Sunnudagur 28.10.2012 - 14:24 - 15 ummæli

María vann, en hvað um alla hina?

Í síðustu viku féll dómur í máli Maríu Jónsdóttur gegn Landsbankanum (og um það var fjallað í Silfri Egils í dag).  Í stuttu máli hafði bankinn ekki staðið við það sem hann hafði lofað þegar María seldi fasteign og keypti aðra.  Dómurinn er langur og ítarlegur, en þar stendur meðal annars þetta:
„Það er mat dómsins að vinnubrögð Landsbanka Íslands hafi ekki verið fagleg og að ákvarðanir hans í sumum tilvikum hafi ekki tekið eðlilegt tillit til fjárhaglegra hagsmuna stefnanda.“
Þessi átök Maríu við bankann stóðu í fimm ár, og á þeim tíma hélt bankinn fé sem hún átti með réttu, samkvæmt dómnum.  Hefði bankinn haft sitt fram hefði það leitt til gríðarlegs tjóns fyrir Maríu.
Það virðist trúlegt að mál Maríu sé langt frá því að vera einsdæmi hvað varðar framferði bankanna, vegna þeirra hamfara sem hrunið leiddi yfir landsmenn.  En hversu margir leggja í áralang átök við jafn voldugar stofnanir og bankarnir eru?
Í krafti stærðar sinnar og ríkidæmis geta bankarnir gert það sem þeim sýnist gagnvart óbreyttum borgurum, enda eru það þeim smápeningar sem þeir eiga á hættu að tapa ef allt fer þeim í óhag, og fólkið sem ber ábyrgð á slíku innan þeirra á ekki á hættu að verða fyrir persónulegu tjóni.  Óbreytti borgarinn þarf hins vegar að eyða gríðarlegum tíma, þola hræðilegt andlegt álag, og á það á hættu að tapa enn meira fé ef illa fer fyrir dómstólum, og þar þarf ekki annað til en „tæknileg mistök“, hvað sem öllu réttlæti líður.
Ríkisvaldið verndar bankana með því að veita þeim ábyrgðir og leyfa þeim að prenta peninga, í þeim skilningi að þeir fá að græða á að lána margfalt meira fé en þeir ráða yfir.  Hinn óbreytti borgari nýtur hins vegar ekki neinnar verndar, umfram það að geta leitað til dómstóla, sem er oft tvísýnt og getur kostað gríðarlega fjármuni, vinnu og andlegar hremmingar.
Við getum verið Maríu þakklát fyrir úthaldið í þessu réttlætismáli. En, spurningin sem þetta skilur eftir er þessi:
Af hverju verndar ríkisvaldið bankana svona dyggilega, en ekki þann almenning sem það á að þjóna?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Páll Heiðar

    Ég þekki Maríu Jóns vel og veit að þessi ganga var henni það erfið að hún réð varla við hana.Fjöldi fólks beið eftir hennar máli vegna fordæmis.Það verður að stokka spilin uppá nýtt

  • Haraldur Ingi Haraldsson

    „Ef fólk telur á sér brotið leitar það bara réttar síns“ Árni Páll.

    Reglur um gjafsókn hafa verið sniðnar að því að enginn geti fengið gjafsóknir.
    Lög um hópmálsóknir eru þannig úr garði gerð að þau eru ónothæf gegn bönkunum.

    Þetta er að etja Davíð gegn Golíat og hrópa „áfram Golíat“

    HVERSVEGNA? er einmitt spurningin sem verður að knýja fram svar við. Í Silfrinu fannst mér kveða við svolítið annan tón en þöggunina og skömmina um skuldastöðu fólks

  • „Vann“ ? banki þarf ekki að greiða skaðabætur eða málskostnað hennar! Eina sem þeir þurfa að gera er að afgreiða málið nákvæmlega eins og þeir áttu að gera!!
    Ekkert annað – „engin skaði skeður“ segir dómurinn!!

    Þetta er svo fyrir neðan allar hellur og ekki bjóðandi.

    Auðvitað hefði átt að dæma bankann í skaðabætur OG að greiða allan málskostnað hennar!!!

    Þetta er ekki sigur – þetta er ekkert nema leiðrétting á glæp með sem allra minnstum tilkostnaði fyrir glæpamanninn.

  • Ég get tekið undir þetta, Hanna, og mig grunar að í sumum öðrum löndum hefði bankinn verið dæmdur í þunga refsingu (í formi skaðabóta), þótt ég þekki þetta mál vissulega ekki svo vel að ég geti verið viss.

    Eftir stendur, hvað sem þessu líður, að bankarnir geta farið sínu fram og þurfa ekkert að óttast þótt þeir eyðileggi líf fólks með ólögmætum hætti.

  • Ég legg til að við almenningur mótmælum hástöfum þessu skaðabóta- og refsingarleysi glæpamannana !

  • 2007 var enn og afur lagt fram frumvarp á þingi, þess efnis að gera almenningi kleift á jafnræðisgrunni – að sækja mál sín fram til dómstóla eins og Jafnræðisregla stjórnarkráinnar og mannréttindakafli kveður á um.

    Ragnar Aðalsteinsson og Atli Gíslason, velþekktir lögmenn – fjölluðu um það í fjölmiðlum að lágmarkstekjur einstaklings á mánuði, þyrftu að vera u.þ.b. 350. þús. kr.

    Ragnar Aðalsteinsson kvað á um að fólk þyrfti að vera ,,dautt“ til að fá gjafsókn fyrir 3. árum síðan.

    Nú er spurning hvað endurkoma Ágústs Ólafs Ágústsson, fyrrum þingmanns Samfylkingarinnar, boðar í þeim efnum. Þar sem hann er stiginn yfir borðstokkinn til forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur. En hann var mikill talmaður hækkunnar gjafsókna á Alþingi í sinni þingmannstíð.

    Hvað gerði ríkisstjórnin og þingsetuliðarnir, þegar enn og aftur kom fram tillaga um hækkun gjafsókna á þingi, í vor sem leið ?

    jú, með því að samþykkja að engin fengi gjafsókn, nema sá hinn sami væri með undir 2. milljónum í heildartekjur á ári – eða sem svarar, alls ekki hærri mánaðartekjum er varla nemur 160. þús. krónur. á mánuði.

    Þar með setti núverandi ríkisstjórn, endanlega skjaldborg, um hrægamma og vogunarsjóða, með blóðtöku á kostnað heimila landsmanna.

    Enn og aftur var Landsbanka Ríkisstjórnarinnar, komið til hjálpar í nafni fjármálaóreglu- og órdáðsíufjárglæpahrægamma.

    Eru líkur til þess að fólki sem blæðir og á ekki fyrir matarlús, geti greitt og reitt fram, tryggingargjald til lögmanna að lágmarki 350. þús. krónur til þess eins hugsanlega að þeir fengið gjafsókn fyrir náð og miskunn gjafsóknarnefndar ?

    Finnst hér einn almennilegur kýrskýr og klár lögmaður á Íslandi sem tilbúinn er að sækja fram mál til dómstóla án tryggingar, látið mig vita ?

    Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir.

  • Tja, bankinn þarf vissulega að greiða málskostnaðinn, en skaða- og miskabæturnar fást ekki dæmdar þar sem það var í raun gamli en ekki nýi Landsbankinn sem hefði átt að beina þeim að… skv. mati dómsins a.m.k.

  • María var flott í silfri Egils.

    Fyrir svona fólki er borin virðing.

    Það er eitthvað annað en Björn Valur Gíslason sem varð sér enn og aftur til skammar.

    Að hugsa sér að þessi maður hafi verið kjörinn til setu á Alþingi!

  • Þessi ríkisstjórn er algerlega ófær um að verja almenning. Þeir hafa svikið allt sem vinstri menn hafa staðið fyrir og hafa verið hugsjónir okkar.

    Þetta er svo arfaslappt lið að það er með ólíkindum að við höfðum ekki gert uppreisn. Nú segir Jóhanna, eftir að hafa gortað sig enn og aftur af gerðum ríkistjórnarinnar (löngu hætt að vera fyndir – er bara sorglegt að hlusta á þetta gamalmanna raus um eigið ágæti sem er EKKERT) … að undanfærsla fjármálafyrirtækja að reikna lán almennings „verði ekki liðið“ eftir nýjasta dóm Hæstaréttar.

    Mér er spurn: HVAÐ þykist hún ætla að gera? hefur hún gert eitthvað annað en að hjálpa þessum fyrirtækjum við að arðræna almenning? með Árna Páls lögunum steighún út fyrir ramma mannlegs siðgæðis.

    Nei gott fólk – Jóhanna Siguðardóttir mun hvorki setja lög til að neyða fjármálafyrirtækin til að virða lög eða á einn eða annan hátt hjálpa almenningi að ná rétti sínum. Ekki nú – ekki áður og ekki í framtíðinni.

    Jóhanna hefur æpt, hrópað og galað á alþingi íslendinga í áratugi um ræettlæti handa almenningi. Þegar hún komst í aðstöðu til að standa við stóru orðin lét hún sig hverfa og þjónaði peningaöflunum af miklum móð.
    Hafi hún skömm fyrir og Guði sé lof að alþingi verður fljótlega laust við hana – einum svikaranum færra í þeim sora.

  • Þetta mál hennar Maríu virðist ekki hafa neitt með hrunið að gera. Hún hefur það árið 2007 sem er jú árið fyrir hrun.

  • Sigurður Sigurðsson

    Ekki gleyma því að bankinn gerir ekki neitt heldur eru það starfsmenn bankans sem hafa orðið uppvísir að því að brjóta rétt á Maríu.

  • Hlynur Jörundsson

    Þegar einstaklingur vinnur í máli gegn fjármálafyrirtæki þá þarf fjármálafyrirtækið frekari dóma til að fá skýra mynd af hvort dómurinn nái yfir sambærileg mál.

    Þegar fjármálafyrirtæki vinnur í máli gegn einstakling er dómurinn skýr og nær yfir allt sem hægt er að flokka sem sambærilegt. Sama föðurnafn gæti hugsanlega nægt.

    Frekari spurningar um „dómatúlkanir“ ?

  • Marinó G. Njálsson

    GG, mál Maríu hafði með hrunið að gera vegna þess að peningarnir hennar brunnu upp við hrun krónunnar og í staðinn fyrir að eiga háar upphæðir inni hjá Landsbanka Íslands hf., þá sagði bankinn að hún skuldaði bankanum. Rétt er að þetta hafði ekkert með fall Landsbanka Íslands að gera, en ég vona að þeim fari fækkandi sem haldi að hrunið hafi hafist í október 2008. Undanfari þess hófst mun fyrr.

  • Kári Jónsson

    Geir Haarde var fundinn sekur, hann fékk allann sakarkostnað greiddan af ríkissjóð (almenningi), María vinnur fullnaðar sigur, hún situr uppi með málskostnað uppá 6-7 milljónir, hver andsk….. er að í samfélaginu ?

  • droplaugur

    Gengislánadómarnir td er mjög einföld lögfræði–af hverju þarf þetta að taka 5 ár og af hverju eru yfirmenn dróma ekki enn búnir að láta sitt starfsfólk fá einhverjar grunn upplýsngar fyrir sitt starfsfólk. STARFSFÓLKIÐ SEGIR AÐ DRÓMI SÉ EKKI BÚINN AÐ SEGJA NEITT VIÐ ÞAÐ UM DÓMINN 18 OKT.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur