Mánudagur 26.11.2012 - 23:54 - 2 ummæli

Gleymið fjármagn

Í þessari frétt er talað um að hjúkrunarheimilið Eir þurfi „þolinmótt“ fjármagn til að brjótast út úr þeirri kreppu sem misvitrir stjórnendur virðast hafa komið stofnuninni í.  Það virðist hins vegar hafa gilt um þessa stjórnendur, og marga aðra sem vélað hafa með fé almennings og annars saklauss fólks í Íslandi síðustu árin, að þeir óskuðu þess frekar að hafa undir höndum annars konar fjármagn.   Nefnilega gleymið fjármagn.


Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Vandi Eir er þríþættur;
    1) ekki gilda neinir skýrir lagarammar og reglur um starfsemi sjálfseignarfélaga í öldrunarþjónustunni og ekkert eftirlit er þess vegna virkt í þeim geira. Þannig er ekki lögvernduð heimild fyrir sölu á því sem þeir kalla „íbúðarrétt“ – – og hver verður þá réttarstaða íbúa og viðskipta þeirra.
    2) Stjórnendur í þessum geira – „guðsmenn og stjórnmálamenn“ – haga sér oft eins og þeir séu af öðrum heimi og um þá gildi ekki sömu lögmál og um almenning. Þannig virðist hafa farið allt úr böndum hjá Eir og samskipti stjórnendanna við reksturinn lítur illa út . . að ekki sé meira sagt.
    3) Stóra – stóra vandamálið fyrir Eir er svo VERÐTRYGGINGIN sem stökkbreytir lánum án þess að nokkur sem við reksturinn starfar fái rönd við reist. Þetta vilja varðhundar kerfisins og stjórnmálanna ekki við neitt kannast – – af því að hér er um handstýrt ástanda að ræða sem skýrist af því að Alþingi og ríkisstjórn brugðust með því að frysta ekki vísitölur í kjölfar Hruns og Neyðarlaga haustið 2008 – – – – allt til dýrðar fjármálakerfinu, kröfuhafa og lífeyrissjóðanna.

    Vandi Eirar sem nú fær athygli verður ennþá erfiðari viðfangs af því að liðir 1 og 2 hér að ofan gera það að verkum að málið er flókið og skilur eftir alvarlegt vantraust á þessu rekstrarformi – og mörgum þeim einstaklingum sem hafa leitt uppbyggingu á þjónustu við (betur megandi) eldri borgara.

    Samfélagsleg ábyrgð – og gegnsæi – og opin sjálfseignarfélög/samvinnufélög – gætu verið svarið í þessarri stöðu – – en „ósjálfbær verðtrygging“ verður alltaf háskaleg fyrir skuldsettan rekstur húsnæðis og fasteignafélaga.

  • Kári Jónsson

    Enn og aftur hvet ég heimils-fólk á Eir að leita réttar síns, það er með öllu óþolandi að stjórnendur komist upp með það endalaust, að framkvæma svívirðilega fjármála-gjörninga á kostnað almennings, í þessu tilfelli á fólki sem á að eiga áhyggjulaust ævikvöld jafnt á borði sem í orði.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur