Fimmtudagur 07.03.2013 - 12:37 - 9 ummæli

Árni og Ásta ein eftir í dauðasveitinni

Samkvæmt þessari síðu hafa nú 30 þingmenn lýst yfir að þeir styðji stjórnarskrárfrumvarpið.  Það þýðir að einungis þarf tvo í viðbót til að frumvarpið verði samþykkt, þótt allir aðrir greiði atkvæði gegn því.  Á já-listann vantar bæði Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur þingforseta.  Þegar Árni talar um að ekki sé hægt að koma frumvarpinu í gegnum þingið, og þegar Ásta neitar að setja það á dagskrá, þá eru þau því einungis að segja að þau myndu sjálf greiða atkvæði gegn því, væntanlega af því að þau vilja drepa það.
Vonandi tekst samflokksfólki Árna og Ástu að koma vitinu fyrir þau.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Ögmundur?

  • Jónas Bjarnason

    Takk fyrir þessa greiningu, Einar. Árni Páll er enginn maður til að bera þessa ábyrgð, sem felst í því að drepa stjórnarskrárfrumvarpið. Hann reynir að tala við formenn stjórnarandstöðuflokkanna og fær bara höfnun (de facto) frá formanni Sjálfstæðisflokksins og síðan glórulausa heimsku (eða hvað) frá formanni Framsóknarflokksins. Hvorugur þessara manna virðast viðurkenna, að þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram. – Já, og þeir eru nú að kalla yfir sig nýja þjóðaratkvæðagreiðslu – um heimildir stjórnlagaráðs til að ganga til ákvörðunar á ýmsum mikilvægum málum – framhjá þinginu. Þingið fer framhjá stjórnlagaráði og stjórnlagaráð fer framhjá þinginu. – Það eru mörg mál sem bíða. Fólk mun aldrei viðurkenna rétt útgerðarinnar til að fá 20 ára leigurétt á kvótum, sem jafngildir (de facto) áframhaldi kvótahalds á sjávarauðlindum. – Það þarf að ganga í bankamálin og leggja bönkum til reglur því þeir eru óðum að færast í sama horf og þeir voru í fyrir hrun. Og ýmis önnur mál bíða afgreiðslu.

  • Sigurður Hr. Sigurðsson

    Það sjá það allir sem vilja að frumvarpið yrði samþykkt, kæmi það til atkvæðagreiðslu. Örfáir stjórnarþingmenn og þau sem studdu þjóðaratkvæðagreiðslu um málið hafa ýmist ekki svarað ítrekuðum erindum frá aðstandendum vefsíðunnar eða svarað með kunnugum frösum: „Ég geri grein fyrir atkvæði mínu á Alþingi“ eða „Ég hef og mun greiða atkvæði í þessu máli sem og öðrum í samræmi við eið minn að Stjórnarskrá Íslands nr. 33/1944“.

    Ögmundur hefur að vísu útskýrt að hann hafi nokkrar athugasemdir við frumvarpið sem hann geti varla sætt sig við.

    Staðreyndin er sú að 30 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Aðrir stjórnarþingmenn munu tæplega greiða atkvæði gegn frumvarpinu heldur sitja hjá eða samþykkja. Eftir standa 25 þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk 3ja utan þingflokka.

  • Sævar Óli

    Það var s.s forustusveit Samfylkingarinnar sem enn og aftur gekk á bak orða sinna, tók aftur upp á því að stunda samninga um örlög þingmála og þjóðar í „reykfylltum bakherbergjum“ Alþingis…
    Jæja…!
    Blessuð og mikil verður minning þín, Jóhanna Sigurðardóttir, af þinni stjórnartíð…
    En þér er væntanlega andsk… sama er það ekki…?
    Þú sem ert að fara að komast á þennan feita eftirlaunatékka sem þú gagnrýndir hvað sem mest á sínum tíma… En gerðir svo nákvæmlega EKKERT í þegar þú hafðir tækifærið…?
    Ekki frekar en með „Skjaldborgina…?“
    Eða stjórnarskrána, sem þú vildir hvort eð er aldrei…?
    Eða þetta með „reykfylltu bakherbergin“ sem þingflokkur þinn greip til um leið og þú gafst samþykki þitt fyrir því að slátra mætti drögunum að nýrri stjórnarskrá…?
    Heh…!
    Var einhverntíma eitthvað að marka þig… Jóhanna Sigurðardóttir…?
    Varstu bara ekki allan tímann plat…?

  • Sverrir Hjaltason

    Ábyrgðin á hversu seint stjórnarskrárfrumvarpið er lagt fram er hjá Jóhönnu og Steingrími. Aðrir verða ekki dregnir til ábyrgðar í því máli.

    Árni Páll er að gera tilraun til að bjarga málinu á elleftu stundu og tryggja öðrum nauðsynlegum frumvörpum framgang.

  • Kannski hefði Árni Páll átt að tala beint við Davíð Oddsson sjálfan í stað þess að ræða við Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð(s).

  • Haukur Kristinsson

    Pólitíkin á skerinu er á skelfilega lágu plani. Því veldur m.a. löng stjórnarsetja Hrunflokkanna, Framsjallanna undir forystu afglapans Dabba. Skúrkar og spillingakóngur komust til valda.
    Þá höfum við aldrei átt neina Vinstri flokka, sem marktækir voru. Ójafnvægið í byggð landsins er einnig stór faktor, fámenn klíka auðmanna í höfuðborginni, flestir ignorantar, vill ráða öllu og ræður öllu.
    Klíkan fór ekkert frá völdum þrátt fyrir svokallaða vinstri stjórn s.l. 4 ár. Hún á nefnilega sína varðhunda allsstaðar, í öllum stofnunum, í öllum skumaskotum, jafnvel í Hæstarétti.
    Þá benda skoðanakannanir til þess að fólk sé fífl, nokkuð sem ég barasta vil ekki trúa. En þessar kannanir eru byr undir vænga silfurskeiða guttanna, sem verða frekari og dólgslegri fyrir vikið. Rífa kjaft, við eigum þetta, við megum þetta etc.
    Það mun brátt koma í ljós hvort innbyggjarar séu algjörlega heillum horfnir, hvort þjóðin sé óhæf og lætur hafa sig að fíflum.
    Það munu hinsvegar komandi kynslóðir ekki gera.

    • Vá!
      Svo mörg orð um aðstæður sem við komum okkur sjálf í með tilkomu EES samningsins sem gat af sér afkvæmi djöfulsins í allri sinni dýrð með einkavinaframtakið í huga en ekki einstaklings sem heildar.

      Það kemur ekki á óvart hjá þjóð sem er haldin alvarlegum rankisma á háu stigi og kann ekki munin á virðingu og populisma.

  • Á Íslandi þarftu einfaldlega að hafa vissa áheyrnarmenntunnargráðu til að hlustað sé á þig.

    Á Íslandi hefur skapast rankismi í fasískri mynd, í samfélagi sem áður taldi sig stéttlaust.

    Þeir sem minnst mega sín í samfélaginu Íslandi eru beinínis kaffærðir í þögn af fjölmiðlum og stjórnvöldum og hafa engan fulltrúa á þingi.

    Sú hreyfing sem hafði áhrif fyrir aðeins tæpum mannsaldri síðan og barðist ekki aðeins fyrir betri afkomu alþýðu, heldur barðist líka fyrir sjálfsvirðingu, hefur nú verið lögð í þyrnirósarsvefn og við hefur tekið, guð minn almáttugur eða svokallað ESB regluverk.

    Stjórnlaust flæði vinnuafls í evrópu gerir fólk að umkomulausum þrælum starfsmannaleigna (þrælahaldara) á meðan stórfyrirtækjum nýfrjálshyggjunnar er haldið uppi á félagslegum styrkjum á kostnað almennings víðsvegar um evrópu.

    Helstu og áberanlegustu bloggarar landsins virðast vilja taka þátt í þeirri sögufölsun að EES samningurinn hafi ekki átt þátt stærstan eða ekki allan þátt í hruni landsins.

    Þar hafa þeir einfaldlega átt sameiginlegt áhugamál um fjarlægingu baksýnisspegills nýfrjálshyggjuseggjanna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur