Sunnudagur 08.07.2012 - 13:09 - 30 ummæli

Hvað hefur ríkisstjórnin gert gott?

(ATH: Þetta er ekki blogg í venjulegum skilningi, heldur er ég bara að fiska eftir tilteknum upplýsingum, frá fólki sem hefur jákvæða afstöðu til þess sem spurt er um.)

Ég þekki margt fólk sem telur núverandi ríkisstjórn hafa gert margt gott. Mig langar að safna saman því helsta á þeim lista, til að gera mér betur grein fyrir meintum gæðum þessarar stjórnar. Þess vegna yrði ég þakklátur þeim sem vildu skýra í stuttu máli, í athugasemdakerfinu hér, frá því sem þeir telja að þessi stjórn hafi gert gott (og sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, til dæmis, hefði varla gert).

Ég er bara að fiska eftir því sem fólk telur jákvætt, og til að trufla ekki umræðuna vil ég ekki neinar neikvæðar athugasemdir, né heldur gagnrýni á það sem sagt er hér. Slíkt er hægt að ræða í athugasemdakerfinu við „pistilinn“ hér að neðan, ef einhverjum finnst nauðsynlegt að koma á framfæri neikvæðum athugasemdum. Ég mun þess vegna fjarlægja allar neikvæðar athugasemdir við þennan pistil.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (30)

 • Ég tók eftir því fyrir nokkrum mánuðum að Ungir Jafnaðarmenn höfðu lagt sig fram við að reyna að svara nákvæmlega þessari spurningu, með vefsíðunni http://hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is/ … ég veit ekki hvort henni sé viðhaldið, en hún er allaveganna uppspretta margra fullyrðinga (oftast nær með heimildir) um ágæti ríkisstjórnarinnar. Ungir Jafnaðarmenn taka auðvitað ekki fram á síðunni að þeir standi fyrir henni, en það kemur fram í Whois gagnagrunninum…

 • Ég hef þegar fengið dálítið af svörum við þessari spurningu á Facebook-síðu minni (sem ég held að sé opin öllum sem eru á Facebook). Ég vonast samt til að fá fleiri ábendingar hér á blogginu.

 • Magnús Björgvinsson

  Svona til að byrja með:
  1. Ríkisstjónrin hefur náð niður halla á fjárlögum úr nærri 200 milljörðum minnir mig niður í um 20 til 30 milljarða.
  2. Atvinnuleysi hér hefur með m.a. aðgerðurm ríkisstjórnar minnkað úr um 9% niður í 5% og hefur ekki farið upp í tölur sem við sjáum hjá öðrum þjóðum sem hafa lent í hruni.
  3. Ríkisstjónrinni tókst að semja við kröfuhafa gömlubankna að halda þessum nýju bönkum i gangi og slapp þess vegna við að borga innistæðutryggingar i gegnum þrotabúin. Sem og að flest fyrirtæki hér á landi yrðu í eigu erlendra kröfuhafa
  4. Ríkisstjórnin hefur ekki fallið fyrir patentlausnum ýmsra sjálfskipaðra sérfræðingar um lausnir sem ljóst er að hefði kostað okkur skuldir sem jöfnuðust á við stöðu ríkissjóðs fyrir hrun þ.e. kannski 300 milljarða.
  5. Ríkistjórnin hefur komið á meiri jöfnuði þ.e. minnkað bil milli þeirra sem hafa ofurtekjur og þeirra sem fá minnst.
  6. Þá að þau skipti hundruðum sem hafa misst eigur sínar þá er það ekkert í likingu við það sem spáð var.
  7. Þrátt fyrir hrun þá jókst hópur í alvarlegum vanskilum ekki nema úr 18 þúsundum fyriri hrun upp í 25 þúsund.
  8. Ríksisstjórnin hafði vit á að fara eftir leiðbeiningum og ráðgjöf alþjóðlegra stofnana sem hafa víðtæka reynslu og hefur reynst okkur vel.
  9. Aðal afrekið er þó að ná að halda saman í umhverfi þar sem allir hafa ráðist að henni og talað niður árangur þeirra og þrátt fyrir liðhlaup fólks sem kaupir ódýrar lausnir og vanhugsaðar.

 • Jón Ólafs.

  Stjórnarskráin, kostningarnar sem verða 20. okt.
  Strandveiðarnar, en þar þarf að gera mun betur.
  Upptalið því miður.

 • Ríkisstjórnin hefur;
  varið kjör bótaþega almennt – tel nokkuð ljóst að það hefði ríkisstjórn Sj&Fr ekki gert.
  Komið á þrepakerfi í staðgreiðslu – tel nokkuð ljóst að það hefði ríkisstjórn Sj&Fr ekki gert.
  lagt í breytingar á fiskveiðikerfinu – tel nokkuð ljóst að það hefði ríkisstjórn Sj&Fr ekki gert.
  hefur látið semja nýja Stjórnarskrá – tel nokkuð ljóst að það hefði ríkisstjórn Sj&Fr ekki gert.
  hefur lagt veiðigjald á útgerðina – tel nokkuð ljóst að það hefði ríkisstjórn Sj&Fr ekki gert.
  hefur látið rannsaka aðdraganda Hrunsins – tel nokkuð ljóst að það hefði ríkisstjórn Sj&Fr ekki gert.
  hefur látið og hyggst láta rannsaka fleiri þætti í fjármálakerfinu – tel nokkuð ljóst að það hefði ríkisstjórn Sj&Fr ekki gert.
  Skipti út Seðlabankastjóra DO – tel nokkuð ljóst að það hefði ríkisstjórn Sj&Fr ekki gert.
  Hefur sótt um aðild að ESB – tel nokkuð ljóst að það hefði ríkisstjórn Sj&Fr ekki gert.
  hefur beint sjónum að fleiri þáttum í uppbyggingu atvinnuvega (ekki einblínt á stóriðju) – tel nokkuð ljóst að það hefði ríkisstjórn Sj&Fr ekki gert.
  Meira síðar – nóg til 🙂

 • Magnús Björgvinsson hefur bætt vel við minn lista eða ég við hans :O

 • Magnús Björgvinsson

  Hér er líka hægt að fletta á milli full af atriðum sem bæta má við það sem vð höfum sagt hér að ofan http://hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is

 • Helgi Jóhann Hauksson

  Það fyrsta sem kemur upp í minn huga minn er að samkvæmt bæði staðhæfingum IMF/Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og rannsóknum Stefáns Ólafssonar hefur þessari ríkisstjórn tekist lengtum betur en nokkurri annarri ríkisstjórn fyrr í heiminum við efnhagslegt hrun að varðveita og vernda kjör öryrkja, aldraðra og annarra sem minnst mega sín. Í sama anda hefur mælanlegur jöfnuður aukist gríðalega og þar með mælanlegur ójöfnuður minnkað að sama skapi — munurinn var orðinn svi feiknalegur undir stjórn þeirra flokka sem meirihluti þjóðarinnar virðist nú vilja aftur til valda.

  Eitt það mikilvægasta réttlætismál sem ríkisstjórnin beitti sér strax fyrir og menntamálaráðherra á mestar þakkir fyrir, var að afnema kröfuna um að námsmenn þyrftu ábyrgð fasteignaeiganda sem ekki væri á vanskilaskrá fyrir námslánum sínum. Það er kannski ekki svo stór hópur sem nýtur góðs af þessu en engu að síður þeir mest þurfa á lánunum að halda og sem námslánakefið ætti helst að leggja lið — þ.e. þeir sem eiga eignalausa foreldra.

 • Lokað nokkrum hálendisvegum fyrir akandi umferð og eru að reyna að loka fyrir umferð á Jöklum með því að breyta tryggingarlöggjöfinn sem er mjög gott því það er ekkert sniðugt að skattborgarar séu að þvælast eitthvað upp á fjöll – betra að hafa þá heima að borga reikninga frekar og ef þeim tekst að loka fyrir umferð upp á jökla þá eru túristarnir heldur ekkert að þvælast hérna á veturna lengur því þeir sækja einmitt í svona snjósleða og jeppaferðir upp á hálendið og því mjög gott mál ef ríkistjórninni tekst að stöðva þessa þróun.

  Lokað Almannagjá sem er líka frábært því aukinn ferðamannastraumur til Íslands er mikið vandamál best að hafa túristana þá bara einhverstaðar í 101 Reykjavík þar sem þeir eru að eyða peningum og valda engum skemmdum á meðan.

  Aukið skattálögur á eldsneyti sem var orðið alveg tímabært því umferðin um allt land var farin að aukast og fólk hefur ekkert erindi út fyrir bæinn. Spurning um að hækka skattana meira því það er ennþá stór hópur sem hefur ekkert annað betra fyrir stafni en að keyra niður Laugaveginn eða þennann svo kallaða rúnt fram og til baka.

  mér dettur ekkert meira jákvætt í hug akkurat núna.

 • Arnlín Óladóttir

  Ég er þákklát fyrir að ekki hafi verið selt allt lauslegt – þ.e. auðlindir og ráðist í endalausar virkjanir og stóriðju. Það er líklega það eina sem sjálfstæðis- og framsóknarmönnum hefði dottið í hug í stöðunni, samanber málflutning þeirra.

 • Leifur A. Benediktsson

  Þessi ríkisstjórn hefur fækkið ráðuneytum og sameinað. Og ráðherrum um þriðjung,einnig hefur hún fækkað Seðlabankastjórum um 67%.

  Afætunum hefur fækkað í æðstu stjórnsýslunni.

 • Hrannar Björn

  Sæll
  Virðingarvert framtak hjá þér Einar og það verður fróðlegt að sjá hvaða svör þú færð. Án þess að ég ætli að blanda mér í umræðuna, þá má ég til með að vekja athygli á þremur slóðum þar sem ríkisstjórnin sjálf og samfylkingin hafa tekið saman tiltekin atriði í þessa veru. Þú getur mögulega moðað úr því ef þú telur tilefni til.

  1. Yfirlit þeirra 222 fyrirheita sem gefin eru í samstarfsylfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ásamt stöðu þeirra í lok síðasta árs http://www.stjornarrad.is/rikisstjorn/framtidarsyn-adgerdir

  2. Samantekt yfir „helstu afrek“ sem lagt var fyrir landsfundi flokkanna í lok síðasta árs http://www.stjornarrad.is/media/rikisstjorn/verkefni-rikisstjornar.pdf

  3. Yfirlitssíða Samfylkingarinnar yfir ýmislegt sem þokast hefur í rétta átt http://www.samfylkingin.is/Frettir/S%C3%B3kn_til_betra_samf%C3%A9lags

  Þann 17. júní fór forsætisráðherra einnig ágætlega yfir stóru línurnar í árangri ríkisstjórnarinnar í ávarpi sínu á Austurvelli. Það ávarp má nálgast hér http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedur_greinar_JS/nr/7209

 • Arni Kristjansson

  …nokkurn veginn það sem gert er þegar fólk fer nálægt gjaldþroti; hefur leitast við að borga skuldir og ná samningum við lánveitendur…

 • Er mælikvarðinn ekki á hvað gott er þegar andstæðingurinn eyðir milljónatugum til að villa fyrir og fá fólk á sína skoðun ?

  Þessi sami andstæðingur keypti sér fjölmiðil til að vinna þetta verk !

 • Örn Ægir

  Besta sem ríkisstjórnin hefur gert er að koma í veg fyrir að Samfylking og Vinstri Grænir verði kosnir næstu áratugi.

 • Þorleifur H. Gunnarss.

  Það er athyglisvert að hvað þau ca. 30% sem enn styðja ríkisstjórnina finnst um „afrek“ síns fólks þar.

  Sínum augum lítur hver á sitt silfur.

 • Ég bendi þeim sem hafa eitthvað neikvætt að segja um ríkisstjórnina og stuðningsmenn hennar að segja það í athugasemd við pistilinn hér á undan.

  Vilji fleiri tjá sig um jákvæða hluti sem stjórnin hefur gert þigg ég það með þökkum, en vil ekki að hér verði farið út í rökræður með og móti sem gætu komið í veg fyrir að sem mestar upplýsingar fáist hér um það sem fólk telur að stjórnin hafi gert gott.

 • Jón Jón Jónsson

  Það er alveg dásamlegt hvað þessari ríkisstjórn hefur tekist að
  vera nákvæmlega eins og allar aðrar ríkisstjórnir hér á landi.

  Það er stórkostlegt afrek fyrstu hreinu vinstri stjórnarinnar.

  Þessi dásamlega ríkisstjórn hefur endur-einkavætt bankana;

  það hlýtur að teljast stórkostlegt afrek að ná að feta þar með í fótspor sjálfra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.

  Þessi ríkisstjórn er svo dásamleg að engum lifandi manni dettur í hug
  að skrifa neikvæðar athugasemdir um dýrð allra okkar ástkæru leiðtoga, Davíðs, Halldórs, Geirs, Ingibjargar Sólrúnar, Jóhönnu og Steingríms.

  Það er neikvætt að skrifa neikvæðar athugasemdir. Það getur engum dottið það í hug að gera slíkan óskunda, því enn sem fyrr er öll þjóðin í sæluvímu yfir öllum okkar góðu og miklu leiðtogum, sem minna okkur stöðugt á fleygu orðin: „Sjáiði ekki dýrðina?“

  Jú, jú, jú, jú við höfum séð dýrðina, við sjáum dýrðina og munum sjá áfram dýrðina, enda erum við blessunarlega öll komin með ofbirtu í augum.

  Það er svo dásmlegt og í reynd dýrðlegt að vera með ofbirtu í augum, því þá sjáum við ekkert neikvætt og segjum ekkert neikvætt, gerum ekkert neikvætt, heyrum ekkert neikvætt;

  við bara göpum alveg dásamlega undrandi yfir þessari miklu og blessuðu dýrð sem okkar hefur hlotnast og allt vegna okkar miklu leiðtoga, sem alltaf tekst að vera nákvæmlega allir eins og stjórna okkur nákvæmlega eins, gefa okkur hið stórkostlega tækifæri að skynja alls ekki neitt.

  Er það ekki dásamlegt?

  Hér á eyjunni er nú allt baðað í daufu pastelskini rósalitanna, sem mas. hinum stórkostlega leiðtoga Kim Il-Sung tókst aldrei að töfra eins vel fram. Það er ekki hægt að biðja um neitt betra og dásamlegra.

  Og lof sé dýrð, að Einar Steingrímsson skuli nú loks hafa frelsast og fengið hina dásamlega ofbirtu í augun og hefur blessunarlega afgirt neikvæðar og ljótar athugasemdir frá þessum unaðsreit hér á eyju okkar miklu leiðtoga.

 • Haraldur Ingi Haraldsson

  Var rétt að lesa það.
  Þingmenn samþykktu ókeypis heyrnatæki fyrir sjálfa sig rétt fyrir þinglok.

  Á nýju þingi munu stjórnin heyra rödd almennings ekki bara óp fjármálafyrirtækja og hagsmunaaðila.

  Þetta er mikið tilhlökkunarefni.

 • Með hækkun skattleysismarka, hækkun barnabóta og vaxtabóta hefur staða láglaunafólks verið varin.

  Bent hefur verið á, að einmitt það að verja hina efnaminni, styrkji efnahagslífið almennt, þar sem þeir lægstlaunuðu noti alla sína peninga jafn óðum, sem stuðlar að því að hjólin haldi áfram að snúast. Aftur á móti er líklegra að fjármagn sem þeir efnamestu komast yfir fari síður út í efnahagslífið, heldur fari það frekar í verðbréf eða eyðslu erlendis.

  Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa því bæði styrkt hina lægra launuðu og efnahagslífið.

  Írar hafa til dæmis látið þungann lenda að miklu meira leiti á láglaunafólki. Telja má víst að sjálfstæðismenn hefðu einnig staðið þannig að málum hér á landi. Þá væri staða láglaunafólks miklu verri og efnahagslífsins einnig.

 • Pétur Kristjánsson.

  Hefur tekist að snúa svartasta viðskilnaði Sjálfstæðisflokksins í gegnum tiðina í markvissan hagvöxt á aðeins 3 árum.
  Hefur sýnt fram á að leiðin til hagvaxtar og betri kjara er í gegnum jöfnuð og að stefna Sjálfstæðisflokksins að gera þá ríku enn ríkari leiðir til hruns og fjöldaatvinnuleysis.
  Að koma breytingum á stjórnarskránni á markvissa hreyfingu.
  Að ná auðlindaskatti til þjóðarinnar.
  Hefur náð útrúlegum árangri í rekstri ríkisstofnana, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum.
  Það er arek að halda þessari bestu rikisstjórn sögunnar saman þrátt fyrir „vllikettina“ og alla þá sem gugnuðu á vegferðinni.

 • Ingvar Tryggvason

  Það er búið að efla stjórnsýsluna og eftirlitsiðnaðinn undanfarin ár. Þetta eru störf sem skapa engin verðmæti fyrir samfélagið. Eftirfarandi frétt varpar ljósi á parkinsonslögmálið.
  „Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar.“
  http://www.visir.is/kraeklingabaendur-kafna-i-eftirlitsgjoldum/article/2012120439875

 • Ríkisstjórnin hefur gert margt mjög gott. Það sem kom fyrst upp í hugann hjá mér, þegar ég las spurninguna þína, var breyting á tekjuskattskerfinu, þrepaskipt skattkerfi.

  Ég hef ekki lesið Adam Smith en góður og ærlegur hagfræðingur saðgi, á útvarpi sögu fyrir margt löngu, að samkvæmt Adam Smith ættu menn að borga eftir getu. Hagfræðingurinn sagði jafnframt að þetta stæði í bókarkafla sem Sjálfstæðismenn slepptu jafnan að lesa.

  Sem sagt réttlátara skattkerfi er það sem kom mér fyrst í hug – en það má nefna margt fleira.

  Ég vona síðan að kratarstjórnin taki til í vörugjaldakerfinu – ég held að Magnús Orri Schram hafi verið að vekja smá vonir með það. Vonandi komast lagfæringar þar í gegn því ég á ekki von á því að íhaldið hirði um það frekar en þeir hafa gert í áratugi.

 • Jón Jón Jónsson

  Við búum við dásamlegustu ríkisstjórn allra tíma, það bara hlýtur að vera,

  því það kalla ég afrek hjá okkar dýrðlegu skjaldborgarstjórn, að hafa getað gert Einar Steingrímsson alsælan með bankamálin og kvótasýslumálin
  undir dásamlega vökulum augum aðstoðarmanns okkar yndislega forsætisráðherra.

  Betri meðmæli er ekki hægt að fá, en frá sjálfum aðstoðarmanni okkar heilögu Jóhönnu og það finnst mér hreint út sagt yndilegt, að Einar sé nú staðlaður og gæðavottaður og feti nú hinn skínandi stíg okkar dýrðlegu skjaldborgarstjórnar.

  Við lifum ekki bara í allra besta heimi, heldur eigum við allra bestu ríkisstjórn í öllum heiminum og það er ekkert oflof, heldur ísköld staðreynd.

  Það vita allir nema einhverjir prakkarar.

 • Jón Jón Jónsson

  En það allra dásamlegasta við okkar dýrðlegustu ríkisstjórn allra tíma, er hvað hún passar vel upp á opin-beran lífeyri allra okkar stórkostlegu þingmanna, ráðherra og embættismanna, og gerir þar engan mun á þvi hvort þeir eru fyrrverandi eða núverandi. Það er afskaplega sætt og jákvætt.

  Og þar sem ég hef nú loks séð ljósið og feta nú hinn skínandi stíg,

  þá vil ég af öllum mínum jákvæða huga og með hönd á hjarta og fírkrossaður, vara fólk eindregið við því að lesa ummæli mín og tilvitnanir undir fyrri pistli Einars, guð forði mér frá því að nefna heiti þess pistils, Svoleiðis gerum við barasta alls ekki hér á alsælli eyju alsælunnar.

 • Jón Jón Jónsson

  Eitt enn:

  Það var hreint dásamlegt afrek hjá helferðarstjórninni þegar henni tókst að fá Vigdísi Finnbogadóttur og alla hina ellibelgina, fyrrverandi þingmenn og ráðherra og sendiherra og skattstjóra og efnahagsböðla og embættismenn eftirlitsstofnana ríkisvaldsins,

  hjörð hinna opin-beru á útbólgnum og ríkis-verðtryggðum uber-lífeyri,
  á kostnað alls hins sauðvarta al-mennings,

  að grátbiðja þjóðina um að taka á sig öll þeirra vanhæfu verk, sem birtust okkur, hinum sauðsvarta al-menningi þessa lands í formi Icesave.

  Og sendiboði almættisins mælti og skrifaði haug af kaldastríðskveðjum:

  „Yður er nú boðað fagnaðareindi vort. Yður, sauðsvörtum pöbulnum skal nú slátrað og blóð allra yðar skítlegu afkomenda skal drjúpa í svörðinn, fyrir hönd vors dýrðlega auðræðis og nómenklatúru-fasisma. Vér krefjumst að ykkur verði fórnað og öllum yðar afkomendum, svo vér og vorir afkomendur munum einir erfa landið og selja miðin til Brussel.“

  Þar birtist okkur heil hjörð af páfuglum, með rennandi pípandi niðurgang.

 • Jón Jón Jónsson

  Er þetta ekki allt saman hreint út sagt dásamlegt?

  Bara eitt lítið barnslegt dæmi um yndisleika okkar mikilfenglegu leiðtoga:

  Þeir hafa nú hrifsað þrjú börn úr höndum íslenskrar móður
  og sent þau úr landi og beinustu leið til ofbeldifulls föður
  í hinu mikla ESB landi. Þetta hlýtur að vera grátlega fagurt.
  Þeir skeyta engu um blessuð börnin, því svo dýrðlegir eru þeir
  og allir þeirra páfuglar … alltaf í utlöndum í fríi að leika sér.

  Nú græt ég yfir dýrð okkar dásamlegu leiðtoga, sem hugsa svo fagurt.

  Við verðum að átta okkur á því, að okkur hinum al-mennu og vesælu,
  er ekki gert að skilja dýrð þeirra, vegir þeirra eru órannsakanlegir.
  Eina sem við aum getum gert er að bjóða þeim kinnina og syngja:

  „Hit me-Holy Johanna & the Blockheads-hith me, with your rhytm stick.“

 • stefan sig

  Þessi ríkisstjórn réð fagmann sem forstjóra Landsvirkjunar í stað afdankaðs pólitíkus. Gleymum ekki að Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að ráða Halldór úr Landsbankanum 2007 en Bjöggar neituðu að sleppa. Landsvirkjun hefur fengið tíma til að selja raforku á miklu hærra verði en áður var og töluvert hefur verið opnað fyrir. Hér er verið að hugsa um langtímahagsmuni í stað skammtímahagsmuna.

 • Einar Steingrimsson
  Ad minu mati er thessi rikisstjorn su besta sem vid hofum haft svo langt sem minni mitt rækir. En eg er ekki ad segja ad hun se god, heldur bara ad hun se betrri en hinar.

  Eg gæti alveg sed thessa rikisstjorn fara i sogubækurinar fyrir ad vera all sæmileg eåa jafnleg god.

  Eg held ad Steingreimur og Johanna hafi gert eins vel og thau gatu og eg virdi thau fyrir thad. En betur ma ef duga skal. Og mer finnst lægri millistættin hafa bodid afhrod. Margir hafa farid til Noregs eda Kanada til ad finna vinnu, a sama tima tala spekingar um ad atvinnuleysi hafi verid haldid i skefjum.

  Nordurlondin bjorgudur okkur algjorlega a thann hatt ad thusundir Islendinga gatu farid thanngad i vinnu.

  Eg hef fylgst vel med thinu bloggi Einar og likad vel. Skil samt ekki hvad thu ert ad fara med thessari færslu.

  Thd er leikur einn ad finna tiltekt a Islandi. Byrjum bara a thinginu sem er i algjoru rugli.

 • Thad sem eg a vid, Einar, er ad eg tel betra ad dæma rikisstjorn thegar hun hefur hætt storfum. Medan hun er en vid stjornvollinn, tha se best, at minu mati, at vera gagnryninn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur