Föstudagur 01.06.2012 - 19:29 - 39 ummæli

Þvælan um 25. grein stjórnarskrárinnar

Svolítil umræða hefur spunnist öðru hverju síðustu mánuði um 25. grein stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svo:

Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

Þessi grein hefur aldrei verið notuð af forseta, og ýmsir hafa haldið fram að hún þýði alls ekki að forseti geti lagt fram frumvörp á Alþingi. „Röksemdirnar“ sem ég hef hingað til heyrt fyrir þessari túlkun eru ansi aumar. Bent er á 13. grein (Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt) og 19. greinina (Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum). Rökleysan í þessu er að það er ekki framkvæmd valds að leggja fram lagafrumvarp, né heldur er það stjórnarathöfn.

Það sem er þó meira sláandi, og ætti að taka af allan vafa um rétt forseta til að leggja fram lagafrumvörp er að í 38. grein stendur:

Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.

Ef í þessari grein stæði að aðeins alþingismenn og ráðherrar hefðu þennan rétt væri ljóst að forseti hefði hann ekki. En, það stendur ekki í 38. greininni. Þvert á móti er sérstök grein, sú 25., sem segir að forseti hafi þennan rétt.  Dettur einhverjum í hug að ákveðið hafi verið að setja inn sérstaka grein um að forseti  geti lagt fram lagafrumvörp, til þess að það væri tvítryggt í stjórnarskrá að ráðherra gæti lagt fram slík frumvörp?

Það er auðvitað tilgangslaust fyrir forseta að leggja fram lagafrumvörp sem Alþingi kærir sig ekki um, ef það treystir sér til að hunsa þau, sem það getur auðvitað gert ef þau njóta ekki mikils stuðnings meðal kjósenda. Það væri hins vegar sterkur leikur fyrir forseta nú að leggja fram frumvarp um kvótamálin, t.d. á þessa leið (í grófum dráttum):

Allur kvóti verður innkallaður frá og með þarnæsta fiskveiðiári. Afnot af honum verða síðan seld á opnu uppboði, til fárra ára í senn.

Ástæðan er að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur lengi viljað að kvótinn yrði innkallaður. Framlagning frumvarps á þessum nótum myndi gera Alþingi erfitt að hunsa þann almenningsvilja.

Það er ansi athyglisvert hversu illa sumum virðist vera við hina augljósu, bókstaflegu, túlkun á 25. greininni.  Forseti getur nefnilega bara gert sig að athlægi með því  að leggja fram frumvörp sem ekki hafa sterkan stuðning almennings.  Og, af hverju skyldi nokkur manneskja vera mótfallin því að forseti leggi fram frumvörp sem hafa mikinn stuðning meðal kjósenda?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (39)

 • Þú ferð villu vegar, fáar ef nokkrar greinar Sts. eru jafn virkar og einmitt þessi grein. Öll stjórnarfrumvörp eru og hafa verið lögð fram samk. 25. gr, annars eru þau ekki stjórnarfrumvörp. Uppáskrift Forseta Íslands veitir frumvörpum ráðherra gildi samk. 25. gr. það er því út í hött að Forseti Íslands neiti svo að skrifa uppá þau þegar þau eru orðin að lögum frá Alþingi.

  Þessi neðanprjóningur við 38. gr. að ráðherrar geti flutt frumvörp á Alþingi var troðið inn í Sts. fyrir Flokkanna vegna þessa að Geir Hallgrímsson féll af þingi

 • Pétur Örn Björnsson

  Ólafur Ragnar hefur sagt að hann gæti hugsað sér að þjóðin kysi um málið.
  Nú hefur Einar sýnt fram á, að rök hníga að því, að svo gæti orðið.

  Það er kominn tími til að þjóðin fái að segja sitt um þetta mál,
  enda er það þjóðin öll sem er aðal hagsmunaaðili málsins, en ekki
  þeir sérhagsmunaaðilar, sem ferfaldir þursar flokkanna þjóna og kalla alltaf að samtryggðu kjötkatlaborðinu, í og með vegna kosningaframlaga til að viðhalda óréttlætinu, á kostnað þjóðarinnar.

  Takk fyrir uppörvandi pistil og skotheld rök Einar.

 • Pétur Örn Björnsson

  Nú er bara að vona að Ólafur meini það sem hann hefur gefið í skyn og virkji meirihluta þjóðarinnar til lýðræðsislegrar aðkomu að málinu. Einar hefur nú gefið honum ærna ástæðu til, því þannig myndi Bessastaða bóndinn gulltryggja sigur sinn. Flott pungtak Einar og nú er að sjá hvort Ólafur hafi þær hreðjar, sem hann hefur gefið í skyn að hann hafi:

  „Það væri … sterkur leikur fyrir forseta nú að leggja fram frumvarp um kvótamálin, t.d. á þessa leið (í grófum dráttum):

  Allur kvóti verður innkallaður frá og með þarnæsta fiskveiðiári. Afnot af honum verða síðan seld á opnu uppboði, til fárra ára í senn.

  Ástæðan er að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur lengi viljað að kvótinn yrði innkallaður. Framlagning frumvarps á þessum nótum myndi gera Alþingi erfitt að hunsa þann almenningsvilja“

 • Ómar Kristjánsson

  Að sjálfsögðu flokkast það að leggja fram frumvarp á Alþingu undir löggjafarmál eða stjórnarerindi samkvæmt 19.grein. Að sjálfsögðu. þetta er allt lögnu skilgreint og niðurnjörfað. það er allt alveg formað og mótað hvað fellur undir 19.grein. Samkvæmt 19. grein getur forseti ekki haft frumkvæði að neinum stjórnskipunarmálum. það er nefnilega trikkið. Hann getur það ekki.

  það er eigi hægt, og trúið mér allur landslýður, að lesa stjórnarskrá bara með því að horfa á orðin. það er ómögulegt. Ja, það er svo sem hægt – en það leiðir á villistigu. það verður líka að kanna hvað er undir niðri. þetta er álíka og lesa Bíblíuna í raun. Þetta er mystík.

  Menn skulu td. lesa um Ríkisráð. það er mystísk samkoma. Forseti þarf að samþykkja það að lagafrumvörp eru lögð fram á Alþingi. Sú hefð hefur skapast að ríkisráðsritari skrifar undir til bráðabirgða og samþykkt forseta er eftirá vegna þess að fundirnir eru haldnir sjaldan á síðari tímum.

  http://www.forsaetisraduneyti.is/media/einfaldaraisland/Microsoft_Word_-_MedferdMalaRikisrad.pdf

  þessvegna getur forseti ekki lagt fram frumvarp einn. Hann getur það ekki. það er tæknilega ómögulegt samkvæmt stjórnarskrá og stjórnskipan landsins hérna.

  Forseti veit þetta alveg. Hann er komin í 5. gír aftur á bak frá fyrri fullyrðingum sínum. Nú segir hann, heyrðist mér í kvöld, að forseti geti sent alþingi tilmæli um lagasetningu eða eitthvað þess háttar. það er allt annað. Hann getur það sjálfsagt ein og hver annar.

  Eg er barasta alveg hissa á að allt háskólasamfelagið hérna og fræðimenn skuli ekki benda á það sem eg bendi á. Að þetta er ekki hægt. Alls ekki hægt og væri stjórnarskrárbrot og stjórnskipunarbrot.

 • Pétur Örn Björnsson

  Nei, hættu nú alveg Ómar minn, ertu nú kominn í raspútíníska mystík?

 • Kristján / Snorri

  Það heitir að fara villur vega,

  ekki villu vegar,

  Kristján Sig. Kristjánsson

  og reyndu að tala móðurmálið þitt ambögulaust

  þótt þú farir rangt með staðreyndir.

 • Pétur Örn Björnsson

  Til hvers er það ríkisvald sem þjónar ekki helstu hagsmunum almennings?

 • Sigurður: Mér sýnist þú skjóta niður eigin röksemdafærslu með þessu:

  „Uppáskrift Forseta Íslands veitir frumvörpum ráðherra gildi samk. 25. gr. það er því út í hött að Forseti Íslands neiti svo að skrifa uppá þau þegar þau eru orðin að lögum frá Alþingi.“

  Það er nefnilega löngu orðið ljóst að forseti getur neitað að skrifa undir lög. Af hverju skyldi ekki gilda sama um 25. greinina og þá 26? Nema hvað 25. greinin felur forseta ekkert vald, bara möguleikann á að leggja fram frumvörp, sem Alþingi gerir svo við það sem þeim sýnist.

 • Ómar! Undirritun Forseta samkvæmt 19. gr. er fyllingin en ekki ráðherrans. Forsetinn er ótvírætt sú hæna sem verpti ráðherranum. Davíð Oddsson vissi hvað hann var að gera þegar hann lagði til við Alþingi að Fjölmiðlalögin yrðu afturkölluð hann tryggði sér að ÓRG skrifaði uppá frumvarpið sjálfur fyrst samk 25. gr. til að ÓRG gæti ekki komið eftir á samk. 26. gr. og neitað að skrifa uppá lögin um afturköllun Fjölmiðlalaganna.

 • Ómar Kristjánsson

  það má orða þetta á margan hátt en td. með Ríkisráð – fáir sem hugsa útí að það er til.
  ,,16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
  Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“

  það hvaða sko, erindi falla undir ,,Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir“ það er allt löngu ákvarðað og formað. það var einhver tilskipun í upphafi frá 1943, að mig minnir, sem skilgreindi það. þar á meðal er framlagning frumvarpa á Alþingi.

  Eg er bara svoleðis alveg bit að ÓRG skildi gefa þessu undir fótinn í fyrstu. Maðurinn veit alveg betur sko. Helst á því að þetta sé meðvitað lýðskrum hjá honum. Enda er hann nú að bakka frá þessu. Sem vonlegt er. Hann sagði eitthvað á þá leið, heyrðist mer í kvöld, að forseti gæti sent tilmæli eða hugmyndir að frumvarpi o.s.frv. það er allt annað náttúrulega.

  þetta að ekkert fær gildi sem forseti gerir nema að Ráðherra skrifi undir það með honumsamkv. 19.grein, það þýðir að forseti GETUR EKKI haft frumkvæði að neinum stjórnarathöfnum. Sem vonlegt er enda var megintilgangur að koma á hérna þingræði en afnema völd Konungs.

  Eg er barsta svo hissa hvað þetta virðist flækjast fyrir fólki.

  það að þetta er svona í stjórnarskránni, forseti gerir þetta og forseti gerir hitt – það er eingöngu vegna sögunnar. Sögulegra ástæðna. Menn vildu tengja það gamla og núja í orði. þetta er proxý orðalag. þar sem við fyrstu sýn stendur forseti – þar stendur í raun ráðherra! Án gríns. Vegna greina eins og 13., og 19. greinar.

 • Ómar: Ég er ósammála þessu: „Að sjálfsögðu flokkast það að leggja fram frumvarp á Alþingu undir löggjafarmál eða stjórnarerindi samkvæmt 19.grein.“

  Það þarf nefnilega ekki aðkomu ráðherra til að þingmenn geti lagt fram frumvörp á Alþingi, en 19. greinin fjallar eingöngu um aðkomu ráðherra og forseta).

 • Það sem ég meina „út í hött“ er að það er mikið ósamræmi af Forseta ef hann hefur „látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga“ samk. 25 gr., sem er vafalaust að mínum skilningi líka, og Alþingi fallist á óbreytt að hann ætli sér að neita svo að undirrita lögin samk. 26 gr. Hann færi þá villu vegar.

  Þú afsakar Einar þó ég spyrji þig og aðra: Hvert sækja ráðherrar umboð sitt og vald ef ekki til Forseta Íslands? Til Alþingis? Getur einhver bent mér á eina einustu samþykkt sem Alþingi hefur gert út af einni einustu ríkisstjórn?

 • Ein staðreynd, Einar: ráðherrum var bætt í 38. gr. 1991 en ákvæði 25. gr. er óbreytt frá upphafi.

 • Ertu virkilega að kalla eftir forsetavaldi, sem stýrir Alþingi eftir skoðanakönnunum, Einar?

 • Jóhann! Á maður bara að túlka Sts. eins og manni hentar burtséð frá textanum?

 • Var þetta of flókin spurning, Kristján Sig.?!

 • Takk fyrir ábendinguna, Gísli. Það er rétt að taka fram að ég vil helst losna við forsetaembættið, og fá í staðinn ákvæði í stjórnarskrá um að tiltekinn fjöldi kjósenda (gjarnan 10% eins og nefnt er í tillögum Stjórnlagaráðs) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur, og lagt fram lagafrumvörp.

  Mér finnst líka nauðsynlegt, svo lengi sem við erum með forseta, að vald hans sé gert skýrt í stjórnarskrá.

  Hins vegar finnst mér ansi vafasöm túlkun að segja að forseti geti ekki lagt fram lagafrumvörp skv. 25. grein af því að hann láti ráðherra framkvæma vald sitt, þegar ráðherrar höfðu hins vegar ekki rétt til þess fyrr en 1991.

  Ef á að túlka 25. greinina sem svo að hún snúist um stjórnarfrumvörp, þá veit ég ekki til að forseti láti ríkisstjórn framkvæma vald sitt. Enda er ekki til nein ríkisstjórn, og hefur aldrei verið til, á Íslandi hvað stjórnarskrána varðar.

  Ég get sem sagt ekki séð að þetta sé annað en klúður, sem vonlaust sé að reisa lögfræðileg rök á.

  Þess vegna finnst mér augljóst að það eigi að túlka þessa grein bókstaflega. Það er nefnilega ekki hægt að sniðganga grein í stjórnarskránni af því að einhverjir hafi túlkað hana með tilteknum hætti, ef sú túlkun er þversagnakennd.

 • Ómar Kristjánsson

  Einar, sko, fyrst verð eg að játa fyrir þér – að ég hafði barasta ekki hugmydaflug í þennan möguleika. Að forseti sé þá jafnframt í raun þingmaður og gangi um sali á Alþingi starfandi í nefndum og ég veit ekki hvað.

  þetta er enn langsóttara. Að mínu mati. þetta væri algjörlega gegn Alþingisvenjum og stjórnskipan þar í kring. það mundi þá ekki meika neinn sens að byggja þennan þingmannarétt forseta á 25. grein.

  25. grein snýst um það er eg lýsi að ofan. Ríkisráð og stjórnarfrumvörp.

  Ef forseti hefði slíkan almennan rétt eins og hver annar þingmaður – það gæti barasta ekki farið fram hjá því að kæma fram allstaðar í lögum og reglum um Alþingi. þetta gengur enganveginn upp. Að mínu mati.

  Ennfremur með 38. þá ber að hafa í huga að Ráherra var bætt þarna við 1991. Í raun var alveg óþarfi að bæta því við en hugsanlega er verið að meina eða gera ráð að Ráherra sé ekki endilega Alþingismaður.

  það er lveg sama hvernig þessu er snúið. það er engin leið að koma því heim og saman að forseti geti og eigi að leggja fram frumvörp á Alþingi.

  En það liggur við að ég voni að þetta verði nú bara ofan á. Að forseti fari að leggja fram frumvörp á Alþingi. það verður alveg sprenghlægilegt.

 • Ef 25. greinin þýðir ekki að forseti geti komið að þingmálum, þá má strika yfir þessa grein alfarið án þess að það hafi nokkur einustu áhrif á stjórnarskrána. M.ö.o. greinin er FULLKOMLEGA óþörf ef hún þýðir ekki það sem í henni stendur. Nú það getur svo sem vel verið sjónarmið í sjálfu sér!

 • Ómar Kristjánsson

  ,,9. gr. Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum
  launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja.“

 • Ómar Kristjánsson

  Lausnarorðið á 25 grein er: Ríkisráð.
  http://www.althingi.is/lagasofn/126b/1943082.html

  þetta er allt orðað í takt við gamla tíma. Til að skilja þetta til botnas – þá verða menn að kanna söguna og tilurð alls þessa. Stsjkr. er að uppistöðu frá 1874. Síðan viðbot 1903 og lagfæring 1920 eftir fullveldið og þegar stjskr var samin 1944 var bókstaflega meginmarkmið að breita eins litlu og hægt var frá fyrirliggjandi stjskr. Íslenska stjskr er alveg eins og danska skráin í megindráttum.

  Konungur hafði áður völd. Með þingræði/fulltrúarlýðræði færðust öll völd konungs til ráðaherra sem studdist við þing. Danski Konungurinn/drottningin hefur að forminu til álíka völd í orði og íslenski forsetinn.

  Sko, þingræði/fulltrúarlýðræði virkar þannig í praxis að almenningur kýs sér fulltrúa. Almenningur framselur því vald sitt til fulltruanna. Fukktrúarnir koma sér saman um Ráherra/framkvæmdarvald. það sem hefur legi verið fundið að er að Ráðherrar/framkvæmdarvald hafi meiri völd enn fulltruarnir/alþingsimenn. Í raun má segja að fulltrúarnir framselju ráðherrum visst vald. Í rauninni. þ.e. Almenningur framselur fulltrúm valdið – fulltruarnir ráðherrum.

  þannig virkar þetta. þannig virkar stjórnun. þetta kerfi er almennt talið hafa virkað best í allri mannkynssögunni. það er eins og fólk vilji soldið afneita því að einhver þarf að stjórna ríki og taka ábyrgð. það er sérstaklega tekið fram í stjskr hver ber ábyrgðina og þarf ekki að rifja upp nýliðna sögu því viðvíkjandi. Einnig er tekið fram hver er ábyrgðarlaus. það er engin tilviljun að svo er í stjskr.

  það sem sumir eru að tala um núna, að forseti eða þjóðhöfðingi hafi sem mest völd. og sé einhvernveginn beintengdur við almenning eða kjósendur – að þetta er í raun nátengt einvöldum konungi. Einvaldur konungur var líka í dularfullu sambandi við sína þegna. Ef konungur fór lengi gegn meginvilja þegnanna – þá átti hann ekkert góða tíma framundan.

  það að stóla svona á einn mann eða gefa einum manni mikil völd – það er arfa, arfaslæm hugmynd.

 • Takk fyrir góða grein Einar. Forseta valdið er neyðarvald ,forseti stendur vörð um stjórnarskrá ,hann tók sér ekki vald heldur vísaði til þjóðar lögum sem ekki stóðust stjórnarskrá .eins ef þing ætlar sér að reyna aftur að koma á lögum sem brýtur stjórnarskrá neitar forseti að staðfesta þau lög og vísar þeim til þjóðar. Forseti er ekki að taka sér völd ,heldur er þingið að brjóta stjórnarskrá með þessum afleiðingum…Allir sem þing sitja sverja eið að stjórnarskrá að henni skal fara við setningu laga.Þar sem tilburðir eru enn og aftur að setja lög um fiskveiðar og sölu á kvóta ,þá getur forseti látið Ráðherra leggja fram td lagafrumvarp um fiskveiðar sem undirstrikar eignarétt þjóðar á auðlyndinni í takt við stjórnarskrá.

 • Það var verið að benda mér á að í 55. grein stjórnarskrárinnar stendur þetta:

  „Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.“

  Þetta veikir augljóslega röksemdafærslu mína hér að ofan. Hins vegar finnst mér eftir sem áður rangt að halda fram að 25. grein færi forseta ekki rétt til að leggja fram lagafrumvörp. En, með 55. greininni er þetta greinilega þversögn í stjórnarskránni. Ég er samt ósammála þeirri túlkun að 25. greinin færi forseta engan rétt, á þeim forsendum sem ég hef greint frá, og tel að ef vafi leiki á túlkun, hvað þá ef um þversagnir sé að ræða, þá eigi að túlka grein eins og þá 25. jákvætt (og bókstaflega), þ.e.a.s. lesa hana þannig að hún veiti rétt, sem önnur grein geti ekki afnumið, ef þær stangast á.

  Sem sagt, ég fellst á að 55. grein veikir röksemdafærsluna um að forseti geti lagt fram frumvörp. Hins vegar tel ég að þennan óskýrleika (sem auðvitað er eitt af því sem þarf að laga) beri að túlka þannig að 25. grein veiti forseta rétt til að leggja fram frumvörp, þrátt fyrir mótsögnina í 55. grein.

 • Pétur Örn Björnsson

  Þetta er ekkert flókið:

  Þá er bara fyrir Ólaf að fái einhverja þingmenn til að leggja fram frumvarp um málið. Samfylkingarþingmenn, td. Ólína og Mörður, missa allan trúverðugleika ef þau grípa ekki þetta einstaka tækifæri til að virkja þetta ákvæði, í þágu þess sem þau, amk. í orði kveðnu, hafa barist fyrir.

  Nú ætti forsetinn að hafa samband við Samfylkingarþingmenn, nú eða þá hennar heilagleika, frú Jóhönnu, og segja þeim að hann óski eftir að virkja þetta ákvæði. Það held ég að yrði fjaðrafok á páfuglabúinu:-)

 • Pétur Örn Björnsson

  „Í nafni forseta vors, leggjum við fram frumvarp hans …“ etcetera

 • Pétur Örn Björnsson

  Kannski Hreyfingin gæti hugsað sér að leggja góðu máli lið … eða hvað?

 • Þannig að nú ert þú þeirrar skoðunar að forseti geti lagt fram lagafrumvörp, hann verði bara að finna heppilegan þingmann!

  Aldeilis kostulegur málflutningur.

 • Pétur Örn Björnsson

  25. gr. Stjórnarkrárinnar: Forseti getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

  55. gr. Stjórnarskrárinnar: Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.

  Það er því ekkert sem mælir gegn því, skv. núgildandi Stjórnarskrá, að forseti hafi sama aðgang að þingmönnum og ráðherrum og td. sægreifar og lögfræðingahjörð þeirra, þó sumir kjósi að hjúpa allt þetta einfalda mál einhverri mystík og dulhyggju leyndarinnar.

 • Pétur Örn Björnsson

  Allt málið snýst því einungis um það pro forma, hver 63 þjóðkjörinna þingmanna flytji málið.

 • jamm, kannski forseti laumi því að einhverjum í stjórnarandstöðunni…

  svona próforma

  Sheesh.

 • Höskuldur Davíðsson

  Þakka Pétri Erni gott innlegg hér að ofan, 20.37.
  Ég vil ganga aðeins lengra og drösla þessum aumu flokkum sem lofuðu
  okkur uppstokkun á sægreifaveldinu, fyrir síðustu kosningar, yfir drullupollinn og hjálpa þeim með valdi, til að afturkalla allann kvóta nú í kvöld. Þetta í samræmi við aðgerðir kvótasvindlara nú í dag.
  Þessi aðferð er vel þekkt í kjarabaráttum hér á skerinu.
  Bann við því að setja þjóðarhagsmuni í hættu.
  Á morgun, Sjómannadag, á síðan að opna markað fyrir kvóta á Íslandsmiðum.
  Þar verði áhugasömum seldur niðurnjörfaður kvóti.
  Þeim fyrirtækjum sem fá úthlutun, eftir greiðslu, skal gert að koma viðkomandi fiski í land með sínum eigin tækjum og tólum.
  Verði það ekki gert þegar ár er liðið frá úthlutun, skal viðkomandi fyrirtæki útilokað frá frekari úthlutunum í fimm ár.

 • Steingrímur Jónsson

  Einar, þú talar um núgildandi stjórnarskrá og segir: Haldið þið að hafi sett hitt og þetta í stjórnarskránna ef menn hafi ekki meint hitt og þetta!?!

  Einar, geturðu sagt mér á hvaða stein þú rakst höfuðið í og hver orsökin var svo ég geti forðast þetta. Þetta er þvílík fyrra að ég hef ekki séð annað eins!

  Það eina sem menn hugsuðu þegar hitt og þetta var sett í stjórnarskránna var að svona var þetta í fyrrverandi stjórnarskrá varðandi kónginn (og áður mátti vanvirða kónginn…). Gamla stjórnarskráin sem gilti á Íslandi 1944 var gamla stjórnarskráin sem gilti í konungsríki Danmerkur og þar voru hefðir og bull!

  Það var nákvæmlega engin hugsun á bakvið þetta nema móðga ekki kónginn! Og, ef út í það er farið – hvert er vitið í því?!?

  Og varðandi hugmyndir þínar um þjóðaratkvæðagreiðslur:

  Hvernig var það, eru það ekki fulltrúarnir sem við kusum inn á Alþingi sem eru svo slæmir að nú viltu að 10% af þeim – væntanlega þau 10% sem verst eru farnir fari nú að ákveða hvort það eigi að afturkalla vitleysuna sem fyrri kosning til þings leyddi til?

  Hvað gerist þegar sama þjóðin sem er svo skelfilega vitlaus að kjósa svo vitlausa þingmenn kýs svo yfir sig jafn vitlausa niðurstöðu málsins?

  Er ekki stóra málið að treysta þinginu – nema sem raunverulegur öryggisventill þegar þingið tekur sig til og samþykkir lagafrumvörp sem eru:

  A) Þingið samþykkir lagafrumvarp sem hyglar sjálfu sér, þ.e. þingmönnum, ráðherrum – já, og forseta – umfram aðra þegna ríkisins, sbr. lög um eftirlaunaréttindi æðstu embættismanna ríkisins frá 2003 (ef ég man rétt)

  B) Augljóslega samþykkt gegn vilja meiri hluta þingsins, sbr. t.d. Fjölmiðlalögin og Icesave II

  Er þá ekki skynsamur og óháður forseti betri en jafnvitlaus þjóð og kaus þingið?

 • Steingrímur Jónsson

  Og nota bene, kafli sem ég gleymdi varðandi fyrri hlutann (þeir skilja þetta sem þekkja mig):

  Þess vegna er svo mikilvægt að sett sé ný stjórnarskrá þar sem það er klár hugsun á bakvið hlutina og að þau völd sem forsetinn hefur séu hrein og klár – ef forsetinn á að hafa völd þá sé það klárlega skilgreint!

  Þess vegna er það mikilvægasta málefni í dag að ný stjórnarskrá sé kláruð, hvað sem okkur finnst um þær tillögur sem liggja fyrir!

 • Helgi J H

  Hér er ekki spurning um hvort forseti geti lagt fyrir alþingi frumvarp að lögum því það getur hann og enginn efast um það — spurningin er hinsvegar hvaða tilgangi það þjónar nema ljóst sé að það njóti stuðnings og njótu það stuðnings er eins líklegt að þingmaður eða ráðherra vildu leggja fram frumvarp um sama efni.

  Að forseti leggi fram frumvarp í tómarúmi um stuðning við það á þingi er þýðingalaust. Það er það sem málið snýst um.

 • „Þvælan um 25. grein stjórnarskrárinnar“

  Nú loksins veit ég hvað síðuhöfundur átti við, þetta var spá.

 • Önnur smá leiðrétting, um aukaatriði (en um aðalatriðið er ég ósammála höfundi); í stjórnarskránni er vikið að ríkisstjórn – aðeins undir öðru heiti: ráðherrafundur. Sjá hér: http://blog.eyjan.is/gislit/2011/10/26/4804/

 • Pétur Örn Björnsson

  Og hvað?

  Það er kominn tími til að öryggisventil Ólafs sé kreistur svo rækilega að hann virkji einhverja þinggungu og skvísi fram frumvarpi um kvótamál, sem er þjóðinni allri til hagsbóta.

  Og það yrði lýðræðisleg sprenging og svo sannarlega ekki í neinu tómarúmi, nema þá í heilabúum vanhæfra þingmanna, en af þeim er miklu meira en nóg af. Tómarúmið milli þings og þjóðar myndi þá afhjúpast, ef engin þingmannsdrusla hefði kjark til að gagnast meirihlutavilja þjóðarinnar.

  Það líður ekki bara að forsetakosningum, heldur einnig þingkosningum. Hafi Ólafur öryggisventilinn, hefur þá engin þingmannsdrusla hreðjar?

  Það er það sem málið snýst um . Voðalega sem úrtölumenn eru loðnir, líkastir öpum á fjórum.

 • Ómar Kristjánsson

  Forseti getur ekki lagt fyrir alþingi frumvarp samkv. stjórnarskrá 1944. það er kristaltært og skýrt. Ráðherrar fara með vald forseta.

  Forseti er samkv. stjórnarskránni ,,head of state“ eða þjóðhöfðingi og hefur engöngu táknrænt formlegt hlutverk. Ekkert frumkvæðisvald. þetta er alveg kristalskýrt og óþarfi að ræða.

  það að forseti biðji enhvern þingmann um að flytja frumvarp ,,í sínu nafni“ – og það á að breita hverju? Barnaskapur.

  Stjórnarskráin frá 1944 er þingræðisstjárnarskrá. Samkv. þingræðisstjórnarskrám og líka þingbundinum konungsstjórnum, þá hefur þing og ráðherrar öll völd. Samt var það hugsað svo að það yrði að vera einhver þjóðhöfðingi. Hann er valdalaus en gegnir táknrænu, formlegu, virðulegu hlutverki og ákvarðanir stjórnar fara í gegnum hann. Einskonar formlegur táknrænn stimpill.

  Ef það væri forsetaræði – þá værum við að tala um allt aðra stjórnskipan. Í forsetaræði hefur forseti völd og ber ábyrgð samkvæmt því. Sem vonlegt er.

  Nú má alveg hugsa sér að slíkt fyrirkomulag eigi að vera á Íslandi – en það getur eigi orðið bara af því einhverjum snillingum útí bæ detti það í hug. Lýðræði? Einhver?? Ákvarðanir teknar á lýðræðislegan hátt etc. Forsetaræði verður auðvitað að samþykkja með þar til gerðum lýðræðislegum prósess.

  Jafnframt er athyglisvert að fólk er þá á móti nýju stjórnarskránni í stórum stíl. Hún er þingræðisstjórnarskrá.

 • Pétur Örn Björnsson

  Kerfislægur er vaðall úrtölumanna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur