Færslur fyrir mars, 2013

Laugardagur 30.03 2013 - 12:09

Framboð ættu að sameinast

Útlit er fyrir að það verði óvenjulegur fjöldi framboða í þingkosningum í vor, og því hafa sumir velt fyrir sér hvort ekki væri skynsamlegt að sameina sum þeirra, til að auðvelda kjósendum valið.  Þetta á auðvitað helst við framboð sem hafa keimlíka stefnu í mikilvægustu málunum. Það er ljóst að nokkur framboðanna hafa í raun […]

Fimmtudagur 28.03 2013 - 11:45

Þrjátíu gullpeningar handa Ástu R.

Vegna mikils verðfalls á silfri síðustu tvö þúsund árin hefur verið ákveðið að leysa Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, út með þrjátíu gullpeningum þegar hún lýkur störfum í vor. Í öðru og þriðja sæti eru Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir.  Þau verða að láta sér nægja silfur í þetta sinn, en á næsta þingi […]

Þriðjudagur 26.03 2013 - 14:22

Fullt gjald eða „eðlilegt“ fyrir auðlindir?

Eitt af því sem of lítið virðist spurt um í fjölmiðlum í því fjaðrafoki sem stendur yfir á Alþingi vegna stjórnarskrárfrumvarpsins er breytingatillaga fjögurra stjórnarliða, þeirra Oddnýjar G. Harðardóttur, Álfheiðar Ingadóttur, Árna Þórs Sigurðssonar og Skúla Helgasonar.  Þetta er breytingatillaga við þá tillögu formanna Samfylkingar, VG og Bjartrar Framtíðar  að samþykkja á þessu þingi bara […]

Fimmtudagur 21.03 2013 - 12:56

Steingrímur J. og stóriðja á Bakka

Þegar Steingrímur J. Sigfússon ákvað að flytja sig úr stóli fjármálaráðherra yfir í atvinnuvegaráðuneytið útskýrðu það sumir með því að hann væri orðinn lúinn á álaginu sem fylgdi því að vera fjármálaráðherra á erfiðum tímum. Getur verið að skýringin sé önnur?  Að Steingrímur hafi farið í atvinnuvegaráðuneytið til að passa upp á að staðið yrði […]

Mánudagur 18.03 2013 - 18:31

Ósmekkleg örvænting Árna Páls

Í gærkvöldi birti Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, eftirfarandi á Facebook-síðu sinni: Stjórnarskrármálið sýnir eitt afar skýrt: Samfylkingin er alvöru jafnaðarmannaflokkur. Við stöndum fyrir skynsamlegar og færar leiðir í þessu máli rétt eins og öllum öðrum. Og eins á öllum tímum er við að eiga sameinað afturhald: Þá sem engu vilja breyta og últramennina sem […]

Sunnudagur 17.03 2013 - 12:08

Endalok Samfylkingarinnar?

Samfylkingin var upphaflega stofnuð til að sameina fólk sem taldi sig til vinstri í samfélagsmálum, þ.e.a.s. félagshyggjufólk.  Það tókst að vísu ekki fullkomlega þar sem sumt „vinstrafólk“ vildi frekar verða beinir arftakar Alþýðubandalagsins en að taka þátt í sameiningu allra á vinstri vængnum.  Reyndar virðast Vinstri Græn hvorki vera sérstaklega vinstrisinnuð né græn miðað við […]

Föstudagur 15.03 2013 - 12:50

Magnús Orri spinnur þvæluvefinn

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, er á lista yfir þá þingmenn sem segjast vilja samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið í heild sinni.  (Ég skrifaði honum í gær og spurði hvort einhver misskilningur byggi að baki skráningunni á þessari síðu, en hef ekki fengið svar við því.) Samt er Magnús í algeru uppnámi vegna breytingatillögu Margrétar Tryggvadóttur, sem leiðir […]

Þriðjudagur 12.03 2013 - 19:43

Chamberlain Samfylkingarinnar – biluð plata

Þegar ég var táningur átti vinur minn einn hljómplötu sem við hlustuðum oft á.  Ég man litið eftir henni nema hvað í einum textanum var fjallað um seinni heimsstyrjöldina.  Þar voru spiluð hin frægu orð Chamberlains forsætisráðherra Bretlands, þegar hann kom heim af fundi með kanslara Þýskalands í München í september 1938: Við lítum á […]

Mánudagur 11.03 2013 - 11:27

Spuni Þórunnar Sveinbjarnardóttur

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrum alþingismaður og núverandi flokksstjórnarmeðlimur í Samfylkingunni, skrifaði pistil um stjórnarskrármálið á Eyjuna í gær.  Þar reynir hún að verja afstöðu formanns Samfylkingarinnar í málinu, en hann vildi sem kunnugt er „semja“ við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk um að málinu yrði haldið áfram á næsta þingi, fremur en að afgreiða það fyrir þinglok í […]

Föstudagur 08.03 2013 - 12:50

Opið bréf til Árna Páls Árnasonar

Eftirfarandi póst sendi ég Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, í gærkvöldi. ______________________________________________________________________ Sæll Árni Páll Nú hafa 32 þingmenn lýst yfir að þeir vilji samþykkja nýja stjórnarskrá á þessu þingi. Að vísu veit ég ekki hvort Kristján Möller er kominn aftur á þing og varamaður hans farinn út, en sé svo vantar hvort sem er […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur