Þau eru orðin mörg dómsmálin á Íslandi þar sem fólk hefur verið sakfellt fyrir að segja skoðun sína á mönnum og málefnum, og jafnvel fyrir að segja sannleika sem áður hafði birst í fjölmiðlum. Ég hef fylgst nokkuð vel með fjölmiðlum í tveimur öðrum löndum í langan tíma, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Þessi lönd eru gerólík […]
Margir hafa talað um það síðustu mánuði og ár að nauðsynlegt sé að „sameina“ landsmenn í stað þess að „ala á sundrungu“. Það gleymist hins vegar yfirleitt að útskýra um hvað á að sameina fólk, en erfitt er að skilja sameiningar- og samstöðutalið öðru vísi en að við eigum að sameinast um að vera nokkurn […]
Margir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur lögðu ofuráherslu á það í upphafi að finna þyrfti frambjóðanda sem gæti fellt Ólaf Ragnar og að hún væri sá eini sem það gæti. Þetta fólk er annað hvort sammála afstöðu Þóru um hlutverk embættisins, eða telur hana aukaatriði, því mikilvægast sé að koma Ólafi frá og fá „frambærilega“ manneskju í […]
Svolítil umræða hefur spunnist öðru hverju síðustu mánuði um 25. grein stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svo: Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Þessi grein hefur aldrei verið notuð af forseta, og ýmsir hafa haldið fram að hún þýði alls ekki að forseti geti lagt fram frumvörp á Alþingi. „Röksemdirnar“ […]