Miðvikudagur 06.03.2013 - 17:04 - 9 ummæli

Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur

Eftirfarandi póst sendi ég Katrínu Jakobsdóttur, ráðherra og formanni VG, fyrr í dag.
_______________________________________________
Sæl Katrín

Formaður Samfylkingarinnar leggur fram á Alþingi í dag ásamt Katrínu Jakobsdóttur formanni VG og Guðmundi Steingrímssyni formanni Bjartrar framtíðar frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014.

Þú veist, eins og aðrir á þingi, að núverandi þingmenn geta með engum hætti bundið næsta þing til að gera nokkurn skapaðan hlut.  Auk þess vitið þið vel að það eru talsverðar líkur á að Sjálfstæðisflokki og Framsókn verði í lófa lagið að koma í veg fyrir allar  breytingar á stjórnarskrá á næsta þingi.  Með þessari tillögu eruð þið því bara að senda bænaskjal til afturhaldsaflanna um að vera nú svo hugguleg að gefa okkur nýja og fallega stjórnarskrá, í lítilmannlegri tilraun til að breiða yfir eigin svik.
Þetta eru ekki bara svik við vilja yfirgnæfandi meirihluta kjósenda, og þá sérstaklega þeirra sem hafa sett traust sitt á ykkur í stjórnarflokkunum.  Þetta er líka einhver versta þjónkun sem lengi hefur sést við þær valdaklíkur sem ráða lögum og lofum í landinu, því allir vita að það eru þær sem berjast með kjafti og klóm gegn því að ný stjórnarskrá verði samþykkt, og af skiljanlegum ástæðum.
Margir hafa bundið vonir við þig sem stjórnmálaleiðtoga, af því að þeir héldu að þú værir hreinskiptin og heiðarleg og settir almannahag ofar hagsmunum auðs og valds.  Vonbrigði þeirra eru væntanlega mikil þegar þú lætur það verða eitt þitt fyrsta verk sem formanns VG að taka þátt í að murka lífið úr þeirri stjórnarskrá sem almenningur hefur sýnt svo ótvírætt að hann vill að verði samþykkt.  Ekki bætir úr skák að þið ætlið svo að skila hræinu til afturhaldsaflanna til dysjunar og reyna þannig að þvo hendur ykkar af ódæðinu.
Ég vona að þú sjáir að þér, og beitir þér einarðlega fyrir því að stjórnarskrárfrumvarpið verði samþykkt í heild sinni.
Kveðjur,
Einar Steingrímsson

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Held að Katrín sé búin að svara þessu.

    „Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir vel hægt að ljúka stjórnarskrármálinu fyrir þinglok. Hún segist hins vegar reiðubúin til að kanna leiðir til að breyta stjórnarskránni í áföngum.“

    „Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að heppilegasta staðan hefði að klára málið í heild sinni. Það liggi hinsvegar líka fyrir að stutt sé eftir af þinginu. Vinstri grænir séu tilbúnir til viðræðna um hvernig unnt sé að ljúka málinu þannig að við fáum nýja stjórnarskrá. “
    http://www.ruv.is/frett/vinstri-graenir-raeda-stjornarskra

    Nú jæja, ef vel hægt er að ljúka stjórnarskrármálinu fyrir þinglok þá væri spennandi að vita hvaða hrossakaup væru í gangi á bak við tjöldin hjá fjórflokknum.

    • Eða snýst þetta um álit Feneyjarnefndar?

      „15. During its dialogue with the various stakeholders involved, the Venice Commission also witnessed diverging views, including on the question whether it is appropriate to offer Iceland today an entirely new Constitution. The alternative would be, in a perspective of giving greater importance to continuity, to adopt only limited constitutional amendments, indispensable to the country at this moment, in relation to matters that could more easily meet a sufficiently broad consensus. “

      16. Views seem to differ also in Iceland with regard to the actual extent and quality of the domestic
      political dialogue, especially between the majority and the opposition, around the constitutional
      process and the key matters addressed by the constitutional Bill. The perspective of the
      forthcoming parliamentary elections, scheduled for April 2013, is a non-negligible factor to take into
      account.

      Einnig kvartar feneyjanefndin um léega þýðingu plaggsins og fasískt orðalag.

      „25. The Commission notes, in this context that the Bill frequently uses, in the English version, the term “Government” with a more comprehensive meaning than the Cabinet. This might be the source of uncertainty and legal problems. Since the Althing, the Cabinet, the Courts and other
      State institutions are all responsible for implementing the Constitution, it would be suitable, where appropriate, to use (in English) the broader term of “authorities”.

  • Þú hefðir geta látið fylgja spurningu um afsögn ef hún vill ekki samþyggja stjórnarskrárfrumvarpið allt saman !

    Er það svar að búta málið niður ? Svar þá við hverju ?

  • Þú veist vonandi Einar að samþykkt stjórnarskrárfrumvarpsins í heild núna væri nákvæmlega sama bænaskjalið til sömu afturhaldsaflanna og þú spáir meirihluta því annað þing þarf til að breyta stjórnarskrá? Samþykkt fyrirliggjandi frumvarps í miklum átökum bindur ekki hendur næsta þings með nokkrum hætti.

  • Einar Steingrimsson

    Já, og nei, Arnar, ég er ekki sammála því sem mér sýnist þú vera að ýja að. Það yrði mun erfiðara fyrir næsta þing að hafna nýrri stjórnarskrá sem samþykkt hefði verið af núverandi þingi, enda gæti næsta þing ekkert sagt nema já eða nei, og því ekki makkað um málið.

    Ef við hefðum þá afstöðu að aldrei ætti að breyta stjórnarskrá nema í sæmilegri sátt við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn (eða aðra flokka), þá vitum við alveg hver afleiðingin yrði, nefnilega sú sama og síðustu 65 ár: Engar breytingar.

    Og það væri fáránleg afstaða að betra væri að geyma slíkt til næsta þings (eftir þá gríðarlegu vinnu sem farið hefur í þetta ferli), þá ætti að sjálfsögðu með sömu rökum að geyma það líka til þarnæsta þings, og þingsins þar á eftir og …

  • Björn Gunnlaugsson

    Við hverju býstu af stjórnmálakonu sem gat ekki fengið af sér að koma Halldóri Ásgrímssyni úr sinni þægilegu innivinnu hjá Norræna ráðherraráðinu?

  • Magnús Björgvinsson

    Menn farnir að bull hér um Halldór Ásgrímsson. Hann ekki skipaður af Íslandi sem framkvæmdarstjórni heldur var hann kjörinn af fulltrúum allra Norðurlandana. Þannig að Katrín Jakobsdóttir hefur ekkert með stöðu hans að gera.
    Það er allt í lagi að deila á fólk en lágmark að kynna sér málin aðeins. Það að hann skildi hinsvegar upprunalega koma til greina var verk Jónínu Bjarmrz sbr.
    „Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið kjörinn framkvæmdastjóri skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar. Ráðherranefndin er samstarfsstofnun ríkisstjórna Norðurlanda og fara forsætisráðherrar landanna með yfirumsjón með henni. Þeir fela þó samstarfsráðherrum og Norrænu samstarfsnefndinni að sjá um daglega samhæfingu pólitísks samstarfs landanna. Jónína Bjatmarz umhverfisráðherra er samstarfsráðherra Norðurlanda fyrir Íslands hönd.“

    Og eins þá skil ég ekki hvernig að Einar fær það út að það væri erfitt fyrir næsta þingi að hafna þessari stjórnarskrá. Báðir flokkarnir Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru búnir að lýsa því yfir að þeir muni ekki veita þessu máli framgang. Ef þeir hljóta góða kosningu munu þeir túlka það sem svo að þjóðinn sé að veita þeim umboð til að hafna þessu. Lýsa því svo yfir að þeir ætli að hefja vinnu við endurbætta útgáfu sem eigi að verða sátt um og passa að nefndin sem það geri klári ekki á næsta kjörtímabili. Eða jafnvel gera ekkert í þessu. Ekkert mál.

  • Haraldur Guðbjartsson

    Í upphafi skildi endirinn skoða.
    Það verður að mynda kosningabandalag gegn þessum alræðiöflum.
    Að öðrum kosti hverfum við öll hægt og örugglega til annara Norðurlanda.
    Og sennilega verða fluttir inn af þessum öflum flóttamannavinnuþrælar í staðin.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur