Tvær fréttir í gær voru um frekar ógeðfellda hluti: Annars vegar um hundruða milljóna sjálftöku slitastjórna, hins vegar um tvö þúsund og fjögur hundruð prósenta framúrkeyrslu við gerð hugbúnaðarkerfis (sem þar að auki hefur enn ekki verið klárað, þrátt fyrir yfirlýst verklok). Til að bíta höfuðið af skömminni fylgdu í kjölfarið yfirlýsingar frá embættismönnum um að það gæti stórskaðað almannahagsmuni að almenningur fengi innsýn í þessi hagsmunamál sín. Þetta eru samt engin einsdæmi, því fréttir af þessu tagi hafa dunið á okkur frá hruni.
Nákvæmlega ekkert bendir til að breytingar séu í vændum á þeirri hrikalegu spillingu og fúski sem gegnsýrir íslensku valdakerfin, og sem þetta eru bara tvö dæmi um af mýmörgum.
Hefur einhver heyrt einhvern fjórflokkanna, þessara sem hafa farið með öll völd í landinu í áratugi, tala um að uppræta þessa spillingu og þetta fúsk? Um einhver plön þessara flokka í þá veru?
Bara datt svona í hug að spyrja, ef ég skyldi hafa fylgst illa með …
Slitastjórnin er heppin að Ríkisendurskoðun/Skýrr málið kom upp samtímis. Ég held að það sé ansi hætt við að Skýrr/Ríkisendurskoðun fái forgang í fjölmiðlum og hitt „gleymist“.
Ábyggilega allt Davíð að kenna.
Þessi skýrsla Ríkisedurskoðunar hefði ekki komið til nema vegna fyrirspurnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Og allt Jóhönnu að þakka.
Er ekki bókhaldskerfismálið orðið 10 ára gamalt?
og eru það ekki dómstólar sem skipa slitastjórnir en ekki ríkisstjórn
Launin eru tekin frá kröfuhöfum og þetta hefur verið vitað í fjögur ár að þeir taka ríflega til sín.