessi hugmynd okkur með einhverjum hætti fram á veginn? Svarið er afdráttarlaust nei. Fleiri og fleiri sjá í gegnum hugmyndina um veiðigjald og það er bjargföst trú mín að hún sé deyjandi í huga almennings. Hún rís ekki upp af banalegunni héðan af þó einstaka trúboðar reyni að blása í hana lífi.“
    Svo gætum við farið í umræðuna 2007 sem varð til þess að veiðigjaldið var á endanum lækkað í nærri því ekki neitt. Á undan því var sami barlómur og í dag

  • Árni Gunnarsson

    Það er hafið yfir allan vafa að núverandi fyrirkomulag á úthlutun aflaheimilda er sú hagstæðasta sem völ er á.
    Fyrir LÍÚ
    Og bankana.

  • Gunnar Skúli Ármannsson

    Sæll Einar,

    góð athugasemd hjá þér og ég er þér sammála.

    Veiðigjaldinu er hægt að breyta árlega þannig að þó Steingrímur setji það á núna getur næsta ríkisstjórn breytt því. Ef Sjálfstæðismenn komast til valda mun það lækka verulega.

    Hitt frumvarpið um stjórn fiskveiða er mun alvarlegra en veiðigjaldið. Veiðigjaldið er í raun smjörklípa til að koma hinu óséðu í gegnum þingið. Með frumvarpi um stjórn fiskveiða mun auðlindinni ráðstafað til 20 eða jafnvel 40 ára til kvótagreifanna. Þar með eru mannréttindarbrotin fest í sessi.

  • Steingrímur J., sá sem lagði frumvarpið ekki fram, en stóð á bakvið það er strax farinn að draga í land með þennan hroðvirknislega pakka sem hann slengir á borðið. Nú er komið á daginn að skattheimtan er mun hærri en hann gerði ráð fyrir. Ekki hefur sjávarútvegsráðherrann verið að vinna heimavinnuna. Hann misreiknaði sig um milljarða. til að rétta það af, þá á að koma því út til baka í formi ríkisstyrkja!!!! Sem sagt, skattlegja atvinnuvegina, svo hægt sé að drita því sem hugsanlega næst í kassann eftir pólitískum og óskilgreindum leiðum heim í hérað, til vina og vandamanna eða eitthvert annað. Kannast einhver við formúluna?

  • Ómar Kristjánsson

    það er alveg hárrétt hugsun á bak við núv. frumvarp. þeir sem eru að rakka það niður vegna þess að þeir vilja ,,eitthvað annað“ eru í raun a leggjast á sveif með Sjallíska Bræðralaginu og LÍÚ (Og ekki í fyrsta skipti).

    það er alveg ákveðið meginstef í frumvarpinu sem veldur breitingum. Nefnilega það að almenningur fær rentu af hagnaði sjávarauðlindarinnar.

    þetta krefst ákveðinnar hugarfarsbreitingar hjá útgerðinni. Vegna þess einfaldlega að rentan er tekin af hreinum hagnaði þegar öll gjöld og kostnaður eru frádregin. þessi hagnaður rennur beint í vasa örfárra manna núna og undanfarin misseri hefur verið stórhagnaður af útgerðinni yfirleitt.

    Útgerðin gæti í raun alveg minkað þennan hagnað með því að hækka laun og/eða veita fleirum vinnu, minnka vinnu álag etc. því útgerð er rekin í dag á þvílíkri hörku vinnulega séð. Starfsfólk pínt áfram í nafni hagræðingar etc. þetta var ekki svona áður fyrr. Fiskibransinn var rekinn áður fyrr með miklu meiri samfélagslegri ábyrgð í huga. það fengu bara nánast þeir sem vildu vnna vinnu í fiski. Skert starfsgeta oþh. var ekkert sett fyrir sig. það er löngu liðin tíð. þetta er núna bara hard core bissness til að hágmarka gróðann – sem rennur í vasa örfárra innbyggjara. Og nb. með því að fá aðgang að auðlind sem er í eigu allra landsmanna.

    þeir sem ætla að mótmæla þessu frumvarpi ss. Hreifingin og Lilja Mós sennilega – þeir eru bara að ganga í björg Sjallíska Bræðralagsins og gulltryggja staus kvó. Og það kæmi mér eigi rosa mikið á óvart þó það yrði niðurstaðan.

    Vandamálið er að innbyggjar standa ekkert að baki stjórnvöldum sem eru að reyna að koma á breitingum hérna. þetta skeður í hverju málinu á fætur öðru. Sjallíska Bræðralagið hagnast og fer hlægjandi alla leið i bankann.

  • Mér finnst að Ómar Kristjánsson eigi að bjóða sig fram til forseta.

    Íslenskari maður er ekki til.

  • Helgi J H

    Afhverju man maður ekki svo langt aftur í tímann (50 ár) að forystumenn útgerðarmanna væru ekki með kökkinn í hálsinum og tárin í augunum, grátandi af sválfsvorkunn yfir því harðræði sem þeir byggju við af þjóðinni og ríkisvaldinu sem gaf þeim þó skipin (með lánum sem ekki þurfti að borga nema brot af til baka), hafnirnar reistar fyriralmannafé fyrir útgerðina, eigin þjóðarinnar kvótann og svo nærri hálf laun sjómannanna um áratugi með sjómannafslættinum.
    — Og eðlilega hafa engir atvinnurekendur á Íslandi rakað saman þvílíkum auð sem útgerðin hefur gert í meira en 100 ár — og engir skyldi eins lítið eftir sig þegar þeir fóru með gríðalega mikinn raunverulegan íslenskan landsbyggðarauð til útlanda í burtu frá heimahögunum til að gambla með hverja krónu í fasteignabarski við Oxfordstræti og á öllum hinum peningahimnríkjunum — þar sem peningarnir svo hreinlega bara gufuðu upp — hurfu — án þess auðvitað að þeir gætu neitt gert að því — enda ekki ábyrgari en litlir ofdekraraðir krakkar sem grenja þegar þeir fá ekki allt sem þeir heimta — þó þeir eigi lang mest allra fyrir.

    ————————
    Nýjasti kaflinn er að nú er með hinni frábæru íslenski krónu og gengisfellingar- og launaránshæfni hennar að verða búið að bæta útgerðinni stórkostlega skuldasöfnun braskáranna því þeir töpuðu ekki bara öllu sem útgerðin átti heldur fengu jafnmikið lánað til að tapa því líka á peningahimnum, en með gengisfellingum sem ræna allan almenning launum þá tvöfaldaðist skilverð útfluts fiskjar til útgerðarinnar.

    Svo ekki bara sendu þeirr alla ávöxtun sem varð til á útgerðarstöðum um allt land til peningahimna í útlöndum heldur skuldsettu þeir allar veiðar á íslandsmiðum í mörg ár í sama tilgangi — að fara með féð til að braska og tapa fénu á útlenskum peningahimnum.

    – EN áfram grenjar LÍÚ eins og ofdekrarður heimtufrekur krakki sem aldrei fær nó og síst þegar mest er gert fyrir hann. — Munurinn er þó sá að börnin ljúga ekki eins og þeir, né gangast börnin fyrir skipulögðum og vægðarlausum ófrægingaherferðum gagnvart þeim sem gæta hagsmuna heildarinnar (þjóðarinnar) eða segja sannleikann um dekurrófuna.

  • Hjalti Atlason

    Evrópusambandið borgar Grænlendingum 3 milljarða fyrir 19 þústonnþíg.
    Okkar elskulegu útgerðarmenn borga 3 milljarða fyrir 400 þústonnþíg.

    Þarf eitthvað að ræða þetta meira staðreyndir tala sínu máli. Við erum að niðurgreiða kvótaleiguna 45 til 60 milljarða á ári með nýju frumvarpi. Yrði ekki hissa þótt LÍÚ þjónar þingsins samþykki þetta frumvarp.

    http://ec.europa.eu/fisheries/news_and_events/press_releases/2012/20120206/index_en.htm.

  • Ómar Kristjánsson

    Hreifingin eða ,,dögun“ ætlar í lið með sjöllum í þessu máli eins og vanalega.
    þeirra lausn er eitthvað töfratrikk. Veiða helmingi meira eða eitthvað.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Já segðu, hef fylgst með fréttum í rúmlega 50 ár og allan þann tíma hafa forystumenn LÍÚ grátið yfir stöðugu tapi og nú þegar þeir hafa keypt sér „síns eigins“ fjölmiðil versnar grenjið um allan helming!

  • Ingvar Tryggvason

    Það er mikið talað um siðbót í Íslensku samfélagi þessa dagana. Fólk ætlar að „kenna“ hinum og þessum siðbót. Það er rétt að benda á viðtal Þóru Arnórs við Matthew Logan í Kastljósinu: „I feel we just need to get more education into society about this individual called the Psychopath.“
    http://www.youtube.com/watch?v=qS6uyi8Y2Bk&feature=related

    Heimildarmyndin „I am fishead“ er gerð af tveim Tékkum, sálfræðingi og hagfræðingi. Þarna eru ákaflega góð viðtöl við P Babiak, R Hare sem skrifuðu bókina „Snakes in suits“ Einnig er rætt við M Logan og Vaclav Havel.
    http://www.youtube.com/watch?v=6MWpxH-RlFQ

    Ég held að það sé mikilvægt að hafa í huga að Psychopathia er persónuleikaröskun sem enginn óskar sér í vöggugjöf, en opinská og fordómalaus umræða er líklega eina meðalið.
    Hvernig viljum við að hafa „Nýja Ísland“?
    Bkv

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur