Laugardagur 29.09.2012 - 11:55 - 15 ummæli

Sigmundur Davíð, elítan og almenningur

Í nýlegu viðtali DV við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sagði hann meðal annars þetta, um auðæfi sín, sem munu nema ríflega hálfum milljarði króna, eða um það bil tvöhundruð ára nettólaunum meðalíslendingsins:
„Þó verður maður að viðurkenna að það veitir manni ákveðið öryggi. Kosturinn er sá að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því þótt maður segi það sem manni finnst. Ekki að hafa áhyggjur af því að það geti leitt til tekjumissis.“
Sigmundur virðist hins vegar ekkert hafa velt fyrir sér hvort aðrir en hann, og hin ofurríka elíta sem hann tilheyrir, eigi að njóta þessara sjálfsögðu réttinda.  Enda verður ekki séð að hann hafi gert neinar tilraunir til að tryggja öllum borgurum landsins réttindi af þessu tagi, sem hafa lengi verið talin sjálfsögð lýðréttindi í þess konar þjóðfélagi sem Sigmundur þykist væntanlega vilja hafa á Íslandi.
En, þetta eru reyndar lítil tíðindi.  Réttindi almennings hafa aldrei verið „veitt“ af þeirri elítu sem drottnar yfir stjórnmálum og efnahagslífi landsins.  Almenningur hefur alltaf þurft að berjast sjálfur fyrir þessum réttindum, og alltaf þurft að verjast sífelldum árásum á þau.
Fólk af sauðahúsi Sigmundar er ekki líklegt til að taka þátt í þeirri baráttu.  Fyrir almenning á Íslandi væri best ef Sigmundur vildi vera svo tillitssamur að láta sig hverfa af sjónarsviði stjórnmálanna.  Hvort hann eyðir svo tímanum í að ausa yfir sig aurum sínum, eða heldur fjálgar ræður yfir sjálfum sér, ætti helst að vera hans mál, en ekki okkar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

 • Anna María Sverrisdóttir

  Æ ég held að veröldin mín snúi algerlega þvers og kruss á veröld Sigmundar og hugmyndir okkar um heiminn séu runnar hreinlega úr eðlisólíkum heimum. Ég sé svosem hvað röksemdin snýst um og á sama háttmá segja að sá sem hefur ENGU að tapa hafi líka sambærilegt frelsi.

  En

  Þetta snýst bara ekki um það í mínum heimi. Í mínum heimi snýst þetta frekar um sæmd og að vera trúr hugmyndum sínum og sjálfum sér burtséð frá mínusum eða plúsum í fjárhagnum.

  Ég held að ég og Sigmundur munum aldrei ná að ganga í takt varðandi eitt eða neitt.

  Hef áður sagt það að ég eiginlega enni ekki að tala um manninn og skil ekki af hverju ég var aðgera það núna

 • guðmundur jónsson

  Alltaf sami þóttinn og yfirlætið. Orð eru dýr, Einar minn. Er ekki rétt að þú gefir okkur hinum örlítið frí frá þessum stílæfingum þínum.

 • Guðmundur: Hér með gef ég þér frí frá öllum mínum æfingum, enda tek ég út við að heyra um þjáningar þínar. Man ekki í svipinn hvar slíkt er að finna, en það eru til forrit sem fela fyrir þér vefsíður sem þú vilt ekki sjá. Náðu þér í svoleiðis, settu inn slóðina á þetta blogg, og þá þarftu ekki lengur að eiga á hættu að slysast hingað inn og lenda í þessum sálarháska.

 • Hulda Hákonardóttir

  Vá! Ég las ekki þetta viðtal við Sigmund Davíð en af tilvitnuninni má ráða að hann virðist hafa öðlast dýpri skilning á óöryggi og áhyggjum t.d. Teits Atlasonar, svo ég nefni eitt nafn af handahófi.

 • Ómar Kristjánsson

  Nú? Leyfðu ,,ríku strákarnir“ ykkur ekki að kjósa um hvort þið vilduð borga Æseifinn?

  Almennt um ríku strákana sem hafa yfirtekið Framflokk (áður Samvinnuflokkur) og einnig Sjallaflokk mikið til – að þá skal eg taka að mér að koma með stutta lýsingu á fyrirbrigðinu.

  þetta eru peyjar sem hafa fengið allt uppí hendurnar. þeir voru mataðir með gullteskeið! Svo uxu þeir úr grasi með gullteskeiðina í rassvasanum, unnu aldrei ærlegt handtak, en þegar þeir voru komnir yfir unglingsaldur þá sendu forseldrarnir þá í einhverja fína skóla útí heimi þar sem þeir voru að nafninu til ,,að læra“. Að nafninu til því hvað heldur fólk að guttar með gullteskeið í rassvasanum þurfi að læra?

  Nú nú. Svo gutluðu þeir eitthvað þarna úti og ösnuðust á endanum hingað upp aftur – þar sem þeir fóru að gaufast í pólitík af því fjölskyldurnar vildu það.

  Afraksturinn þar er svo eins við var að búast ef ofansagt er haft í huga. Athafnir og ráðagerðir allar mestanpart óvitaháttur og fiflagangur.

  En þeir eru með vél á bakvið sig og peninga og keyra mikið til á þjóðrembingseldsneyti síðustu misseri og verður að segjast að gengur merkilega vel í innbyggjara.

 • Ómar Kristjánsson

  Og ps. til að jafnræðis sé gætt þá á þetta ekki bara við ,,ríka stráka“. Á líka við stelpur. Sjaíð td. Lilju Mós – þáð er varla til sá skóli útí heimi sem hún hefur ekki verið. Kvótaerfingi. Ráðagerðir hennar eru allar í ofannefndum stíl. Tóm þvæla.

  Nei, eg skal segja ykkur það að það er bara eitt sem getur bjargað íslandi. það er í meginatriðum jafnaðarstefnan og raunsæ left leaning útfærsla á henni. Með að einbeita sér að því að implementa þá stefnu (getur tekið 6-12 ár) og koma á hægfara breitingum á Íslandi – það er það eina sem raunverulega getur eitt til breytinga. En þá kemur að slæmu fréttunum. Innbyggjar hérna vilja það ekki! Meirihlutinn. þeir vilja ekki breytingar. Vilja bara sama físlaganginn og verið hefur hérna í áratugi ef ekki 100 ár amk. því miður. Svona er þetta bara.

 • Haukur Kristinsson

  Íhaldið og hækjan kusu sér flokksformenn þegar innbyggjarar voru uppteknir við að græða og grilla. Þegar fé án hirðis var glatað fé, samkvæmt “Peter Blöndal Principle”, þegar kúlulán voru tekin, þegar Ísland var stórasta land í heimi með athafnaskáldin sín, “poets of enterprise”, eins og ræfillinn á Bessastöðum kallaði útrásarbófana.
  Því urðu fyrir valinu tveir ríkir arrogant pabba drengir, tveir silfurskeiða strákar, kunnu að grilla, en fátt annað. Innherja-Kögunarsjóðir komu nú vel að gagni til að kaupa formannsstólinn undir fat ass á filius. Nægði samt ekki til að afla honum sæmilegrar menntunar.
  En þetta var fyrir Davíðshrunið, fyrir gjaldþrot Seðlabankans, áður en bótasjóður Sjóvá var tæmdur, áður en SpKef var rændur. Einnig áður en Geir Haarde var dreginn fyrir landsdóm og sekur fundinn og einn nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar var læstur inni fyrir innherjasvik.
  Nú eru þeir báðir, sökudólgarnir Hárkollu Geir og Baldur farnir að vinna á lögstofum í henni Reykjavík. Frábært.
  Og þetta vilja innbyggjarar, bíða með öndina í hálsinum til að kjósa þessa bófa flokka aftur til valda.
  Nokkur furða þótt Jónas Kristjánsson segist skamma sín fyrir að vera Íslendingur?

 • Þetta er því miður satt hjá Sigmundi – það verða margir fyrir tekjumissi ef þeir segja sína meiningu – og þetta hefur orðið alvarlegra vandamál eftir hrun. Þetta er alvarlegt vandamál víða – þyrfti eiginlega að gera könnun á því hve margir hafa misst vinnuna vegna þessa – ég giska á svona 10%.

 • Hreggviður

  Það má víst ætla að Kögunarkálfur
  keyri með elegans,
  svellkaldan flokkinn aldeilis sjálfur
  „sætsýn“ til andskotans.

 • Starkaður

  Hefði síðuritari lesið viðtalið, sem hann virðist ekki hafa gert, í það minnsta ekki skilið það sem skrifað var, þá hefði hann áttað sig á því að auðæfin koma frá konu hans. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota umboðsins á Íslandi. Páll þessi var almúgadrengur úr Fljótunum, niðursetningur, og vann fyrir sér með hörðum höndum og þannig urðu auðæfin til. Menn eiga að njóta afraksturs ævistarfsins sé til þeirra stofnað með heiðarlegum hætti og þurfa vonandi aldrei leyfi manna eins og síðuritara, til að mega láta þau renna til barna sinna, eða hvert sem þeir vilja.

 • Kristján Loftur Bjarnason

  Þó ég sé ekki ríkur eða á ofurlaunum þá er alltaf sama sagan með ykkur öfundsýki útí eitt og þannig er það í sjávarplásum að ef einum gengur vel og nágranum ekki þá klagar hann leiðinlegt samfélag enda flestir sem ég þekki farnir úr landi útaf svona eilífðum öfundsjúkum klöguskjóðum.

 • Pétur Henry

  hmhm… mér finnst pistill Einars ekkert snúast um þessi auðævi, eins og kommentera virðast halda margir hverjir, heldur um það að þöggun er veruleiki margs launaþrælsins en ekki hinna ríku. Svo ekki sé nú talað um þingmenn í þingflokkum 😉

 • Hreggviður

  Ekki legst Elínu Sigurðardóttir vitið til varnar frekar en fyrri daginn. Nú linkar hún á amx sér til framdráttar og telur sig meiri af. Þetta er; landsmenn góðir; liðið sem setti okkur á hausinn og rífur nú kjaft úr skúmaskotum og kenna slökkviliðinu um eldana.

 • Doktor Samúel Jónsson

  Ég hef fengið skammir fyrir að segja bara það augljósa um Sigmund Davíð, að hann sé Gunnlaugssonar Sigmundssonar.

  Þær skammir fékk ég reyndar vegna athugasemdar við pistil á moggablogginu og þær skammir komu frá konu með ættarnafn.
  Sjálfur er ég nú bara Jónsson, eða þannig.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur