Fimmtudagur 21.03.2013 - 12:56 - 9 ummæli

Steingrímur J. og stóriðja á Bakka

Þegar Steingrímur J. Sigfússon ákvað að flytja sig úr stóli fjármálaráðherra yfir í atvinnuvegaráðuneytið útskýrðu það sumir með því að hann væri orðinn lúinn á álaginu sem fylgdi því að vera fjármálaráðherra á erfiðum tímum.
Getur verið að skýringin sé önnur?  Að Steingrímur hafi farið í atvinnuvegaráðuneytið til að passa upp á að staðið yrði „rétt“ að þeim milljarða stuðningi ríkisins við stóriðjuver á Bakka við Húsavík sem felst í ýmiss konar ívilnunum til þess?   Það væri ekki í fyrsta skipti sem atkvæði í komandi kosningum eru keypt dýru verði, á kostnað skattgreiðenda.

Og, verður þessi milljarða ríkisstyrkur til stórkapítalistanna sem vilja byggja á Bakka, með tilheyrandi virkjunum og náttúruspjöllum sem þeim fylgja, svanasöngur „Vinstri Grænna“ í þessari fyrstu ríkisstjórn sem flokkurinn situr í?  Verður svo fjallað um þessa snilld í Kastljósi eftir tíu ár, eins og stóriðjuverin sem nú eru þar til umræðu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

 • Haraldur Ingi Haraldsson

  Steingrímur J. vill að stóriðja á Bakka

  sé Steingrími að þakka.

  Að afsláttur berist með eitruðum blænum

  í einum grænum.

  ——-

  Þannig verða vinstri vænir

  grænir

 • Þetta blasir við.

  Æðisgengið hvernig stjórnmálamenn á Íslandi geta bókstaflega gert út á skattgreiðendur.

  Hvað skyldu þessi atkvæði handa þessum manni kosta okkur þegar upp verður staðið?

  Íslensk pólitík í hnotskurn.

  Ógeðfellt, beinlínis siðlaust.

 • Samningsgerð af þessu tagi er hrein landráð.
  Málmbræðslan á Bakka á meira að segja að verða undanþegin tryggingargjaldi.

  Steingrímur er hreinlega að stimpla sig útur siðuðu samfélagi.

  Og Björgvin G (þessi sam var bankamálaráðherra í hruninu) vill fá það sama í Helguvík.

  Við höfum ekki efni á þessari sérgæsku við erlend fyrirtæki.

 • Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir

  Svo sér fólk eftir smáaurum í þróunarhjálp.

 • Haukur Kristinsson

  Mér líst satt að segja ekki vel á þetta prójekt á Bakka. Í alvörunni.

  Kísilmálm-framleiðsla er vissulega ekki umhverfisvæn, gífurlegt magn af gróðurhúsalofttegundum, ryki og allskonar óþverra fellur til. Mun verra en í ál-framleiðslu. Á hvert tonn af Silicium myndast 6 tonn af lofttegundum, beint út í andrúmsloftið, einkum CO2.
  Framleitt er við 2000 gráður, þvi mikill hiti og einnig mikið ryk.

  Liklega ekki eftirsóknarverð störf.

  Kína er í dag lang stærsti framleiðandi Silicium málmsins.

  Ég hef að vísu ekki sjálfur komið í svona verksmiðju. En vonum að allt gangi vel.

 • Steingrímur J hefur heldur betur sýnt sitt rétta andlit.

  Sjóvá, Sparisjóð Keflavíkur, stjóriðja á Bakka ofl. ofl. hafa svo sannarlega sýnt okkur að ekkert er falskara, þegar peningar eru annars vegar, en últra vinstra liðið.

  Þessi karl hefur ekki bara selt sál sína heldur hefur hann ekki vílað fyrir sér að selja ýmislegt sem ekki var hans að selja.

  Bíðið þið meðan ég æli –

 • í samningunum stendur:
  „ÞAR SEM ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að aðstoða VERKEFNIÐ, ef þörf reynist, við að fá öll leyfi og heimildir, ef ekki er þegar búið að fá þau eða óska þeirra, í samræmi við íslensk lög“

  er þarna meðtalin kolefnislosunarheimildir? erum skattgreiðendur að fara að fjárfesta í losunarheimildum erlendis til að „verkefnið“ verði að veruleika?

 • Sigurður Haraldsson

  Mr. J. er löngu búinn að sýna og sanna að hann er mesti svikahrappur í íslenskri pólitík. Þeir sem koma honum næstir eru ekki byrjaðir að ganga þvert yfir landið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur