Föstudagur 10.05.2013 - 11:18 - 4 ummæli

Grimmdarverk í uppsiglingu?

Í tilefni af því sem fram kemur í þessari frétt sendi ég Ögmundi innanríkisráðherra eftirfarandi póst.  Ég hvet alla sem telja þetta mikilvægt mannréttindamál til að skrifa Ögmundi. Netföng hans eru
   ogmundur.jonasson@irr.is   og   ogmundur@althingi.is
____________________________________________________
Sæll Ögmundur
Miðað við þessa frétt, http://visir.is/vilja-drekkja-ogmundi-i-tolvuposti/article/2013130509308, er í uppsiglingu grimmdarverk, sem þú berð ábyrgð á, en getur enn afstýrt.  Eins og þú veist auðvitað leggur Dyflinnarreglugerðin engar skyldur á herðar Íslandi varðandi flóttamenn, heldur veitir bara heimild.  Eins og þú veist líka hefur Ísland fengið tiltal Mannréttindadómstóls Evrópu (þótt óbeint sé) fyrir að skýla sér á bak við þessa reglugerð, og þvo hendur sínar í stað þess að taka sjálft ábyrgð og sýna þá lágmarksmannúð sem Mannréttindasaáttmáli Evrópu og flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna gera ráð fyrir. Eins og þú veist braut forveri þinn í starfi gegn þessum mannréttindasáttmálum með því að senda til Grikklands flóttamenn sem beðist höfðu hælis á Íslandi.  Um örlög sumra þessara manna vitum við ekki neitt; við lifum í óvissu um hvort íslenska ríkið beri ábyrgð á ofsóknum, pyntingum eða jafnvel morðum á þessu fólki.
Það er í þínu valdi að koma í veg fyrir þetta forherta miskunnarleysi.  Það er á þína ábyrgð að ekki bætist fleira fólk á þann lista mannréttindabrota sem innanríkisráðuneytið hefur á samviskunni.
Bestu kveðjur,
Einar

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • Hversu ruglað getur fólk verið, Ísland ber nákvæmlega enga ábyrgð á því að fólk sé ofsótt, pyntað eða myrt í öðrum löndum, einungis þeir sem ofsækja, pynta og myrða gera það.

  Þess ber líka að geta í þessu máli, að það eru ekki allir flóttamenn flóttamenn. Sumir þeirra eru ákaflega vel skólaðir svindlarar sem vita nákvæmlega á hvaða tilfinningatakka á að ýta.

  Við munum öll blessuð börnin sem ekki mátti senda úr landi, en reyndust vera fúlskeggjaðir og fullvaxta karlmenn.

  Þið sem hótið, vinsamlega gefið upp tölvupóstföngin ykkar, svo hægt verði að drekkja ykkur í ruslpósti.

  • Hilmar, Ég vona að þú verðir aldrei ofsóttur eða flóttamaður sjálfur. Þá er hætta á því að þú sjáir ruglið sem frá þér kemur.

 • Einar Steingrimsson

  Fólk getur verið mjög misruglað, Hilmar.

  Hitt er annað mál að þótt Ísland ber ábyrgð á því, samkvæmt þeim aljþóðasáttmálum sem landið er aðili að, að fólk sé ekki neitað um hæli ef hætta er á að það verði ofsótt, pyntað eða myrt í öðrum löndum, og enn fremur að yfirvöld á Íslandi geti ekki varpað þeirri ábyrgð á önnur lönd, þrátt fyrir Dyflinnarreglugerðina.

  Að til séu „vel skólaðir svindlarar“ eru ekki geðslegar mótbárur hjá þér við því að farið sé fram á að Ísland sinni þeirri skyldu sinni að veita hæli þeim sem eiga rétt á því samkvæmt sáttmálum sem landið er aðili að.

 • Það er hjákátlegt að sjá evr-róðursinna setja sig gegn reglugerðarfargani bandalags óréttlætis og ójafnréttis ( og þá hefur ójafnrétti og óréttlæti ekkert með ójafna stöðu karls og konu að gera, ef við eigum að gæta fulls jafnræðis)

  Aðildarríki Dyflinnarreglugerðarinnar eru ÖLL aðildarríki Evrópusambandsins, auk Noregs, Íslands og Sviss.

  Því eiga þeir sem andvígir eru óréttlæti Dyflinnarreglugerðarinnar, ekki að hvetja til stjórnarskrárbreytingar sem er til þess sniðin að gengið sé í bandalag fasískra arðræningja.

  Þetta sýnir þá hversu samningar við fasískt evrópubandalag eru rétthærri en alþjóðlegir sáttmálar.

  Allt tal um betra lýðgæði með nýrri stjórnarskrá er falsið eitt og aukið vald almúgans með þjóðaratkvæðagreiðslum er lygin ein, því hún leyfir einnig stjórnvöldum að lúta yfirþjóðlegu valdi sem ESB er.

  Ef eitthvað er, þá ber að fagna þeirri gömlu stjórnarskrá, því hún leyfir ekki þennan gjörning sem Dyflinnarreglugerðin leyfir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur