Fimmtudagur 25.04.2013 - 17:24 - 13 ummæli

Að koma í veg fyrir meirihluta B+D

Því hefur verið haldið fram síðustu daga að öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fái meirihluta á þingi sé að kjósa Samfylkinguna eða VG, frekar en Dögun eða Lýðræðisvaktina (LV).  Þetta er rangt.
Samanlagt fylgi Dögunar og LV mælist nú 6,5%.  (Vera má að þessar kannanir sýni ranga mynd, en það er á þessari forsendu sem ofangreind staðhæfing byggir.)  Ef allt þetta fylgi færðist yfir á VG og S, þá er trúlegast að það myndi auka samanlagðan þingstyrk þeirra um fjögur sæti.
Ef hins vegar VG og S sæju af þeim 3,5% sem þarf til að bæði Dögun og LV kæmust upp í 5% myndu síðarnefndu framboðin fá samtals sex þingsæti, og þessi 3,5% myndu trúlegast kosta VG og S bara tvö sæti. „Nettógróði“ andstæðinga B+D-stjórnar yrði þannig fjögur þingsæti.
Það verður að teljast afar ólíklegt að Dögun og LV fari niður fyrir samtals 4%, jafnvel þótt margir ákveði á síðustu stundu að kjósa „taktískt“.  Þar er því varla um að ræða að VG og S geti bætt við sig nema í mesta lagi einu eða tveimur sætum.  Fyrir þá sem velta fyrir sér að kjósa taktíst, til að koma í veg fyrir meirihluta B og D, og velja á milli VG-S annars vegar og LV-Dögunar hins vegar, ætti niðurstaðan að vera nokkuð ljós:  Öruggasta leiðin er sú að kjósa LV eða Dögun; það er líklegra til að minnka þingstyrk B og D en að kjósa VG eða Samfylkinguna.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Einar Steingrimsson

    PS. Það er ekki hægt að segja til um það fyrirfram hvaða áhrif tiltekin fjölgun atkvæða til framboðs muni hafa, því það getur auðvitað oltið á örfáum atkvæðum hvort framboð fær einu sæti fleira eða færra. Þess vegna er ekki hægt að „reikna“ þetta út með nákvæmni fyrirfram. Það er hins vegar ljóst, ef við gefum okkur að „ónotuð“ atkvæði séu jafn líkleg hjá öllum framboðum sem komast yfir 5% þröskuldinn, og að útilokað sé að fylgi Dögunar og LV fari niður fyrir 2% hjá hvoru framboði, að þá er það líklegra til að minnka styrk B og D að koma Dögun og LV upp fyrir 5% en það er að færa fylgi Dögunar og LV umfram samtals 4% yfir á VG eða S.

    • Er þetta nú ekki hálfgerð hundalógík Einar? Það er fyrir löngu ljóst að þessari þjóð er ekki viðbjargandi og við okkur blasir silfurskeiðabandalag. Þessi smákóngaframboð eru einmitt lýsandi dæmi um að hér er enginn að hugsa um hag almennings heldur einungis um eigið rassgat og egó.

  • Valgarður Guðjónsson

    Það þarf nefnilega ekki svo hátt hlutfall óákveðinna til að koma fleiri flokkum inn á þing, sbr. http://www.dv.is/blogg/viktor-orri-valgardsson/2013/4/23/ad-nyta-atkvaedid-sem-best/

    Meira að segja myndu stuðningsmenn Samfylkingar og jafnvel Vinstri grænna hugsanlega gera best með því að kjósa Dögun og Lýðræðisvaktina

  • Ég er í Samfylkingunni en vil samt fá Dögun á Þing. Ég var mjög ánægður með Hreyfinguna á síðasta kjörtímabili. Þau létu málefnin ráða og voru ekki í egóiskum æfingum.
    Andrea og Margrét verða að komast á þing. Þǽr munu virka eins og „fulltrúar fólksins“ á þingi þegar snillingarnir eru með morfís-æfingar. Ps. Auðvitað verða þær að taka fylgi frá Framsókn.

  • Ég held reyndar að þetta sé rangt hjá þér af tveim ástæðum.

    1. D’Hondt-reglan sem notuð er til að útdeila sætum hyglir stærri framboðum – af þeim sökum hefur 1% fylgisaukning hjá stórum flokki meiri áhrif en 1% fylgisaukning hjá litlum flokki.

    2. 5% reglan segir einungis til um að flokkar sem komist yfir þann þröskuld KOMI TIL ÁLITA við úthlutun jöfnunarsæta. Þar sem öll sæti Pírata og Bjartrar framtíðar eru líklega jöfnunarsæti og heildarfjöldi jöfnunarsæta eru 9, geta litlu framboðin aldrei fengið meira en samtals 9 sæti, ef þau fá enga kjördæmakjörna fulltrúa.

  • Einar Steingrimsson

    Agnar: Ég skil ekki hvað þú átt við. Ein af þeim reglum sem eru innbygðar í íslenska kosningakerfið er reglan um að þingsætafjöldi hvers framboða sé eins nálægt hlutfallslegu fylgi og mögulegt er. Þess vegna skil ég ekki hvernig fylgisaukning um 1 prósentustig ætti að gefa stærra framboði meiri möguleika á nýju þingsæti en litlu.

    Ef Píratar, Dögun og Lýðræðisvaktin komast öll yfir 5% en ekkert þeirra fær kjördæmakjörinn mann, þá myndu uppbótarþingsætin 9 ekki duga nema bara til að þau fengju níu sæti samtals, og ég geri ráð fyrir að þau fengju öll þau sæti, hafi ég skilið rétt að þingsætum sé alltaf úthlutað í samræmi við heildaratkvæðafjölda (sem ég ætla að kynna mér nánar, til að vera viss um að ég hafi ekki misskilið þetta). En, það virðist frekar ólíklegt að Píratar fái umtalsvert meira en 5% (eins og kannanir benda til) án þess að fá nokkurn kjördæmakjörinn.

  • D’Hondt-reglan sem er notuð til að reikna út rétt á þingsætum hyglir stærri framboðum, sjá til dæmis Wikipedia síðuna um D’Hondt. Þannig fær framboð sem fær 20% fylgi alltaf jafnmarga eða fleiri (aldrei færri) þingsæti en tvö framboð, sem hvort um sig fá 10% fylgi, fá til samans, jafnvel þó heildarfylgið sé það sama.

    Varðandi seinni punktinn, þá veltur þetta allt á dreifingu atkvæða á kjördæmin. Ef Dögun og Lýðræðisvaktin rétt ná yfir 5% þröskuldinn með atkvæðum dreift nokkuð jafnt yfir landið, þá myndu þau fyrst og fremst taka (jöfnunar)sæti frá hinum litlu framboðunum – Pírötum og Bjartri framtíð. Með öðrum orðum: Þingsæti stóru flokkanna verða sennilega öll kjördæmasæti og eina leiðin til að þeir fái færri sæti er ef einhvert litlu framboðanna nær kjördæmasætum.

  • Einar Steingrimsson

    Það er sjálfsagt rétt að framboð með 20% fær aldrei færri sæti en tvö framboð samtals með 10% hvort. Og vegna þess að skiptingin getur aldrei orðið nákvæmlega rétt leiðir af því að atkvæði stærra framboðsins geta nýst betur (og gera það að öllu jöfnu).

    Hins vegar finnst mér afar ósennilegt það sem þú segir í seinni málsgreininni, ef við gefum okkur að Píratar og BF fái bæði a.m.k einn kjördæmakjörinn. Ef þau fá bara einn kjördæmakjörinn hvort, en yfir 7% á landsvísu, þá er ljóst að það mun bitna á þessum fjórum framboðum. Það er mögulegt, en mér finnst það frekar ólíklegt.

  • Haukur Kristinsson

    Hallo boys, Einar og Agnar.

    Bíðið í nokkra klst. og þið hafið svör við ykkar furðulegu vangaveltum.

  • helga völundardóttir

    Góðar og róandi upplýsingar, en spyr sú sem ekki veit, hvernig er það? getur ekki þessi blessaði forseti lesið í vilja þjóðarinnar ef yfir 50% hennar kýs eitthvað annað en framsókn eða sjálfstæðisfl. Er það ekki ljóst að ef að yfir 50% atkvæða fara á samf. vg. dögun. lýðr.v. bjarta fr. pírata. að þá er þjóðin að segja nei við hrun flokkana?

  • Sverrir Jónsson

    Nú spyr ég eins og asni:

    Ef S og V fá fjögur sæti fyrir þetta fylgi Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar og „nettógróði“ stjórnaranstöðunnar er fjögur sæti ef Dögun og Lýðræðisvaktin fá nægt fylgi frá S og V, hver er þá munurinn?

    Nú er ég ekki stærðfræðingur en þegar ég lærði stærðfræði í grunnskóla, menntaskóla og háskóla þá var enginn munur á 4 og 4.

    Það er við hæfi að kæfuvörnin spyrji hver summan af fjórum og fjórum sé :).

  • Einar Steingrimsson

    Það sem ég geng út frá (og útskýrði hér að ofan) er að fylgi Dögunar og LV fari aldrei undir 2% hjá hvoru framboði. Sem þýðir að miðað við samanlagt fylgi í könnunum upp á 6,5% er bara um að ræða 2,5% sem hugsanlega færu yfir á VG og S með „taktískri“ kosningu. Það skilar VG og S bara 2 sætum, í mesta lagi. Ef hins vegar 3,5% fara frá VG og S yfir á Dögun-LV myndi það skila þessum fjórum framboðum fjórum sætum fleiri en ella.

  • Guðrún G.

    Það er rétt að beina því sérstaklega að heimilislausum Sjálfstæðisflokkmönnum sem geta ekki hugsað sér að kjósa ríkisstjórnarflokkana og hafa undanfarið gefið sig upp fyrir Framsókn, að kjósa heldur Lýðræðisvaktina.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur