Mánudagur 28.05.2012 - 20:18 - 42 ummæli

Þóra Arnórsdóttir — Gamla Ísland

Þóra Arnórsdóttir hefur nú sagt nokkuð skýrt frá afstöðu sinni til forsetaembættisins. Í því kemur fátt á óvart, því hér er ekki um neitt nýtt að ræða, heldur staðfestir hún vandlega þá afturhaldssömu mynd sem hún hefur af embættinu. Hér eru nokkrar úrklippur úr ræðu hennar frá í dag, og athugasemdir við hana.

Þóra segir um sýn sína á embættið:

Það er alveg ljóst að hún er íhaldssamari en margra annarra frambjóðenda, sem hafa að mínu mati rangtúlkað nokkuð eða misskilið hlutverk forseta.

Ef Þóra væri karlmaður væri þetta kallað hrútskýring, og það með réttu. Hér er talað af hroka þess sem telur að ríkjandi valdaklíkur hljóti alltaf að hafa rétt fyrir sér. Túlkanir sem fara í bága við túlkanir Þóru eru ekki bara annars konar skoðanir, þær eru rangar, eða í besta falli misskilningur, eins og karlrembur útskýra gjarnan fyrir konum sem þeir telja að standi þeim skör lægra í skilningi á flóknum málum.

Ef stórum deilumálum er þröngvað í gegnum þingið, með minnsta mögulega meirihluta og í hávaðarifrildi, aukast líkurnar mjög á því að kjósendur taki sig saman og biðji forsetann um að skrifa ekki undir lög sem þannig eru samþykkt.

Þóra segir hins vegar ekkert um hvernig hún myndi bregðast við slíkum bónum, þ.e.a.s. hvers konar mál séu nógu veigamikil til að hún myndi beita synjunarvaldinu, auk þess sem hún sniðgengur þá staðreynd að nánast öll stór deilumál fara í gegnum Alþingi með atkvæðum stjórnarsinna gegn atkvæðum stjórnarandstæðinga, og þar skiptir varla máli hvort um er að ræða minnsta mögulega meirihluta eða aðeins stærri meirihluta en svo, þegar ríkisstjórnin hefur meira en lágmarksmeirihluta.

Ef ætlun Þóru væri að gefa skýra mynd af því hvernig hún ætlaði að haga sér sem forseti væri hægur leikur fyrir hana að telja upp þau stóru deilumál sem núverandi ríkisstjórn hefur fengið í gegn með minnsta mögulega meirihluta og sem hún teldi rétt að forseti hefði stöðvað með synjun. Ljóst virðist að það er ekki slík skýr stefna sem vakir fyrir henni að lýsa, og trúlegast virðist að hún hafi alls ekki áttað sig á afleiðingum þess sem hún sagði um „stór deilumál“ og „minnsta mögulega meirihluta“, því hún hefur ótvírætt gefið til kynna að hún myndi sem forseti nánast engin afskipti hafa af ákvörðunum þingsins.

Forseti […] á að standa vörð um hið lýðræðislega ferli, en ekki taka virkan þátt í baráttunni.

Þetta er ágætis líking, en hún varpar einmitt skæru ljósi á yfirborðsmennsku Þóru: Hvernig getur sá sem stendur vörð komist hjá því að taka þátt í baráttunni þegar í odda skerst?

Þannig forseti er ekki puntudúkka – það var Vigdís Finnbogadóttir ekki og það var Kristján Eldjárn ekki heldur.

Jú, Vigdís og Kristján voru einmitt puntudúkkur, forsetar sem forðuðust í lengstu lög að hafa nokkur afskipti af valdinu. Það er ágætt að Þóra skuli segja hreint út að hún vilji feta í fótspor þeirra. Það er ekki bara íhaldssemi, eins og hún segir að einkenni framboð sitt, það er afturhaldssemi, því hvað sem manni finnst um Ólaf Ragnar verður því ekki neitað að hann virkjaði vald forseta með hætti sem aldrei hafði verið gert áður, og ljóst er að þegar hann gerði það talaði hann fyrir munn yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þóra virðist á hinn bóginn ekki ætla að láta slíkan meirihlutavilja ráða gerðum sínum.

Við ákváðum að samfélagið skuli meðal annars byggt á þessum grunngildum: Lýðræði, jafnrétti, frelsi og mannúð. Og – við höfum komið okkur saman um þetta í áranna rás án þess að beita rýtingum og skammbyssum – með stöðugri umræðu og rökræðu – sem hefur oft verið snörp – en við höfum sameinast um þetta. Þess vegna er gott að búa hér og þannig á það að vera áfram. Við eigum sameiginlega sögu, sameiginlegan menningararf og sameiginlega hagsmuni, sem forsetinn á að vinna að af heilum hug. – Því sem gerir okkur að þjóð.

Það hefur kannski farið fram hjá Þóru, en það er meira sem sundrar Íslendingum í dag en sameinar þá. Á Íslandi varð nefnilega svokallað hrun, margir eiga enn um sárt að binda vegna þess, og ekki er í sjónmáli nein sátt sem geti sameinað landsmenn. Það er góðra gjalda vert að vilja sameina, en það er í besta falli hræsni að tala um sameiningu ef ekki á að leysa þau djúpstæðu vandamál sem valda sundrungunni. Sú sameining mun ekki verða til með því að forseti eigi sunnudagsviðræður við forystumenn stjórnmálaflokkanna eins og Þóra talaði um; þeir eru ekki fulltrúar fólksins í landinu.

Ég skynja mjög sterka undirliggjandi þörf um nýja stefnu fyrir þjóðina þar sem við vinnum saman að hagsmunum lands og þjóðar. Höfnum gamalsdags, sundrandi átakapólitík og skotgröfum stríðandi fylkinga.

Þetta er rétt, en staðreyndin er sú að völdin eru enn í höndum þess flokkakerfis sem lengi hefur drottnað með spillinguna að leiðarljósi. Það má vel vera að Þóru takist að bera einhver klæði á vopn þeirra fylkinga, og það virðist vera markmið hennar. En, sátt meðal valdaklíknanna er ekki það sem íslenskur almenningur þarf. Þvert á móti er eina von okkar að þeim takist ekki að semja um frið sín á milli til að geta óáreittar haldið áfram þeirri samtryggðu spillingu sem gegnsýrir valdakerfi landsins.

Þóra Arnórsdóttir hefur sannarlega ekki sýnt á sér þær ógeðfelldu hliðar sem Ólafur Ragnar hefur gert, og það er vel. En, þótt hún sé ekki fulltrúi hinna ógeðslegri afla meðal valdaklíknanna þá er hún engu að síður málsvari Gamla Íslands.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (42)

 • Þorsteinn Úlfar Björnsson

  Er þetta ekki bara hennar afstaða?

  Maður getur svo verið sammála eða ekki og kosið samkvæmt því.

 • Jú, þetta er bara hennar afstaða, og svo kýs fólk (vonandi) samkvæmt því. 🙂

 • Jónas Kr

  Ég held að það sé meirihluti fyrir því að forsetinn geti vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, fái hann tilskilin fjölda áskorana. En ég er að veltafyrir mér hvort það sé rétt að hann geti vísað málum í þjóðarathvæðagreiðslu sem vekja litla athygli og án þess að hann fái nokkrar áskoranir. Td. eftirlaun þingmanna sem þingmenn reyna að koma í gegnum þingið í skjóli myrkurs.

  Og getur einhver skýrt fyrir mér hvernig forsetin á að geta rekið eigin utanríkisstefnu, eins og Ólafur virðist halda að hann geti?

 • Hann getur bara rekið sína eigin utanríkisstefnu með því að stíga niður sem forseti lýðveldisins og fundið sér síðan svipað hlutverk og Jimmy Carter í seinni tíð. Fær alveg jafnmikla athygli þannig blessaður og mætti vel við una á flakki um heiminn að auglýsa sjálfan sig. Russell Crowe getur farið að ráða handritshöfunda og talþjálfara ´because you ain´t seen nothing yet´.

 • Pétur Örn Björnsson

  Frábær pistill Einar; ritaður af heilbrigðri þind og mikilli skarpskyggni.

 • Á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins má finna Fjölskyldustefnu en hvar er þessi utanríkisstefna sem Ólafur á ekki að hafa farið eftir?

 • Ég vil gera athugasemd við að þú segir að Þóra sé málsvari Gamla Íslands. Þetta felur í sér þá fyrru að til sé eithvað eftirsókarvert fyrirbæri -eða útópísk hugmynd, sem kalla má „Nýja Ísland“ Ég hélt að allir væru hættir að nota þennan kjánalega frasa. Það er einfaldlega ekkert nýtt Ísland í sjónmáli.
  Þótt þjóðin sé enganveginn búinn að jafna sig eftir hrunið í efnahagslegu tilliti, hefur þorri kjósenda jafnað sig, þ.e. er tilbúinn að kjósa til Alþingis eins og hann hefur legnstaf gert.

 • Jónas Kr

  Sjá: http://www.visir.is/olafur-gagnrynir-skodanir-thoru-i-utanrikismalum/article/2012120519642

  Úr stjórnarskrá:

  “ 21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.“

  Þetta þýðir einfaldlega að samningar sem forsetinn gerir eru marklausir, nema að alþingi samþykki þá.

  Forsetin getur haft áhrif, en hann lítil formleg völd.

 • Það væri nú eftir þér að kalla eftir „upplýstu“ einveldi, en klæða það jafnframt í „beint-lýðræði“ fötin keisarans.
  gamli marxistinn…

 • Forsetaframbjóðandi sem getur ekki talað af neinni sannfæringu heldur einungis þulið upp texta af blaði (sem klárlega spunaliðar úr Samfylkingunni hafa rétt henni ) hefur ekkert að gera í þetta embætti, bara alls ekki neitt.
  Ekki nóg með það heldur hoppar hún svo sjálf beint út í drullupollinn með aulaleg skot á sitjandi forseta. Nú fyrst fer fylgið að hrinja af þessu skrautframboði.

 • Þóra hefur afhjúpað sig rækilega sem fulltrúi gamla Íslands. Reyndar virðist mér hún hafa staðfest í dag þá puntudúkkuímynd sem mörgum þótti hún hafa. Ég held að meðbyr Þóru hljóti að lækka úr þessu. Ég vil hvetja það fólk sem hefur hingað til tekið þessa svokölluðu tveggja turna hræðasluafstöðu að skipta um vagn. Hvernig væri að við sameinuðumst sem flest um það að velja einungis á milli Andreu, Ara Trausta og Herdísar og frestuðum hugsanlegri tveggja turna taktík a.m.k. fram að kjördegi? Væri ekki besta niðurstaðan ef hvorki Þóra né Ólafur yrðu kjörin? Er ekki séns að við getum farið í ‘Hvorki-Þóra-né-Ólafur-herferð’?

 • Grétar Thor Ólafsson

  Mér finnst þetta með eindæmum lélegt að spyrða Þóru við eitthvað „Gamla Ísland“. Bara út frá einhverju huglægu mati þínu á hennar orðum og svo samanburði við eigið siðferðismat.

  Hún vill bara hverfa af þeirri óheillabraut sem ÓRG hefur farið með embættið; rammpólitískt sundrungarumbætti.
  Hún vill hverfa með það í það sem það var á tímum Vigdísar, þegar öll þjóðin bar djúpa virðingu fyrir embættinu.

  Gamla Ísland er Ólafur Ragnar Grímsson. Fékk útreið í Rannsóknarskýrslunni en þverneitar að bæta ráð sitt né vinna að betrumbótum fyrir embættið. Hvar eru siðareglurnar? Og er hann ekki enn að skipta sér að? Áður að útrásinni, núna að landstjórninni?

 • Sjáandinn

  Auðvitað er Þóra forsetaframbjóðandi Jóhönnu, Össurar og Steingríms.

  Og hún yrði mjög þæg og góð við Bjarna Ben. og Sigmund Davíð.

  Hún lofaði því í dag, að hún yrði skrautfjöður flokksræðis alls fjórflokksins.

 • Sjáandinn

  Og gáið að því, að eiginlega sagði hún að hér hefði ekki orðið neitt hrun,
  heldur tók hún gnarrbrandarann, að allir skyldu vera voða glaðir með hana.
  Engar hugsjónir, bara íhald og gaman og eiginlega svona múmínstæll á þessu.

 • Nú, svo þetta er bara sammenkomst utanum glingrið hennað Dorritar (sem mætti í Kolaportið nota bene) og hugmyndir síðuhafa um „Nýtt Ísland“!

  maður bíður bara eftir því að Ólafur feti berfættur nýjar slóðir, rétt eins og síðuhafi gerir.

 • Doktor Samúel Jónsson

  Er Þóra skoðanalaus Múmínálfur fjórflokksins? Já, enginn vafi.

 • Guðmundur

  Jóhann,

  vinnur þú ekki sem upplýsingafulltrúi stjórnarráðs frú Jóhönnu?

 • Fíflið þitt Jóhann, ég átti að taka vaktina fyrir Jóhönnu og Þóru núna.

 • það var að vonum að þið lukkuriddararnir settuð þetta í samhengi við flokka.

  Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, né Framsókn.

  Það tel ég til minna kosta, rétt eins og ætla mætti af síðuhaldara, berfættum marxista og reiknihaldara.

  Og ég viðurkenni líka, að ég myndi fremur kjósa Ástþór, heldur en þetta konungsveldi sem ÓRG og blessuð Dorrit (sem steypir sér í fang bumbuslagara) vilja setja á stofn.

  Ég mun kjósa hvaðeina til að losna við „beina-lýðræðis“ keisarann.

  Og satt að segja er ég furðu lostinn yfir hvað Einar þykist nú standa fyrir!

  Hvað er það!?

  Jú, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit!!

  Talandi um að byltingin éti börnin sín, þá er Einar hér kokgleyptur, svo varla glittir í tásurnar hans.

 • Veit bara að ORG er maður íhaldsins, LÍU, Davíðs Oddsonar, skítlegs eðlis, lýðskrums, 2007, útrásarinnar og talar ítrekað um sig í 3. persónu. Þar að auki bendir ekkert til þess að hann beiti málskotsréttinum nema þegar hann telur sig þurfa að vinna upp persónulegar vinsældir eftir of mikinn flottræfilshátt með útrásarpakkinu.

  Það er „gamla Ísland“ í mínum bókum.

  Að líta á forsetaembættið eins og Vigdís og Kristján gerðu, það er eitthvað, en það er ekki „gamla Ísland“.

  Slappaðu af Einar og andaðu með nefinu – annað hvort verður ORG forseti áfram eða Þóra bolar honum burt. Það eru ekki fleiri valmöguleikar.

 • Fíflið þitt Jóhann, þú ert búinn að afhjúpa þig og mig líka.

  Nú þá verðum við bara að grípa til skotgrafarhernaðarins:

  Helvítis íhaldið, helvítis íhaldið, helvítis íhaldið, helvítis íhaldið

 • Hvern andskotann eruð þið að gera strákhvolpar, Jóhann og Hrannar?
  Eru þið að stela einu orðaleppstuggunni minni, sem ég kann? Skamm.

 • Sigurlaug

  Hér hittir Einar naglann á höfuðið – enda styðja margar þjóðþekktar sjálfstæðiskonur framboð Þóru, m.a. Ingu Lind Karlsdóttur sem mun halda á næstu vikum boð fyrir elítuna úr sjálfum Sjálfgræðgisflokknum til styrktar Þóru og hennar framboði. Íhaldið sér um sína sem og hægri glæpaarmurinn úr Samfylkingunni (blairistarnir).

  Legg til að sem flestir lesi líka blogg Írisar Erlingsdóttur sem ber fyrirsögnina: „Þóra Íslandsdrottning“
  sjá: http://www.dv.is/blogg/iris-erlingsdottir/2012/5/5/thora-islandsdrottning/

  Þar segir Íris m.a; „Nýlega sendi ég nokkrum frambjóðendum spurningalista, sem m.a. innihélt spurningar um náttúrulindir, þjóðkirkju, persónukjör – mikilvæg og umdeild mál sem hefðu verið lögð fyrir þjóðina ef ekki fyrir hatramma andstöðu Sjálfgræðisflokks – sem Þóra vildi ekki svara en skrifaði:. „Það er ekki forsetans að taka afstöðu til tillagnanna og hvetja fólk þannig til að greiða atkvæði með einum hætti frekar en öðrum.“

  Það er smart kosningastrategía hjá Þóru að þegja. Ef hún t.d. svaraði spurningunum um náttúruauðlindaákvæðið, persónukjör og vægi atkvæða játandi væri stór hluti atkvæðanna hugsanlega farinn fyrir bí.
  „Síða í vinnslu“ Tabula rasa
  Ég hef leitað með logandi ljósi að efni sem gæti gefið mér einhverjar upplýsingar um hvað Þóra stendur fyrir og hvaða skoðanir hún hefur á mikilvægustu málum þjóðarinnar, en ég finn ekkert nema lekkerar langlokur með hljómfögrum „talking points“ – „jafnrétti, frelsi og mannúð“ og o.s.frv. o.frv. Þóra segist hvorki vera né hafa verið meðlimur í stjórnmálasamtökum eða flokki, né heldur styðja neinn stjórnmálaflokk. Semsagt skoðanalaus, tabula rasa; kjósendur geta yfirfært á hana hvað sem þeir vilja.

  Þeim fer hratt fjölgandi sem sjá í gegnum þetta sýndar framboð Þóru …

 • Sýndu okkur lýðræðislegu tásurnar þínar, Einar!

 • Hunskastu í koju Jóhann! Ertu búinn að missa þig í heift eins og ég?
  Bannsettur, nægan óskunda hefur þú gert núna.
  Hættu að espa Einar og einhverja snælduklikkaða lýðræðissinna upp.

 • Maria Antoinette

  Jóhann, bjóddu þessum andskotans lýðræðissinnum bara LU kexköku.
  Le petir garcon, francais, comprendez?

 • Maria Antoinette

  Garcon, LU biscuit, comprendez?

 • Flakkarinn

  En talandi um lýðræðið, þá fann ég þessa athugasemd einhvers Hilmars, sem skrifar svo í athugasemd við allt annan pistil, á moggablogginu:

  „Hvað sögðu þau í júní 2004,
  eftir neitun Ólafs um undirritun fjölmiðlalaga:

  Össur Skarphéðinsson: „Traustsyfirlýsing við lýðræðið“

  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: „Getur orðið okkur æfing í beinu lýðræði“

  Illugi Jökulsson: „Gleðidagur“

  Jónas Kristjánsson: „Gott er, að þjóðin fær tækifæri til að segja álit sitt“

  Davíð Oddsson: „Það hefur verið boðað til ófriðar“

  Jón Steinar Gunnlaugsson: „Fer að kröfu velunnara“

  Birgir Ármannsson: „Ekki sameiningartákn“

  Halldór Ásgrímsson: „Ósáttur við framgöngu forsetans“

  Ástþór Magnússon: „Skapar upplausn í þjóðfélaginu“

  Og svona í lokin, vegna mikils áhuga Samfylkingar að breyta stjórnarskránni, einhvern veginn, þá er hér kvót:

  „Ríkisstjórnarflokkarnir (B+D) telja að í ljósi ákvörðunar forseta eigi að afnema málskotsrétt forseta og þingræði verði tryggt. Endurskoðun stjórnarskrárinnar stendur þegar yfir samkvæmt óskum forsætisráðherra. .“

  Já, það er skondið hvernig menn geta umhverfst á nokkrum árum.

  Samfylkingin í dag, er Sjálfstæðisflokkurinn fyrir 8 árum.“

 • Flakkarinn

  Það er flott að hafa forseta, sem er með sprell-lifandi öryggisventil:-)

 • Magnus Jonsson

  Hversvegna minnist enginn á áhugaverðasta frambjóandann, Andreu ?
  Er fólk svo fast í fjórflokka og hægr og vinstri skotgröfum að annar veruleiki er ekki til ??

 • Að undanskyldum málskotsréttinum (sem við skynsama stjórnskipan ætti bara að vera í höndum ákv prósentu þjóðarinnar en ekki hjá einhverjum athyglissjúkum hlutverkaleikurum)

  – Hvernig er forsetinn ekki puntdúkka??? (hvort sem það er Ken eða Barbie)

 • Það þarf greinilega að bæta við einum kafla í DSM sálfræði-greiningar-kerfið

  – Hyper narsisistic self righteous conformation bias syndrome

 • Jón og Gunna

  Við veljum Ólaf, vþa. að hann er með lýðræðislegan öryggisventil.

  Kannski ekki stóran, en það er heldur ekki stærðin sem skiptir máli, heldur hvernig honum er beitt, það er vitrænt, því efir höfðinu dansar limurinn.

  Og gáið að því, að höfuðið er þjóðin.

 • Vigfús Magnússon

  Einmitt það Ísland sem þjóðin þarf nú. Rólegur forseti sem er ekki sífellt andandi niður um hálsmál þingsins og gefandi yfirlýsingar, sem hann svo túlkar eftirá að eigin vild.

 • Ef við þurfum endilega að hafa forseta vil ég að hann sé eins og Vigdís og Kristján, óumdeild sameiningartákn, e.k. fjallkonur Íslands í lifandi líki. Að öðrum kosti vil ég leggja þetta embætti niður strax.

 • Allir muna eftir tveggja turna trixi Baugsliða í alþingiskosningunum
  fyrir hrun. Baugur hafði þá keypt meiri hluta Sjálfstæðisflokks og Samfylk-
  ingar og reyndi að forheimska kjósenda. Blöð Baugs töldu mörgum kjósend-
  um trú um að bara væru tvær stefnur. Stefna Sjálfstæðisflokksins og
  stefna Samýósanna. Báðar stefnurnar töldu að Baugsmenn og aðrir
  hrunrónar ættu að sýsla með fjármuni Íslendinga. Hrunrónarnir ætluðu
  að stela ÖLLUM fjármunum Íslendinga og koma svo aftur til þess að traðka
  á íslenzkri alþýðu. Nú reynir þetta sama lið (með málgögn sín Eyjuna, DV,
  og Fréttablaðið undir yfirritstjórn jáj) að leika sama leikinn. Það vill
  forsetaembættið. Svona sér til gamans og skemmtunar. Til þess að fá orður
  á hina ógeðfelldu saurpenna sína og halda þeim og húsbændunum á fylliríi.

  Baugsliðið reynir sem sagt að telja okkur trú um að tveir ógæfulegustu
  frambjóðendur til forseta Íslands þau Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar
  Grímsson séu þau einu sem séu aðkvæðis verð í næstu forsetakosningum.
  Frá mínu bæjardyrum séð er þetta alveg þveröfugt. Mannspartar hinna
  fimm frambjóðendanna eru miklu betri. Þau eru heiðarlegt fólk.

  Fælum Þóru og Ólaf Ragnar frambjóðendur Baugs og hrunróna með
  hrossabrestum frá okkur. Setjum pipar undir stertinn á þessu falska
  liði. Óskum þeim í rass og rófu.

 • Jón og Gunna

  Þeir sem vilja fallega puntudúkku fjórflokksins velja auðvitað Þóru.

  Við hin horfum til þess að stjórnsýsla og flokkasræði fjórflokksins
  er gjörspillt og uppfull af skinheilagri hræsni og þinglegu ofbeldi
  sérhagsmunaaflanna. Þóra yrði einnig puntudúkka Bjarna Ben. og LÍÚ.

  og við veljum því öryggisventilinn, til að virkja lýðræði þjóðarinnar,

  gegn sérhagsmunaöflun ferfaldrar valdaklíku íslensks embættismannaaðals.

 • Jón og Gunna

  Við Gunna mín höfum mikinn skilning á athugasemd Ágústs
  og það held ég að fleiri séu sammála um.
  Kannski hefðu Andrea, Ari Trausti og Herdís átt að stíga fyrr fram,
  en nú erum við föst í þessu turnakjaftæði.

  Í tveggja turna baráttunni er Ólafur illskárri en Þóra puntudúkka.

 • Já það er rétt að Þóra gerir ekki út á „Nýja Íslandið“ einsog Ólafur reynir þó hann sé holdgerfingur hins liðna. Ég kýs auðvitað frekar Þóru en Ólaf enda þarf sá ágæti maður að leggjast á lárviðarsveig sinn og njóta ávaxtanna sem detta upp í munninn á honum. Hins vegar vildi ég að það væri meiri töggur í hinum mótfrabjóðendum Ólafs. Á meðan enginn annar á séns nema Þóra er fáránlegt að dreyfa atkvæðunum frekar. Þóra lofar okkur ekki byltingu enda á forseti ekki að lofa neinu nema að virða stjórnarskrá og koma fram sem fulltrúi þjóðarinnar einsog við á. Síðan á að reka harðan áróður fyrir því að leggja þetta embætti niður innan 20 ára. Þessi varnagli eða ventill sem „þjóðin“ á að geta leitað til er bara fata morgana og sýndi sig best í Iceafe kosningunni að málin eru enn óleyst. Mætti kalla þetta kollektíva sjálfsfróun. Mér finnst nóg að það sé sett í lög sá möguleiki um þjóðaratkvæði sem nýja stjórnarskrártillagan felur í sér.

 • Ólafur fær mitt atkvæði, ég tek nefnilega meira mark á gjörðum en orðum. Og hann hefur sýnt það og sannað að hann stóð með þjóð sinni. Mér þykir það líka afskaplega greinilegt að Samfylkingin spann upp framboð Þóru og ber alla ábyrgð á því.

 • http://imgur.com/NGt60

  Hehe, einhver fyndinn á ferð!

 • „Sú sameining mun ekki verða til með því að forseti eigi sunnudagsviðræður við forystumenn stjórnmálaflokkanna eins og Þóra talaði um; þeir eru ekki fulltrúar fólksins í landinu.“

  Ég skil þetta ekki alveg.

  Ertu að bera forystumenn stjórnmálaflokkanna saman við forseta? -og áttu þá við að forsetinn sé meiri fulltrúi fólksins í landinu?
  Hvað þá með Alþingiskosningar?
  Finnst þér þær minna lýðræðislegar en forsetakosningar?

  Eða finnst þér að forseti eigi ekki að ræða við þá sem sitja á Alþingi?
  Útilokar það að hún ræði við aðra líka?

  Ég veit ekki betur en að flokkakerfið sé hluti lýðræðisins, a.m.k. eins og það er framkvæmt hér á landi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur