Mánudagur 04.03.2013 - 21:35 - 8 ummæli

Hverjir eru svikararnir?

Margt innanbúðarfólk í Samfylkingunni sem reynt hefur að verja fótaskot formannsins síðustu sólarhringa hefur haldið fram að það sé einfaldlega ekki meirihluti fyrir því á þingi að samþykkja nýja stjórnarskrá.  Karl Th. Birgisson sem gjarnan tjáir sig um slík mál eins og hann viti meira en almennt er þekkt (en tilheyrir þeim málefnalega veikburða hópi á Eyjunni sem ekki leyfir athugasemdir við blogg sín) gengur skrefi lengra, og heldur fram að ekki einu sinni væri meirihluti fyrir því að stöðva það málþóf sem ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokks (og sumir Framsóknarþingmenn) myndu beita ef þeir vissu að það kæmi í veg fyrir framgöngu málsins.
Ef Karl (og fleira fólk innan Samfylkingarinnar) veit um stjórnarliða sem myndu greiða atkvæði gegn nýrri stjórnarskrá, þótt flokkar þeirra stæðu að öðru leyti saman í málinu, af hverju eru þessir svikarar ekki afhjúpaðir?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Svikaramir eru allir þingmenn samfylkingarinnar !

    Það eru fjögur ár síðan þetta fólk lofaði því í sinni kosningabaráttu að vinna að nýrri stjórnarskrá !

    Enn einu sinni ætlar þetta samafólk að lofa því sama við stjórnarskrá ?

    Fólk sem hefur kosið samfylkinguna og haldið að það sé eitthvað að marka sem lofað er fyrir kosningar mun aldrei aftur eyða atkvæði sínu á þetta sama fólk !

    Eina sem samfylkingarfólkið , sem kosið var á alþingi, hefur gert er að moka undir eigið rassgat !

  • Ef þetta er rétt þá giska ég á Árna Pál sjálfan, Magnús Orra Schram, Kristján Möller og aðra hægri krata sem hafa séð eftir stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

    Ef þetta er ekki rétt sem er líklegast reyndin þá er um að ræða réttlætingarspuna til að reyna að slá á reiðina vegna svika Árna Páls.

  • Einar Steingrimsson

    Varðandi það sem ég sagði um ummælalokun á bloggi Karls Th. er rétt að segja frá því að ég hef nú heyrt aðrar (og sannfærandi) skýringar á henni en að hann þoli illa gagnrýni á málflutning sinn.

  • Hvaða skýringar eru það?

  • Magnús Björgvinsson

    Bara að benda fólki á að Kristján Möller er hér nefndur að ósekju því hann er og hefur verið í veikindafríi frá því rétt eftir áramót. Sýnist að nær allir þingmenn Samfylkingar hafi lýst því því yfir að þeir vilji samþykkja nýja stjórnarskrá. En þar sem kjósendur skv. skoðanakönnunum ætla að kjósa flokka sem hafa lýst því yfir að komist þeir í þá stöðu að ráða þá verði stjórnarskráin ekki samþykkt á næsta þingi, þá er það þjóðin sem eru að vinna gegn þessu máli. Nú eins og Karl er að segja eru björgunaraðgerðir í gangi sem miða að því að málið verði ekki dautt á fyrsta degi næsta þings. Því það þarf að samþykkja breytingar á stjórnarskrá 2x með kosningum á milli.. En ef að t.d. bara ákvæði um hvernig stjórnarskrá væri breytt þarf ekki að bíða til 2018 eftir möguleikum á breytingu. Þetta eru held ég menn í Samfylkingunni að hugsa. . Því það er líka ljóst að ef að stjórnarskrárbreytingar verða felda á næsta þingi þá verður ekkert gert fyrr en í fyrsta lagi þegar því kjörtímabili er að ljúka eða jafnvel ekki fyrr en á þar næsta kjörtímabili.
    Og svo er náttúrulega örugglega þingmenn sem eru ekki glaðir t.d. með breytingar í tillögu Stjórnskipunarnefndar t.d um auðlindir þar sem orðalagi er breytt úr enda komi „fullt gjald“ fyrir yfir í það orðalaga að tala um „eðlilegt gjald“ Og fleiri breytingar. Og eins aðrir sem óttast að ef að ræðutími yrði afmarkaður með valdi þá yrði það norm i framtiðinni að í öllum umdeildum málum gæti meirihluti stoppað umræður og keyrt máli í gegn með litlum umræðum.

  • Svikararnir? Þetta er hrollvekjandi umræðutónn.

    Þingmenn eru fyrst og síðast bundnir af eigin sannfæringu og þeim er fullkomlega heimilt að taka afstöðu gegn meirihluta eigin flokksmanna. Það er kannski ekki frábært fyrir starfsframann en það gerir þá ekki að neinum „svikurum“.

  • Svikararnir hljóta að vera þeir sem hafa ekki kynnt sér sögu Íslands frá stríðsárunum.

    Eða lengra aftur í tímann þegar íslendingar fengu sína stjórnarskrá frá dönum sem gaf íslendingum visst frelsi, en utanríkismálefni var ekki eitt af því frelsi.

    En er nokkur stjórnarskrá í gildi á Íslandi?

    Hvað sagði Björk Ingimundardóttir skjalavörður um frumrit stjórnarskrár.

    „Við höfum ekki fundið hana,” sagði Björk. „Við hófum verið að leita eftir henni, en hana er ekki að finna í skjölum okkar. Það kann að vera að hún sé í skjalasafni Alþingis. Við höfum reyndar fengið elsta hluta skjalasafns Alþingis, en stjórnarskráin var þar ekki með. Eg get ekki sagt með vissu að stjórnarskráin 1874 sé týnd, frekar en stjórnarskráin 1944.“

    Ef frumrit finnast ekki, er þá nokkur stjórnarskrá til?

    Ein milljón dollara lán til Íslands um sama leyti sem bandaríkjamenn hernámu Ísland hefur ekki vakið þá athygli sem það ætti þó að gera, þó svo að heimildir séu til fyrir þvi.

    Líklegt er að lánið ( ólánið ) hafi verið afskrifað sem marshall-aðstoð nokkrum árum síðar.

    Sá banki sem veitti lánið virðist hafa deilt út marshall-aðstoðinni sem var svo seinna vinklað við leyniþjónustuna CIA.

    Stjórnarskrá breyttist ekki mikið við sjálfstæði landsins enda fóru „réttir menn“ með utanríkispólitíkina.

    Styttan af kóngsa fyrir utan stjórnarráðið er sögufölsun, enda kom kóngsi aldrei persónulega að afhenda okkur stjórnarskrá, ekkert frekar að við munum fá stjórnarskrá sem þjónar íbúum landsins Íslands.

    Svikararnir eru í raun þeir sem ekki hafa fylgst með skipulegu arðráni Íslands.

  • “ með skipulagðri arðráni Íslands“ átti þetta að vera.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur